Leita í fréttum mbl.is

Burt með verðtrygginguna

Skoðanakönnun Hagsmunasamtaka heimilanna sýnir að mikill meiri hluti landsmanna vill fá lánakerfi eins og neytendur á hinum Norðurlöndunum búa við. Lán án verðtryggingar með eðlilegum vaxtakjörum.

Samkvæmt því sem kemur fram frá samtökunum þá kemur fram mikill meiri hluti í öllulm stjórnmálaflokkum með breytingu á lánakjörunum þannig að eðlilegt tillit sé tekið til hagsmuna neytenda.

Miðað við það væri því eðlilegt að samtökin mynduðu þverpólitískan hóp til að vinna að þessu hagsmunamáli innan stjórnmálaflokkana. Láta á það reyna hvort þeir eru tilbúnir til að standa fyrir þeirri breytingu sem nauðsynleg er í lánamálum neytenda.  Það hlítur að verða næsta og brýnasta verkefni samtakanna og miklu brýnna en að samtökin verði framboðssamtök. Það gæti orðið til að eyðileggja málið

Nema baráttan hefði  verið reynd til þrautar fyrst.

Verðtrygging verður að fara í lánum til neytenda. Eðlileg og sanngjörn lánakjör ætti að vera á stefnuskrá allra stjórnmálaflokka og þeir ættu líka að koma breytingum fram. Það reynir á það hvort þeir gera það eða ekki. Fari svo að þeir geri það ekki þá eiga þeir stjórnmálaflokkar ekki lögmætt erindi við kjósendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég vil þá hefðbundna 30 ára veðveltusjóði, þar sem útborgnar sami fjöldi nýrra 30 ára jafngreiðslulána fylgir breytingum á heildar þjóðarsölutekjum á hverjum 30 árum fyrir hvert safn jafnvægi. Til gangur er tryggja viðhald og sölu eldra húsnæðis á raunvirði framtíðarinnar.   Fasteing sem er 1% af heildar þjóðarsölutekjum í dag og verður það líka miðað við sama mannfjöld eftir 30 ár  verður þá á raunvirði eftir 30 ár.   Ef þetta er hundrað milljónir sem þarf að færa fram í tímann, þá kosta um 160% eða 160 miljónir verðtyggt að greiða í fasteignskatta, tryggingar og viðhald á sömu fasteign í 30 ár.  Þetta 160% er óháð kynferði , litarhætti eða trúbörgðrum skráðeignaenda. Gildi líka um húsnæði sem leigt er út. Bankar sem vilja fá góða Libor millibankavexti þurfa skrautfjaðrir í eignsafns möppuna.  Ódýrar fasteignar verð lækkar rekstrakostnað sölufyrirtækja neyslu vöru og þjónustu út um allan heim. 30 ára Verðtrygginarveðsöfn án raunvaxtakröfu standast alla samkeppni eru 100 örugg. Ný veðsöfn erlendis til 30 ára  bera max 1,99% grunnvexti fyrir ráðgerða fastaverðbólgu vexti.  Þetta er um 20% leiga sem skráður viðhalds, trygginga og skatta eignandi veðsins greiðir á 30 árum. 

Júlíus Björnsson, 9.11.2011 kl. 02:50

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ef ég man rétt úr lögunum, þá er það í valdi Ráðherra (efnahags-og viðskiptamál), að afnema verðtrygginguna.

Það þarf ekki neinar breytingar á lögum eða umræður, það er eingunis, eins manns,  vilji  sem þarf til.

Eggert Guðmundsson, 9.11.2011 kl. 11:54

3 identicon

Ekki get ég verið sammála þér um að Hagsmunasamtök Heimilanna geti eyðilagt nokkuð með því að verða framboðssamtök. Ég styð það heilshugar að HH bjóði fram því það er algjörlega tilgangslaust að eyða tíma og orku í annað. Allir þeir stjórnmálaflokkar sem hafa verið við völd síðan verðtryggingin var tekin upp hafa fengið tækifæri til að afnema verðtrygginguna en ekki gert það. Þjóðin treystir ekki lengur þessum stjórnmálaflokkum hvort sem þeir heita B D S eða VG. Þeir hafa allir svikið kjósendur og fólk vill þá ekki lengur á Alþingi. Næstu kosningar verða líklega í sama dúr og borgarstjórnarkosningarnar voru; fólk mun kjósa hundinn Snata eða köttinn Snældu frekar en eitthvað af þeim pólitíkusum sem hafa verið í bandalagi með fjármagnseigendum og bankaræningjum. Allt er betra en þeir sem hafa svikið kjósendur sína.  Á því frekar von á því að margir pólitíkusar muni muna sinn fífil fegri eftir næstu kosningar.

Ásta (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 22:28

4 Smámynd: Gunnar Borgþór Sigfússon

Sæll Jón

Ég fékk bréf frá bankanum mínum!!! Þeir ætla að fara endurreikna lánin mín. En þau eru öll í erlendu en ég er með lítið fyrirtæki. Svo ég fór að reikna. Ég reiknaði 9 millur með meðal 6% vexti  frá 2005 til dagsins í dag og fann út svaka mismun. Ég hef staðið í skilum með öll mín lán.

Ég þurfti að fara með vextina í 53,5% til þess að fá sömu niðurstöðu og ég hafði borgað. okurvextir. ps, konan mín er bloggvinur þinn.

baráttukveðja GunnarBorgþór Sigfússon.

Gunnar Borgþór Sigfússon, 9.11.2011 kl. 23:50

5 Smámynd: Jón Magnússon

Semsagt mun hagstæðari kjör Júlíus.

Jón Magnússon, 9.11.2011 kl. 23:52

6 Smámynd: Jón Magnússon

Nei Eggert því miður er þetta ekki svona einfalt.

Jón Magnússon, 9.11.2011 kl. 23:52

7 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta getur vel verið Ásta en ég held samt að það væri heppilegra að hagsmunasamtökin sem slík væru ekki framboðsflokkur þó að einstaklingar innan þeirra raða geti haslað sér völl með sérstakt framboð.

Jón Magnússon, 9.11.2011 kl. 23:53

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

The British pound sterling LIBOR (bbalibor) interest rate is the average interbank interest rate at which a large number of banks on the London money market are prepared to lend one another unsecured funds denominated in British pounds sterling. The British pound sterling (GBP) LIBOR interest rate is available in 15 maturities, from overnight (on a daily basis) to 12 months. The table below shows a summary of the current rates of all GBP LIBOR interest rates. We update these interest rates daily. If you click on the links you can see extensive current and historic information for the maturity concerned.

The British pound sterling LIBOR interest rate serves as a base rate for all sorts of other products such as savings accounts, mortgages and loans. Alongside the British pound sterling LIBOR there are also LIBOR interest rates in 9 other currencies. See the list of links at the bottom of the page for a summary of all LIBOR currencies.

12 mán 1,77% og  sum 30 ára fasteignlán í USA fylgja London Libor.

Engin furða að Íslandsbanki fór á hausinn og flestir bankar sem tossar koma að á Íslandi. Skilja samhengi í Pie Chart.  Hlutfallaslega stöðuleika skiptingu.  Gera  Balance sheet í upphafi , næstu veltu þar sem byrðja er á að bóka CRED  Eigen Kaptala vegna sömu veltu, halda eignarhalds möppu til hliðar.  Gera ráð fyrir meðalhækkum  á tímabilinu til útborganna. Til að láta ekki A bekkinn leiðrétta sig eftir á.

Það er gott við Pie Kort er að þar neyðast menn að skilja hlutina í heildar samhengi. Það kallast áttvísi á efsta plani. Á öðru plani ríkir stefnu mótun og stöplar og á því þriðja eru ferlar.  Opna og loka á hingsjákorti.   Hægri stefnan er upp þar er panaroma, allt annað er til vinstri og getur verið villandi. Menn segja að þegar aðilar þroskist snúi þeir aftur heim.  Spurning er  hálft svar. Það er ekki hægt að spyrja um það sem maður hefur ekki hugmynd um. Einangrun  er að vera öfugur í samanburði.  Íslensk verðtygging hér er ónauðsynleg ef UK er ekki geðveikt, dylgjur um slíkt um hafa menn sem gefa skít í London.

Júlíus Björnsson, 10.11.2011 kl. 01:48

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Segðu mér Jón

hvaðan eiga þeir peningar að koma sem á að lán út til langs tíma án verðtryggingar? Úr lífeyrissjóðum=þingaður sparnaður? Skyldusparnaðai?. Bankareikningum gamalla sauða?

Halldór Jónsson, 10.11.2011 kl. 10:35

10 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Gunnar.  Þetta er athygliverð saga og sýnir vel hvað samkeppnin er lítil á bankamarkaði og hvernig farið er með neytendur á lánamarkaði. Óþolandi.

Jón Magnússon, 10.11.2011 kl. 13:29

11 Smámynd: Jón Magnússon

Þeir koma úr lánastofnunum Halldór hverjar sem þær verða. Ég var að vona þegar Landsbankinn fór í söluferli á sínum tíma að erlendur banki mundi kaupa og við fengjum eðlileg lánaviðskipti. Því miður var það ekki.

Jón Magnússon, 10.11.2011 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 17
  • Sl. sólarhring: 799
  • Sl. viku: 3807
  • Frá upphafi: 2295542

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 3481
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband