Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
23.4.2008 | 19:14
Hvað gerðist?
Þeir atburðir sem urðu á Suðurlandsvegi við Rauðavatn í dag eru vægast sagt afar sérstæðir. Í áratugi hefur ekki komið til átaka með þeim hætti sem þarna urðu milli lögreglu og almennra borgara. Óneitanlega eru þessir atburðir afar óhugnanlegir og það er nauðsynlegt að fá allar upplýsingar um það sem raunverulega gerðist. Hvað olli því að gripið var til þeirra aðgerða sem gert var af hálfu lögreglunnar. Voru þær nauðsynlegar? Voru þær afsakanlegar? Voru almennir borgarar varaðir við áður en gripið var til aðgerðanna? Þessar og fleiri spurningar eru mjög áleitnar og nauðsynlegt er að upplýsa um málið.
Vegna alvarleika þessara atburða höfum við Atli Gíslason og Siv Friðleifsdóttir farið fram á sérstakan fund í Allsherjarnefnd Alþingis sem allra fyrst í því skyni að aflað verði sem bestra upplýsinga um það sem gerðist.
Á þessu stigi finnst mér ekki eðlilegt að segja meira um þennan dapurlega atburð en mér finnast yfirlýsingar dómsmálaráðherra, forsætisráðherra og borgarstjóra ótrúlega afrdáttarlausar um réttmæti aðgerða lögreglunnar.
22.4.2008 | 15:25
Pólitíska veðurfræðin hefur ýmsar birtingarmyndir.
Trúmenn á hnattræna hlýnun af mannavöldum vilja grípa til ómarkvissra og mjög dýrra lausna. Hnattræn hlýnun hefur verið undanfarin ár um það er ekki deilt en það er hins vegar ágreiningsefni af hverju hún stafar. Er sú fullyrðing rétt að það hafi líka orðið hnattræn hlýnun á Venus og Mars nálægustu reikisstjörnum í okkar sólkerfi. Hnattræna hlýnunin í Venus og Mars er tæpast af mannavöldum eða vegna losunar koltvísýrings út í andrúmsloftið.
Það er varasamt að grípa til dýrra og ómarkvissra aðgerða sem geta kostað meiri vandamál en það vandamál sem ætlað er að leysa. Ein birtingarmynd þess er ríkisstyrkt framleiðsla á lífrænu eldsneyti í Evrópu og Bandaríkjum Norður Ameríku. Loksins hafa nokkrir þjóðarleiðtogar bæði í forsætisráðherra Bretlands og tveir leiðtogar Suður Ameríku ríkja varað við áhrifum sem framleiðsla á lífrænu eldsneyti hefur á matarforða heims.
Framleiðsla á lífrænu eldsneyti hefur þegar átt sinn hlut í hækkun matvælaverðs sem bitnar mest á þeim milljarði manna í heiminum sem þarf að lifa á 100 krónum á dag eða minna. Velmegunarríki vesturlanda mættu hugsa til þessa fólks áður en þeir láta trúboða hnattrænu hlýnunarinnar af mannavöldum og dýr og ómarkviss úrræði þeirra valda óbætanlegum skaða fyrir mannlífið á jörðinni.
Gagnrýna framleiðslu lífræns eldsneytis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.4.2008 | 11:10
Kjararýrnun.
Síðustu 12 mánuði hafa kjör almennings ekki batnað heldur versnað miðað við þá niðuarstöðu að vísitala neysluverðs hafi hækkað töluvert meir en launavísitala. Því miður virðist stefna ríkisstjórnarinnar leiða til þess að þessi kjararýrnun haldi áfram hvað sem líður kjarasamningum á vinnumarkaðnum.
Launavísitala hækkar minna en vísitala neysluverðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2008 | 16:18
Obama er vonandi á sigurbraut.
Allt frá því að ég byrjaði að fylgjast með forkosningum Demókrata þá hefur mér geðjast einkar vel að framkomu og málflutningi Barack Obama. Obama boðar breytingar á jákvæðum grunni og raunverulegt fráhvarf frá stefnu George W. Bush. Mér finnst Hillary Clinton vera rödd úr fortíðinni í bandarískum stjórnmálum og hvergi í stefnumörkun hennar er að finna með sama hætti og hjá Barack Obama jákvæða nálgun á vandamálunum sem vekja von um jákvæðar breytingar í bandarískum stjórnumálum.
Ég sagði það á blogginu mínu daginn fyrir forkosningarnar í Idaho að ég ætti óskaframbjóðendur í forsetakosningunum í Bandaríkjunum þá Barack Obama fyrir Demókrata og John Mc. Cain fyrir Repúblikana. Nú er spurning hvort ég fæ þá ósk uppfyllta.
Clinton og Obama skerpa klær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2008 | 11:48
Rós í hnappagat íbúðalánasjóðs.
Íbúðalánasjóður lækkar vexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.4.2008 | 10:16
Er ábyrgðin pólitíkusa?
Í dagblaði hins frjálsa markaðar er leiðari í dag undir heitinu "Ábyrgð pólitíkusa" þar er vísað aftur og bak og áfram í ummæli forsætisráðherra einkum á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins á föstudaginn. Þó leiðarinn sé nokkuð sundurlaus þá verður hann helst skilinn þannig að pólitíkusar þó þeir séu ekki nafngreindir beri ábyrgð á því að ákveðin biðstaða væri á markaðnum meðan beðið væri eftir því á hvaða kjörum og hvernig íslenska ríkið tekur lán til að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans og hinn frjálsa markað í landinu. Ekki skal dregið úr ábyrgð stjórnmálamanna en það eru fleiri með málfrelsi en þeir og sé það skoðun leiðarahöfundar Fréttablaðsins að einhver stjórnmálamaður hafi með ummælum sínum skaðað hagsmuni markaðarins þá væri eðlilegt að talað yrði tæpitungulaust og sagt hverjir eða hver það er.
Að sjálfsögðu er það spurningin um ábyrgð stjórnmálamanna mikilvæg en það getur ekki síður verið mikilvæg spurning hver er ábyrgð frjálsa markaðarins og helstu leikendanna á þeim markaði á undanförnum árum og í núinu. Hafa menn farið fram með eðlilegum hætti og hvað með ummæli fjölmargra forustumanna markaðarins um íslenskt efnahagslíf, gjaldmiðilinn og Seðlabankann. Það er athyglivert að í umfjöllun sinni þá er hvergi vikið að því í leiðara blaðsins að aðilar á markaðnum beri ábyrgð. Má minna á að þegar talað hefur verið um ofurlaun í bönkum þá hefur því verið svarað að samfélaginu komi það ekki við þar sem um frjáls fyrirtæki á markaði sé að ræða. Eru þau ekki jafn frjáls í dag og kemur samfélaginu ekkert við starfsemi þeirra nema þegar vandi kemur upp sem snýr að samfélaginu að leysa? Mér fyndist spennandi að lesa umfjöllun leiðarahöfundar Fréttablaðsins um þá ábyrgð og með hvaða hætti eigi að draga mörkin á hverjum tíma.
Það er auðvelt að tala í núinu um ábyrgð þegar vandamálin eru til komin fyrir löngu en hins vegar mikilvægt upp á framtíðina að skilgreina vandann rétt til að draga rétta lærdóma og gera betur í framtíðinni.
20.4.2008 | 13:50
Sjálfstæðismenn í ógöngum?
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skrifar athygliverða grein sem hann birtir á bloggsíðu sinni í gær. Þar skrifar hann um Orkuveituna og Rei málið undir heitinu "Orkuveita í ógöngum". Bloggfærsla dómsmálaráðherra er góð upprifjun og samantekt á Rei málinu auk annars og tvímælalaust nauðsynleg lesning fyrir þá sem áhuga hafa á pólitík. Nokkur ummæli í grein dómsmálaráðherra eru einkar athygliverð:
Dómsmálaráðherra segir m.a.
"Margt bendir til þess að í samvinnu við eins manns flokk takist sjálfstæðismönnum þetta ekki- það eigi ekki aðeins rætur að rekja til ágreinings milli þeirra og samstarfsmannsins heldur einnig mismunandi sjónarmiða innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna. Vægi ágreinings verður meira í samstarfi við eins manns flokke ef samstarf tækist við fjölskipaðan meirihluta. Ég hef hvatt til þess að innan borgarstjórnar reyni menn til þrautar að mynda slíkan meirihluta sem tæki markvisst á innanmeinum í stjórnsýslu borgarinnar þar á meðal Orkuveitu Reykjavíkur."
Síðar segir dómsmálaráðherra að gagnrýni Morgunblaðsins sem hann rekur sé réttmæt en í þeirri gagnrýni kemur m.a. eftirfarandi fram: "Aldrei í sögu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur hefur flokkurinn beðið slíkan hnekki og sýnt af sér slíka lágkúru." og því til viðbótar: "Það stendur ekki steinn yfir steini í málflutningi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í þessu máli það væri óskemmtileg lesning ef einhver tæki upp á því að gefa út Þeirra eigin orð um Orkuveitu Reykjavíkur."
Þungamiðjan í gagnrýni dómsmálaráðherra sem var á síðasta kjörtímabili oddviti minnihluta Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn er að ekki sé byggjandi á núverandi meirihlutasamstarfi í borginni en nauðsynlegt sé að mynda meirihluta Sjálfsstæðismanna annars vegar og annað hvort vinstri grænna eða með Samfylkingunni hins vegar. Í öðru lagi þá skín í gegn að dómsmálaráðherra telur algjört stefnu- og úrræðaleysi ríkja hjá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í þessu máli.
Ég hygg að í seinni tíð hafi ágreiningur í röðum Sjálfstæðisflokksins ekki verið opinberaður svo rækilega sem gert er bæði í leiðara Morgunblaðsins þ. 17. apríl og tilvitnaðri grein Björns Bjarnasonar.
Ég er Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra algjörlega sammála í umfjöllun hans um málið og málefni Reykjavíkur. Björn talar um að nauðsyn sé á að taka á innanmeinum í stjórnsýslu borgarinnar og þar á meðal Orkuveitu Reykjavíkur. Þá vil ég vekja athygli á og taka undir þau sjónarmið sem Björn Bjarnason segir í lok greinar sinnar "HVernig væri að tekin yrði sú ákvörðun í eitt skipti fyrir öll, að Orkuveita Reykjavíkur einbeitti sér að því að sinna þjónustu við viðskiptavini sína? Beri Sjálfstæðismenn í borgarstjórn gæfu til að sameina borgarstjórn um slíka ákvörðun eiga þeir heiður skilinn og þakklæti borgarbúa."
Ég átta mig á því þegar tilvitnuð skrif eru lesin að Styrmi Gunnarssyni ritstjóra Morgunblaðsins og Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra er gjörsamlega ofboðið hvernig komið er í borgarstjórn Reykjavíkur og þeir gera eðlilegar kröfur til sinna manna og tjá þeim að þeir standi ekki með neinu móti undir væntingum eða þeim eðlilegu kröfum sem borgarbúar hljóta að gera til þeirra. Þá er athyglivert að bæði Björn og Styrmir telja núverandi meirihluta í borginni lítils megnugan og í Mrogunblaðinu í dag má lesa kunnugt stef um samstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins sem hlítur þá að vera beint til borgarstjórnarflokksins að kanna.
En þeir Styrmir og Björn Bjarnason eru ekki einir úr röðum forustumanna Sjálfstæðisflokksins sem er nóg boðið. Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins Hreggviður Jónsson skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir yfirskriftinni "Ég er búinn að fá nóg, nú á að gera byltingu" Þar segir Hreggviður m.a. "Við gerum byltingu og hreinsum alla borgarfulltrúana út úr borgarstjórn í næstu kosningum".
Það má taka undir með Hreggviði Jónssyni um það að gerð verði lýðræðisleg bylting í næstu kosningum til að tryggja raunverulega hagsmuni borgara í Reykjavík það verður að gera með nýju fólki. Fólki sem veit hvað það vill og er tilbúið til að standa við það.
18.4.2008 | 10:45
Stjórnlyndisruglandi?
Fundur Alþingis í gær var vægast sagt merkilegur. Í upphafi þingfundar var samþykkt að fundur mætti standa fram eftir kvöldi, sem mér finnst raunar sjálfsagt þegar mikið liggur fyrir og margt þarf að afgreiða. Fundurinn stóð síðan frá kl. 10.30 að morgni til kl. 2 að morgni næsta dags. Samt sem áður þurfti að taka nokkur mál út af dagskrá. En það var ekki þetta sem gerði daginn sérstakan.
Menntamálaráðherra byrjaði á að flytja 4. dagskrármálið um opinbera háskóla þegar Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins kom í ræðustól til að tala um frumvarpið kom í ljós að menntamálaráðherra var farin úr húsinu og var umræðu um þetta mál frestað til kl. 17.30. Þá voru tekin fyrir frumvörp sem samgönguráðherra mælti fyrir en um kl. 16 þurfti að gera hlé á umræðum um breytta samgönguáætlun þar sem ég var næstur á mælendaskrá og samgönguráðherra hvarf úr húsi en inn kom félagsmálaráðherra til að mæla fyrir sínum málum. Það gerði hún og lauk við það en þegar því var lokið þá kom samgönguráðherra til að halda áfram með sín mál.
Alltaf beið Höskuldur Þórhallson eftir að geta lokið ræðunni um opinbera háskóla sem hann hafði byrjað á um hádegisbilið. Þegar hallaði í miðnættið var ákveðið eftir japl og jaml og fuður að þingfundi yrði slitið þegar samgönguráðherra hefði lokið við að fjalla um sín mál og var það gert um tvöleytið í nótt. Menntamálaráðherra varð frá að hverfa og líka Höskuldur sem hafði beðið allan daginn eftir að ljúka ræðunni sem hann byrjaði að flytja um miðjan dag.
Þetta er með nokkrum ólíkindum vægast sagt. Mér finnst nauðsynlegt að borin sé virðing fyrir Alþingi sem einni af merkustu grunnstoðum íslensks samféalgs. Það skiptir þó mestu að Alþingismenn beri virðingu fyrir sjálfum sér, Alþingi sem stofnun og því merka starfi sem Alþingi á að sinna. Vinnubrögðin í gær voru því miður þess eðlis að þau eru ekki samboðin virðingu Alþingis
17.4.2008 | 11:20
Ég vil eiga val sem borgari í lýðræðislandi.
Meiri hluti Alþingis vill hafa Ríkisútvarp og í samræmi við það voru nokkrir valinkunnir borgarar kosnir í stjórn þessa opinbera hlutafélags í gær. Í sjálfu sér eðlilegt miðað við þá umgjörð sem gerð hefur verið um stjórnkerfi þessa ríkisfyrirtækis. Aðalfundur fyrirtækisins verður í dag.
Það er hins vegar algerlega óásættanlegt að borgarar í lýðræðislandi skuli ekki hafa val um það hvort þeir eru áskrifendur að ríkisútvarpi/sjónvarpi. Af hverju má ég og allir aðrir í þjóðfélaginu ekki ákveða það fyrir mig hvort ég vil eða vil ekki vera áskrifandi að RÚV. Ef til vill og líklega mundi ég vera áskrifandi en ég vil ekki gera það sem ánauðugur þegn heldur sem frjáls borgari sem tekur ákvörðun fyrir mig en er ekki knúinn til þess af hálfu ríkisins.
Meðan skipulagið er eins og það er þá er með öllu óeðlilegt að RÚV skuli vera á almennum auglýsingamarkaði. Eðlilegt væri að RÚV fengi framlög úr ríkissjóði í samræmi við það sem fjárveitingavaldið vill gera hverju sinni og innheimti áskriftagjöld hjá þeim sem vilja vera áskrifendur. Er það ekki lýðræðislegasta fyrirkomulagið?
Fimm kosin í stjórn RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2008 | 11:19
Af hverju standa 60 hús auð í miðbænum?
Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins telur að allt að 60 húsum standi auð í miðborginni. Þetta kemur fram í frétt 24 stunda frá 3. apríl. Fjölmörg þessara húsa eru við Laugaveg og Hverfisgötu. Þetta vandamál er ekki nýtt af nálinni. En hvernig stendur á því að fjöldi húsa stendur auð þar sem blómleg starfsemi og falleg hús ættu að vera? Það er vegna kotungshugsunarháttar meirihluta borgarstjórnar í Reykjavík sem markvisst stefnir að því með úrræðaleysi sínu í skipulagsmálum miðborgarsvæðisins og bárujárnsbyltingarinnar að meina eigendum fasteigna t.d.við Laugaveg og Hverfisgötu að byggja fallegar látlausar byggingar við þessar götur í staðin fyrir kofana. Miðborgin hefur verið í herkví kyrrstöðufólks sem er smám saman að flæma allt líf úr miðborginni nema eftir miðnætti um helgar.
Það þarf að gera nýtt heildarskipulag fyrir Miðbæinn þá sérstaklega götur eins og Laugaveg og Hverfisgötu sem veita eigendum lóða svigrúm til að rýma gömlu kofana en byggja í staðinn hús sem nýtast í nútímanum og byggja upp heildarmynd gróskumikillar miðborgar.
Dettur einhverjum í hug fyrir utan Ólaf F. Magnússon borgarstjóra að yfirgefin hús og kofaræksni sé eitthvað sem geti orðið til þess að glæða miðborgina lífi?
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 292
- Sl. sólarhring: 728
- Sl. viku: 4113
- Frá upphafi: 2427913
Annað
- Innlit í dag: 268
- Innlit sl. viku: 3804
- Gestir í dag: 260
- IP-tölur í dag: 249
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson