Leita í fréttum mbl.is

Aftur til fortíðar

Í júní 1974 var ég í Berlín ásamt vini mínum Haraldi Blöndal heitnum. Við ákváðum að fara austur fyrir þáverandi Berlínarmúr, til Austur Berlínar.

Þegar við komum á brautarstöðina austan múrsins tóku við passaskoðanir og skimanir. 

Eftir þrjár atrennur skoðana að okkur félögum komumst við í gegn og inn í Austur Berlín. 

Í gær kom ég til landsins frá útlöndum og þar biðu jafnmargar skoðanir og skimanir og í Austur Berlín forðum.

Svona er þegar stjórnvöld telja einstaklinga fyrirfram hættulega, jafnvel þó þeir hafi vottorð upp á hið gagnstæða. 

Annað sem mér fannst annkannanlegt. Enginn af þeim sem ég þurfti að eiga samskipti við í þessum þrem móttökustöðum Cóvíd óttans talaði íslensku. Hvað varð að þjóðernislegum metnaði þessar þjóðar varðandi íslenska tungu. Hvers eiga Íslendingar að gjalda að geta ekki talað eigið tungumál í eigin landi þegar þeir meira að segja ræða við fulltrúa innlends allmannavalds.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 341
  • Sl. sólarhring: 755
  • Sl. viku: 4131
  • Frá upphafi: 2295866

Annað

  • Innlit í dag: 325
  • Innlit sl. viku: 3791
  • Gestir í dag: 315
  • IP-tölur í dag: 309

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband