Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
31.1.2008 | 15:57
Það verður að endurskoða lögin.
Reykingar eru heilsuspillandi og stórhættulegar. Það er öllum ljóst ekki síst þeim sem reykja en þau sem það gera hafa kosið áhættuna. Að sjálfsögðu eiga þau að hafa möguleika á að reykja innan dyra t.d. á skemmtistöðum eða krám miðað við ákveðin skilyrði. Þrátt fyrri að ég sé eindreginn andstæðingur reykinga þá tel ég að of langt hafi verið gengið með fortakslausu reykingabanni. Við verðum að finna eitthvað meðalhóf. Spurningin er hvað það meðalhóf á að vera. Fortakslaus bönn féalgsfræðistjórnmálamanna og sósíalista sem sett eru í lög eru yfirleitt vond lagaákvæði.
Það verður að breyta lögunum hvað varðar fortakslaust reykingabann til þess að ekki sé gengið nær einstaklingsfrelsinu en brýna nauðsyn ber til.
Leyfa reykingar í mótmælaskyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
31.1.2008 | 11:45
Ruglandinn í stjórn Reykjavíkur kemur niður á Frjálslynda flokknum.-
Stjórnmálamenn eiga ekki að taka skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaflokka of hátíðlega hvernig svo sem niðurstaðan er. Samt sem áður er útilokað annað en skoða þær vegna þess að þær gefa ákveðna vísbendingu um stöðu flokkana.
Frjálslyndi flokkurinn fær ekki viðunandi fylgi samkvæmt skoðanakönnun í Fréttablaðinu í dag en þar mælist flokkurinn með 3.6% fylgi og kæmi engum manni á þing ef það yrði niðurstaðan. Benda má á að Frjálslyndi flokkurinn hefur alltaf fengið meira fylgi í kosningum en í skoðanakönnunum en miðað við málatilbúnað flokksins á Alþingi og starf flokksins þá verður þessi niðurstaða ekki skýrð með öðrum hætti en þeim að Frjálslyndi flokkurinn líði fyrir það að þeir fulltrúar Íslandshreyfingarinnar sem leiða nýjan meirihluta í Reykjavík með Sjálfstæðisflokknum vísa ávallt til sín sem F lista og í opinberri umræðu er alltaf talað um Frjálslynda þó að Frjálslyndi flokkurinn eigi enga formlega aðild að þessu meirihlutasamstarfi og beri enga pólitíska ábyrgð á því.
Það verður verkefni okkar á næstunni að gera grein fyrir því að við í Frjálslynda flokknum berum ekki ábyrgð á borgarstjóranum í Reykjavík og höfum ekkert með að gera það rugl sem er í ráðhúsi Reykjavíkur.
Það er ósanngjarnt að Frjálslyndi flokkurinn gjaldi fyrir aðgerðir liðhlaupa úr Frjálslynda flokknum. En þannig verður það meðan við náum ekki að gera kjósendum grein fyrir að meirihlutinn í Reykjavík er okkur óviðkomandi.
Samfylkingin má vel við sína útkomu una og ljóst að ruglandinn í Reykjavík hefur styrkt stöðu flokksins en að sama skapi veikt stöðu Sjálfstæðisflokksins. Það ber líka að skoða að Sjálfstæðisflokkurinn mælist alltaf í skoðanakönnunum Fréttablaðsins mun hærri en útkoma hans er í Alþingis- eða borgarstjórnarkosningum.
En við Frjálslynd verðum að taka mark á þessari niðurstöðu og skoða með hvaða hætti við vinnum okkur úr þeim vanda sem að borgarstjórnarflokkur liðhlaupanna hefur komið okkur í.
Fylgi Samfylkingar eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
30.1.2008 | 14:44
Baráttan harðnar milli Obama og Clinton
Nú þegar John Edwards dregur sig úr forvalinu fyrir útnefningu Demókrataflokksins við forsetakjör eru aðeins tveir alvöru frambjóðendur eftir. Hillary Clinton og Barack Obama. Það verður fróðlegt að sjá hvernig úrslitin verða á stóar þriðjudeginum 5. febrúar n.k. þar sem John Edwards dreifir þá ekki atkvæðunum þannig að úrslitin verða hreinni á milli Obama og Clinton.
John Edwards var varaforsetaefni John Kerry við síðustu forsetakosningar og hann lýsir e.t.v. ekki yfir stuðningi við Obama eða Hillary fyrr en ljóst má vera hvort þeirra verður líklegra til að verða valin forsetaefni. Hins vegar var það athyglivert að sá virti öldungardeilarÞingmaður Edward Kennedy skyldi lýsa yfir stuðningi við Obama nú í vikunni. Sá stuðningur skemmir alla vega ekki fyrir Obama.
Sagt er að Edward Kennedy hafi ofboðið framganga Clinton hjónanna í kosningabaráttunni en það er þá ekki í fyrsta skipti sem þau ofbjóða fólki. Clintonarnir hafa komist upp með það að ofbjóða fólki og getað treyst því að fólk er fljótt að gleyma. Þau kunna líka þá list til fullnustu að rugla umræðuna eins og nú er verið að gera af Sjálfstæðisflokknum og fjölmiðlum hans varðandi skömm flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Edwards hættur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2008 | 14:30
Hvar enda þessi ósköp? Hverjir verða timburmennirnir?
Margir veltu því fyrir sér hvort íslenska krónan mundi gefa verulega eftir í janúar þegar kæmi að stórum gjalddögum krónubréfa. Spurning var hvort að ný krónubréf yrðu gefin út á móti þannig að skuldastaðan yrði sú sama og hægt yrði að halda krónunni uppi eitthvað lengur.
Nú liggur fyrir að tekist hefur að selja krónubréf fyrir 76 milljarða eða sem svarar afborgun þeirra krónubréfa sem gjaldféllu í janúar auk vaxta. Vextir af krónubréfum er mjög háir og því freista margir að fjárfesta í þeim til skammst tíma í þeirri von að krónan hangi meðan krónubréfin þeirra eru að skila arði. Með þessu erum við að flytja inn peninga og út vexti og/eða eins og nú virðist vera að bæta vöxtum ofan á þannig að höfuðstóllinn hækkar og hækkar þangað til stóra fallið kemur.
Hver einasti einstaklingur veit að það væri mjög gott að greiða aldrei neitt af lánunum heldur skuldbreyta stöðugt vöxtum og afborgunum með því að taka stöðugt hærri og hærri lán. Í sjálfu sér væri það allt í lagi kæmi ekki að skuldadögum. En svo fer alltaf þegar fólk, fyrirtæki eða þjóðir haga sér óskynsamlega að það kemur að skuldadögum. Spurninig er þá hversu alvarlegir verða timburmennirnir og hvaða afleiðingar hafa þeir fyrir fólk, fyrirtæki og þjóðfélag.
Mér er ljóst og væntanlega mörgum öðrum að skuldasöfnun þjóðarinnar er orðin of mikil og það er brýnt að haga efnahagsstjórninni þannig að þjóðin geti búið við stöðugleika og öryggi í efnahagsmálum og hagsstjórn. Stefna Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar stuðla að hinu gagnstæða. Það verður að vinda ofan af skuldsetningunni og taka upp alvörugjaldmiðil.
Stærsti útgáfumánuður krónubréfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.1.2008 | 23:46
Fyrirtæki Haraldar Böðvarssonar á betra skilið.
Það eru fá útgerðarfyrirtæki í landinu sem eiga jafn farsælan feril og útgerðarfélag Haraldar Böðvarssonar á Akranesi. Heila öld hefur þetta fyrirtæki verið einn af helstu burðarásunum í atvinnulífi á Akranesi. Stundum var svo komið að Akranes hefði ekki náð fótfestu sem þéttbýlisstaður hefði þeirra athafnamanna sem byggðu upp fyrirtækið Haraldur Böðvarsson ekki notið við.
En nú er öldin önnur og kvótakerfið hefur leikið sjávarútveginn grátt hvort sem menn vilja viðurkenna það eða ekki. Í einu vetvangi er fótunum kippt undan því fólk sem sumt hefur unnið alla sína starfsævi hjá Haraldi Böðvarssyni og síðan HB Granda. Mér er sagt að starfsmenn á Akranesi séu felstir bornir og barnfæddir íslendingar en þeir sem vinna hjá HB Granda í Reykjavík séu allt að 80 prósent innflytjendur eða fólk sem er komið til lengri dvalar erlendis frá.
Ég átta mig ekki alveg á því miðað við þá stefnumörkun sem Faxaflóahafnir hafa kynnt að það sé mikið samræmi í því sem þar er boðað og stefnu forráðamanna HB
Svartur dagur í sögu Akraness | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
27.1.2008 | 13:47
Tvískinnungur Egypta gagnvart Palestínumönnum.
Egyptar hamast við að hafa Palestínumenn lokaða inni á þéttbýlasta svæði veraldar. Þeir reyna að meina þeim frjálsa för til að kaupa nauðsynlegar vörur og vistir í Egyptalandi. Það er með öllu óskiljanlegt og furðulegt í ljósi yfirlýsinga um samstöðu með Palestínumönnum. Stjórnin í Egyptalandi setur niður við þetta. Ekki má gleyma því að Gasa svæðið var hluti af Egyptalandi fyrir 6 daga stríðið.
Það er ljóst að öfgaöfl bæði meðal Palestínumanna og í Ísrael mega ekki til þess hugsa að sátt náist um frið og friðsamlega sambúð Palestínuríkis og Ísrael. Þeir gera allt sem þeir geta til að spilla hvaða friðarferli eða samningum sem vera kann. Þannig skjóta öfgamenn á Gasa ströndinni stöðugt eldflaugum inn í Ísrael og Ísraelsmenn bregðast við með því að beita ólögmætum hóprefsingum gagnvart Palestínumönnum. Síðan þegar fólkið leitar sér bjargar með því að brjóta niður aðskilnaðarmúrinn við Egyptaland þá koma Arabar eins og þeir og meina þeim för. Á sínum tíma stóð Nasser forseti Egyptalands fyrir svokölluðum Pan-Arabískri stefnu sem miðaði að því að sameina alla Araba í eitt ríki. Nú vilja Egyptar ekkert vita af þeirri stefnu og rétta Palestínumönnum vart hjálparhönd á meðan Evrópusambandið og Norðurlönd fara að með öðrum hætti og eru með virkt velferðar- og hjálparstarf fyrir Palestínumenn.
Þegar ríki eins og Egyptaland vill ekki hjálpa meðbræðrum sínum hinumegin aðskilnaðarmúrsins þá segir það ljóta sögu um Hosni Mubarak forseta og stjórn hans.
Unnið að lokun landamæranna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.1.2008 | 12:08
Góður sigur Obama.
Obama vann afgerandi sigur í Suður Karólínu fylki í Bandaríkjunum í gær. Sigur Obama kom ekki á óvart vegna þess að skoðanakannanir höfðu spáð honum góðum sigri. Þrátt fyrir það veltu margir fyrir sér hvort sama sagan myndi endurtaka sig og í New Hampshire þar sem Obama var spáð sigri en Hillary Clinton vann. Í þetta skipti vann Obama en með mun meiri mun en skoðanakannanir gáfu til kynna.
Mér er sagt að þeir sem gera skoðanakannanir í Bandaríkjunum séu með mjög lítið úrtak en flokki það eftir ákveðnum aðferðum sem eru greinilega ekki nógu nákvæmar.
Það verður spennandi að fylgjast með úrslitunum 5 febrúar en þá fara forkosningar fram í mörgum fylkjum Bandaríkjanna samtímis. Sigur Obama í Suður Karólínu gefur honum óneitanlega byr í seglinn en John Edwards virðist vera úr leik. Vonandi gengur Obama vel 5 febrúar. Bandaríkin þurfa á því að halda að komast út úr Bush/Clinton/Bush tímabilinu.
26.1.2008 | 12:23
Herrakvöld Fylkis.
Um 900 herramenn sóttur herrakvöld Fylkis í gærkvöldi. Þar stjórnaði Gísli Helgason með miklum myndar og glæsibrag þannig að hvorki þurfti að kalla til Hönnu Birnu eða sérsveitina til að koma á ró í salnum þegar þess var óskað. Við Grétar Mar Jónsson þingmenn Frjálslynda flokksins mættum og fékk Gréta það erfiða hlutskipti að fara með drykkjukvóta minn það kvöldið enda búið að framselja hann til Grétars tímabundið en hann fór vel með kvótann og átti allt of mikið eftir þegar við yfirgáfum fögnuðinn.
Bjarni Harðarson fór með gamanmál sem má ekki verða höfð hér eftir eða vitnað í en honum tókst að tengja saman á snilldarlegan hátt kynlíf íslendinga frá því að land byggðist og jafnvel norrænna manna frá því í árdaga, íslenska pólitík og kosningabaráttu. Geri aðrir betur. Bjarni er margfróður og skemmtilegur en þurfti að yfirgefa samkvæmið vegna lasleika og var þar eina skarðið fyrir þeim gleðiskildi sem einkenndi kvöldið.
Að venju voru fastir liðir eins og venjulega. Ég annaðist um málverkauppboð og Jóhannes grínari leitaðist við að koma mönnum í stuð að því loknu.
Þarna mættu 2 fyrrverandi borgarstjórar þeir Villi og Dagur sem hafa jafnan sótt þessi herrakvöld. Einnig sá ég borgarfulltrúana Gísla Martein, Kjartan Eggertsson og Óskar Bergsson. Óskar var í fylgd Alfreðs Þorsteinssonar sem er greinilega að leggja honum lífsreglurnar. Þrátt fyrir að ofangreindir óeirðarmenn úr borgarmálum Reykvíkinga hefðu sótt herrakvöldið og setið að sumbli fram eftir nóttu þá urðu þeir síður en svo til leiðinda og gátu vonandi notið þess kvöldsins betur en borgarstjórnarfundanna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.1.2008 | 12:04
Nýi meirihlutinn nýtur ekki trausts borgaranna.
Það hlítur að vera dapurlegt fyrir arkitekta meirihlutasamstarfs Sjálfstæðisflokksins og Íslandshreyfingarinnar að sjá að þeir njóta einungis trausts fjórðungs borgarbúa. Sjálfstæðisflokkurinn einn hefur aldrei notið svo lítils trausts í borgarmálum eins og nú.
Mér finnst það eðlilegt að fólkið í borginni sé búið að fá nóg af þeim óheilindum sem hafa einkennt störf kjörinna borgarfulltrúa til þessa. Sá ruglandi sem hefur verið í borgarstjórninni kostar gríðarlega fjármuni og hefur komið í veg fyrir að haldið væri utan um hagsmuni Reykvíkinga með nægjanlega góðum og markvissum hætti.
Sjálfstæðisflokkurinn ber höfuðábyrgð á því hvernig komið er í borgarstjórn Reykjavíkur. Flokkurinn hefur ekki komið fram í samræmi við þau vinnubrögð sem gerðu hann að stórum flokki. Bjarni Benediktsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi borgarstjóri talar um það víða í ræðum sínum hvað það skipti miklu máli að stjórnmálamenn njóti trausts. Undir hans forustu í Viðreisnarstjórninni ríkti gagnkvæmt traust milli stjórnarflokkana og ég hygg að enginn maður hafi nokkru sinni talið að til þess gæti komið að Bjarni heitinn stæði ekki við allt sem hann sagði og orðum hans mætti treysta í hvívetna. Mér þykir líklegt að staða Sjálfstæðislfokksins í borgarmálum væri önnur í dag hefðu borgarstjórnarfulltrúar hans tekið þennan merkasta foringja flokksins til fyrirmyndar í störfum sínum.
Mér þykir miður að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa staðið að málum með þeim hætti sem hann hefur gert. Hann er að vísu ekki einn sekur. Óheilindi virðist einkenna störf meginhluta borgarfulltrúa og það er óviðunandi.
Vonandi tekst samt nýja meirihlutanum vel upp í störfum sínum því Reykvíkingar þurfa á því að halda. Ég vænti þess að borgarstjórn Reykvíkinga starfi með meiri heilindum í framtíðinni en hingað til.
En það eru ekki nema tvö ár til kosninga og þá verður að vinna að því að Reykvíkingar eignist borgarfulltrúa sem vilja starfa að hagsmunum borgaranna fyrst og fremst og taki þau mál fram yfir persónulegan metnað og pólitíska refsskák.
24.1.2008 | 01:25
Björn Ingi hættir í borgarstjórn.
Vika er langur tími í pólitík. Fyrir viku var Björn Ingi Hrafnsson enn ein af helstu vonarstjörnum Framsóknarflokksins, vaskur og vakandi. Að vísu nokkuð laskaður eftir slit fyrsta meirihluta í Reykjavík. Um síðustu helgi sendi fyrrum vinur hans Guðjón Ólafur Jónsson hrl. fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins Birni óblíðar kveðjur og tók fram í Silfri Egils að hann væri með mörg hnífasett í bakinu eftir þennan mann. Hnífasettin urðu þó minna til umræðu en fatakaup borgarfulltrúans og fyrrverandi tilvonandi formanns Framsóknarflokksins.
Síðan brestur sá meirihluti sem Björn Ingi stóð að því að mynda og það er því skiljanlegt að hann telji ekki ástæðu til að baka sér aukin leiðindi og persónulega erfiðleika með því að taka áfram þátt í alvöruleikhúsi Daríó Fó við Tjörnina í Reykjavík. Þannig að í upphafi þriðja þáttar leikritsins "Vanhæf borgarstjórn" yfirgefur örlagavaldurinn mikli leikritið bæði sem leikandi og handritshöfundur.
Björn Ingi Hrafnsson er um margt eftirtektarverður ungur maður. Hann er firna sterkur pólitískur málflutningsmaður en hefur e.t.v .ekki nýst góð greind og sterk framkomu í fjölmiðlum vegna þess að hugsjónalegt bakland kann að hafa vantað. En hann er ekki sá eini sem þannig er komið fyrir. Þess vegna er pólitíkin á Íslandi jafn tilviljunakennd og ruglingsleg eins og hún er.
Ég var verulega ósáttur við Björn Inga á sínum tíma fyrir það með hvaða hætti hann sprengdi fyrsta meirihlutann í borginni. Síðan hafa komið aðrir leikendur sem hafa tekið honum fram á flestum sviðum í leikrænum brellum. En nú hverfur Björn Ingi úr þessum sorglega gleðileik við Tjörnina og Óskar Bergsson varamaður hann sem ég þekki ekki nema af öllu góðu tekur við sæti hans. Fróðlegt verður að sjá hvort það verður til þess að myndaður verði enn nýr meirihluti í borginni þegar fram í sækir.
Hvað sem því líður þá vil ég persónulega þakka Birni Inga Hrafnssyni góða viðkynningu og ætla að hann hafi ekki skilið alveg við pólitíkina þó hann hverfi frá við þessar aðstæður sem ég skil satt að segja mætavel.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 105
- Sl. sólarhring: 1282
- Sl. viku: 5247
- Frá upphafi: 2469631
Annað
- Innlit í dag: 97
- Innlit sl. viku: 4805
- Gestir í dag: 97
- IP-tölur í dag: 97
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson