Færsluflokkur: Mannréttindi
6.1.2021 | 23:23
Svívirðileg árás á lýðræðið
Árás stuðningsfólks Donald Trump á þinghúsið í Washington DC er svívirðileg árás á lýðræðið. Bandaríkin hafa verið talin meðal fremstu lýðræðisríkja heims og eru það. Það skiptir því máli, að valdaskipti fari fram með friðsamlegum hætti, með þeirri röð og reglu sem reglur lýðræðisins gera kröfu til.
Donald Trump hefur gengið of langt eftir að úrslit lágu fyrir í forsetakosningunum og ljóst var að þeim yrði ekki hnekkt. Þá var mál að viðurkenna ósigur og vinna í samræmi við þær reglur sem lýðræðið gerir kröfu til og koma tvíefldur til næstu kosninga, ef svo bar undir.
Því miður hefur Donald Trump ekki sést fyrir. Afleiðingin af því er m.a. að Repúblikanar hafa misst meirihluta sinn í öldungadeild Bandaríkjaþings.
Donald Trump á ekki annan kost nú, vilji hann halda virðingu sinni sem lýðræðislegur forustumaður en fordæma árásina á þinghúsið, viðurkenna ósigur sinn og lýsa yfir vilja til að aðstoða viðtakandi forseta eftir megni.
Sennilega var það rétt sem einhver sagði, að það sem fólk telur Trump standa fyrir á meiri möguleika á að ná fram að ganga án Trump en með honum. Hafi það ekki verið orð að sönnu þegar það var sagt, þá verður ekki annað séð en þannig sé það eftir atburði síðustu vikna.
5.1.2021 | 12:20
Amen og Awoman
Meþódistapresturinn demókratinn Emanuel Cleaver leiddi opnunarbæn 117 þingárs Fulltrúardeildarinnar í Bandaríkjunum og lauk henni með því að segja
"Amen and awoman".
Bíðum nú við. Var maðurinn að reyna að vera fyndinn? eða taldi hann amen vísa til einhvers kynræns e.t.v. brimbrjót feðraveldisins.
Jafnvel kristnir kennimenn eins og Emanuel þessi, sem vilja samsama sig með "góða fólkinu" eða vera góðir ybbar eða woke eins og heiti frávitaliðsins er í henni Ameríkunni mega ekki heyra orðið maður án þess að reyna að finna eitthvað mótvægi.
Tillaga liggur fyrir Bandaríkjaþingi um að þurrka út kynrænt gildishlaðin orð eins og maður, kona, móðir, faðir, hann og hún. Emanuel taldi sig því þurfa sem góður og gegn Demókrati að ljúka þingsetningarbæninni með algjöru kynhlutleysi og segja awoman á eftir amen.
Óþægilegt fyrir prest, að vita ekki að amen hefur enga kynjaskírskotun að neinu leyti en útleggst með orðunum "Svo skal vera" eða "verði svo".
23.12.2020 | 12:03
Covid, kirkjan og jólin
Jólaguðþjónustur opnar almenningi verða ekki í kirkjum um jólin vegna Covid sóttvarna.
Fyrir margt kristið fólk skiptir máli að fara í kirkju um jólin Í sumum tilvikum er það mikilvægasti hluti jólahátíðarinnar.
Sumir prestar auglýsa að þeir muni mæta í tóma kirkju og senda guðþjónustu út á netinu. En af hverju má ekki opna kirkjuna á sömu forsendum og með sömu varúðarreglum m.a. fjöldatakmörkunum og viðhafðar eru í stórmörkuðum eða á sundstöðum?
Í Danmörku mega kirkjur vera opnar um jólin og það er undir sóknunum sjálfum komið til hvaða ráðstafana þær grípa. Þar í landi eru smit nú mun meiri en hér og gripið hefur verið til harðra ráðstafana af hálfu sóttvarnaryfirvalda, sem telja þó að smithætta sé svo lítil í kirkjum, að sjálfsagt sé, að heimila fólki að sækja messur með ákveðnum takmörkunum þó.
Ég veit ekki til þess, að prestar hafi sótt um undanþágu til að halda messur opnar almenningi um jólin. Hafi þeir og biskupar ekki gert það,þá sýnir það því miður lítinn trúarlegan áhuga og skort á trúarlegri sannfæringu.
11.12.2020 | 08:13
Gargandi minnihluti
Vinstri grænir vilja breyta helmingi landsins í þjóðgarð. Með því aukast völd og áhrif ríkisins þá sérstaklega umhverfisráðuneytisins um málefni þessa helmings landsins.
Engin sérstök þörf er að gera allt miðbik landsins að þjóðgarði. Samt sem áður skal það knúið fram vegna miðstjórnaráráttu og ríkishyggju vinstri grænna.
Steingrímur J. Sigfússon hefur verið þingmaður Vinstri grænna frá upphafi. Meginhluta síns þingmannsferils hefur hann staðið á öskrinu í ræðustól Alþingis sem gargandi minnihluti. Í ræðu um þjóðgarðsmálið sagði hann,að gargandi minnihluti eigi ekki neinn rétt til að þvælast fyrir þeim hugumstóru ríkishyggjuáformum, sem Vinstri grænir vilja ná fram.
Með þessari framsetningu gerir Steingrímur J. athugasemd við rétt minnihluta til að hafa skoðun og halda henni fram.
Ólíkir eru þeir Steingrímur J. sem vill meina minnihluta um lýðræðisleg réttindi þegar hann telur sig vera í meirihluta og sá merki lögfræðingur og stjórnmálamaður dr. Gunnar Thoroddsen, sem oftast var í meirihluta á sínum stjórnmálaferli.
Gunnar talaði ítrekað um réttindi minnihluta og mikilvægi þess að minnihlutinn léti í sér heyra. Forsenda lýðræðis,væri að menn létu skoðanir sínar í ljósi. Af því tilefni sagði dr. Gunnar eitt sinn:
"Við skulum ekki gleyma því, að minnihlutinn í dag getur orðið meirihluti á morgun."
Þannig er það í lýðræðisþjóðfélagi og þannig á það að vera og það er vonum seinna að forseti elsta þjóðþings Evrópu átti sig á að hann starfar í lýðræðisríki en ekki Hvíta Rússlandi þar sem skoðanabræður hans hanga enn á völdunum og neita að hlusta á það sem þeir kalla gargandi minnihluta.
1.12.2020 | 11:06
Fullveldi að nafninu til?
Í dag er fullveldisdagurinn. Þennan dag fyrir 102 árum öðluðust Íslendingar fullveldi. Þá lýstu Danir yfir í samningi við íslensk stjórnvöld, að Ísland væri frjálst og fullvalda ríki.
Frá þeim tíma höfum við kosið að deila fullveldinu mismikið m.a. með samningum við aðrar þjóðir m.a. með EES samningnum auk þess,sem við höfum samþykkt að fara eftir niðurstöðu Mannréttindadómstólsins í raun.
Í dag kvað Mannréttindadómstóllinn í Strassbourg upp þann dóm, að íslenskur ráðherra og Alþingi hefði brotið gróflega af sér við skipun dómara til Landsréttar m.a. vegna þeirrar aðferðar sem Alþingi notaði við að greiða atkvæði um skipun dómara.
Það er dapurlegt þegar þjóð sem telur sig vera frjálsa og fullvalda telur sig þurfa að hlíta valdboði frá Strassbourg í máli, þar sem íslensk stjórnvöld fóru að öllum lýðræðislegum reglum, máli, sem fékk nákvæma skoðun og ekki var hallað neinum lýðræðislegum rétti, mannréttindum eða pólitísku öryggi borgaranna. Þá er gjörsamlega fráleitt að skipun dómaranna í Landsrétti hafi getað leitt til þess að mannréttindi annarra en þeirra sem ekki fengu skipun væri hugsanlega brotin.
Með þessum dómi reynir Mannréttindadómstóll Evrópu að taka sér vald sem er óeðlilegt þegar í raun engin mannréttindi eru brotin, þó ekki væri farið í einu og öllu að niðurstöðu valnefndar eins og hún væri staðgengill Guðs á jörðinni.
Þetta er enn sérstakara þegar fyrir liggur að ábyrgð á skipun dómara er hjá ráðherra og Alþingi en ekki hjá valnefndinni.
Það er sjálfsagt kominn tími til að íslenska þjóðin taki nú undir með forföður sínum Jóni Loftssyni Oddaverja og segi.
"Heyra má ég erkibiskups dóm,en ráðinn er ég í að hafa hann að engu."
29.11.2020 | 11:09
Snillingar stjórnsýslunnar
Fyrir allmörgum árum voru sýndir þættir í sjónvarpi, sem hétu "Já ráðherra". Ráðuneytisstjórinn Sir Humphrey Appleby gætti þess, að halda öllum völdum hjá sér. Flóknar setningar, orðskýringar, útlistanir og setningar sem höfðu enga merkingu eða þvældu málum svo, að enginn fékk skilið, náðu þeirri fullkomnun hjá Sir Humphrey að fáir töldu að met hans yrði nokkru sinni slegið.
Nú hefur höfundur frumvarps til sóttvarnarlaga jafnað þessa fullkomnun Sir Humphrey. Í dæmaskyni um þessa snilli,skal vísað í skýringu orðsins "farsótt". En farsótt er:
"Tilkoma sjúkdóms, ákveðins heilsutengds atferlis eða annarra atburða sem varða heilsu fólks innan samfélags eða landssvæðis, í tíðni sem er umfram það sem vænta má."
Orðskýring frumvarpsins er svo loðin og teygjanleg að hún opnar á möguleika ráðherra til að beita borgarana hvaða frelsisskerðingu sem frumvarpið heimilar m.a. útgöngubanni nánast að geðþótta.
Hvernig er hægt að verjast því að "aðrir atburðir sem varða heilsu fólks" komi upp í landinu eða séu stöðugt til staðar? Hvað er átt við með tíðni sem er umfram það sem vænta má? Já og hver er skilgreiningin á heilsutengdu atferli? og eru einhver takmörk eða frekari skýringar á fyrirbrigðinu "aðrir atburðir"?
Íslenskir Applebíar telja greinilega ekki rétt, að nota alþóðlegar viðmiðanir t.d. um lágmarksviðmið smita við skýringu á orðinu "farsótt", þó ekki væri nema til að takmarka aðeins valdheimildir og geðþóttaákvarðanir ráðherra, en það var sjálfsagt ekki meiningin.
27.11.2020 | 08:50
Enn skal haldið og engu sleppt
Smitstuðull Covid er lægstur á Íslandi af löndum Evrópu í dag. Samt sem áður segir Þórólfur smitsjúkdómalæknir að veður séu svo válynd, að halda verði að mestu leyti þeim hertu aðgerðum sem gripið var til fyrir rúmum mánuði. Á sama tíma segir tölfræðingurinn Thor Aspelund, að smitstuðullinn sé slíkur að það geti orðið sprenging í fjölda smita.
Þetta er hræðsluáróður.
Samt er smitstuðullinn enn sá lægsti í Evrópu. Ætli menn að halda trúverðugleika verða þeir, að segja fólki satt og neita sér um þann lúxus að stunda hræðsluáróður til að drepa niður frjálst mannlíf og eðlileg samskipti fólksins í landinu.
Hafi sóttvarnarlæknir haft rétt fyrir sér í byrjun september. Liggur þá ekki fyrir, að hægt er að miða við sambærilegar reglur og þá giltu? Ef hann hefur hins vegar haft rangt fyrir sér þá, ber þá ekki að taka ráðleggingum hans með fyrirvara?
Það vill enginn veikjast af þessari pest og engin smita. Þessvegna skilar jákvæður áróður um smitvarnir sér til fólksins og með því að gera alla meðvirka í að halda eðlilegri varúð í samskiptum vinnum við sigur á þessum vágesti. En við vinnum ekki sigur með því að reyra höftin svo mjög og umfram alla skynsemi, að fólk hætti að taka mark á þeim.
26.11.2020 | 09:28
Ríkið og trúin
Allt frá lögfestingu tíundarlaga á 11.öld hefur ríkisvaldið talið eðlilegt að hafa afskipti af trúarskoðunum einstaklinga og greiðslur þeirra til guðdómsins. Spurning er hvort það sé eðlilegt enn í dag að ríkisvaldið vasist í þeim málum.
Nú deila kirkjunnar menn á ríkisstjórnina fyrir að borga henni ekki það sem kirkjunni ber af sóknargjöldum. Þannig fái keisarinn meira en honum ber á kostnað Guðdómsins.
Auðvelt ætti að vera að skera úr um þetta, þar sem við höfum sérstök lög í landinu um sóknargjöld nr. 91/1987 skv. þeim greiðir ríkið 15. hvers mánaðar til trúfélaga fyrir nef hvert í viðkomandi trúfélagi.
En hvað sem líður sóknargjöldum og fjárhæð þeirri er þá ekki eðlilegt að spyrja, hvort ekki sé óeðlilegt, að ríkisvaldið vasist í innheimtu fyrir trú- og lífsskoðunarfélög í landinu. Af hverju ætti ríkisvaldið frekar að skipta sér af því en innheimtu æfingagjalda til íþróttafélaga?
Árið 2020 væri eðlilegt að ríkisvaldið segði sig frá þessari gjaldheimtu á einstaklinga og lækkaði skatta þeira sem því nemur og segði nú verður guðdómurinn að sjá um að innheimta það sem Guðs er, keisarinn sér um sig.
24.11.2020 | 08:36
Að hafa stefnu eða hafa ekki stefnu
Ríkisstjórnin hefur þá stefnu í sóttvarnarmálum, að samþykkja tillögur sóttvarnarlæknis með fyrirvara um samþykki landsstjórans Kára Stefánssonar.
Engin heildarstefna hefur verið mörkuð af ríkisstjórninni um viðbrögð við Covid fárinu, en eina viðmiðið sem sett hefur verið fram er að heilbrigðiskerfið ráði við álagið.
Enginn ágreiningur er um að gæta skuli öryggis til að tryggja sem bestan árangur í baráttunni við Covidið, en spurningin er hvað er nauðsynlegt að gera hverju sinni og hvenær er farið yfir mörkin.
Æskilegt hefði verið að ríkisstjórn gerði borgurunum grein fyrir því hvað þurfi til að koma til að gripið sé til mismunandi ráðstafana. Ekkert slíkt hefur verið gert og nú þegar fyrir liggur að toppnum var náð nokkru áður en hertar reglur voru síðast settar á og fjöldi smita á niðurleið, þá skal ekki slakað á og borgurunum gert að norpa fyrir utan verslanir í vetrarkulda, af því að sóttvarnarlæknir telur enga ástæðu til að bregðast við breyttum aðstæðum fyrr en tími hertra aðgerða er fullnaður í desember n.k.
Sé eingöngu tekið mið af ráðleggingum sóttvarnarlæknis gegnum tíðina, þá er ljóst, að sá tími er kominn, sem rétt væri að létta verulega af hömlum á frelsi fólks svo sem fjölda í verslunum og kaffihúsum svo dæmi séu tekin. En valdtökumennirnir vilja ekki afsala sér kyrkingartökunum á þjóðlífinu jafnvel þó að forsenda aðgerðanna sé löngu liðin hjá. Hinir hlýðnu jarma í kór, að fara beri að hinum vísindalegu tillögum sóttvarnarlæknis, þó þær séu aðrar nú en oft áður við sömu aðstæður. Vísind á bakvið aðgerðirnar liggja því fjarri því ljós fyrir eða eru til staðar yfirhöfuð.
Ríkisstjórnin bregst að sjálfsögðu ekki við vegna þess, að hún hefur enga stefnu nema þá að ráðum hinna nýju valdsmanna, sóttvarnarlæknis og Kára verði hlýtt, þó þeir séu ekki lýðkjörnir til að taka slíkar ákvarðanir einhliða. Þægindunum við að vera ábyrgðarlaus vill ríkisstjórnin ekki afsala sér.
Nú berast fréttir af bóluefnum sem eiga að ráða niðurlögum Covid. Það er að sjálfsögðu af hinu góða. En svo virðist, sem það hafi hleypt nýjum móði í frelsissviptingarfurstana um að gefa nú hvergi eftir í að skerða frelsi borgarana þar til að stór hópur hefur verið bólusettur. Í annan stað þá er kominn upp sú krafa, að lýðinn skuli bólusetja með góðu eða illu. Þannig hafa nokkur flugfélög tilkynnt, að þau muni ekki fljúga með aðra en Covid bólusetta farþega í framtíðinni.
Þegar fjöldahræðsla grípur um sig eins og í þessu tilviki, þar sem fræðimenn, ríkisstjórn og fjölmiðlar leggjast á eitt um að mynda hana, þá eiga þeir erfitt uppdráttar, sem tala um einstaklingsfrelsi, meðalhóf og krefjast þess, að rök séu færð fyrir einstökum aðgerðum ríkisstjórna og heilbrigðisyfirvalda. Þeir eru hraktir og smáðir eins og þjóðníðingurinn í samnefndu leikverki Íbsens forðum.
En samt sem áður verður að fara að leikreglum lýðræðisríkis og virða þær reglur sem fara verður eftir varðandi réttindi borgaranna. Þó veruleg áhöld séu um að það hafi verið gert í Cóvíd viðbrögðunum, þá er hægt að stoppa upp í þau göt, þar sem ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um breytingar á sóttvarnarlögum, þar sem vegið er að rétti fólksins í landinu og réttindi þess skert. Það verður þó ekki sagt annað um ríkisstjórnina en að hún hafi þó fundið fjölina sína að þessu leyti og miði við að ríkisstjórnir í framtíðinni búi við sama öryggi ábyrgðarleysis og stefnuleysis og ríkisstjórnin fylgir.
12.11.2020 | 11:38
Lýðræði í kröppum dansi.
Kommúnistastjórnin í Kína nýtir sér heimsfaraldurinn sinn, til að herða tökin meðan ríki Evrópu og Ameríku eru nánast lömuð.
Tíbetbúar og Uigurar búa við harðræði eins og fyrr og eru annars flokks borgarar með öllu því illa sem því fylgir. Nú er einnig hert á aðgerðum gegn lýðræði í Hong Kong.
Þrátt fyrir loforð um eitt ríki tvö kerfi þegar Bretar yfirgáfu Hong Kong og Kína tík við, þá virðist sem að kommúnistastjórnin í Peking telji, að kerfin tvö gangi ekki upp saman. Í gær sögðu síðustu lýðræðissinnarnir á þingi Hong Kong af sér og Vesturlönd láta eins og sú frétt skipti ekki máli.
Vesturlönd eru sem lömuð m.a. vegna skorts á sameiginlegri stefnumótun hugmyndasnauðra hræddra stjórnmálamanna,sem hafa enga hugmyndafræðilega staðfestu og hafa alist upp við áhyggjulaust líf í partýinu, þar sem embættismennirnir taka í raun nánast allar ákvarðanir.
Kínastjórn tilkynnti 4.9% hagvöxt á síðasta tímabili og segist hafa lagt veiruna að velli. Kommúnistastjórnin telur því að það sé hentugur tími til að leggja til atlögu gegn frelsinu í Hong Kong.
Kínastjórn telur auk heldur, að ekkert sé að óttast frá Bandaríkjunum ef Biden verður forseti. Frelsið víkur og svonefnd frjáls Vesturlönd láta það yfir sig ganga og halda áfram viðskiptum og öðrum samskiptum við Kína eins og ekkert hafi í skorist. Við deyjum ekki fyrir Dansig eina sögðu undanlátsmenn gagnvart þýsku nasistunum fyrir 80 árum. Nú segja þeir. Hong Kong er hvort sem er í Kína kemur þessi borg okkur við?
Kemur lýðræði, frelsi og mannréttindi okkur nokkuð við. Eigum við ekki frekar að hafa það gott meðan við getum þó við fljótum sofandi að feigðarósi?
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 117
- Sl. sólarhring: 238
- Sl. viku: 3405
- Frá upphafi: 2514303
Annað
- Innlit í dag: 96
- Innlit sl. viku: 3167
- Gestir í dag: 87
- IP-tölur í dag: 82
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson