Leita í fréttum mbl.is

Fjölmenningin hefur mistekist segir Angela Merkel

Angela Merkel og flokkur hennar tapa og tapa fylgi Þýskra kjósenda. Andstöðuflokkurinn við innflytjendastefnu Kristilegra Demókrata(CDU) og Sósíalista (SPD), AfD(Alternative für Deutschland) vinnur stöðugt á og tekur fylgi frá báðum stóru flokkunum þó aðallega CDU. Í gær vann flokkurinn stórsigur í kosningum í Berlín.

Angela Merkel segir að Fjölmenningarsamfélagið sé ekki að virka og innflytjendur þurfi að gera meira til að aðlagast t.d. læra þýsku og verða virkir þáttakendur í þjóðlífinu.

Horst Seehofer formaður CSU systurflokks CDU segir að fjölmenningin sé dauð og Friedrich Ebert stofnunin áætlar að yfir 16 milljónir innflytjenda í Þýskalandi séu þangað komin til að njóta þess að vera á velferðarkerfinu.

Árið 2010 sagði Thilo Zarasin sem var stjórnandi í Seðlabanka Þýskalands að engin þjóðfélagshópur annar en Múslimar lægju jafn þungt á velferðarkerfinu eða ástunduðu glæpi í jafn ríkum mæli. Hann þurfti að segja af sér en engin hefur hrakið ummælin.

Það var athyglisvert að lesa þessi viðhorf þ.19.9.2016. En þau eru raunar frá því 17.10.2010 eða fyrir tæpum 6 árum síðan. Það sem síðan hefur gerst er að Merkel þessi hefur hleypt um milljón innflytjendum til viðbótar til Þýskalands og 16 milljónirnar sem Ebert stofunin sagði að héngi árið 2010 á velferðarkerfinu eru sjálfsagt í dag orðnar 160 milljónir.

Hvað segir svo Merkel 19.10. 2016 eftir að flokkur hennar beið afhroð í Berlín. Hún segir að það hafi verið alvarleg mistök á árunum eftir stríð sú langvarandi tregða að samþykkja umbreytingu Þýskalands í fjölmenningarsasmfélag. Einmitt þetta sama fjölmenningarsamfélag og hún lýsti yfir fyrir 6 árum að væri ekki að virka. Var það e.t.v. vegna mistaka frá árinu 1955 eða 1965?

Þá hefur fólk það. Þeir sem gerðu mistökin voru Konrad Adenauer og Willy Brandt en ekki Angela Merkel að eigin dómi. Lengra verður vart seilst til fanga. Jafnvel Steingrímur J. Sigfússon hefði aldrei látið sér detta það í hug að kenna Ólafi Thors og Hermanni Jónassyni um fjármálakreppuna árið 2008 eins og Angela Merkel seilist nú til fanga varðandi vonlausa vörn fyrir innflytjendamistökum sínum.

En staða Merkel getur og á bara eftir að versna eins skoðanasystra hennar Unni Brá Konráðsdóttur, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Semu Erlu Serdar sem boða opin landamæri á kostnað alþýðu þessa lands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sexflokkurinn á Alþingi stendur allur að útlendingalögum þeim sem boða opnu landamærin sem Jón Magnússon endar hér á því að gagnrýna. Samstaða hefur naumast verið meiri um önnur mál á Alþingi.

Þeim mun athyglisverðari er stefna Íslensku þjóðfylkingarinnar, sem ein flokka hafnar þessu kerfi, þessari fífldirfsku að ætla sér að endurtaka reginskyssur Þjóðverja og Skandinava á síðustu áratugum. Þær eiga sannarlega eftir að kosta þær þjóðir mikið, rétt eins og mistök Sjálfstæðisflokksins o.fl. flokka í málinu í sumar eiga eftir að kosta þá sívaxandi fjölda atkvæða.

En það verður ekki þér að kenna, nafni.

Jón Valur Jensson, 20.9.2016 kl. 01:42

2 identicon

Góðan daginn og takk fyrir þennan pistil.

Ég held að býsna margir séu hugsi yfir þessum málum þótt flestir kjósi að þegja þunnu hljóði af ótta við verða stimplaðir rasistar. Það virðist vera útilokað að rökræða þessi mál yfirvegað og æsingalaust.

Með kveðju.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 20.9.2016 kl. 06:07

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Merkel hefur ekki viðurkennt að fjölmenning hafi mistekist enda eru fjölmenningarsamfélög oftast mun áhugaverðari og betri samfélög en einsleit samfélög. Það sem hún sagði var a menn hafi ekki verið nægjanlega undirbúnir til að taka á móti þeirri sprengingu sem varð í flóttamannastraumi og því hafi menn ekki getað tekið á því máli nægjanlega vel. Ef farð hefði verð út í það að loka landamærum Evrópuríkja með meiri hörku en gert var hefði það valdið mjög miklum hörmungum og ekki getað flokkast undir neitt annað en glæpi gegn mannúð. Að hálpa ekki fólk sem þarf að flýja stríðsátök eða ofsóknir gera bara illmenni.

Sigurður M Grétarsson, 20.9.2016 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 167
  • Sl. viku: 3066
  • Frá upphafi: 2294744

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 2795
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband