Leita í fréttum mbl.is

Dögun að kvöldi komin

Bræðingurinn sem nefnir sig Dögun virðist búinn að vera. Lýður Árnason sem hefur verið fyrirliði í þessum hópi hefur gefst upp og þá er lítið eftir.

Að Dögun standa Borgarahreyfingin, Hreyfingin og Frjálslyndi flokkurinn. Þrátt fyrir það hefur bræðingurinn aldrei náð neinu fylgi samkvæmt skoðanakönnunum og eftir því sem forsvarsmenn Dögunar hafa kynnt sig meir þá hefur fylgið dvínað í réttu hlutfalli. 

Þeir sem hafa verið hvað mest áberandi talsmenn Dögunar eru æstustu stjórnlagaráðsliðarnir eins og Þorvaldur Gylfason, Lýður Árnason og  Gísli Tryggvason sem sóma sér vel í samfélagi við Þór Saari sem hefur fjallað um stjórnarskrána af álíka skörpum skilningi og þeir.  Þorvaldur mun hafa gengist inn á það að bjóða sig fram fyrir Dögun en horfið frá því þegar hann sá að fylgið dvínaði jafnt og þétt og nú stendur Gísli Tryggvason einn eftir og ætlar enn í framboð  í Norð Austur kjördæmi þó að Dögun sé að kvöldi komin. 

Fróðlegt verður að sjá hvað verður um þennan bræðing sem hangir helst saman á nokkrum tugum milljóna sem Borgarahreyfingin á í sjóði, sem hefur aðallega verið notaður til að greiða framkvæmdastjóranum Andreu Ólafsdóttur launin sín ásamt auglýsingum um fundarhöld hennar og nokkurra annarra sem ætla í framboð.

Talað er um að Kristinn H. Gunnarsson sem gefur kost á sér í Norð-Vesturkjördæmi fyrir Dögun muni flytja líkræðuna yfir  Dögun enda er hann á móti öllum helstu stefnumálum Dögunar,  en ætlar samt að bjóða sig fram til Alþingis fyrir bræðinginn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Óhjákvæmilega fylgist maður úr fjarlægð, með fólki sem eitt sinn töldust til samferðamanna í pólítik, en þar á ég við restina af FF, en viðskilnaðurinn við þann flokk af minni hálfu var vegna þess að eitt like á fésbókinni þér til handa Jón er þú varst farinn úr flokk þeim, varð til þess þáverandi formaður og ráð og nefndir funduðu til þess að koma mér burt af lista á Suðurlandi, og formaður, þingmaður og ráðabruggið allt var með ólíkindum en þess má geta að þá hafði ég boðað framboð til formanns í flokk þessum.

Þvílík og önnur eins sápuópera er vandfundin í íslenskri pólítík einkum og sér í lagi í smáflokki í stjórnarandstöðu á þeim tíma en átti sér samt stað.

Trúverðugleiki þeirra sem þar stóðu eftir fór í mínum huga fyrir lítið fyrir vikið.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.1.2013 kl. 01:03

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er alveg rétt Guðrún María það var ótrúlegt að kynnast þessu fólki og vinnubrögðunum.

Jón Magnússon, 23.1.2013 kl. 09:53

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Held það verði einhvern tíma skrifuð skemmtilega 'sápa' um þessa famelíu & fylgifiska.

Steingrímur Helgason, 23.1.2013 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 155
  • Sl. sólarhring: 247
  • Sl. viku: 3096
  • Frá upphafi: 2294715

Annað

  • Innlit í dag: 145
  • Innlit sl. viku: 2823
  • Gestir í dag: 133
  • IP-tölur í dag: 132

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband