Færsluflokkur: Heilbrigðismál
7.11.2020 | 17:47
Ekki má lina tökin.
Í færslu þegar hertar aðgerðir voru kynntar, benti ég á, að þær væru ónauðsynlegar. Coronu smitum væri að fækka óðfluga. Það máttu og áttu allir að sjá. Eina ógnin var að Landsspítalinn hafði ekki gætt sóttvarna sem skyldi og setti sjálfan sig þar af leiðandi á neyðarstig.
Þrátt fyrir að smitum væri að fækka beið ríkisvaldið samt ekki boðana og afnam frelsi borgarana á mörgum sviðum. Nú þegar fyrir liggur að þessi fullyrðing mín var rétt og smitum hefur fækkað verulega dettur stjórnvöldum samt ekki í hug að aflétta frelsissviptingum og halda áfram að hræða fólk til að réttlæta mistökin.
Afleiðingar þess eru margvíslegar. Dauði og doði færist yfir mannlífið og atvinnulífið í landinu. Fólk er gert að mannafælum. Íslendingar eru nánast komnir í ferðabann þar sem flugvélar fljúga hvorki að né frá Íslandi til Evrópu. Milljarða tjón verður daglega vegna ónauðsynlegra ráðstafana.
Það er gjörsamlega óábyrgt að halda svona áfram.
31.10.2020 | 12:08
Skapanornirnar fjórar
Skapanornirnar fjórar í ríkisstjórninni koma jafnan fram þegar tilkynna þarf váleg tíðindi og það gerðu þær í gær. Enn skal reynt að takmarka alla mannlega starfsemi með tilheyrandi einangrun, tekjutapi, andlegri vanlíðan og fjölgun gjaldþrota.
Enginn rökstuðningur er færður fram fyrir þeim aðgerðum, sem nú er gripið til, en það virðist vera orðin lenska í íslenskri stjórnsýslu að setja bannreglur án þess, að sýna fram á nauðsyn þeirra.
Spyrja má af hverju er þörf á að setja hertar reglur þegar smit eru á niðurleið? Þeirri grundvallarspurningu er að sjálfsögðu ekki svaraði en leitað eftir því og byggt á að 95% landsmanna styðji veirutríóið og aðgerðir þess. Það er raunar örlítið meiri stuðningur en við Lúkasjénkó forseta Hvíta Rússlands í nýðliðnum kosningum, en segir ekkert um það hvort Lúkasjénkó eða veirutríóið séu að gera skynsamlega hluti.
Raunar má halda því fram, að sú niðurstaða veirutríósins, að nú þurfi að setja víðtækari takmarkanir og drepa helst niður alla mannlega starfsemi og viðskipti, sýni að á það hafi skort að veirutríóið brygðist rétt við í upphafi annarrar bylgu faraldursins sem nú ríður yfir þjóðina.
Þrátt fyrir að fjármálaráðherra beri sig mannalega og haldi því enn fram, að hægt sé að gera allt fyrir alla á ríkisins kostnað, sjá aðrir að verulega hriktir í stoðum og markaðurinn sýnir öll merki þess, að vantraust varðandi stöðu ríkissjóðs er að aukast, sem leiðir þá til hækkunar á lántökukostnaði ríkisins innan skamms.
Þó Landsspítalinn hafi ákveðið að færa sig á neyðarstig og bábiljur séu þuldar vítt og breitt ekki síst af veirutríóinu, sem lætur ekki fastan sjónvarpsþátt duga fyrir boðskap sinn um komandi Armageddon, þá er staðreyndin samt sú, að það er engin neyð önnur en sú sem stjórnendur heilbrigðismála telja, að geti orðið, ef til vill. Það eru ekki nægar röksemdir til að búa til alkul á markaðnum og hræða líftóruna úr þeim 95% landsmanna sem sagðir eru enn trúa því, að veirutríóið sé óskeikult og hafi þegið vald sitt frá Guði.
29.10.2020 | 09:40
Sáuð þið hvernig ég tók hann?
Illa hefur gengið að ráða við C-19 veiruna í þessari nýju árás hennar á þjóðina. Þrátt fyrir aðgerðir og hertar aðgerðir, gengur lítið því miður. Þegar svo háttar til hættir fólki til að grípa til örþrifaráða að ástæðulausu.
Nú er þannig komið fyrir sóttvarnaryfirvöldum, af því að illa hefur gengið, að þau telja skyldu sína að finna upp á einhverju nýju til að banna, til að sýnast vera að gera eitthvað merkilegt. Grípi sóttvarnaryfirvöld til þess, þá eru þau í leið að viðurkenna, að þau hafi ekki gert rétta hluti síðast þegar þau takmörkuðu frelsi borgaranna.
Af gefnu tilefni talaði RÚV við landstjórann, Kára Stefánsson í Kastljósi í gær, en jafnan er talað við hann þegar býður þjóðarsómi. Kári lýsti þörf á víðtækum aðgerðum og hertum m.a. að lokað yrði öllum verslunum nema matvöruverslunum. Í sjálfu sér er það ekkert vitlausara en að banna fólki að fara til rakara eða á hárgreiðslustofu. En vitlaust samt.
Getur verið að uppspretta smita sé í járnvöruverslunum, rafmagnsverslunum eða fataverslunum? Svarið er nei. Sama á raunar við um rakara- og hárgreiðslustofur. Hvaða rök eru þá fyrir því að loka þeirri starfsemi?
Úr því sem komið er, þá verður ekki við það unað lengur, að sóttvarnaryfirvöld grípi til víðtækra lokana og frelsisskerðingar borgaranna með ástimplun dáðlausrar ríkisstjórnar, nema færð séu rök fyrir nauðsyn og tilgangi. Hingað til hefur þess ekki þurft og þessir aðilar hafa farið sínu fram vitandi, að óttinn sem hefur gripið um sig í þjóðfélaginu leiðir til þess, að fáir og jafnvel engir spyrja spurninga hversu vitlausar svo sem aðgerðirnar eru.
En nú er komið að vatnaskilum. Þjóðfélagið þolir ekki frekari frelsisskerðingar og takmarkanir, hvað þá þegar engin rök hníga að því að þau skipti máli eins og er um almenna mannlega starfsemi svo fremi fólk gæti að fjarlægðarmörkum og almennu hreinlæti.
Aðalatriðið er að fólk passi sig og fari eftir almennum sóttvarnarreglum, en fái að lifa í frjálsu samfélagi, þar sem múrar og girðingar eru ekki settar um venjulegt líf borgaranna.
Því til viðbótar má leiða líkur að því að þessi faraldur muni réna innan skamms án frekari frelsisskerðinga og jafnvel þó að ýmsum takmörkunum yrði aflétt svo sem banni við að strákar og stelpur fái að spila fótbolta. Þess vegna er komið að ríkisstjórninni að standa í lappirnar en halda ekki áfram að eyðileggja efnahagslíf og velmegun þjóðarinnar til langframa.
Erfiðasti hjallinn er að komast í gegnum hópsýkingar á hjúkrunar- og öldrunarstofnunum, sem ekki tókst að koma í veg fyrir þrátt fyrir allar ráðstafanirnar. Þær eru staðreynd og við þeim verður ekkert gert núna annað en að hlúa sem best að þeim veiku og öldruðu sem smituðust á þessum stofnunum. En að öðru leyti og í framhaldi af því má ætla að smitum fækki verulega.
En í slíkum tilvikum, þegar sótt er í rénun eða við það að komast á það stig, þá skiptir heldur betur máli fyrir sóttvarnaryfirvöld að herða á ráðstöfunum til að geta sagt eins og Jón sterki forðum í Skugga Sveini, Matthíasar Jochumsonar.
"Sáuð þið hvernig ég tók hann."
25.10.2020 | 11:20
Röng viðbrögð ekki gætt meðalhófs.
Sá sem jafnan skrifar af mestu viti í Fréttablaðið fyrir utan Óttar Guðmundsson lækni, er ritstjóri blaðsins Jón Þórisson. Jón hefur verið óhræddur við að andæfa viðteknum skoðunum hins alvalda þríeykis í Covid fræðum. Jón bendir réttilega á, að við þessar aðstæður sé þetta sá tími sem mikilvægt sé að ræða um frelsi, mannréttindi og vernd stjórnarskrárinnar gegn handahófskenndum frelsissviptingum sóttvarnarlækns sem ríkisstjórnin samþykkir jafnan.
Jón bendir á, að margfalt fleiri hafi fallið fyrir eigin hendi á þessu ári en Covid, samt er ríkisvaldið ekki að beina sérstökum sjónum að slíkum hörmungum. Óttar Guðmundsson gerði þeim málum góð skil fyrir nokkrum árum, en ekki hefur verið brugðist við.
Þó nokkrir verði til þess, draga í efa heilagleika veirutríósins og þeirra aðgerða sem það hefur gripið til, þá er hræðsluáróðurinn svo mikill, að stór hluti landsmanna finnur til óttakenndar og takmarkar því samskipti sín við annað fólk, sjálfum sér og öðrum til ómældra leiðinda.
Þó mikilvægt sé, að hver gæti að eigin sóttvörnum, þá er það annað mál en handahófskennd valdboð veirutríósins, sem oft orka tvímælis. Sum þessara valdboða hafa valdið þjóðinni milljarða tjóni eins og það að eyðileggja ferðaþjónustuna. Önnur hafa svipt einstaklinga og smáfyrirtæki lífsviðurværi sínu. Samt er haldið áfram án þess að gerð sé grein fyrir hver sé tilgangurinn eða frelsissviptingar rökstuddar.
Ég er nýkominn frá Spáni, frá svæði þar sem smit eru örlítið fátíðari en hér miðað við fólksfjölda. Samt sem áður má fólk fara í hársnyrtingu, spila fótbolta og aðra boltaleiki jafnvel í keppnisgreinum. Vikulega er gerð grein fyrir hvar og við hvaða starfsemi fólk er að smitast. Þar kemur í ljós, að smit eru ekki að greinast vegna innstreymis túrista eða þess, að fólk fari í hársnyrtingu eða geri almennt allt sem gert er í frjálsu þjóðfélagi. Smitin eru aðallega vegna skorts á aðgætni á áfengis- og öldrykkjustofum.
Í miðjum ágúst s.l. rofnaði samhengi vitrænnar nálgunar og meðalhófs hjá veirutríóinu og ríkisstjórninni en við tóku þær glórulausu öfgar sem fólu í sér nánast aðkomubanni til landsins. Allir skyldu skimaðir ekki einu sinni heldur tvisvar og það með óundanþægri sóttkví á milli. Þetta hefur ekki haft neina þýðingu við að hefta útbreiðslu C-19 en valdið tugum ef ekki hundruð milljarða tjóni, sem ríkisstjórnin ber ábyrgð á. Reynslan hefur sýnt að þessi ákvörðun var röng og hafði ekkert í för með sér nema tjón. Samt er vitleysunni haldið áfram.
Ég mældist neikvæður við skimun á landamærunum, jafnvel þó sýnatökukonan gerði sitt ítrasta til að troða sýnatökupinnanum í gegnum nefið á mér og upp í heilabúið. Vegna þess að ég mældist neikvæður, fer ég í sóttkví fram á föstudag n.k. Heil vinnuvika. Vegna þessara reglna eiga margir í erfiðleikum bæði við að komast heim til sín og afla sér nauðsynja, fyrir utan þann ömurleika sem sumir þurfa að lifa við einir og yfirgefnir í sóttkví vegna þess að þeir mældust ekki með veiruna.
Er það ekki dæmalaust, að maður sem mælist neikvæður í þessari skimunaræði, skuli þessvegna þurfa að halda sig frá öðru fólki og meðhöndlaður eins og holdveikissjúklingur fyrr á öldum.
Ríkisstjórnin ber ábyrgð á því,að taka ekki alvöru umræðu um það hvað sé líklegast til að hafa þýðingu, sé vilji til að halda frelsissviptingum áfram, til að reyna að koma í veg fyrir Covid smit og beita þá þeim aðgerðum, sem taldar eru bráðnauðsynlegar en gefa fólkinu í landinu að öðru leyti kost á því að gæta að eigin smitvörnum. Þetta hefur ríkisstjórnin ekki gert, en telur sig hæfasta til að vera í hlutverki jólasveinsins og færa sumum gjafir og það allt með annarra peningum að sjálfsögðu skattgreiðenda.
Þó veiritríóið og landsstjórinn þekki e.t.v. ekki vel til þess sem kallað er meðalhóf við beitingu stjórnvaldsaðgerða, þá ætti samt að vera þekking á því fyrirbæri í ríkisstjórninni. Væri ekki rétt að skoða hvaða aðgerðir koma þá til greina og eru nauðsynlegar einnig að teknu tilliti til þjóðarhags.
13.10.2020 | 09:44
Er eitthvað að gerast í Kína?
Kínaveiran Covid 19, sem byrjaði í Wuhan héraði í lok ársins 2019 hefur leitt til fjölda dauðsfalla, atvinnuleysis, samdráttar og hættu á efnahagslegri kreppu á flestum stöðum í heiminum nema í Kína og Austurlöndum fjær.
Hvernig skyldi ástandið vera í Kína? Það þarf að grafa eftir fréttum þaðan, vegna þess að helstu fjölmiðlar veraldar segja sömu fréttir og endurtaka hver eftir öðrum og Kína hefur ekki verið til umfjöllunar svo nokkru nemi í langan tíma.
En er eitthvað að frétta frá Kína?
Er það frétt, að í landinu þar sem Kórónuveiran kom upp, skuli engin sérstök vandamál vera í gangi hvað hana varðar? Dánartíðni er um 3 á hverja milljón íbúa eða svipað og hjá okkur, á sama tíma og dánartíðni í Bretlandi er um 630 á hverja milljón íbúa og 660 í Bandaríkjunum og 116 í Þýskalandi.
Efnahagslífið í Kína virðist vera búið að ná fullum styrkleika. Fjöldi flugferða er um 90% af því sem þær voru á sama tíma í fyrra og meiri fjöldi fólks fer á ýmsar skemmtanir núna eins og t.d. bíó en áður.
Síðan er alltaf spurningin hvað mikið er hægt að treysta tölulegum upplýsingum frá einræðisríkjum eins og Kína. Allavega mundi Kína ekki geta dulið það fyrir heiminum, ef veiran geisaði af hörku í landinu og þúsundir væru á sjúkrahúsum eða dánir.
Kína er einræðisríki og þar leyfist ekki nema ákveðin umræða og ákveðin hegðun. Í síðustu viku handtóku yfirvöld móður veirufræðings sem var handtekinn fyrir löngu og heldur því fram, að Covid 19 hafi verið búin til á tilraunastofu. Þetta má ekki segja. Skrýtnu tilvikin í upphafi veiruárásarinnar voru fjölmörg m.a. dularfullt dauðsfall læknis sem hafði varað við málinu og þá hurfu aðilar, sem höfðu haft ákveðnar meiningar. Eitthvað er, sem kínversk yfirvöld vilja ekki að rætt sé um. En Vesturlönd geta ekki samþykkt, að ekki fari fram fullkomin rannsókn á tilurð veirunnar og með hvaða hætti kínversk yfirvöld komu fram í upphafi faraldursins, þegar þeir dreifðu veirunni til alheimsins á sama tíma og þeir takmörkuðu ferðir innanlands í Kína. Þá verður að fara fram ítarleg rannsókn á því hvort að veiran var búin til í tilraunastofu t.d. í Kína eða ekki.
Ef til vill er það fréttnæmasta frá Kína það sem áður er getið um, að veiran er ekki að hrjá þá, þjóðarframleiðslan er nánast sú sama og hún var fyrir veiru og samgöngur eru með hefðbundnum hætti.
Það er ýmislegt fleira sem þarfnast skoðunar varðandi veiruna m.a. af hverju hún leggst mun léttar á þjóðir Austurlanda fjær en annarsstaðar. Er fólk þar með virkt mótefni eða er eitthvað annað sem getur skýrt það? Þar kæmi e.t.v. líka til skoðunar hvort að veiran hafi verið útbúin þannig, hafi hún orðið til á tilraunastofu.
7.10.2020 | 07:39
Veirustríðið
Þá er hafin ný leiftursókn gegn C-19 veirunni. Veirutríóið með Þórólf Guðnason sóttvarnarlækni í broddi fylkingar hefur mælt fyrir um róttækar lokunaraðgerðir sem koma sér illa fyrir fólk og fyrirtæki, en vonandi verða þær til þess á skömmum tíma að koma þjóðfélaginu á nýjan leik í þokkalegt andlegt og líkamlegt jafnvægi.
Þórólfur Guðnason hefur staðið sig vel í þessari baráttu raunar eins og aðrir í veirutríóinu, þó oft orki tvímælis hvað skuli gera hverju sinni. Hann viðurkennir, að þekking á sjúkdómnum sé takmörkuð og hefur ítrekað tekið fram, að hann sem sóttvarnarlæknir geti ekki lagt annað til, en það sem hann hefur gert. Dáðlaus ríkisstjórn hefur hinsvegar komið sér hjá að taka pólitískar ákvarðanir varðandi viðbrögð við faraldrinum og stimplað allt sem Þórólfur hefur sagt og ert eins og Guð hafi sagt það og þar verði engu um þokað.
Skortur á stefnumörkun ríkisstjórnarinnar og annarra stjórnmálaafla, sýnir því miður þá staðreynd, að nýja kynslóð stjórnmálamanna sem er við völd í landinu kemur sér hjá að taka ákvarðanir og telur hag sínum best borgið með því að skýla sér á bak við sérfræðina, en geta staðið og þóst ábyrgðarlaus til hliðar. Þetta kemur svo rammt fram á öllum sviðum þjóðmálanna, að margir telja, að það væri ódýrara að gefa þessu fólki sem á að stjórna frí, en fela sérfræðingum og forriturum tölvulíkana það vald, sem það fer með hvort sem er. Önnur leið er að skipta um stjórnmálastétt og ætlast til þess af henni, að hún geti tekið ákvarðanir út frá heildarhagsmunum að teknu tilliti til misvísandi skoðana sérfræðinga.
Ný leiftursókn gegn veirunni er hafin og vonandi gengur hún vel. Vonandi rennur hún ekki út í sandinn eins og síðari leiftursókn þriðja ríkisins í síðari heimstyrjöld því þá eins og nú má ætla, að það verði ekki þrek, vilji eða fjármunir til að fara í þá þriðju ef þessi bregst.
Enn sem komið er skv. opinberum tölum hafa aðeins 0.85% þjóðarinnar veikst af þessari veiru, en 99.15% þjóðarinnar hafa verið svo gæfusamir, að hafa enn sem komið er losnað við það. Þegar upp verður staðið að aflokinni þessari leiftursókn má ætla miðað við spálíkön, að aðeins um 1% þjóðarinnar hafi þá tekið sóttina. Áleitna spurningin er þá, hvað er unnið við leifursóknina ef nánast öll þjóðin eða 99% getur enn smitast og hvernig verður veirunni haldið í skefjum, en Þórólfur og fleiri segja að hún sé komin til að vera.
Eins og í sögu H.G. Wells um innrásina frá Mars kann þó að vera ástæða til bjartsýni, en þar komu sýklarnir mannkyninu til bjargar. Þekking á sjúkdómnum og viðbrögðum við honum vex og hvað svo sem öllum hræðsluáróðri líður þá er veiran heima og annarsstaðar í Evrópu auðveldari viðfangs og vægari en var í upphafi.
Hvort sem okkur þykja þessar ráðstafanir réttar eða rangar, þá erum við hér og þurfum sameiginlega að taka á til að lágmarka tjónið.
2.10.2020 | 19:30
Hvað er vitlegt að gera?
Flestir telja það ávísun á galgopahátt að fara til Spánar vegna þess hve mikið er um Covid smit. En er það svo?
Hér í Valencia skíri og Costa Blanca svæðinu er töluvert minna um smit en heima á Íslandi. Samt sem áður er engin skimun á landamærunum hvað þá síðari skimun og sóttkví á milli. Flest smit hér eru eins og heima vegna skemmtanahalds um helgar.
Nánast engin smit greinast í síðari skimun en samt ætlar ríkisstjórnin að framlengja þessu argans bulli til 1. desember. Hvað kostar það fólk að þurfa að hanga heima eftir að það kemur heim í næstum því viku vegna þessa endemis rugls ríkisstjórnarinnar. Hvað skyldu nú margir hafa greinst við síðari skimun og eru það svo margir að það réttlæti þessar aðgerðir? Af hverju spyrja fréttamenn aldrei um það. Hvað kostar þetta margar tapaðar vinnustundir og leiðind án nokkurs vitlegs tilefnis.
Í kvöldfréttum kom fram, að sóttvarnarlæknir ætlar sér að auka á frelsisskerðingar fólks án þess að það sé skoðað hvaðan smitin koma. Þau koma ekki frá líkamsræktarstöðvum, hárgreiðslustofum eða áhorfendum á íþróttaviðburðum. Meginhluti smitana koma vegna skemmtanahalds í Reykjavík um helgar. Er þá ekki nauðsyn að skoða það en láta aðra mannlega starfsemi í friði. Hvað þá að halda ekki áfram einhverju sem er algjör óþarfi eins og tvöföld skimun á landamærunum - já og þú þarft að borga fyrir þetta rugl.
1.10.2020 | 19:04
Covid varnir
Í dag flaug ég í fyrsta skipti erlendis eftir að Covid fór að sliga heimsbyggðina. Yfirvöld segja fólki hvernig það eigi að hegða sér frá morgni til kvölds. Hamingjan öll og heillin felst í því að hlýða þríeykinu að ógleymdum landsstjóranum. Sem tekur í lurginn á sóttvarnarlækni eða ráðherrum eins og dreissugur kennari þegar svo ber undir.
Í flugstöðinni í Keflavík virtist allt vera steriliserað og reglubundið drundi í hátölurum áskorun um að virða tveggja metra fjarlægð og hafa grímur. Ekki var annað að sjá, en að fólk hlýddi þessu. Þegar út í flugvélina var komið þá var hefðbundið millibil um 40 cm. á milli fólks. Grímuskyldunni var almennt fylgt þó einstaka maður togaði grímuna vel niður fyrir nefið. En ég spyr af hverju tveggja metra reglu í flugstöðinni en 40 c.m. fjarlægðarmörk á 3-5 klukkustunda flugleiðum?
Þegar ég ætlað að setja handfarangur upp í handarangursgeymsluna kom gustug flugfreyja aðvífandi og sagði að þetta mætti alls ekki gera. Af hverju spurði ég. Af því að það veldur smiti sagði flugfreyjan með áminningarsvip eins og þetta væri eitthvað sem allir ættu að vita. Hvernig getur staðið á því segir ég. Það skiptir ekki máli sagði hún þetta eru fyrirmæli frá landlækni. Þá vitum við það. Á sama tíma sá ég fólk framar í vélinni vera að troða aragrúa af farangri upp í farangursgeysmsluna og spurði því. Af hverju fá þau að gera þetta? Af því sagði flugfreyjan eins og hún væri að tala við vanvita. "Þau eru við neyðarútgang og geta ekki haft farangurinn á gólfinu. "Er þá minni eða önnur smithætta í farangursrýmum við neyðarútganga en í öðrum rýmum" spurði ég og hef ekki enn fengið svar.
Við komuna þurfti að skila rafrænum upplýsingum, sem gekk fljótt og auðveldlega fyrir sig og síðan gátu allir farið sína leið. Engin skimun og sóttkví í 5-6 daga og síðan önnur skimun. Ég sagði takk fyrir við unga manninn sem taldi upplýsingar mínar fullnægjandi og hann sagði "Velkominn til Spánar!" með þeirri hlýju og einlægni sem iðulega er einkennandi í samskiptum fólks hér í landi, þar sem fólk er ekki upptekið við að yfirgnæfa norðanáttina vetur, sumar, vor og haust. Þegar ég sagði vini mínum frá þessu, þá tók hann andköf og sagði það er þessvegna sem smit eru svona algeng á Spáni
Það er auðvelt að hrapa að niðurstöðu þegar hræðsluógnin er það eina sem er gjaldgengt í umræðunni. Hér á Costa Blanca svæðinu eru smit minni en víðast hvar á Spáni og álíka mikil og á Íslandi þrátt fyrir að fólk sé boðið velkomið og þurfi ekki að fara í tvöfalda skimun á landamærunum.
Í stórmarkaðnum er skylda að vera með grímu og spritta sig í bak og fyrir og ekki má taka aðra innkaupavagna en þá sem búið er að sótthreinsa. Ég fékk ekki að fara inn í verslunina fyrr en lögmæt sprittun hafði farið fram, en eftir það var allt eins og venjulega nema grímurnar huldu andlit fólks sem sprangaði um í stuttbuxum og bolgopum þannig að vel mátti ímynda sér vöxt og atgervi hvers og eins á meðan nefið var hulið.
Ég velti því í framhaldi fyrir mér hvort David Allen hefði haft rétt fyrir sér þegar hann talaði um að ef konum væri gert að hylja nefið umfram aðra líkamsparta, þá kæmi að því að karlmönnum þætti þetta mest spennandi hlutur kvennlíkamans, sem þeir yrðu að fá að sjá umfram allt annað.
19.9.2020 | 17:33
Stjórn eða ofstjórn
Fyrir rúmum mánuði ákvað ríkisstjórnin skv. einni af tillögum sóttvarnarlæknis og að boði landsstjórans Kára Stefánssonar, að gera út af við ferðamannaiðnaðinn með tvöfaldri skimun og sóttkví í fimm daga milli skimana. Þetta átti auk herts samkomubanns, upptöku 2 metra fjarlægðarreglu á ný o.s.frv., að leysa vandann vegna skyndilegrar aukningar á Covid smitum.
Í dag einum og hálfum mánuði síðar liggur fyrir að þessi stefna var röng. Hún stórskaðar efnahag þjóðarinnar og hefur og mun leiða til stórkostlegs atvinnuleysis, fjárhaslegra áfalla og gjaldþrota. En ekki bara það. Það er enginn árangur. Smitum fjölgar.
Landsstjórinn gerir nú þá kröfu, að beitt verði mun harðneskjulegri aðgerðum og innilokunum. Ríkisstjórnin hefur hingað til farið að tillögum Landsstjórans eins og Guð hefði sagt það. Það væri því ánægjuleg tilbreyting ef ríkisstjórnin hætti því og færi að gegna hlutverki sínu sem ríkisstjórn og móta stefnu. Ekki bara skammtímastefnu heldur langtímastefnu.
Í fyrsta lagi þarf að skilgreina að hverju er stefnt. Hvert er markmiðið.
Öll viljum við búa í veirufríu landi. En er það raunhæft markmið.
Gæti verið að sú stefna hafi verið rétt,sem mörkuð var í upphafi að miða við aðgerðir sem koma í veg, að heilbrigðiskerfið ráði ekki við vandann.
Í löndum eins og á Ítalíu og Spáni, þar sem langvinnu útgöngubanni var beitt og grímuskylda innleidd, fjölgar nú smitum á nýjan leik. Niðurstaðan stefna stjórnvalda í þeim löndum voru mistök. Sama er að segja um Bretland.
Í landi eins og Svíþjóð, sem beitti vægustu skerðingum á frelsi fólksins virðist útkoman í augnablikinu vera ásættanlegust. Þá segja margir. Já en það voru miklu fleiri dauðsföll í Svíþjóð en á hinum Norðurlöndunum. Það er rétt, en á því kunna að vera ýmsar skýringar m.a. sú sem sóttvarnarlæknir þeirra hefur bent á m.a að flensan í Svíþjóð 2019 var mjög væg og rúmlega 1000 færri dóu úr henni en í meðalári eða rúm 20% af þeim sem hafa dáið úr C-19.
Þjóðarframleiðsla Svía dróst saman um 8% vegna Covid en rúmlega 20% í Bretlandi. Samskonar samanburður við önnur Evrópulönd er Svíum mjög hagstæður.
Miðað við það sem við vitum og þekkjum í dag, þá virðist skynsamlegt, að móta þá stefnu:
Hvetja borgarana til að gæta sóttvarna m.a. þvo sér um hendur og halda fjarlægðarmörkum. Skimunum yrði haldið áfram á landamærunum þessvegna tvöfaldri en ekki sóttkví á milli. Þessu yrði ekki breytt nema svo ólíklega vildi til að heilbrigðiskerfið réði ekki við vandann.
Er ásættanlegt að frjálst þjóðfélag gangi lengra en þetta þegar það liggur fyrir að sjúkdómurinn er nú ekki alvarlegri en svo, að langt innan við hálft % af þeim sem veikjast þurfa að leggjast inn á sjúkrahús og afleiðingarnar fyrir flesta eru ekki alvarlegri en í venjulegri flensu.
30.8.2020 | 09:02
Enginn
10 dögum eftir, að ríkisstjórnin tók þá afdrifaríku ákvörðun að skikka komufarþega til að fara í seinni skimun vegna Covid 19 eftir 5 daga sóttkví, að Enginn- Enginn af þeim 17.000, sem sýni hafa verið tekin af á landamærunum, hefur greinst jákvæður í seinni skimun. Það þýðir að þessar nýju reglur voru mistök og höfðu og hafa enga sóttvarnarlega þýðingu.
Hvað gera góðir stjórnmálamenn þegar þeir horfa fram á, að hafa tekið kolranga ákvörðun sem veldur gríðarlegu tjóni fyrir land og þjóð? Ákvörðun sem hefur enga þýðingu varðandi sóttvarnir.
Þeir viðurkenna mistök sín breyta til fyrra horfs og segja jafnvel af sér.
Nú verður fróðlegt að sjá hvað ríkisstjórnin gerir með eða án aðkomu Þórólfs eða Kára.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 161
- Sl. sólarhring: 222
- Sl. viku: 3748
- Frá upphafi: 2586083
Annað
- Innlit í dag: 142
- Innlit sl. viku: 3491
- Gestir í dag: 135
- IP-tölur í dag: 126
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Arnar Freyr Reynisson
-
Ívar Pálsson
-
Guðmundur Karl Snæbjörnsson