Færsluflokkur: Heilbrigðismál
8.1.2021 | 09:15
Það getur brugðið til beggja vona.
Covid smit eru fá hér á landi og hafa verið það frá því fyrir miðjan desember. Tilslakanir á sóttvarnarráðstöfunum hafa þó verið fáar og óverulegar. Það sýnir hvað það er miklu auðveldara að taka frelsi frá fólki heldur en að veita það aftur.
Þrátt fyrir fá smit og góðan árangur, þá eru sömu þulurnar tuldraðar án afláts til réttlætis. "Það getur brugðið til beggja vona" "Það er hætta á að allt fari úr böndunum" "Við getum hæglega misst þetta í veldisvöxt"
en síðast en ekki síst "næstu dagar ráða úrslitum"
Ég hef stundum velt því fyrir mér af hverju við komumst aldrei út úr þessum "næstu dögum" og viðurkennt sé, að það séu ekki efni til að viðhalda þeim lokunum og takmörkunum sem sóttvarnaryfirvöld streitast við að halda í án nokkurrar framtíðarstefnumörkunar og þylji í síbylju möntruna: "Næstu dagar skera úr um það til hvaða ráðstafana verður gripið"
Þjóðfélag getur ekki endalaust búið við geðþóttaákvarðanir og það þarf að vera einhver vitræn skýring á því af hverju fólk á Hólmavík, Húsavík og Hornafirði megi ekki taka upp eðlilegt líf þegar smit mælast ekki frá Botnsá í Hvalfirði og hringinn vestur,norður, austur og suður að Selfossi.
Ríkisstjórnin getur ekki staðið aðgerðarlaus hjá og ausið milljarði á dag úr galtómum ríkiskassanum, sem framtíðin á að borga. Því miður allt of þægileg tilvera fyrir marga í núinu enda viðbrögðin samkvæmt því.
4.1.2021 | 22:45
Tilraunastöðin Ísland
Fjölþjóðlegi lyfjarisinn Pfizer á góða talsmenn hér á landi. Kári Stefánsson forstjóri og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir vilji leggja allt í sölurnar til að þóknast lyfjarisanum svo hægt verði að úða veirulyfinu frá þeim í sem flesta Íslendinga.
Þeir settu fram þá hugmynd með velþóknun heilbrigðisráðherra, að bjóða fjölþjóðlega lyfjarisanum Pfizer, að gera Ísland að alþjóðlegri tilraunastöð. Íslendingar yrðu notaðir sem tilraunadýr svo að gagn mætti hafa af þeim fyrir alla heimsbyggðina að þeirra sögn.
Stundum hvarflar jafnvel að auðtrúa sálum eins og mér, að það sé einhver fiskur undir steini eða jafnvel eitthvað annað en hagsmunir þjóðarinnar, sem ráða svona skyndilegri hugljómun ráðherrans, sóttvarnarlæknisins og forstjórans.
Heilbrigðisráðherrann hefur fram að þessu staðið fast á því,að kapítalistar góðir eða vondir megi ekki græða á sjúkdómum. Nú telur hún það í lagi að fjölþjóðlegur lyfjarisi í eigu kapítalista út um allar koppagrundir græði á því að fólkið í landinu þjónusti þá sem tilraunadýr.
Enn sem fyrr virðist það ráða för hjá heilbrigðisráðherra, að komið verði í veg fyrir að einkaframtakið á Íslandi geti komið að umönnun sjúkra, en það sé í lagi að framselja þjóðina til tilrauna fyrir erlenda auðjöfra svo gróði þeirra geti orðið sem mestur.
4.1.2021 | 15:37
Óhreina barnið í Evrópu
Nú er svo komið að fyrrum fyrirmyndarríkið í Evrópu, Bretland er óhreina barnið í Evrópu.4 Evrópusambandslönd, Grikkland, Eistland, Litháen og Slóvenía heimila komu farþega frá Bretlandi og þá er krafist sóttvarnaraðgerða og sóttkvíar.
Við erum samt ekki bangin og erum í hópi þeirra fáu þjóða sem heimila farþegum frá Bretlandi að koma eins og öðrum.
Þessar lokanir á Breta eru vegna þess að þeir tilkynntu, að nýtt og smitnæmara afabrigði hefði fundist hjá þeim. Upplýsingar um þetta afbrigði eru þó af skornum skammti og fjarri því að vera fullnægjandi.
Það er annars umhugsunarefni af hverju Bretum gengur svona illa að fást við þessa veiru. Síðustu 8 daga hafa sýkst álíka margir á Bretlandi og sem nemur fjölda allra Íslendinga þrátt fyrir hörkulegar aðgerðir. Það sýnir að slíkar aðgerðir út af fyrir sig þurfa ekki að vera árangursríkar. Það sýndi sig líka hjá Ítölum og Spánverjum í vor.
En hvað eigum við þá að gera. Innanlandssmit eru svo lítil, að það ætti að vera unnt að létta af ýmsum takmörkunum og sú aðgerð hefði vafalaust minni hættu í för með sér en að leyfa áframhaldandi farþegaflutninga milli Bretlands og Íslands. Forsenda ýmissa fjöldatakmarkana er ekki lengur fyrir hendi og aflétting þeirra mundi hafa verulega jákvæð áhrif á atvinnulíf í landinu.
En spurningin er sú, ætlar veirutríóið að bíða þangað til því ásamt Kára hefur tekist með samþykki ríkisstjórnarinnar að gera Ísland að alþjóðlegri tilraunastöð með alla Íslendinga sem tilraunadýr varðandi skaðsemi bóluefnis gegn C-19.
Þá mundu orð Össurar Skarphéðinssonar af öðru tilefni, raungerast varðandi faraldurinn. "You aint seen nothing yet."
2.1.2021 | 10:12
Ber vonin skynsemina ofurliði
Gleðilegt ár 2021.
Árið 2021 verður gleðilegt ef við vinnum rétt úr þeim forsendum og möguleikum sem eru í boði og yfirvöld hamli ekki eðlilegu lífi borgaranna og taki réttar ákvarðanir. Erfiðir tímar vara aldrei að eilífu.
Með tilkomu bóluefnis í lok síðasta árs fylltist heimsbyggðin nýrri von um að takast muni að ráða niðurlögum Covid faraldursins. Vonandi gengur það eftir. Í fagnaðarvímu vegna þess, má þó óskhyggjan ekki bera skynsemina ofurliði.
Þegar ráðherrar, þríeykið og annað þotulið opinberra Covid aðgerða þustu í vöruhús til að taka á móti tveim pappakössum með hinni mestu viðhöfn og tilheyrandi hátíðarræðum virtist samt sem að nú hefði óskhyggjan borið skynsemina ofurliði auk annars. Af hátíðarræðunum að dæma varð ekki annað skilið en nú væri komin hin afgerandi lausn sem mundi leysa þjóðina og þjóðir heims úr Covid viðjunum endanlega.
En er það svo? Vonandi. En við þurfum samt að spyrja: Erum við að hrapa að niðurstöðu án réttra forsendna?
Í grein eftir Robert Dingwall prófessor í Daily Telegraph í dag segir hann m.a.:
að áhættan af því að deyja eða veikjast alvarlega af Covid minnki mikið með tilkomu bóluefnanna, en hann bendir jafnframt á, að ekki hafi verið sýnt fram á, að þeir sem bólusettir eru geti ekki smitað eftir að hafa verið bólusettir. Þess vegna sé allt tal um sérstaka passa fyrir þá sem eru bólusettir algjör vitleysa. Þessi staðhæfing kemur á óvart, að fólk geti hugsanlega smitað þrátt fyrir að vera bólusett.
Þá segir Dingwall að litlar líkur séu á því að þeir sem eru bólusettir fái alvarlegri sjúkdómseinkenni eða deyi, en heilbrigt fólk á milli 16 og 60 fái núna. Sem bendir til þess, að það sé óþarfi fyrir heilbrigt fólk á þeim aldri að láta bólusetja sig auk þess sem það tekur þá hugsanlega meiri áhættu en það ella mundi gera.
Af grein Dingwall verður síðan ekki annað skilið, en að þrátt fyrir bólusetningar þá verði þjóðfélagið samt að taka ákvörðun um við hvaða hættustig það vill búa, sem bendir til, að hann hafi ekki mikla trú á að bóluefnin sem komin eru á markað leysi í sjálfu sér þann vanda sem við er að eiga endanlega, því miður.
Séu þessar upplýsingar Dingwall réttar, sem ekki er í sjálfu sér ástæða til að efast um, þar sem hann hefur hingað til verið talin maður orða sinna og gegnir ráðgjafarstörfum fyrir bresku ríkisstjórnina, þá er spurning hversvegna sú forgangsröðun er ekki viðhöfð, að setja fólk eldra en sextugt, sem vill taka áhættuna á að láta bólusetja sig í algjöran forgangshóp.
Spurningin er þá líka hvort það sé ástæða til að hvetja heilbrigt fólk sem er undir sextugu til að láta bólusetja sig að teknu tilliti til þeirrar áhættu sem því óhjákvæmilega fylgir.
En þá er þeirri spurningu ósvarað og ekki um það fjallað í ofangreindri blaðagrei:
Hvort líkur eru á því að þau bóluefni sem í boði er virki til lengri tíma? Einnig: Hvaða hugsanlegar afleiðingar bólusetning sem er innrás í genamengi fólks kunni að hafa?
Það er eðlilegt að fólk hafi fyllst hrifningu yfir því að bóluefni gegn þessari veiur skyldi verða til. En meðan það hefur ekki hlotið viðunandi prófun og er haldið þeim annmörkum sem á hefur verið bent, þá er spurning hvort ekki eigi við orðtakið:
Svo skal böl bæta að bíði ei annað verra.
28.12.2020 | 18:54
Hvenær brýtur maður lög og hvenær brýtur maður ekki lög?
Sagt er að sá mikli heimspekingur, flakkari og listamaður Sölvi Helgason hafi eitt sinn reiknað tvíbura í afríkanska konu og hafi annar verið ljós á hörund en hinn hörundsdökkur.
Svipaðir útreikningar eru nú á sveimi mismunandi áreiðanlegir eins og gengur. Rekstraraðilar Ásmundasalar hafa komist að þeirri niðurstöðu 5 dögum eftir að lögregla stöðvaði samkvæmi í salnum á Þorláksmessu, að það hafi ekki verið um nein brot á sóttvarnarlögum að ræða. Afsökunarbeiðni þeirra var því röng og þar af leiðandi aðgerðir lögreglu fráleitar og óafsakanlegar.
Fjármálaráðherra var þar af leiðandi að biðjast afsökunar á broti, sem enginn möguleiki var skv. því að hefði verið framið. Raunar hefur þeim sem skrifað hafa um það mál yfirsést, að það var ekki hlutverk fjármálaráðherra að sjá um sóttvarnir í Ásmundarsal og á þeim bar hann ekki ábyrgð. Þá mundi einhver vafalaust segja: "og þó.
Á sama tíma berast fregnir af því að sjálfur sóttvarnarlæknir og heilbrigðisráðherra hafi brotið eigin reglur og tilmæli við móttöku á heilfrystu bóluefni í morgun og sjáist það glögglega á ljósmynd, sem tekin var af því tilefni.
Hvorki heilbrigðisráðherra né sóttvarnarlæknir hafa beðist afsökunar og geta vafalaust sagt eins og frambjóðandi Framsóknarflokksins á Vestfjörðum sagði forðum þegar deilt var um útlit stórhýsis sem verið var að byggja í Reykjavík og andstæðingur hans frambjóðandi Sjáflstæðisflokksins brá þá upp ljósmynd af byggingunni. Þá varð Framsóknarmanninum að orði: "Lygi er lygi jafnvel þó hún sé á ljósmynd". Þannig gæti sóttvarnalæknir einnig farið að en Guðni vinur minn Ágústsson fullyrðir að í honum séu rótföst Framsóknargen sem stuðlaberg í marga ættliði.
Vandi þjóðarinnar er því ekki minni en hann var þegar Jón Hreggviðsson viðhafði hin frægu ummæli: "Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? Fari í helvíti sem ég drap mann. Og þó."
28.12.2020 | 09:50
Blessaði bóluefnið
Sjá ég boða ykkur mikinn fögnuð, yður er í dag frelsari fæddur, sagði engillinn við fjárhirða á Betlehemsvöllum fyrir rúmum 2000 árum.
Í dag eru það ekki englar heldur ljósvakamiðlar sem hafa verið ótrauðir við að boða þann hinn mikla fögnuð, að bóluefni gegn Covid væri á leiðinni. Frá því kl. 7 í morgun hefur verið hægt að fylgjast með því hvar bóluefnið væri statt allt frá Amsterdam til lendingar á Keflavíkurflugvelli, þar sem bóluefninu var ákaft fagnað.
Fréttirnar af komu bóluefnisins hafa verið ítarlegri og æsilegri en við komu þjóðhöfðingja. Á móti þjóðhöfðingjanum er tekið og ekið með hann á Bessastaði. Bóluefnið fær líka konunglegar móttökur og ekið með það í móttökufyrirtæki í sama sveitarfélagi. Síðan hefst samfelld hátíðadagskrá þar sem veirutríóið og nokkrir ráðherrar sjá um að halda uppi fagnaðinum og fjörinu.
Mikið er það nú gott að geta búið við samfellda gleði alla jólahátíðina í þeirri trú að þarna hafi endurlausnin verið fram borin fyrir hnípna þjóð í vanda, þar sem bóluefni fyrir rúmlega 1% þjóðarinnar er hér með komið til landsins.
Sjálfsagt verður ríkisstjórnin í hópi þeirra sem fyrst verða bólusettir. Slíkt verður kærkomið einkum fyrir þá ráðherra sem treysta sér ekki til að hlíta þeim reglum, sem þeir setja fyrir almenning í landinu.
10.12.2020 | 09:47
Landakot og aðrir valkostir. Hvers er ábyrgðin?
Niðurstaðan úr könnun Landsspítalans á orsökum hópsmitsins á Landakoti, alvarlegasta hópsmitsins í Cóvíd faraldrinum, var sú að húsnæðið hefði verið ófullnægjandi. Sóttvarnarlæknir sagði af því tilefni, að það hefði öllum verið ljóst í töluverðan tíma. Fleiri tóku undir það.
Nú liggur fyrir að aðrir kostir voru í boði, sem hefðu gert mögulegt að koma í veg fyrir þetta. En það var hjá einkaaðilum, sem heilbrigðistráðherra vill helst ekki eiga samskipti við.
Ekkert gert og ófullkomna hættulega húsnæðið var notað áfram.
Ber engin ábyrgð á þessu? Vitað var að húsnæðið á Landakoti var ábótavant en tiltækir kostir til að bæta úr því voru ekki nýttir. Þarf enginn að axla ábyrgð vegna atviks sem leiddi til þess að meira en tugur einstaklinga lét lífið?
Nú er verið að sækja tvo einstaklinga til saka skv. ákæru Héraðssaksóknara fyrir manndráp af gáleysi vegna slyss sem varð í fyrirtæki þeirra. Gildir eitthvað annað um þá opinberu aðila, sem með ákvörðunum sínum eða ákvarðanaleysi verða valdir að ótímabærum dauðsföllum?
29.11.2020 | 11:09
Snillingar stjórnsýslunnar
Fyrir allmörgum árum voru sýndir þættir í sjónvarpi, sem hétu "Já ráðherra". Ráðuneytisstjórinn Sir Humphrey Appleby gætti þess, að halda öllum völdum hjá sér. Flóknar setningar, orðskýringar, útlistanir og setningar sem höfðu enga merkingu eða þvældu málum svo, að enginn fékk skilið, náðu þeirri fullkomnun hjá Sir Humphrey að fáir töldu að met hans yrði nokkru sinni slegið.
Nú hefur höfundur frumvarps til sóttvarnarlaga jafnað þessa fullkomnun Sir Humphrey. Í dæmaskyni um þessa snilli,skal vísað í skýringu orðsins "farsótt". En farsótt er:
"Tilkoma sjúkdóms, ákveðins heilsutengds atferlis eða annarra atburða sem varða heilsu fólks innan samfélags eða landssvæðis, í tíðni sem er umfram það sem vænta má."
Orðskýring frumvarpsins er svo loðin og teygjanleg að hún opnar á möguleika ráðherra til að beita borgarana hvaða frelsisskerðingu sem frumvarpið heimilar m.a. útgöngubanni nánast að geðþótta.
Hvernig er hægt að verjast því að "aðrir atburðir sem varða heilsu fólks" komi upp í landinu eða séu stöðugt til staðar? Hvað er átt við með tíðni sem er umfram það sem vænta má? Já og hver er skilgreiningin á heilsutengdu atferli? og eru einhver takmörk eða frekari skýringar á fyrirbrigðinu "aðrir atburðir"?
Íslenskir Applebíar telja greinilega ekki rétt, að nota alþóðlegar viðmiðanir t.d. um lágmarksviðmið smita við skýringu á orðinu "farsótt", þó ekki væri nema til að takmarka aðeins valdheimildir og geðþóttaákvarðanir ráðherra, en það var sjálfsagt ekki meiningin.
27.11.2020 | 08:50
Enn skal haldið og engu sleppt
Smitstuðull Covid er lægstur á Íslandi af löndum Evrópu í dag. Samt sem áður segir Þórólfur smitsjúkdómalæknir að veður séu svo válynd, að halda verði að mestu leyti þeim hertu aðgerðum sem gripið var til fyrir rúmum mánuði. Á sama tíma segir tölfræðingurinn Thor Aspelund, að smitstuðullinn sé slíkur að það geti orðið sprenging í fjölda smita.
Þetta er hræðsluáróður.
Samt er smitstuðullinn enn sá lægsti í Evrópu. Ætli menn að halda trúverðugleika verða þeir, að segja fólki satt og neita sér um þann lúxus að stunda hræðsluáróður til að drepa niður frjálst mannlíf og eðlileg samskipti fólksins í landinu.
Hafi sóttvarnarlæknir haft rétt fyrir sér í byrjun september. Liggur þá ekki fyrir, að hægt er að miða við sambærilegar reglur og þá giltu? Ef hann hefur hins vegar haft rangt fyrir sér þá, ber þá ekki að taka ráðleggingum hans með fyrirvara?
Það vill enginn veikjast af þessari pest og engin smita. Þessvegna skilar jákvæður áróður um smitvarnir sér til fólksins og með því að gera alla meðvirka í að halda eðlilegri varúð í samskiptum vinnum við sigur á þessum vágesti. En við vinnum ekki sigur með því að reyra höftin svo mjög og umfram alla skynsemi, að fólk hætti að taka mark á þeim.
24.11.2020 | 08:36
Að hafa stefnu eða hafa ekki stefnu
Ríkisstjórnin hefur þá stefnu í sóttvarnarmálum, að samþykkja tillögur sóttvarnarlæknis með fyrirvara um samþykki landsstjórans Kára Stefánssonar.
Engin heildarstefna hefur verið mörkuð af ríkisstjórninni um viðbrögð við Covid fárinu, en eina viðmiðið sem sett hefur verið fram er að heilbrigðiskerfið ráði við álagið.
Enginn ágreiningur er um að gæta skuli öryggis til að tryggja sem bestan árangur í baráttunni við Covidið, en spurningin er hvað er nauðsynlegt að gera hverju sinni og hvenær er farið yfir mörkin.
Æskilegt hefði verið að ríkisstjórn gerði borgurunum grein fyrir því hvað þurfi til að koma til að gripið sé til mismunandi ráðstafana. Ekkert slíkt hefur verið gert og nú þegar fyrir liggur að toppnum var náð nokkru áður en hertar reglur voru síðast settar á og fjöldi smita á niðurleið, þá skal ekki slakað á og borgurunum gert að norpa fyrir utan verslanir í vetrarkulda, af því að sóttvarnarlæknir telur enga ástæðu til að bregðast við breyttum aðstæðum fyrr en tími hertra aðgerða er fullnaður í desember n.k.
Sé eingöngu tekið mið af ráðleggingum sóttvarnarlæknis gegnum tíðina, þá er ljóst, að sá tími er kominn, sem rétt væri að létta verulega af hömlum á frelsi fólks svo sem fjölda í verslunum og kaffihúsum svo dæmi séu tekin. En valdtökumennirnir vilja ekki afsala sér kyrkingartökunum á þjóðlífinu jafnvel þó að forsenda aðgerðanna sé löngu liðin hjá. Hinir hlýðnu jarma í kór, að fara beri að hinum vísindalegu tillögum sóttvarnarlæknis, þó þær séu aðrar nú en oft áður við sömu aðstæður. Vísind á bakvið aðgerðirnar liggja því fjarri því ljós fyrir eða eru til staðar yfirhöfuð.
Ríkisstjórnin bregst að sjálfsögðu ekki við vegna þess, að hún hefur enga stefnu nema þá að ráðum hinna nýju valdsmanna, sóttvarnarlæknis og Kára verði hlýtt, þó þeir séu ekki lýðkjörnir til að taka slíkar ákvarðanir einhliða. Þægindunum við að vera ábyrgðarlaus vill ríkisstjórnin ekki afsala sér.
Nú berast fréttir af bóluefnum sem eiga að ráða niðurlögum Covid. Það er að sjálfsögðu af hinu góða. En svo virðist, sem það hafi hleypt nýjum móði í frelsissviptingarfurstana um að gefa nú hvergi eftir í að skerða frelsi borgarana þar til að stór hópur hefur verið bólusettur. Í annan stað þá er kominn upp sú krafa, að lýðinn skuli bólusetja með góðu eða illu. Þannig hafa nokkur flugfélög tilkynnt, að þau muni ekki fljúga með aðra en Covid bólusetta farþega í framtíðinni.
Þegar fjöldahræðsla grípur um sig eins og í þessu tilviki, þar sem fræðimenn, ríkisstjórn og fjölmiðlar leggjast á eitt um að mynda hana, þá eiga þeir erfitt uppdráttar, sem tala um einstaklingsfrelsi, meðalhóf og krefjast þess, að rök séu færð fyrir einstökum aðgerðum ríkisstjórna og heilbrigðisyfirvalda. Þeir eru hraktir og smáðir eins og þjóðníðingurinn í samnefndu leikverki Íbsens forðum.
En samt sem áður verður að fara að leikreglum lýðræðisríkis og virða þær reglur sem fara verður eftir varðandi réttindi borgaranna. Þó veruleg áhöld séu um að það hafi verið gert í Cóvíd viðbrögðunum, þá er hægt að stoppa upp í þau göt, þar sem ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um breytingar á sóttvarnarlögum, þar sem vegið er að rétti fólksins í landinu og réttindi þess skert. Það verður þó ekki sagt annað um ríkisstjórnina en að hún hafi þó fundið fjölina sína að þessu leyti og miði við að ríkisstjórnir í framtíðinni búi við sama öryggi ábyrgðarleysis og stefnuleysis og ríkisstjórnin fylgir.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 65
- Sl. sólarhring: 401
- Sl. viku: 3652
- Frá upphafi: 2585987
Annað
- Innlit í dag: 56
- Innlit sl. viku: 3405
- Gestir í dag: 56
- IP-tölur í dag: 52
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Arnar Freyr Reynisson
-
Ívar Pálsson
-
Guðmundur Karl Snæbjörnsson