Færsluflokkur: Evrópumál
18.1.2022 | 09:43
Mýrdalurinn
Íslendingar eru í minnihluta í Mýrdalnum. Þessi staðreynd vekur upp ýmsar spurningar.
Gríðarleg fjölgun hefur orðið á aðstreymi og búsetu fólks af erlendu bergi brotið undanfarin ár. Sem betur fer hefur mikill meirihluti aðfluttra verið dugmikið gott fólk, sem hefur verið til góðs fyrir land og þjóð.
Íslendingar eru fámenn þjóð. Við höfum sérstaka tungu og menningu. Viljum við ekki leggja eitthvað á okkur til að varðveita hvorutveggja? Þá þarf að gera kröfur til þeirra sem koma til fastrar búsetu, að þeir læri tungumálið og aðlagist íslensku þjóðlífi sem fyrst.
Á sma tíma verðum við að gæta þess, að takmarka aðflutning við það sem er viðráðanlegt til að íslenskt þjóðerni sem slíkt, tunga okkar og menning hverfi ekki í þjóðahafinu. Slíku slysi verður að afstýra.
Sem betur fer telur fólk, sem okkur er náið að siðum, trú og menningu, Ísland vera það eftirsóknarvert, að fleiri vilja flytja hingað en við getum auðveldlega ráðið við.
Það er því með ólíkindum,að íslenska ríkisstjórnin skuli vera svo heillum horfin, að setja hvorki reglur né gera nánast nokkuð í því að efla og vernda íslenska menningu og tungu á þessum tímum, sem þess er mikil þörf.
Þvert á móti þá hamast ríkisstjórnin við að troða inn í landið stórum hópum af fólki sem kemur ekki til að vinna og er frá menningarsvæðum, sem eru ólík okkar og reynsla nágrannaþjóðanna sýnir, að það fólk aðlagast ekki þjóðfélaginu hvorki lögum þess siðum eða reglu. Er ekki kominn tími til að koma í veg fyrir það?
15.1.2022 | 10:53
Evrópusambandið eða þjóðarhagsmunir
Evrópusambandið (ES) heldur því fram, að lög þess eigi að gilda umfram lög einstakra aðildarríkja og EES ríkja eins og Íslands.
Dómstólar í Póllandi og Þýskalandi hafa komist að þeirri niðurstöðu, að lög þeirra eigi að gilda umfram ES lög. ES hefur hótað lögsókn gegn Póllandi en Þýska ríkisstjórnin hefur lýst yfir,að hún muni virða lög ES að fullu.
Nú hefur dómstóll í Rúmeníu komist að sömu niðurstöðu og sá pólski,að lög Rúmeníu gildi umfram lög ES. ES mótmælir með sama hætti og fyrr, hótar málsókn og refsiaðgerðum.
Skv. nýlegri skoðanakönnun í Rúmeníu, telja 70% Rúmena, að stjórnskipulegt fullveldi Rúmeníu sé svo mikilvægt, að það verði að greiða það gjald, sem því fylgir til að varðveita það.
Rúmenía er eitt fátækasta land í Evrópu og nýtur verulegra styrkja frá ES. Landið þolir illa refsiaðgerðir. Samt sem áður er niðurstaða úr skoðanakönnuninni sú, að mikill meirihluti er reiðubúinn til að greiða það gjald sem fylgir því að varðveita fullveldi landsins.
Vonandi er jafnstór meirihluti Íslendinga líka tilbúinn að greiða það gjald sem þarf til að varðveita fullveldi Íslands. Tekist verður á um þau sjónarmið næstu ár þar sem ES ætlar hvergi að hvika í þeim áformum sínum að vera allsráðandi.
9.1.2022 | 10:58
Flogið án farþega
Reglur Evrópusambandsins skylda flugfélög til að fljúga ákveðin fjölda af flugum til að viðhalda rétti sínum til lendinga og þjónustu á flugvöllum. Vegna þess eru flugfélög að fljúga tómum vélum til að uppfylla þessar reglur sem eru algerlega glórulausar þegar fólk heldur sig heima vegna kóvíd.
Lufthansa samsteypan segist hafa þurft að fljúga 18 þúsund ónauðsynleg flug eða "draugaflug" þ.e. flug án farþega vegna þessa, frá því í desember 2020 til mars 2021. Önnur flugfélög í álfunni hafa svipaða sögu að segja.
Kommissararnir í Bruessel hafa nú dregið úr kröfunum, en reglurnar leiða samt til tugaþúsunda draugafluga á ári.
Kerfið er svo stirðbusalegt, að jafnvel þó Æðsta Ráðið í Brussel hafi ítrekað að loftslagsvandi vegna hlýnunar jarðar sem þeir segja að stafi af bruna jarðefnaeldsneytis, sé alvarlegasta áskorunin sem sambandið takist á við, þá þvinga þau flugfélög í álfunni til að fljúga tugi og jafnvel hundruð þúsunda af ónauðsynlegum flugum með enga farþega, vegna fáránlegra reglna.
Þegar regluverkið verður flókið, fer það oft að vinna gegn markmiðum sínum. Hvað skyldi mörgum milljónum lítra af bensíni vera sóað vegna þessara fráleitu reglna?
4.1.2022 | 11:10
Af hverju má ekki segja frá þessu?
Þungvopnaðir hermenn gætti þess, að messuhald um jólahátíðina gæti fari fram með eðlilegum hætti í Frakklandi. Af hveru þurftu hermenn að vera á verði við messur í þessu kristna landi Frakklandi í hjarta Evrópu? Vegna þess, að ítrekað hefur kristnu fólki verið ógnað og það er ekki svo ýkja langt síðan að prestur var myrtur fyrir altarinu í dómkirkjunni í Reims þegar nokkrir Íslamístar skáru hann á háls og dönsuðu í kringum hann meðan hann var að deyja, en hann sagði "Vík burt frá mér Satan."
Því miður gættu frönsk yfirvöld þess ekki þá frekar, en síðar að gera þær ráðstafanir sem þarf til að kristið fólk geti iðkað trú sína óáreitt og vegna ótta um að hryðjuverk yrði framin í kirkjum eða fólk skorið á háls af Íslamistum um jólahátíðina töldu yfirvöld nauðsynlegt að kalla á herinn til að hann gætti öryggis kristins fólks við bæna- og messugjörðir.
Hvernig skyldi standa á því að fréttamiðlar eins og Fréttastofa Ríkisútvarpsins o.fl. skuli ekki segja frá þessu? Finnst fólki þetta ekki fréttnæmt.
Í aðdraganda jólanna hafði verið ráðist gegn skrúðgöngu kristinna til heiðurs Maríu guðsmóður auk ýmissa annarra hluta, sem gerðu það að verkum að yfirvöld töldu nauðsynlegt að gæta öryggis kristins fólks um jólahátíðina með því að senda herinn á vettvang.
Það er ljóst að "góða fólkið" vill ekki horfast í augu við þann raunveruleika sem blasir við og heldur áfram hælisleitendastefnu sinni og kvótaflóttamannastefnu sinni. Vítin eru þessu fólki ekki til varnaðar. En það er nauðsynlegt að aðrir láti í sér heyra og knýi á um að öryggis borgaranna verði gætt með því að koma í veg fyrir að það ástand skapist, sem nú er í Frakklandi og fleiri Evrópuríkjum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.1.2022 | 10:18
Litháen
Tímaritið Economist hefur valdið Litháen land ársins, ekki vegna þess, að það sé ríkast eða íbúarnir hamingjusamastir heldur vegna þess hvernig Litháen brást við á alþjóðavettvangi.
Í því sambandi er bent, á, að þeir leyfðu Taiwan að opna viðskiptaskrifstofu í höfuðborginni Vilníus og ráðlögðu íbúum landsins að henda farsímum frá Kína eftir að upp komst, að símarnir eru með ritskoðunarforrit, sem hægt er að gera virkt hvenær sem er.
Litháen hefur ekki látið hótanir Kínverja eða refsiaðgerðir hafa nein áhrif á sig heldur farið sínu fram.
Hvað gera svo aðrar Vesturlandaþjóðir gagnvart vaxandi yfirgangi Kína og mannréttindabrotum. Því miður ekki neitt. Það leiðir hugann að því hvað það er nauðsynlegt, að Evrópuríki sem og önnur ríki sem vilja standa vörð um mannréttindi í heiminum láti sameiginlega til sín taka og leyfi Kína ekki að fara sínu fram.
Má minna á, að rétt fyrir áramót tóku Kínverjar niður minnismerki um ógnarverkin á Torgi hins himneska friðar í Hong Kong, vegna þess, að ekki má segja frá blóði drifinni sögu kínverska kommúnistaflokksins.
Evrópuríki verða að bregðst við vaxandi vanmætti og óstjórn í Bandaríkjunum með því að taka strax forustu gegn yfirgangs tilburðum Kínverja í stað þess að mæta sundruð og þakka fyrir hvern brauðmola viðskipta,sem einræðisríkið fleygir til þeirra. Það er óttalega lítilmótlegt.
Tökum Litháen til fyrirmyndar.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.12.2021 | 11:54
Vér einir vitum, en vitum samt ekki neitt.
Hvað á nú að gera tæpum 2 árum eftir að baráttan gegn Kóvíd hófst. Sumir leggja til, að enn á ný verði gripið til hertra takmarkana. Í Bretlandi, sagði David Frost einn besti maður ríkisstjórnarinnar af sér og neitar að taka þátt í lokunarstefnunni lengur.
Smittíðni er í hámarki. Ríkið borgar þúsundir hraðprófa um hverja helgi til að fólk geti farið í leikhús,bíó eða á djammið. Þrátt fyrir hraðprófin þá fjölgar smitum. Hvaða gildi hafa þau?
Þjóðin er tvíbólusett eða þríbólusett, en ekkert gengur. Þá á að að bólusetja börn allt niður í 5 ára án þess að þau séu í hættu.
Er þá ekki eðlilegt að spyrja:
Er líklegt þegar tvær bólusetningar duga ekki til að koma í veg fyrir smit eða að fólk smitist, að sú þriðja geri gagn?
Er skynsamlegt að bólusetja börn með bóluefni á tilraunastigi, sem hefur alvarlegar aukaverkanir.
Af hverju að útiloka óbólusetta þegar bóluefnið hefur þá annmarka sem liggja fyrir.
Ef yfirvöld teldu að bólusetningarnar virkuðu svo sem þau segja, þyrfti þá að grípa til hertra aðgerða núna?
Þýða ekki hertar aðgerðir, að stjórnvöld hafa ekki trú á bóluefnunum og hraðprófunum.
Nýja afbrigðið Ómíkrónið æðir um veröldina og verður ekki stöðvað. Niðurstöður rannsókna sýna að um milt afbrigði er að ræða. Hvaða nauðsyn er þá að skella öllu í lás?
Af hverju hefur eðlileg umræða vísindamanna um gagnsemi og gagnsleysi aðgerða og hvaða aðgerðum skuli beitt, ekki fengið að eiga sér stað?
Einu leyfðu vísindin verða að fá framgang hversu órökrétt, gagnlaus og vitlaus, sem þau kunna að vera. Þetta láta hræddir úrræðalausir stjórnmálamenn yfir sig ganga. Þá er spurning hvort að einhver sambærilegur David Frost er í íslensku ríkisstjórninni ef nú á að skella í lás eins og í Bretlandi.
9.12.2021 | 10:27
Stöðnun og kyrrstaða
Í gær lét Angela Merkel af embætti kanslara Þýskalands. Hún naut fádæma vinsælda lengst af á ferli sínum, en eftir 2015 fór að halla undan fæti. Hún var lengi kanslari í samsteypustjórn stóru flokkana tveggja,helstu andstæðinganna, Kristilegra og Sósíalista.
Angela Merkel hafði þá einu hugmyndafræði,að láta enga hugmyndafræði þvælast fyrir sér. Inntak stefnu hennar var að hanga á völdunum hvað svo sem gera þyrfti til þess. Að því leyti var hún e.t.v. frumkvöðull þeirrar nýbylgju stjórnmálanna, sem stór hluti stjórnmálamanna fylgir í dag.
Merkel var ekki framsýnn stjórnmálamaður. Hún tók almennt ekki á neinum málum fyrr en þau voru orðin að vandamáli. Hún mótaði almennt ekki framtíðarstefnu nema í loftslagsmálum með slæmum afleiðingum. Þessvegna býr Þýskaland við orkuskort.
Því miður virðist eftirmaður Merkel á kanslarastóli vera slæm eftirlíking af henni og með sömu grunnhugsjónir um að hanga á völdum. Þýskaland verður því sennilega ekki pólitísk forustuþjóð í Evrópu á næstunni.
8.12.2021 | 18:54
Ný málið sem Evrópusambandið heimilar.
Fyrir nokkrum dögum gaf Evrópusambandið út 32 síðna leiðbeiningareglur um hvaða orð skyldi nota og hver ekki. Óneitanlega minnir þetta á kerfið sem George Orwell lýsir í bókinni 1984, þar sem til var pólitískt ný mál, til að tryggja að fólk héldi sig innan kerfislægrar rétthugsunar.
Sama virðist vera upp á tengingnum hjá valdaklíkunni í Brussel, sem amast m.a. við því að fólk noti orðið "jól" eða Christmas yfir hátíðarnar. Það á að nota "human induced" í staðinn fyrir "man made" svo dæmi sé tekið."
Það er sjálfsagt að hneykslast á þessu rugli. Þau eru að vega að Evrópskum gildum og viðmiðunum. E.t.v. vegna þess að fólkið í kanselíinu í Brussel telur að evrópskt orðfæri geti sært aðkomufólk og rótað upp fjölmenningunni.
Stóra spurningin er hvernig dettur möppudýrunum í Brussel í hug, að setja út samevrópskar leiðbeiningarreglur um hvaða orð má nota og hver ekki í daglegu máli. Einvaldskonungum fortíðar í Evrópu létu sér aldrei detta slíkt og þvílíkt í hug. Valdhroki hinnar nýju stéttar Brussel valdsins kemur stöðugt sífellt meira á óvart.
6.12.2021 | 11:24
Undir smitvarnargrímunni
Grundvallareglum í frjálsum menningar- og lýðræðissamfélögum hefur ítrekað verið ýtt til hliðar vegna ofsahræðslu við Kóvíd smit. Bent er á þá óbólusettu eins og þeir hafi gerst sekir um hræðilegt afbrot gegn almenningi. Þeir hafa verið sviptir borgaralegum réttindum í löndum eins og Austurríki, Ítalíu og Hollandi og stjórnmálamenn í fleiri ríkjum sitja á rökstólum til að ákveða hvaða tökum óbólusettir skuli teknir annars vegar til að knýja þá til að láta bólusetja sig og hinsvegar að útiloka þá frá samfélagi hinn útvöldu og margbólusettu.
Stjórnendur heilbrigðismála og stjórnmálamenn grípa til örþrifaráða, til að reyna að telja almenningi trú um, að þeir geti ráðið við vandann og neita að viðurkenna getuleysi sitt gagnvart farsótt eins og Kóvíd. Þessvegna er gripið til að gera einhverja vitleysu til að láta líta út fyrir að yfirvöld hafi ráð undir rifi hverju sem þau raunar hafa ekki. Fyrst ein bólusetning, síðan tvær og loks örvunarbólusetningar þriðja eða fjórða eftir atvikum.
Í Evrópu og á Íslandi hefur verið gripið til ýmissa ráða víða hefur langvarandi útgöngubönnum verið beitt, fyrirtæki hafa orðið að loka eða draga úr starfsemi, grímuskylda, fjarlægðarmörk og takmörk á því hve margir mega koma saman o.s.frv. Alltaf hafa ráðstafanirnar verið kynntar sem tímabundnar. Þær hafa líka verið það, en verið beitt aftur og aftur.
Samt sem áður eru flestar þjóðir Evrópu að glíma við fimmtu eða sjöttu bylgju. Þessar ráðstafanir fresta í besta falli smitum en koma ekki í veg fyrir þau. Ný bylgja fer af stað eftir að takmörkunum er aflétt.
Stjórnvöld stjórnmálamenn og yfirmenn sóttvarna eru í vanda. Þess vegna voru bóluefnin, kærkomið vopn til að telja fólki trú um, að ríkisvaldið mundi leysa vandann með að bólusetja alla heimsbyggðina. Hversu skynsamlegt sem það er eða óskynsamlegt fyrir fullorðið fólk að láta bólusetja sig skal ósagt látið og hér skal ekki gert lítið úr gildi bólusetninga. Samt sem áður hefur komið í ljós að bólusetning hefur ekki áhrif til að koma í veg fyrir smit eða að bólusettir smiti.
Heilbrigðisyfirvöld segja nú, að bólusetning dragi úr alvarlegum einkennum og það virðist þá vera það eina sem bólusetningar gera, sé sú staðhæfing rétt. Bólusettir eru þá ekki minni ógn en óbólusettir varðandi það að dreifa smitum eða hvað?
Þegar fokið er í flest skjól hjá sumu fólki þá leiðast margir út í það að kenna öðrum um. Stjórnmálamenn samtímans hafa gert það að listgrein. Þess vegna kenna stjórnmálamenn óbólusettum um í stað þess að viðurkenna eigið getuleysi gagnvart náttúrulegu fyrirbrigði eins og farsótt.
Þessvegna hika þeir heldur ekki við að grípa til gerræðislegra ráðstafana, sem ganga gegn borgaralegum réttindum fólks. Fólk má ekki hafa aðrar skoðanir en stjórnvöld og það má ekki leita eftir læknislyfjum öðrum en þeim sem eru viðurkennd. Fyrir löngu sá fjölmiðlaelítan fyrir því, að talsmenn annarra skoðana en þeirra viðteknu í samfélagi óttans, fengju ekki að koma sínum skoðunum að með sama hætti og talsmenn óttans.
Óvinir valdstjórnarinnar í dag eru þeir, sem ekki láta bólusetja sig, en það munu vera tæpur fjórðungur eða 23% fólks í Evrópu. Ástæður þess geta verið margvíslegar. Fólk er eðlilega hrætt við að láta dæla tilraunabóluefni,sem framleiðendur taka ekki ábyrgð á, inn í líkama sinn.
Eigum við að svipta fólk þeim rétti, að ráða yfir líkama sínum. Þá skín heldur betur í einræðið undir smitvarnargrímunni. Það er ekki mikið eftir af frelsinu ef fólki fær ekki að ráða því hvaða lyf það tekur eða hafnar eða hvort það lætur dæla einhverju efni inn í líkama sinn eða ekki.
Það skelfilegasta við allt þetta er að horfa á hvað langt óttaslegnir getulausir stjórnmálamenn gagnvart aðsteðjandi vanda geta og eru tilbúnir til vegna tilbúinnar ofsahræðslu í samfélaginu að snúa frá frjálslyndu umburðarlyndu lýðræðisþjóðfélagi og koma á vísi að ofbeldisstjórn og jafnvel ógnarstjórn á grundvelli óttans. Gegn því verður allt frelsisunnandi fólk að rísa hvort heldur það telur skynsamlegt að láta bólusetja sig eða ekki.
Það er dapurlegt að sjá, að þorri stjórnmálamanna í vestrænum lýðræðisríkjum skorti rótfestu hugmyndafræðilegrar grundvallarstefnu sem mótast af frjálslyndum viðhofum um sjálfsákvörðunarrétt borgaranna og grundvallar mannréttindi þeirra.
24.11.2021 | 18:28
Vinstri græn ríkisstjórn í Þýskalandi.
Umferðaljósaríkisstjórnin í Þýskalandi kölluð svo, af því að flokkslitir þeirra sem mynda hana eru rauður, gulur og grænn.Sósíaldemóktar, Frjálsir demókratar og Græningjar.
Lengi var beðið eftir því að sjá hvað þessir flokkar gætu komið sér saman um og þá helst hvað Frjálsir demókratar væru tibúnir að kokgleypa, en þeir eru lítill hægri flokkur, sem þyrstir svo mjög að komast í ríkisstjórn, að þeir kokgleyptu allt nema skattahækkanir.
Stefna nýju ríkisstjórnarinnar er einu orði sagt skelfileg þannig stefnir hún á að:
Gera betur við hælisleitendur og leyfa þeim að flytja fjölskyldur sínar til sín. Þetta fólk hefur ekkert lært af afleik Merkel 2015. Þýskaland mun fá nýja holskeflu fólks,sem að stórum hluta ætlar sér að lifa á velferðarkerfinu.
Annað stórmál er enn meiri kolefnisjöfnun, ávísun á hækkað orkuverð og sterkari tök Rússa.
Í þriðja lagi lækkun kosningaaldurs í 16 ár.
Í fjórða lagi lögleyðing á kannabis, sem gerir Þýskalandi að stærsta markaði með fíkniefni í heiminum.
Þýska hagkerfið er í verulegri lægð. Nýja ríkisstjórnin virðist ætla sér að stefna að því að það fái falleinkun.
Vart við öðru að búast af núverandi hugmyndafræðingum sósíaldemókrata í Þýskalandi. Heldur betur viðsnúningur frá mönnum eins og Helmut Schmit og Gerhard Schröder,sem gættu þess að byggja Þýskaland upp sem efnahagsveldi í stað þess að leggja upp með vinstri pópúlíska vitleysu eins og ríkisstjórn sósíalistans Olaf Scholz ætlar sér greinilega að gera.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 532
- Sl. viku: 3502
- Frá upphafi: 2513306
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3278
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson