Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
28.4.2010 | 09:25
Krefjandi heilsubótarganga
Sú var tíðin að verkalýðshreyfingin stóð fyrir kröfugöngum á baráttudegi verkalýðsins 1. maí. Nú hvetur verkalýðshreyfingin fólk til að mæta í krefjandi heilsubótargöngu með áherslu á heilsubótina.
Þegar ég sem barn sá í fyrsta skipti kröfugöngu fyrsta maí þá er mér enn minnisstæður illa klæddur verkamaður sem hélt ásamt öðrum á kröfuborða í norðannepjunni. Hann varð í mínum huga lifandi táknmynd nauðsyn virkrar baráttu þess sem þarf að sækja sinn rétt og lífsafkomu.
Nú er öldin önnur og verkalýðsforustan hefur rofnað úr tengslum við umbjóðendur sína. Þess vegna er mun þægilegra að vera með krefjandi heilsubótargöngu en kröfugöngu 1. maí.
Það raskar ekki ró verkalýðsforustunnar þó að þúsundir félagsmanna þeirra hafi misst vinnuna og séu að missa húsin sín vegna stökkbreyttra höfuðstóla verðtryggðra og gengislána. Verkalýðsforustan krefst ekki breytinga á því en rekur harða baráttu fyrir verðtryggingunni sem sligar nú heimili verkafólks í landinu.
Í samræmi við firringu verkalýðsforustunnar þá má búast við að næst verði fyrsta maí gangan auglýst sem heilsubótar- og skemmtiganga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2010 | 17:00
Hvað varð um hnattrænu hlýnunina?
Nú er spáð köldum vetrum og jafnvel kuldaskeiði sem muni standa í hálfa öld. Allt er það byggt á jafn hæpnum forsendum og spár hnatthlýnunarfólksins með Al Gore sem æðstaprest.
Það var kaldhæðni örlaganna að fimbulvetur skyldi skella á þegar loftslagsráðstefnan stóð í Kaupmannahöfn svona eins og til að gera grín að öllum spámönnum hnattrænu hlýnunarinnar. Nú hljóta ríkisstjórnir heims að endurskoða útblásturskvótakerfin sín eða hvað? Nei það gengur ekki. Það er búið að skapa rosaleg gerviverðmæti með losunarkvótakerfinu.
Losunarkvótakerfið er samkeppnishamlandi kerfi eins og öll kvótakerfi eru. Þeir sem eiga losunarkvóta munu hanga á honum eins og hundar á roði og halda því fram að hann sé nauðsynlegur vegna hnattrænnar hlýnunar jafnvel þó að frostið bíti sem aldrei fyrr. Hvað mundi t.d. verða um flugfélögin ef áunnið kvótakerfi hnattrænu hlýnunarinnar yrði aldrei komið á.
Við getum alla vega huggað okkur við það að Ísland kom því á framfæri á loftslagsráðstefnunni að jafnt hlutfall kynjanna skuli sitja í nefndum þar sem fjallað er um hnattræna hlýnun. Það ræður miklu um framvindu loftslagsmála í heiminum og er ómetanlegt framlag Íslands til vitrænnar umræðu um málið.
Spá köldum vetrum næstu árin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2010 | 12:12
Hin nýju goð álitsgjafa og háskólamanna?
Athyglivert hefur verið að fylgjast með stórum hópi Háskólasamfélagsins á Íslandi og álitsgjafa í kjölfar útkomu skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Þar hoppar þessi hópur knékrúpandi í andakt og takt og boðar að hér hafi hinn heilagi sannleikur loksins komið fram um bankahrunið.
Þessi sami hópur hoppaði raunar líka fyrir tveimur árum knékrúpandi í andakt og aðdáun fyrir bankamönnum og útrásarvíkingum. Þá var spurt eins og einn háskólamaður orðaði það í gær í útvarpi þegar menn þar á bæ veltu fyrir sér hlutunum: "Hvað skyldi Björgólfur segja um þetta" Ég gat ekki skilið orð þessa manns með öðrum hætti en þeim að aðgerðir og áherslur í háskólasamfélaginu hafi verið í samræmi við vilja og þarfir þeirra ríku, en gagnrýnin hugsun hafi vikið þar sem styrkja og velgjörða var helst von af gnægtaborðum gullæta úr bankakerfinu og sporgöngumanna þeirra í hópi stærstu lántakenda.
Hvar var hin gagnrýna hugsun á þessum tíma? Háskólasamfélagið og opinberu álitsgjafarnir ættu að spyrja sig þeirrar spurningar og svara heiðarlega. Það er ekki vanþörf á.
Í dag bendir Jón Tómasson fyrrum stjórnarformaður SPRON og Ríkislögmaður, sá sem harðast barðist gegn því að hirðarnir hirtu fé sparisjóðanna, á það að Rannsóknarnefnd Alþingis hafi ekki skoðað Sparisjóði landsins sérstaklega. Um það segir nefndin raunar að ekki hafi unnist tími til að taka þau mál til sérstakrar skoðunar. Nú verður það að teljast með nokkrum endemum að Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið, sem telur eðlilegt að fjalla um pólitíska þróun þjóðfélagsins í tuttugu ár og fella pólitíska dóma um stjórnun, stjórnarfar og efnhagsstjórn þann tíma á hundruðum blaðsíðna, skuli ekki hafa séð ástæðu til að fjalla ítarlega og skoða þann mikilvæga hluta fjármálakerfisins sem sparisjóðakerfið var og samspil þess og annarra leikenda í fjármálalífinu.
Skipti það ekki máli að fjármunir sparisjóðanna skyldu vera hirtir með þeim hætti sem gert var?
Háskólasamfélagið ætti að standa undir nafni og sýna fram á tilverurétt sinn með því m.a. að fara með gagnrýnum hætti ofan í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar og velta við hverjum steini og mynda sér sjálfstæða skoðun í stað þess að lúta nú nýjum goðum í stað þeirra sem féllu 6. október 2008.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.4.2010 | 09:31
Sorgarsaga í sumarbyrjun
Á sumardaginn fyrsta var greint frá því að Sparisjóður Keflavíkur og Byr væru komnir undir stjórn ríkisins. Kom að vísu ekki á óvart þar sem að stefnuleysi ríkisstjórnarinnar í málum fjármálastofnana hefur verið slík að óvissan hefur smám saman dregið úr þeim allan lífsþrótt og möguleika.
Nú verður ekki lengur vikist undan því að ríkisstjórnin marki skynsamlega stefnu varðandi ríkisaðstoð og starfsemi fjármálastofnana í eigu ríkisins. Stærstu mistökin voru gerð þegar ríkisstjórnin ákvað algjörlega að nauðsynjalausu að fella SPRON og Straum. En þau mistök verða ekki tekin til baka þó ef til vill væri rétt að viðkomandi ráðherrar væru látnir sæta ábyrgð vegna þeirra mistaka.
Enn eykst kostnaður þjóðfélagsins vegna stefnu- og aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.4.2010 | 10:51
Skattgreiðendur allra landa sameinist?
Flugsamgöngur í Evrópu hafa legið niðri að mestu í viku vegna eldgoss í Eyjafjallajökli. Deila má um hvort þar ráði ofurvarúð.
Eftir viku tálmun í flugsamgöngum er hrópað á neyðaraðstoð vegna þessa fárs og gildir einu hvort um er að ræða talsmenn flugfélaga, ananasbændur í Gana, blómabændur í Kenýa, ávaxtabændur í Ísrael eða fisksölumenn í Evrópu. Jafnvel er talað um verulegar búsifjar í fjármálum heimsins.
Nú sannast það fornkveðna að það er engin búmaður nema kunna að berja sér. Varla geta framleiðendur og flugfélög staðið svo veikt að þau þoli ekki vikutálmun flugsamgangna. En það má alltaf kalla á stóru mömmu, ríkið, og heimta fé skattgreiðenda til að standa undir öllu mögulegu og ómögulegu. Ríkið eyðir hvort eð er svo miklu í óþarfa og rugl að þeir sem nú krefjast inngöngu í ríkisfjárhirslur sjá ekki að það muni um einn sláturkepp í viðbót.
Það er kominn tími til að breyta þessu hugarfari og miða við gömlu gildi markaðsþjóðfélagsins um að fólk byggi upp fyrirtæki og aðstoð ríkisins sé til að standa vörð um grundvallar velferð fólks. Sennilega þarf að breyta gamla vígorðinu og segja: Skattgreiðendur allra landa sameinist. Þið eigið engu að tapa nema fjötrunum en þið hafið lífshamingju að vinna.
19.4.2010 | 12:53
Umfram skyldu
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og tveir þingmenn hafa fengið tímabundið leyfi frá þingstörfum meðan mál þeirra eru rannsökuð. Þetta gera þeir umfram skyldu. Spurning er hvort að fleiri þingmenn og ráðherrar þurfi ekki miðað við þær forsendur sem liggja til grundvallar fráhvarfs þremenninganna að segja af sér alla vega tímabundið?
Þá vaknar líka sú spurning hvort þetta eigi bara að taka til stjórnmálastéttarinnar. Hvað með löggilta endurskoðendur fjármálafyrirtækja og alla vega sumra vátryggingafélaga. Þurfa þeir ekki að skila inn löggildingu sinni og taka sér leyfi frá störfum meðan mál þeirra eru í rannsókn?
Hvað með þá sem bera megin ábyrgð á hruninu er ekki eðlilegt að þeir víki úr stjórnum og frá stjórnun fyrirtækjanna sem einu sinni voru þeirra en eru nú á grundvelli nauðasamninga eða yfirtöku banka.
Hvað með fjölmiðlamennina og forsetann sem voru klappstýrur útrársarinnar og öfgafullrar lánastefnu. Þurfa þeir ekki með sama hætti að velta fyrir sér sinni stöðu. Í því sambandi þá er spurning hvort útvarpsstjóri ætlar að taka málefni fréttastofu til umfjöllunar innan stofnunarinnar miðað við þær forsendur. Ríkisútvarpið er sagt eign okkar allra. Er ekki rétt að við gerum kröfur til þess um hlutlæga fréttamennsku meir en gert hefur verið?
18.4.2010 | 13:26
Röng sjálfsásökun Ingibjargar. Það var Samfylkingin í heild sem brást.
Ingibjörg Sólrún brást ekki Samfylkingunni miðað við stefnuna sem Samfylkingin markaði árið 2007 og þeim áherslum og athugasemdum sem kynntar voru í Borgarnesi af hennar hálfu.
Samfylkingin brást þjóðinni.
Forusta Samfylkingarinnar hamaðist á þeim sem rannsökuðu mál hrunfyrirtækjanna og talaði um pólitískar ofsóknir og þyrlaði upp pólitísku moldviðri til að verja hrunfyrirtækin og sáði þannig þegar í lok árs 2006 og byrjun árs 2007 þeim fræjum sem gáfu brjóstmylkingum Samfylkingarinnar í fyrirtækja- og fjármálaþjónustu greiðari leið til áframhaldandi svikastarfsemi. Samfylkingin á að viðurkenna sök í stað þess að skella skuldinni á samstarfsflokk sinn eða fyrrverandi formann.
Ingibjörg Sólrún ber ekki meiri sök en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Þær mótuðu stefnuna saman og störfuðu saman.
Í stefnuskrá Samfylkingarinnar fyrir kosningar 2007 er sett fram sú stefna að
"skapa hagstætt rekstrarumhverfi fyrir fyrirtæki í fjármálaþjónustu....."
Í Borgarnesræðu fyrri sagði Ingibjörg m.a.:
"Í efnahags- og atvinnumálum hljótum við líka að leiða til öndvegis leikreglur hins frjálslynda lýðræðis. Okkur kemur ekkert við hvað þeir heita sem stjórna fyrirtækjum landsins eða hvaða flokki þeir fylgja að málum. Gamlir peningar eru ekkert betri en nýir. Ef ketti er ætlað að veiða mýs þá má einu gilda hvort hann er svartur eða hvítur svo lengi sem hann gegnir sínu hlutverki. Í atvinnu- og efnahagslífinu eru það umferðarreglurnar sem gilda og þær eiga að vera skynsamlegar og í þágu alls almennings. Stjórnmálamennirnir bera ábyrgð á leikreglunum en leikendur bera ábyrgð á því að fara eftir þeim. Það má leiða að því rök að afskiptasemi stjórnmálamanna af fyrirtækum landsins sé ein aðalmeinsemd íslensks efnahags- og atvinnulífs. Þannig má segja að það sé orðstír fyrirtækja jafnskaðlegt að lenda undir verndarvæng Davíðs Oddssonar eins og það er að verða að skotspæni hans. Ég vil þannig leyfa mér að halda því fram að það hafi skaðað faglega umfjöllun um Íslenska erfðagreiningu, bæði hérlendis og erlendis, að sú skoðun er útbreidd að fyrirtækið njóti sérstaks dálætis hjá forsætisráðherranum. Það vekur upp umræðu og tortryggni um að gagnagrunnur fyrirtækisins og ríkisábyrgðin byggist á málefnalegum og faglegum forsendum en ekki flokkspólitískum. Sama má segja um Baug, Norðurljós og Kaupþing. Byggist gagnrýni og eftir atvikum rannsókn á þessum fyrirtækjum á málefnalegum og faglegum forsendum eða flokkspólitískum? Ertu í liði forsætisráðherrans eða ekki þarna er efinn og hann verður ekki upprættur nema hinum pólitísku afskiptum linni og hinar almennu gegnsæju leikreglur lýðræðisins taki við. Þetta er verkefni Samfylkingarinnar. Samfylkingin á að vera óháð öllum helstu eignahópunum í samfélaginu, hún á að gæta almannahagsmuna, ekki sérhagsmuna." http://www2.samfylking.is/Forsida/Umraedan/Raedur/LesRaedu/12
Síðari Borgarnesræða Ingibjargar er almennari en þeir sem áhuga hafa á geta fundið hana hér: http://www2.samfylking.is/Forsida/Umraedan/Raedur/LesRaedu/13
Ingibjörg brást ekki kjósendum sínum eða Samfylkingunni miðað við þessa tilvitun í fyrri Borgarnesræðu hennar. Hún hélt áfram að vinna að hagsmunum Íslenskrar erfðagreiningar sem nú er gjaldþrota, Baugs sem nú er gjaldþrota, Kaupþings sem nú er gjaldþrota og Norðurljósa sem náðu nauðasamningum við lánadrottna sína og var búlkurinn í því sem síðar varð 365 miðlar ehf.
Þáverandi stjórn Norðurljósa var þannig skipuð: Skarphéðinn Berg Steinarsson, formaður, Pálmi Haraldsson, varaformaður, Kristinn Bjarnason, Halldór Jóhannsson og Gunnar Smári Egilsson. Framkvæmdastjóri: Sigurður G. Guðjónsson.
Þessi fyrirtæki sem Ingibjörg og Samfylkingin báru sérstaklega fyrir brjósti árið 2007 og veittu Samfylkingunni ríflegastan fjárstuðning og fóru öll í þrot þrátt fyrir pólitískan stuðning Samfylkingarinnar. Allt eru þetta fyrirtæki sem hafa ríflega sáð til efnahagshrunsins í október 2008.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.4.2010 | 08:46
Aðför að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur
Það er fordæmanlegt að fréttamiðlarnir visir.is og dv.is skuli með fréttaflutningi sínum hafa staðið að því að hvetja fólk til að gera aðför að heimili Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta er sennilega í fyrsta sinn sem fréttamiðlar gera mannsöfnuð fjögurra einstaklinga að fjöldamótmælum og hvetja óbeint til aðfarar að heimili viðkomandi.
Þetta er sennilega líka í fyrsta sinn sem aðför er gerð þó örfámenn hafi verið að heimili óbreytts þingmanns. Fyrir ári mátti dómsmálaráðherra þola aðför að heimili sínu vegna þess að ráðuneyti hennar gerði tilraun til að framfylgja lögum um innflytjendur. Öfgafólk fyrir landamæralausu Íslandi var ekki á sama máli og brást við með þessum ósæmilega hætti. Sú aðför var almennt fordæmd.
Það verður hver að svara fyrir sig og sínar gerðir og sýslan á eðlilegum vettvangi. En það verður að vera órjúfanlega tengt íslenskri menningu og siðferði að við virðum einstaklingsfrelsi og friðhelgi einstaklingsins þar með talið heimilisfrið fólks. Allir fjölmiðlar og stjórnmálamenn eiga að sameinast í fordæmingu á aðför eins og þeirri sem tilraun var gerð í gær til að gera að heimili Þorgerðar Katrínar.
15.4.2010 | 13:16
Af hverju?
Af hverju styrktu ákveðin fyrirtæki einstaka frambjóðendur í prófkjörum um milljónir? Gefur auga leið. Til þess að þetta fólk gæti keypt sér atkvæði og ímynd með auglýsingum og komist fremst í röð frambjóðenda við Alþingis- og sveitarstjórnarkosningar
Af hverju styrkti t.d. Landsbankinn formann þingflokks Samfylkingarinnar um rúmar 3 milljónir í prófkjöri? Kom eitthvað í staðinn fyrir styrkinn. Einkafyrirtæki styrkir ekki stjórnmálamann um þvílíka upphæð hvað þá minni nema í þröngu eiginhagsmunaskyni. Er það ekki ljóst?
Listinn yfir stóru styrkhafa hrunfyrirtækjanna sýna vel hvað prófkjörin eru hættuleg lýðræði og siðferði stjórnmálastéttarinnar. Ég hef iðulega bent á og gerði áður en ég vissi hvað þessi starfsemi var ógnvænleg að þarna væri um slíkan vanda að ræða að finna yrði aðrar leiðir en prófkjör til að velja stjórnmálaflokkum frambjóðendur.
Vegna þess sem þegar hefur verið upplýst varðandi fjármál flokka og styrki til stjórnmálamanna er óhjákvæmilegt að stjórnmálaflokkarnir setji á fót Rannsóknarnefnd til að fara ítarlega yfir þessi mál síðustu 10 árin til að hægt sé að byggja upp heilbrigðara og siðrænna stjórnmálastarf í landinu.
12.4.2010 | 14:31
Ábyrgðin á bankahruninu
Megin niðurstaða skýrslu rannsóknarnefndarinnar um bankahrunið er sú að stjórnendur bankanna beri ábyrgð á hruni íslensku bankanna í október 2008. Þeirri ábyrgð verður ekki lengur vísað á stjórnmálamenn, Fjármálaeftirlit eða Seðlabanka Íslands.
Hvað sem öðru líður og meintum ávirðingum, athöfnum eða athafnaleysi einstakra aðila innan stjórnsýslunnar þá er þetta samt sú niðurstaða sem skiptir höfuðmáli.
Þetta er í samræmi við niðurstöðu sænska bankasérfræðingsins Mats Josefsson sem þekkir vel til íslenskra mála en hann sagði á ráðstefnu í Reykjavík 11.11.2009: "The banking crisis that emerged in Iceland was spectacular and it is definitely true to say that a handful of bankers brought down the country or at least the economy.
Það kom mér á óvart að sjá hvað formlegheitin bera staðreyndir máls ofurliði í niðurstöðum nefndarinnar einkum hvað varðar áfellisdóm yfir Björgvin Sigurðssyni þáverandi viðskiptaráðherra vegna atriða sem formaður hans Ingibjörg Sólrún hélt frá honum en ekki er vikið að sérstakri ábyrgð Ingibjargar og af hverju jú vegna þess að formlega gegndi hún ekki annarri stöðu en stöðu utanríkisráðherra þó hún hafi greinilega ítrekað brotið trúnað gagnvart flokksbróður sínum Björgvin Sigurðssyni og vanrækt að upplýsa hann um mikilvæg mál sem hún hafði fengið upplýsingar um eftir hljóðskraf við forsætisráðherra og Seðlabankastjóra.
Ég minni á að fyrst eftir hrunið þá var spilltum stjórnmálamönnum og lélegum eftirlitsstofnunum kennt um hrunið en nú hefur það moldviðri fokið í burtu eftir því sem betur og betur upplýsist um þá starfsemi sem stunduð var í bönkunum og varð þeim á endanum að falli.
Niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis er ekki sú að spilltir stjórnmálamenn eða embættismenn hafi verið valdir að bankahruninu. Þeim er í besta falli kennt um vanrækslu sem þó skipti ekki máli varðandi það að koma í veg fyrir hrunið.
Hvergi er vísað til þess að ráðherrar, eða æðstu embættismenn eftirlitsstofnana hafi brotið af sér af ásetningu eða stórkostlegu gáleysi. Í umfjöllun nefndarinnar verður ekki séð að vísað sé til annars varðandi stjórnmálamenn eða embættismenn en ýmsir hlutir hefðu betur mátt fara og nauðsynlegt sé að koma stjórnsýslunni fyrir með skilvirkari hætti.
Ég sakna þess hvað sárlega vantar glögga úttekt á þeim í samfélagi stjórnmálamanna, fjölmiðlamanna og í háskólasamfélaginu sem voru á mála hjá bönkum og útrásarvíkingum og þáðu af þeim stóra styrki og margvíslegan annan viðgjörning.
Þá hefði að mínu mati mátt koma fram í skýrslunni með hvaða hætti tókst á fyrstu mánuðum eftir hrunið að vinna úr vondri stöðu og með hvaða hætti Seðlabanki og Fjármálaeftirlit unnu á þeim tíma þrekvirki við að halda gangverki þjóðfélagsins í lagi.
Ef til vill á svona skýrsla alls ekki að fjalla um það sem vel er gert bara það sem miður fer.
Ég leyfi mér að minna enn og aftur á það að skýrsla rannsóknarnefndarinnar er ekki dómur heldur niðurstaða þriggja einstaklinga sem vafalaust hafa gert sitt besta við að vinna það verkefni sem þeim var falið. En þessir einstaklingar eru ekki frekar óskeikulir en aðrir og því miður þá var ekki brugðist við ábendingum um vanhæfi nefndarmanna sem skyldi.
Nefndarmenn gera nefnilega líka mistök eins og venjulegt fólk.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 114
- Sl. sólarhring: 1290
- Sl. viku: 5256
- Frá upphafi: 2469640
Annað
- Innlit í dag: 104
- Innlit sl. viku: 4812
- Gestir í dag: 104
- IP-tölur í dag: 104
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson