Bloggfærslur mánaðarins, desember 2015
30.12.2015 | 11:19
Brennur Borgarinnar
Í gær birtist vörpulegur borgarstarfsmaður á skjánum og sagði frá starfi borgarinnar við að gera brennur víðsvegar um borgina.
Sú var tíðin að Reykjavíkurborg kom þetta óverulega við. Þá var borgin bara með eina brennu þar sem nú er Kringlan. Á þeim tíma voru krakkar að hamast í frítíma frá skólanum við að búa til brennur. Undirbúningurinn tók allan desember og það var bankað upp á í hverri íbúð og víðar og sníktur eldsmatur.
Við krakkarnir lærðum mörg nauðsynleg handbrögð við undibúning brennunar bæði að hlaða með réttum hætti, byggja frumstæð hífingartæki, aga, samvinnu o.fl. o.fl. Allt var það af hinu góða og ungdómurinn lærði handbrögð og útsjónarsemi sem hefur reynst mörgum ómetanlegt veganesti í lífinu.
Óneitanlega vorum við sem tilheyrðum ungdómnum í nágrenni Ægissíðunnar í Reykjavík vestur á þeim tíma ánægð með það þegar okkar brenna sló út einu borgarbrennuna að stærð og var sú stærsta í borginni.
Áratugum síðar sat ég í stjórn íþróttafélags í síðasta þorpi Reykjavíkur "Árbæjarhverfinu" og varð undrandi þegar formaðurinn mæltist til þess að við stjórnarmenn færum að ganga frá brennu á svæði félagsins. Mér varð á orði en krakkarnir. Nei sagði formaðurinn þeir koma ekki nálægt því það er allt og hættulegt og þau geta það ekki.
Nú enn nokkrum áratugum síðar er þetta líka fyrir bí. Borgin sér um þetta. Borgarstarfsmenn safna í brennur og ganga frá þeim að öllu leyti frá upphafi til þess að þær verða eldinum að bráð og í þeim slokknar allt á kostnað skattgreiðenda.
Æskileg þróun?
Alla vega læra krakkarnir ekki vinnu- og handbrögð og kynnast ekki þeim aga sem þarf til að búa til góða brennu. Sýndarveruleiki tölvuleikjanna er tekinn við- hann er sjálfsagt ekki eins hættulegur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.12.2015 | 21:20
Þróunaraðstoð, kapítalismi, fátækt og framfarir.
Jóhanna Sigurðardóttir sagði þegar hún varð forsætisráðherra að ósigur kapítalismans væri algjör og Steingrímur J. tók undir. Fullyrðingar Jóhönnu og Steingríms um andlát kapítalismans var röng. Vinstra fólk básúnar oft fullyrðingar eins og þessar, en skoðar ekki samtímaheimildir hvað þá söguna.
Frá því að Kína tók upp markaðshagkerfi hafa 300 milljónir manna komist frá fátækt til bjargálna á rúmum áratug. Allan tímann sem Maó og hans nótar ríktu dóu milljónir Kínverja úr hungri og skorti á brýnustu lífsnauðsynjum öðrum. Fátækt var landlæg.
Í grein sem Fraser Nelson skrifaði í Daily Telegraph annan í jólum "Capitalism is another good news story at Christmas" bendir hann á auglýsingar um að malaría drepi einn einstakling á mínútu í Afríku og áskorun til fólks að hjálpa. Nelson segir m.a. að það sem auglýsingarnar segi ekki sé hvernig Afríkubúar séu að hjálpa sér sjálf. Malaría sé á hraðara undanhaldi en nokkru sinni áður og dauðsföll af hennar völdum helmingur þess sem var í byrjun aldarinnar. Sömu sögu er að segja um vannæringu. Vannæring hefur aldrei verið minni í Afríku.
Árið 2015 hefur verið sérstakt ár fyrir Afríku. Engin nýgengni lömunarveiki hefur verið tilkynnt í ár. Aids smit eru helmingi færri en fyrir 15 árum. Stuðningur erlendis frá hefur haft mikla þýðingu en það gleymist, að mikilvægasta aflið á bak við þessa jákvæðu þróun er aukin markaðshyggja. Viðskipti færa mun meiri peninga, velmegun og hreinlæti til Afríku en þróunaraðstoð.
Viðskipti milli landa Afríku hefur fimmfaldast á 15 árum, farsímar eru eins algengir í Nígeríu og Suður-Afríku og í Bretlandi. Velgjörðaraðilar og þróunarstofnanir segja ekki þessa sögu og hafa ekki sömu sýn á nútímann og t.d. Bill Gates sem segir að þróist hlutirnir með sama hætti næstu 20 árin og frjálst markaðshagkerfi ríki og frjáls viðskipti þá verði engin fátæk lönd lengur í heiminum. Leiðin til bætra kjara er með sjálfshjálp og frjálsum viðskiptum á grunvelli markaðshyggjunnar ekki sósíalismans, sem Evrópuríki eru svo upptekin við að gera að sínum veruleika í dag.
Margir geta sagt að Bill Gates sé full bjartsýnn, en séu skoðaðar hagtölur þá benda þær allar til þess að hann hafi rétt fyrir sér. Eða eins og Nelson segir í lok greinar sinnar:
"Þetta er saga sem ekki er sögð mjög oft. Hún er samt saga aldarinnar. Alþjóðavæðing dreifir hugmyndum, lyfjum og auði. Hún dregur úr misrétti og færir fólk nær hvert öðru. Með aukinni markaðshyggju gæti fátækt heyrt sögunni til eftir allt saman."
24.12.2015 | 08:35
Umburðarlyndi, friður og von
Helgisagan um fæðingu Jesú felur í sér boðskap friðar, vináttu og samhyggðar.
Í aldanna rás hefur kristin trú og kristin kirkja gengið í gegn um margvíslega þróun eins og raunar öll þau trúarbrögð sem veita rými fyrir sjálfstæða hugsun. Jesús segir sjálfur, að þú, hver sem þú ert, megir nálgast hann á þínum forsendum. Kirkjan hefur iðulega þrengt kostina, en þar er vikið af þeirri leið sem Jesús sjálfur boðaði.
Kristnir söfnuðir og kristið fólk er ofsótt um víða veröld. Engin trúarhópur þarf að þola jafn miklar ofsóknir og kristnir.
Kristnir söfnuðir þurfa að gæta þess,sem Jesús boðar í 34 og 35 versi 13.kafla Jóhannesarguðspjalls þegar hann segir:
"Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hvert annað. Eins og ég hef elskað yður skuluð þér einnig elska hvert annað. Á því munu allir þekkja að þið eruð mínir lærisveinar".
Þess vegna ber okkur að koma trúarsystkinum til virkrar hjálpar hvar svo sem er í heiminum þegar að þeim er sótt og leiðtogar kristinna safnaða og kirkjunnar verða að leggja sín lóð á þá vogarskál, að gætt sé hagsmuna og réttinda kristins fólks- með virkum hætti. Þannig að heimurinn sjái að kristið fólk elskar hvert annað og sættir sig ekki við ofsóknir eða harðræði gagnvart öðru kristnu fólki.
Kristin samfélög eru umburðarlyndustu samfélög í heiminum. Þar gilda mannréttindi, grunduð á virðingu fyrir einstaklingnum og réttindum hans. Á viðsjálverðum tímum eins og þeim sem við lifum nú er því mikilvægt að kristni heimurinn villist ekki af leið heldur hafi stöðugt í huga þau grunngildi sem þessi framþróun byggir á og samþykki engan afslátt á mannréttindum en sæki fram til að gera samfélagið betra.
Trú, von og kærleikur er inntak kristinnar boðunar. Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra.
Gleðileg jól.
22.12.2015 | 22:36
Þegar sorgin ber að dyrum
Ákveðinn hópur berst gegn kirkju og kristni af miklum ákafa. Almennt er þetta ekki fólk sem tilheyrir öðrum trúarbrögðum. Þekking á trúarbrögðum eyðir fordómum á meðan vanþekkingin og bókstafstrúin sem henni er venjulega samfara eykur á þá. Aukin vanþekking fólks á kirkju og kristni hefur leitt til þess að engin íslensku stjórnmálaflokkanna myndar lengur varðstöðu um kristlegar lífsskoðanir og trúarleg gildi.
Ég spurði vin minn sem er í þjónustu kirkjunnar að því í gær af hverju hann hefði ekki mætt á ákveðna samkomu. Hann sagði að það væri vegna þess að hann hefði verið kallaður til vegna skyndilegs sorgaratburðar sem hefði átt sér stað í þann mund. Síðan hefði hver atburðurinn rekið annan og því hefði hann gegnt þeirri starfsskyldu sinni að vera til staðar þar sem válegir hlutir hefðu orðið til að veita styrk og von.
Þeir sem gagnrýna kristna kirkju og þjóna hennar átta sig ekki á eða vilja ekki vita hve mikilvægu samfélagshlutverki kirkjan gegnir og hvað hún er nauðsynleg fyrir stærstan hluta fólksins í landinu. Stöðugt nagg og nag út í kirkjuna og kirkjunar þjóna eru óverðskuldaðir og rangir. Kirkjan og kirkjunar þjónar gegna mikilvægu þjónustuhlutverki í þjóðfélaginu.
Við skulum minnast þess þegar jólahátíðin fer í hönd að það eru ekki allir jafn heppnir og þeir sem njóta samveru með sínum nánustu í góðu yfirlæti. Í kjölfar lesturs jólaguðspjallsins kann presturinn að vera kallaður til, þar sem válegur atburður hefur orðið og þarf að gegna þar erfiðu og vandasömu hlutverki fyrir fólk í neyð.
Slík sáluhjálp er nauðsynleg og gerir miklar kröfur til þeirra sem hana veita.
22.12.2015 | 08:25
Heimskupör
Ríkisstjórnin hefur komið sér hjá því að móta eigin utanríkisstefnu. Í stað þess hefur hún játast undir hvað eina sem Evrópusambandinu þ.e. Angelu Merkel og Francois Hollande hefur dottið í hug.
Ein birtingarmynd þessa er vanhugsað viðskiptabann á Rússa á forsendum Evrópusambandsins. Afleiðing þessarar stefnu íslensku ríkisstjórnarinnar veldur þjóðarbúinu tjóni sem nemur mörgum milljörðum. Sjálfar aðgerðirnar gegn Rússum eftir kokkabókum Evrópusambandsins valda þeim engu tjóni. Við erum ekki að selja þeim þær vörur sem viðskiptabannið tekur til.
Hvaða vitræna glóra er í því að fórna þjóðarhagsmunum vegna ævintýraferðar Evrópusambandsins og Bandaríkjanna í Austurvegi, sem okkur kemur minna en ekkert við.
Það er dýrt að vera með ríkisstjórn sem metur hagsmuni Evrópusambandsins meira en þjóðarhag.
19.12.2015 | 21:53
Er þetta allt tóm vitleysa?
Útlendingastofnun vísaði ólöglegum innflytjendum úr landi í samræmi við lög og reglur. Dómsmálaráðherra sá ekki ástæðu til að gera neitt þrátt fyrir ábendingar. Lögreglan framfylgdi þá niðurstöðu Útlendingastofnunar í samræmi við lög og reglur.
Fjöldi fólks lét þá skoðun í ljósi að full harkalega væri gengið fram miðað við aðstæður, þar á meðal ég, og ráðherra hefði átt að gera ráðstafanir sem henni voru tiltækar með tilliti til læknismeðferðar ungs barns. Þá upphófst sérkennilegur farsi sem lauk í dag með að hinum brottvísuðu ólöglegu innflytjendurm er nokkrum dögum síðar veittur ríkisborgararéttur.
Alþingi veitir ólöglegum innflytjendum ríkisborgararétt þvert á venjur og reglur í þeim málum. Af hverju? Af því að ráðherra gerði mistök eða af því að Útlendingastofnun gerði mistök? Eða gerði lögreglan e.t.v. mistök þegar hún framfylgdi lögunum? Eða e.t.v. vegna þess að það eru komin opin landamæri á Íslandi?
Starfsfólk Útlendingastofnunar getur vart litið á þennan farsa frá dómsmálaráðherra og Alþingi öðrum augum en sem algjört vantraust á sig. Hvað gerir starfsfólk með sjálfsvirðingu þegar sjálft Alþingi og æðsti yfirmaður dómsmálaráðherra lýsir algjöru vantrausti á viðkomandi starfsfólk. Það segir upp. Þakkar pent fyrir sig og fer úr þjónustu svona bullukolluliðs.
Eftir stendur spurningin er svo komið að meiri hluti Alþingis vilji opin landamæri. Vinnubrögðin undanfarið benda til þess. Þá er líka eðlilegt að leggja Útlendingastofnun niður.
Þessi farsi styðst ekki við neinar venjur eða reglur í stjórnskipun eða stjórnarfari, heldur fer þvert á allt slíkt. Er svo komið að allir þingflokkar á Alþingi vilji opin landamæri. Annað verður ekki séð. Þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn brugðist stórum hópi stuðningsmanna sinna enn einu sinni.
18.12.2015 | 10:11
Meiri pening
Herferð svonefndra hollvina RÚV stendur nú yfir. Hún miðar að því að þyngri byrðar verði lagðar á skattgreiðendur til að óráðssíðan og stjórnleysið geti haldið áfram í óbreyttri mynd á Ríkisútvarpinu.
Í raun snýst barátta þeirra sem telja sig hollvini RÚV um það að ná peningum frá þeim sem hafa engan áhuga á að styðja RÚV. Í stað þess að borga sjálfir eins og raunverulegir hollvinir gera krefjast þeir að aðrir verði með lögum skyldaðir til að borga fyrir þá.
Í gær birtist könnun í Bretlandi þar sem gerð var grein fyrir því að meiri hluti fólks sækir sér fjölmiðlun eftir öðrum leiðum en í gegn um dagblöð og hefðbundið útvarp og sjónvarp. Þeir sem stjórna því í hvað peningar skattgreiðenda fara, ættu að gaumgæfa það að gríðarleg breyting hefur orðið og er að verða á fjölmiðlun og RÚV stendur eftir að mörgu leyti eins og nátttröll, sem hefur ekki tileinkað sér nýungar og hagræðingu á fjölmiðlamarkaði.
Minni og minni huti þjóðarinnar nýtir sér þjónustu RÚV og þess vegna er réttara að gera meiri kröfur til RÚV um hagræðingu og nýungar en að seilast alltaf dýpra og dýpra í vasa skattgreiðenda til að viðhalda náttrölli.
Sé það einlægur vilji þeirra sem telja sig vera hollvini RÚV á grundvelli þess að standa vörð um íslenska menningu og tungu, þá væri eðlilegra að ríkisvaldið styrkti verkefni á því sviði í staðinn fyrir að halda úti rándýrri stofnun sem aðallega miðlar afþreyingarefni.
Nú reynir á hvort fjárveitingarvaldið gætir hagsmuna fólksins í landinu eða heykist enn einu sinni í þeirri varðstöðu og lætur undan fámennum kröfugerðarhópi.
17.12.2015 | 07:22
Birgitta, Björk og Katrín og orsök og afleiðing
Kapteinn Pírata sagðist hafa verið í miklum sálarháska vegna setu við hlið Jóns Gunnarssonar fyrir ári síðan. Svo var að heyra að kapteinninn, Birgitta Jónsdóttir hefði beðið varanlegan sálrænan skaða af þessari hjásetu Jóns.
Jón Gunnarsson stóð upp á Alþingi til að bera af sér áburð Birgittu og sagðist ekki vita til annars en hann væri hin dánumannlegasti til hjásetu og hefði frekar verið sóst eftir honum til slíkra hluta en að við því væri amast.
Væntanlegur formaður Hræðslubandalagsins, Katrín Jakobsdóttir nú formaður Vinstri grænna sagði þá úr ræðustól Alþingis að þetta væri mátulegt á Jón þar sem hann hefði talað óvirðulega um Björku Guðmundsdóttur söngkonu. Kapteinninn, Birgitta sagði að þar sem Jón hefði talað niður til Bjarkar þá hefði hún áttað sig á því hversu ömurlegur sessunautur Jón hefði verið ári áður.
Þjóðin getur verið stolt af því að eiga þingmenn sem greina jafn vel og þær Katrín og Birgitta orsök og afleiðingar. Katrín telur að ummæli Birgittu um ömurleika hjásetu Jóns verði réttlætt á þeim grundvelli að Jón hefði talað óvirðulega um Björk söngkonu. Birgitta segir þá að tilefni þess að hún taldi Jón Gunnarsson ógeðfelldan sessunaut hafi verið ummæli hans um Björku söngkonu.
Jón Gunnarsson og Birgitta Jónsdóttir sátu ekki saman þegar Jón sagði þessi orð um Björku og andstyggð Birgittu á hjásetu Jóns gat því ekki komið til nema vegna þess að hún sé kona svo forvitri að hún hafi vitað af því að Jón mundi í framtíðinni tala óvirðulega um Björk og því þjáðst í hjarta sínu og líkama yfir því sem mundi gerast í framtíðinni meðan Jón sat í makindum við hlið hennar og uggði ekki að sér.
Tilvonandi formaður Hræðslubandalagsins hefur ekki sömu skynjunarhæfileika um það ókomna og Birgitta, en sér orsakasamband milli þess að Jón sé slæmur til hjásetu og þeirra orða sem hann viðhafði um Björku söngkonu.
Slík næmni fyrir orsök og afleiðingu hefur sjaldan heyrst úr ræðustól Alþingis og hafa margir þó átt þar góða spretti. Þær Birgitta og Katrín Jakobs eiga þakkir skildar fyrir að opinbera þjóðinni með jafn skírum hætti þá rökrænu samfellu sem hugsun þeirra einkennist af.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
16.12.2015 | 11:11
Heilögu kýrnar
Sú var tíðin að hvorki mátti gagnrýna forseta lýðveldisins eða Hæstarétt. Þessar stofnanir og einstaklingar voru heilagar kýr í íslensku samfélagi. Sem betur fer hefur þetta breyst enda geta hvorki æðstu embættismenn, stofnanir eða einstaklingar sem gefa sig í opinbera umræðu átt þá kröfu að njóta ævarandi friðhelgi.
Björk Guðmundsdóttir söngkona er nú í þeim hópi þar sem áður voru forsetinn og Hæstiréttur. Hún er hin heilaga kú sem ekki má gagnrýna óháð því hvað hún segir eða gerir.
Björk Guðmundsdóttir er góð söngkona og hefur sem slík aukið hróður lands og þjóðar. Góður söngvari er samt ekki hæfari til að fjalla um stjórnmál eða náttúruvernd frekar en hver annar. Lalli stjörnu lögmaður verður ekki þar með sérfræðingur í loftslagsmálum. Mummi múrari sem er listamaður á sínu sviði verður ekki þar með sérfræðingur í heilbrigðismálum. Björk, Lalli og Mummi eru frábær á sínum sviðum en það gerir þau að engu leyti hæfari til að fjalla um almenn þjóðmál frekar en hvern annann meðal Guðmund eða Guðmundu.
Björk Guðmundsdóttir naut þess að fá aðgang að fréttatíma Sky sjónvarspsstöðvarinnar. Þar lét hún óviðurkvæmileg orð falla um helstu ráðamenn þjóðarinnar. Slík framsetning er til þess fallin að gera lítið úr landi og þjóð eins og því miður allt of margir nýttu sér eftir bankahrunið. Það varð þeim ekki til framdráttar en oft til mikils skaða fyrir þjóðina.
Björk Guðmundsdóttir verður að gæta að því að á hana er hlustað vegna þess að hún er listamaður en ekki vegna þekkingar hennar á öðrum sviðum. Á henni hvílir því mikil ábyrgð meiri en á Lalla og Mumma sem njóta ekki alþjóðlegrar viðurkenningar sem listamenn þó þeir séu það á sínu sviði eins og Björk. Þegar Björk fer út fyrir velsæmi eins og hún gerði í þessu tilviki þá er eðlilegt að hún sé gagnrýnd og slík gagnrýni er réttmæt.
Galendahópurinn sem gerir nú hróp að þeim sem beina réttmætri gagnrýni að Björk vegna óviðurkvæmilegra ummæla hennar virðast ekki átta sig á því að með því að hefta tjáningarfrelsið er vegið að einni mikilvægustu stoð lýðræðissamfélagsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.12.2015 | 09:34
Hræðslubandalagið
Róbert Marshall alþingismaður hefur lagt til að stofnun nýs Hræðslubandalags. Það á að vera bandalag Pírata, VG, Samfylkingar og Bjartrar Framtíðar. Samskonar bandalag og myndar meiri hlutann í Reykjavík með þeim árangri sem Reykvíkingar finna daglega á holóttu gatnakerfi og skertri þjónustu.
Markmið Hræðslubandalagsins er að koma í veg fyrir að ótti þingmanna Bjartrar Framtíðar við að kjósendur hafni þeim í næstu kosningum ,eins og skoðanakannanir benda til, verði að veruleika. Önnur markmið koma þar á eftir, en höfundur hins nýja Hræðslubandalags talar um félagsmálaöfl og umbótaöfl. Eins og aðrir stjórnmálaflokkar falli ekki í þann flokk líka.
Á sama tíma og þingmenn Bjartrar Framtíðar taka þátt í einu galnasta málþófi sem sett hefur verið á svið á Alþingi talar höfundur Hræðslubandalagsins um að þeir flokkar sem standa að málþófinu séu líklegastir til að koma með jákvæða breytingu á íslensku stjórnmálalífi og ýta því upp úr þeirri forarvilpu sem það er í dag.
Þetta er eins og hrútaberin sögðu á sínum tíma: "Við erum epli sögðu hrútaberin".
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 22
- Sl. sólarhring: 817
- Sl. viku: 5758
- Frá upphafi: 2472428
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 5249
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson