Færsluflokkur: Löggæsla
24.3.2020 | 09:33
Kynbundið ofbeldi eða pólitískt samsæri?
Í gær var Alex Salmond fyrrum fyrsti ráðherra Skotlands og þáverandi formaður Skoska þjóðarflokksins sýknaður af ákærum um nauðgun, kynferðslegt áreiti og ósæmilega hegðun gagnvart konum. Saksóknari höfðaði málið gegn Salmond vegna meintra brota gagnvart 13 konum.
Það tók kviðdóminn, sem var að meirihluta til skipaður konum, ekki langan tíma að komast að þeirri niðurstöðu, að Salmond væri ekki sekur um þær ávirðingar sem bornar voru á hann.
Þessi niðurstaða sýnir ein með fleirum hversu svona mál eru vandmeðfarin og hversu auðvelt er að nota ávirðingar af þessu tagi gagntvart mönnum,ekki síst þeim sem eru í pólitík, þó þeir hafi ekkert til saka unnið. Alex Salmond telur að málatilbúnaðurinn gagnvart sér sé af pólitískum rótum runnið og svo virðist sem mikið sé til í því.
Þá sýna þessi réttarhöld og niðurstaða þeirra hversu glórulaus sú krafa öfgafemínista er, að þeim mun fleiri konur sem komi fram og saki karlmann um kynferðislegt áreiti eða eitthvað þaðan af verra, þá hljóti staðhæfingar þeirra að vera réttar.
Salmond var sýknaður af kröfum og ávirðingum 13 kvenna. Svo fjölmennur hópur hefði samkvæmt kenningunni átt að vera yfirdrifinn til að Salmond yrði dæmdur án laga og réttar. Sem betur fer lifum við í réttarríki og málið fékk eðlilega umfjöllun og í stað sakfellingar almenningsálitsins kom sýknudómur hlutlauss dómstóls eftir að málið hafði fengið eðlilega réttarfarslega umfjöllun.
Fyrir nokkrum árum gerði Donald Trump tillögu um að Brett Kavanaugh yrði skipaður Hæstaréttardómari í Bandaríkjunum. Þá kom fram kona að nafni Christine Blasey Ford og sakaði hann um kynferðislega áreitni. Fljótlega bættust fleiri konur í hópinn. Öfgafemmínistar og Demókratar settu þá fram þá kenningu,að þegar margar konur ásökuðu mann um ósæmilega kynferðislega hegðun þá skyldi taka það sem heilögum sannleik. Rannsókn lögreglu sýndi hinsvegar fram á, að ávirðingarnar á hendur Brett Kavanaugh voru gjörsamlega tilhæfulausar. Algjör tilbúningur. Þær voru settar fram til að koma höggi á hann og að sjálfsögðu Trump í pólitískum tilgangi.
Í báðum tilvikum urðu þeir Brett Kavanaugh og Alex Salmond fyrir verulegum persónulegum álitshnekki,áður en þeir gátu sýnt fram á sakleysi sitt.
En síðan er hin hliðin á þessu makalausa réttleysisfari, þar sem menn geta átt það á hættu, sérstaklega ef þeir eru áberandi, að vera stimplaðir glæpamenn á samfélagsmiðlum án þess að geta rönd við reist fyrr en síðar, þó ekkert sannleikskorn sé í ávirðingunum. Þá er spurningin hvaða refsingu fá þeir sem bera fram rangar sakir og valda fólki miklu tjóni og mannorðsmissi. Engar.
Á sama tíma og það er og var mikilvægt að vekja athygli á og bregðast við kynbundnu ofbeldi sem bitnar í yfirgnæfandi tilvika á konum og koma lögum yfir þá sem gerast sekir um slíkt, þá verður samt alltaf að hafa í huga grunnreglur réttarríkisins og hvika ekki frá þeim eins og öfgafemínistarnir hafa þó ítrekað krafist að verði gert.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.2.2020 | 08:51
Líkt hafast menn að.
Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar tóku yfirvöld í þáverandi Sovétríkjum upp á því að senda stjórnarandstæðinga á geðveikrahæli. Það vakti ekki eins mikla eftirtekt og þegar þau voru send í hinar alræmdu fangabúðir kommúnista í Gúlaginu. Auðveldara var síðan fyrir stjórnvöld að bregðast við ef gagnrýnin varð mikil eins og Tom Stoppard gerir svo einstaklega góð skil í leikriti sínu "Every good boy deserves favour."
Nú hefur dómsmálaráðherra brugðist við eins og þeir í Sovét forðum með því, eftir að hafa kiknað í hnjáliðunum vegna mótmæla við dómsmálaráðuneytið, að láta stjórnvöld sem undir hana heyra senda ólöglegan innflytjenda á barna og ungliðageðdeild til þess eins og Sovétherrarnir forðum að komast hjá gagnrýni fyrir lagabrot.
Skyldi það fornkveðna eiga við að margt sé líkt með skyldum?
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.11.2019 | 10:56
Skjóta fyrst og spyrja svo
Þingmenn Viðreisnar ásamt þingmönnum úr systurflokki þeirra, Samfylkingunni, ásamt biskupi og landlækni gerðu sig sek um það í síðustu viku að hrapa að ályktunum og niðurstöðum án þess að hafa kynnt sér staðreyndir.
Þingmennirnir og biskupinn fordæmdu útlendingastofnun og dómsmálaráðherra fyrir að framfylgja lögum, sem væri ótækt í máli albanskrar konu,sem komin var á steypirinn. Henni hafði verið synjað um hæli á Íslandi,en konan vissi fullvel áður en hún kom að það mundi hún ekki fá.
Þingmennirnir og biskupin gerðu sig öll sek um að skjóta án þess að þekkja málavexti. Þingmennirnir og biskupinn reyndu að búa til mynd af grimmum yfirvöldum, sem væru gjörsneydd mannúð.
Sigríður Andersen fyrrum dómsmálaráðherra upplýsti í gær, að hælisumsókn albönsku konunnar hefði verið hafnað 11.október s.l. þegar hún var tæpum mánuði minna kasólétt en þegar hún var flutt úr landi. Konan vildi ekki fara og þráaðist við dyggilega studd af þeim sem hafa atvinnu á kostnað ríkisins við að gera yfirvöldum erfitt fyrir að framfylgja lögum og valda töfum með hundraða milljóna kostnaði fyrir skattgreiðendur á hverju ári.
Þetta olli þó þingmönnum Samfylkingarinnar og Viðreisnar ekki vökunóttum. Þeir komu hinsvegar tárfellandi yfir því að loksins hefði tekist að framfylgja lögum. Biskupinn yfir Íslandi hafði sig þannig í frammi, að engan þarf að undra, að það fækki jafnmikið og stöðugt í þjóðkirkjunni og raun ber vitni.
Engum af þessum riddurum "réttlætisins" datt í hug, að gera kröfu til hagsbóta fyrir skattgreiðendur, að reglum útlendingalaga yrði breytt þannig, að jafnskjótt og endanlegur úrskurður lægi fyrir um að viðkomandi ætti ekki rétt til dvalar í landinu,þá yrði séð til þess, að koma viðkomandi úr landi þegar í stað.
Þingmennirnir og biskupinn gerðu sig sek um þann fáránleika að skjóta án þess að hafa nægar upplýsingar og töldu að nú væri lag að hafa uppi tilfinngaklám á fölskum forsendum í því eina skyni að fordæma það að lögum í landinu skyldi framfylgt.
Hitt er svo annað mál, að Sigríður Andersen alþingismaður bætti við alvarlegum hlut í restina, sem var vanhugsaður og hún ætti að draga þegar í stað til baka. En hún talaði um að borgarar allra ríkja ættu að eiga sama rétt og ríkisborgarar EES þ.e. að hafa frjálsa för til að sækja vinnu á Íslandi. Þetta þýðir í raun opin landamæri. Ég vona að Sigríður átti sig á því að þetta gengur ekki upp og leiðrétti sem fyrst.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.11.2019 | 08:06
Nytsamir sakleysingjar eða ???
Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar skrifar athyglisverða grein í Morgunblaðið 2.nóv. s.l. Þar gerir hann grein fyrir því hvernig stjórnendur Kastljóss hafi ítrekað komið fram með rakalausar og ósannar fullyrðingar um lögbrot Samherja og Vinnslustöðvarinnar vegna meintra gjaldeyrisbrota, þar sem ekki stóð á sakfellingu í Kastljósþáttunum þrátt fyrir að mál þessara fyrirtækja hefðu þá enn ekki verið tekin til rannsóknar.
Í framhaldi af þessum umfjöllunum Kastljóss stóð gjaldeyriseftirlit Seðlabankans fyrir innrás í Samherja, þar sem gögn voru haldlögð í þágu rannsóknar á meintu gjaldeyrismisferli. Vinnslustöðin var líka tekin til rannsóknar, þó það væri ekki gert með jafndramatískum tilburðum og hjá Samherja.
Fyrir liggur og er rakið í grein framkvæmdastjórans, að tölvupóstar gengu linnulítið á milli stjórnenda Kastljóss og gjaldeyriseftirlits Seðlabankans í undanfara umfjöllunar Kastljóss. Það vekur upp spurningar hvort bankaleynd hafi verið brotin og hvort saknæmt og óeðlilegt upplýsingaflæði hafi verið úr Seðlabankanum til stjórnenda Kastljóss ennfremur af hverju stjórnendur Seðlabankans töldu nauðsynlegt að koma þessum röngu upplýsingum til fjölmiðils fyrirfram. Ekki skal fullyrt um það á þessari stundu þó einfalt gæti virst að álykta hvað var á ferðinni.
Hvernig stóð á því, að gjaldeyriseftirlit og e.t.v. yfirstjórn Seðlabankans taldi eðlilegt að standa í tölvupóstssamskiptum o.fl og veita stjórnendum Kastljóss upplýsingar fyrirfram um meintar ávirðingar stjórnenda Samherja og Vinnslustöðvarinnar? Nærtækasta skýringin er sú, að stjórnendur Seðlabankans hafi viljað undirbúa fyrirhugaðar aðgerðir sínar með því að byrja á því að láta saka forustumenn þessara fyrirtækja fyrirfram um alvarlegar ávirðingar til þess að eftirleikurinn yrði auðveldari t.d. að fá dómstóla til að samþykkja húsleitir og eignaupptöku svo dæmi séu nefnd.
Sé um það að ræða, sem að margt bendir til þá hafa Kastljósmenn, sem báru ábyrgð á umfjölluninni vorið 2012 verið nytsamir sakleysingjar, notaðir af yfirstjórn Seðlabankans til að koma fram aðgerðum gangvart saklausum einstaklingum. Sé svo, ættu þeir Sigmar Guðmundsson og Helgi Seljan, sem stjórnuðu umræddum Kastljósþáttum að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að upplýsa þetta ljóta mál og biðjast afsökunar á því að hafa farið fram með þeim hætti sem þeir gerðu vegna rangra upplýsinga frá yfirstjórn Seðlabankans.
Þegar ég las grein Sigurgeirs B. Kristgeirssonar forstjóra Vinnslustöðvarinnar, þá varð ég gripinn ákveðnum óhugnaði yfir því hvernig íslensk yfirvöld beita ítrekað svona óvönduðum meðulum. Fá fyrst umfjöllun í fjölmiðlum og sverta einstaklinga og/eða fyrirtæki og hefja síðan aðgerðir gegn þeim.
Ég minntist þess, hve það kom illa við mig þegar ég lúslas gögn í svonefndu Guðmundar- og Geirfinnsmáli, með hvaða hætti forustumenn og ábyrgðarmenn rannsóknarar þess máls virtust ítrekað beita þeim Vilmundi Gylfasyni, Sighvati Björgvinssyni og Þorsteini Pálssyni fyrir vagn sinn og leka til þeirra upplýsingum eins eða fleiri, sem raunar síðan reyndust rangar,til að fá þá til að fara á stað, birta þær eða taka þær upp á alþingi. Allt var þetta gert í því skyni að geta síðar réttlætt ákveðnar rannsóknaraðgerðir í málinu sbr. m.a. fangelsun og gæsluvarðhald svonefndra Klúbbsmanna og Einars Bollasonar. Með sama hætti minnist ég þess með hvaða hætti þáverandi rannsóknarlögreglustjóri beitti sér í fjölmiðlum og lak til þeirra staðhæfulausum og röngum fréttum um Hafskipsmálið þegar forustumenn félagsins sátu að ástæðulausu í gæsluvarðhaldi. Allt til að réttlæta aðgerðir rannsóknarlögreglunnar.
Fréttamenn þurfa að varast það að láta misnota sig af yfirvöldum og enn eiga þeir Sigmar Guðmundsson og Helgi Seljan þess kost, að gera hreint fyrir sínum dyrum, biðjast afsökunar og upplýsa málið algjörlega. Í því sambandi gildir ekkert nafnleysi heimildarmanna þegar það er ljóst að viðkomandi heimildarmenn voru að misnota trúgirni þeirra. Það er hlutverk fréttamanna að standa með fólkinu gegn yfirvöldum þegar fólk er borið röngum sökum. Þetta athæfi minnir á aðgerðir fjölmiðla í harðstjórnarríkjum eins og kommúnistaríkjunum hér á árum áður.
Með sama hætti geta þeir Sighvatur Björgvinsson og Þorsteinn Pálsson gert hreint fyrir sínum dyrum varðandi umfjöllun um Guðmundar- og Geirfinnsmál þó svo, að sá sem helst hafði sig í frammi í því máli og hafi líklega fengið frumuppslýsingarnar, sé fallinn frá. Einhversstaðar frá komu upplýsingarnar fyrirfram og til umfjöllunar áður en rannsóknarlögreglan lét til skarar skríða.
Þjóðin á rétt á því að fá allar upplýsingar í þessum málum fram í dagsljósið. Við viljum ekki vera á bekk með bananalýðveldum í fleiri málum en sem varða peningaþvætti.
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 08:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.10.2019 | 17:25
Guð hvað þetta kemur á óvart
Þegar íslensk stjórnsýsla stendur sig ekki og fær falleinkun í hvaða máli sem er, þá er viðkvæðið jafnan, að þetta komi á óvart og slæma umsögnin eða einkuninn eigi ekki rétt á sér. Erlendu aðilarnir hafi ekki skilið að þetta vonda eigi alls ekki við okkur.
Alltaf er látið eins og hlutirnir detti hreinlega ofan í höfuðið á ráðamönnum og embættismönnum eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Síðasta tilbrigðið við þetta stef eru viðbrögð dómsmálaráðherra og annarra ráðamanna íslenskra vegna þess að við erum í fjármálalegri lausung og peningaþvætti í hópi með löndum eins og Zimbabwe og örfáum öðrum sem uppfylla ekki skilyrði um skilvikt eftirlit með peningaþvætti, eiturlyfjasölu og hryðjuverkum.
Skv. skýrslu FATF alþjóðlega starfshópsins um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka kemur í ljós, að athugasemdir við aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda í þessum efnum eru ekki nýjar af nálinni. Athugasemdirnar hafa legið fyrir frá árinu 2017 og jafnvel fyrr. Íslenskum stjórnvöldum var í febrúar 2018 gefinn kostur á að bæta úr stöðunni, sem hefur tekist að nokkru leyti, en þó skortir verulega á, þannig að Ísland er í hópi örfárra landa sem fær falleinkun FATF varðandi ónógt eftirlit með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Þar sem Ísland var ekki sett á þennan ljóta lista fyrr en eftir að hafa átt möguleika á að bæta úr stöðunni en gerði ekki með fullnægjandi hætti, þá þýðir ekki fyrir stjórnvöld og ráðherra dómsmála að láta sem þetta sé bara eins og þetta sé allt í plati og komi fólki jafnmikið á óvart og þegar eplið datt á hausinn á Isaac Newton forðum.
Eðlilegt er að almenningur leiti skýringa af þegar skýringar koma ekki frá stjórnvöldum. Ein skýring sem sett hefur verið fram er að hluti af vandanum stafi frá svonefndri gjaldeyrisleið Seðlabanka Íslands, sem þáverandi Seðlabankastjóri setti í gang með velvilja ríkisstjórna, en hún gekk út á það að fólk gat selt erlendan gjaldeyri og fengið 20% álag á gjaldeyrinn. Góður kostur það allt í einu varð milljónin að tólfhundruð þúsund og hagnaðurinn eftir því meiri sem meira var selt af erlendum gjaldeyri.
Ekki liggur fyrir hvort þeir sem vildu selja gjaldeyri skv. þessari leið þurftu að gefa viðhlítandi upplýsingar um uppruna erlenda gjaldeyrisins. Miðað við lýsingu eins stjórnanda Seðlabankans, sem nýtti sér þessa leið, en sú sat áður í Rannsóknarnefnd Alþingis, þá vissi hún aðpurð upphaflega ekki hvað hún hefði selt mikinn gjaldeyri eða hver uppruni hans var.
Hverjir voru það sem nýttu sér þessa gróðavænlegu fjárfestingaleið Seðlabanka Íslands. Ekki voru það þeir, sem hafa stritað alla sína ævi hér á landi og fengið greitt í íslenskum krónum.
En hverjir voru það? Það fæst ekki uppgefið.
Getur verið að eigendur leynireikninga á Tortóla og í öðrum skattaskjólum hafi nýtt sér þennan fjárfestingakost. Getur verið að starfsmenn íslensku utanríkisþjónustunnar hafi nýtt sér þennan fjárfestingakost. Getur verið að Seðlabankinn hafi verið svo gírugur í að ná erlendum gjaldeyri inn í landið að ekki hafi í raun þurft að gefa neinar haldbærar skýringar á uppruna fjármunana.
Þess hefur verið krafist m.a. af þeim sem þetta ritar, að gefið verði upp hverjir nýttu sér þessa fjárfestingaleið og auðguðust með aðgerðum sem íslensku almúgafólki stóð ekki til boða. Nú hlítur krafan líka að vera að Seðlabankinn gefi ekki bara upp nöfn þeirra aðila sem nýttu sér þessa fjárfestingaleið, heldur líka hvaða skýringar ef þá nokkrar hafi verið gefnar á uppruna fjármagnsins.
Nauðsynlegt er að þessar upplýsingar verði gefnar. Ekki sérstaklega vegna þess að við skulum vera komin á svarta listann sem íslensk stjórnvöld segja gráan. Miklu frekar vegna þess, að þetta eru upplýsingar sem eiga erindi til almennings og skipta máli í lýðræðislegri umræðu.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.9.2019 | 09:39
Pólitískt einelti RÚV gagnvart Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni
Áhugi fréttstofu Ríkisútvarpsins og þess vegna krakkafrétta á því að koma ákveðnum áróðursboðskap á framfæri verður stöðugt meira áberandi. En það er ekki bara áróður á hugmyndafræðilegum grundvelli sem heltekur þess fréttaveitu. Fréttastofan mismunar fólki eftir skoðunum og leggur einstaka einstaklinga í einelti. Um þessar mundir og síðustu misseri hefur krossferð RÚV gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrrum forsætisráðherra verið áberandi.
Sá sem þetta ritar er ekki stuðningsmaður Sigmundar Davíðs og hefur aldrei verið en það breytir því ekki að málefnalega hefur Sigmundur Davíð oft borið af í pólitískri umræðu og verið óhræddur við að taka fyrir málefni sem eru andstæð hugmyndum samræmdra skoðana meginstefnu stjórnmálamanna og fjölmiðla. Þessvegna telur fréttastofa RÚV sér skylt að leggja þennan stjórnmálamann í pólitískt einelti. Svona skoðanir eru skaðlegar, þegar kemur að þeim pólitísku trúarbrögðum, sem einkennir um margt fréttaveituna sbr. t.d. málefni ólöglegra innflytjenda og meinta hamfarahlýnun.
Í gær setti þessi fréttastofa nýtt met í furðulegheitum og tilraunum til að koma höggi á stjórnmálamann:
Fyrir nokkrum dögum varaði Petteri Taalas yfirmaður alþjóða veðurfræðistofnunanarinnar (WMO)við öfgafólki í umræðunni um loftslagsmál. Hann nefndi sem dæmi sænska unglinginn Gretu Thunberg, Al Gore o.fl. sem segja að hamfarahlýnun sé í gangi. Hann hefði eins getað nefn Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands. Það skiptir RÚV engu máli. RÚV fannst engin ástæða til að minnast á, að Katrín Jakobsdóttir er í þeim hópi, sem Taalas skilgreinir í umfjöllun sinni sem öfgafólk í loftlagsmálum. Af einhverjum ástæðum fór það alveg framhjá fréttaveitunni.
Eftir að sótt hafði verið að Taalas þá birti hann viðbótaryfirlýsingu þar sem segir að hann styðji loftslagsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og hann telji að hluti af hlýnun undanfarinna ára sé af mannavöldum. Þessi yfirlýsing varð tilefni til þess, að RÚV birti frétt, þar sem vísað var til þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefði í raun farið með fleipur eitt þegar hann í þingræðu vísaði til ummæla Taalas.
Fréttastofan gekk svo langt að spyrja Taalas beint að því hvort að þessi málflutningur Sigmundar væri ekki algjör afbökun á því sem hann hefði sagt. Taalas gerði sér greinilega grein fyrir því hverskonar viðundur í líki fréttafólks það voru sem spurðu með þessum hætti og svaraði af hógværð, að hann fylgdist ekki náið með umræðum á Alþingi.
Í frétt RÚV er samt sem áður látið að því liggja að Sigmundur Davíð hafi snúið út úr orðum Taalas og farið með fleipur í eldhúsdagsræðu sinni á Alþingi.
Skoðum það nánar:
Taalas sagði m.a.að veðurfræðingar væru alvöru vísindamenn og væru orðnir þreyttir á dómsdagsspámönnum í loftslagsmálum eins og Gretu Thunberg og Al Gore og hann nefndi fleiri til. Ef svo hefði viljað til að hann hefði fylgst með umræðum á Alþingi þá hefði hann vafalaut bætt Katrínu Jakobsdóttur við. Þessu til viðbótar sagði hann að spár væru túlkaðar til að þjóna þeiri bókstafstrú sem öfgafólkið aðhylltist og spár og útreikningar varðandi loftslagshlýnun væru ekki nógu nákvæmar.
Allt það sem Taalas sagði hefði því átt að vera efni í frétt hlutlægrar fréttastofu um það, að umræðan um loftslagsmál væri orðin öfgakennd og röng og gera grein fyrir því hvers vegna þessi vísindamaður lýsir því yfir. Jafnvel að fá Katrínu Jakobsdóttur í viðtal vegna ummæla Taalas. En nei það passaði ekki inn í pólitíska öfgatrú forsvarsmanna fréttastofunnar. Þess í stað var reynt að koma höggi á pólitískan andstæðing fréttastofunnar, Sigmund Davíð Gunnlaugsson fyrir það eitt að greina frá ummælum Taalas.
Þessi vinnubrögð eru vægast sagt ógeðfelld í lýðræðisríki, þar sem þessi fréttaveita er kostuð af skattfé landsmanna og ber skv. lögum að gæta hlutlægrar framsetningar á fréttum.
Hvað mundi fólk segja ef lögreglan mundi haga sér með svipuðum hætti gagnvart borgurum þessa lands, að leggja suma stjórnmálamenn í einelti eins og fréttastofa RÚV gerir?
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.8.2019 | 09:26
Mannréttindi eða hatursorðræða
Á sama tíma og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu getur ekki sinnt kærum almennra borgara á afbrotum gegn þeim, er sérstök áhersla lögð á að rannsaka og ákæra vegna meintrar hatursorðræðu og er það nánast einskorðað við að fólk tali gegn Múhameðstrú.
Grundvallarregla í lýðræðislegu samfélagi er að fólk hafi fullt tjáningarfrelsi, en sé ábyrgt orða sinna.
Dómstólar hafa í auknum mæli takmarkað æruvernd einstaklinga en aukið æruvernd samtaka og hugmynda. Vægast sagt sérkennileg þróun. Hvaða ástæða er til að auka æruvernd hugmynda sem njóta stuðnings hundruða milljóna eða milljarða manna? Alla vega gildir það þó ekki um kristna trú eða þá sem játa hana. Kristinni trú má hallmæla og það má gera grín að henni algjörlega refsilaust, en annað gildir um Múhameðstrú. Það má t.d. ekki segja opinberlega sannleikann um Múhameð spámann.
Emanuel Macron vill gera það refsivert að tala gegn meintri hnattrænni hlýnun af mannavöldum og telur það hatursorðræðu. Sú hugmynd hans ætti að leiða til þess að samtök andfasista héldu aðalfund í París til að mótmæla auknum fasískum tilhneigingum forseta Frakklands, en það gera þau ekki af því að slík samtök eru í raun ekki andfasísk.
Í lýðræðisríki á fólk að hafa þau mannréttindi að geta sagt opinberlega að því líki ekki við eða sé á móti tilteknum stjórnmálamönnum, hugmyndum, hugmyndafræði og trúarbrögðum t.d. Donald Trump, nasisma eða Múhameðstrú. Það er ekki hatur heldur liður í eðlilegri lýðræðislegri umræðu. Borgarar lýðræðisríkja eiga að njóta þeirra mannréttinda að mega tala gegn hvaða hugmyndafræði eða trúarbrögðum sem er og gera grína að þeim líka.
Handhafar réttrúnaðar hatursorðræðu hugmyndafræðinnar hafa ekki áttað sig á því að það að vera á móti hugmyndum og hugmyndafræði, stjórnmálamönnum eða trúarbrögðum felur sjaldnast í sér hatur á fólki heldur andstöðu við hugmyndir, sem fólk telur geta valdið skaða eða gert líf þeirra verra. Lýðræðisleg mannréttindi borgaranna ná til þess, annars eru sett þau takmörk á frjálsa umræðu að skrefið til ritskoðunar og afnáms tjáningarfrelsis verður þá minna og minna skref að taka.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.8.2019 | 09:22
Geðþóttaákvarðanir seðlabankastjóra víkja ekki til hliðar almennum stjórnvaldsfyrirmælum.
Mál Sigríðar Benediktsdóttur bankaráðsmanns í Landsbankanum, sem sat í Rannsóknarnefnd Alþingis vindur upp á sig og nú er komið fram til viðbótar við það sem lá fyrir í gær þegar ég ritaði pistilinn "Vegin og léttvæg fundin"
að Sigríður Benediktsdóttir greindi Morgunblaðinu ranglega frá þeirri fjárhæð gjaldeyris sem hún nýtti til að kaupa íslenskar krónur á verulegum afslætti. Nú segir Sigríður að fjárhæðin hafi verið rúmlega þrisvar sinnum hærri en hún greindi upphaflega frá. Hagnaður Sigríðar skv. eigin sögn voru um tvær milljónir króna.
Af hálfu Sigríðar er nú veifað til réttlætingar ólögmætri sölu hennar á gjaldeyri á yfirverði til Seðlabankans, ákvörðun Seðlabankastjóra nr. 1220 sem sögð er vera frá 9.2.2012, en þar segir að Sigríður sé undanþegin ákvæðum reglna nr. 831/2002 sbr. reglur nr. 118/2012 sem fjalla m.a. um gjaldeyrisviðskipti starfsmanna Seðlabankans.
Vandinn við þessa yfirlýsingu Seðlabankastjóra er sá, að þessa ákvörðun gat Seðlabankastjóri ekki tekið og undanþegið starfsmanninn Sigríði Benediktsdóttur frá relgum skv. almennum stjórnvaldsfyrirmælum með eigin ákvörðun. Þetta átti og mátti Sigríði Benediktsdóttur og Má Guðmundssyni vera ljóst, þegar þessi ólögmætu gjaldeyrisviðskipti Sigríðar Benediktsdóttur áttu sér stað og leiddu til ólögmæts hagnaðar hennar um kr. 2.000.000.- Engin gat verið í vafa um að engin undanþáguheimild var frá ákvæðum 118/2012 hvað þetta varðar.
Óneitanlega hlýtur fólk að velta fyrir sér hæfi Sigríðar Bendiktsdóttur sem bankaráðsmanns í Landsbankanum þegar fyrir liggur að hún sýnir ítrekað dómgreindarleysi og gefur fjölmiðlum rangar upplýsingar um mál sem hana varða persónulega.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2019 | 11:05
Vegin og léttvæg fundin.
Upplýst hefur verið að Sigríður Benediktsdóttir fyrrum framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Íslands nýtti sér fáránlegt hagræði sem Seðlabankinn setti sem heimilaði fólki að selja gjaldeyri á yfirverði. Þeir sem áttu eignir erlendis eða störfuðu þar gátu því hagnast verulega og gerðu það.
Ein af þeim sem nýtti sér þessa leið í hagnaðarskyni var Sigríður Benediktsdóttir fyrrum framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Íslands. Sá böggull fylgdi hinsvegar því skammrifi hvað hana varðar, að þetta gerði hún þvert á reglur Seðlabankans, sem bönnuðu ákveðnum stjórnendum bankans þar á meðal nefndri Sigríður að nýta sér þessa leið til auðsöfnunar.
Þrátt fyrir að Sigríði væri bannað að selja gjaldeyrinn sinn á yfirverði, þá gerði hún það samt og komst upp með það. Þrátt fyrir ótvírætt brot á reglunum, þá gerði enginn athugasemd við þetta ólögmæta framferði Sigríðar. Þannig braut einn af framkvæmdastjórum Seðlabankans, nefnd Sigríðru þær reglur sem Seðlabankinn hafði sjálfur sett og komst upp með það.
Þannig hagnaðist Sigríður með ólögmætum hætti og taldi það eðlilegt á þeirri forsendu að forréttindaaðlinum sé það heimilt sem venjulegu fólki er bannað.
Á árinu 2009 settist nefnd Sigríður í rannsóknarnefnd Alþingis varðandi bankahrunið ein þriggja nefndarmanna. Hún tók þátt í því ásamt meðnefndarmönnum sínum að fella dóma yfir fólki oft illa ígrundaða eða jafnvel ranga eins og Hæstiréttur Íslands hefur ítrekað staðfest. Þannig voru alvarlegir dómar felldir yfir fólki sem hafði ekkert til saka unnið eða minna en Sigríður sjálf gerir sig seka um með ofangreindu atferli.
Svo merkilegt sem það er í þessu þjóðfélagi þá þykir stjórnendaaðli þessarar þjóðar rétt að velja fólk sem álitsgjafa og stjórnunarstarfa úr þröngum hópi einstaklinga. Sigríður er ein þeirra sem náðarsól stjórnendaaðals þjóðarinnar skín hvað skærust á. Þess vegna var hún valin til þess fyrr á þessu ári að dæma um hæfi umsækjenda í starf Seðlabankastjóra þó að hún sæti í bankastjórn stærsta viðskitpabanka þjóðarinnar, sem heyrir undir Seðlabankann. Þetta var þeim mun fráleitara þar sem að með breyttri löggjöf heyrir Fjármálaeftirlitið líka undir Seðlabankann.
Bankaráðsmaðurinn í Landsbankanum hafði því virk afskipti af vali þess aðila sem á að hafa eftirlit með bankanum hennar.
Í gamla Rómaríki var málsháttur sem hljóðaði einhvern veginn þannig "Quod licet Jovi non licet bovi". (það sem leyfist Júpíter leyfist ekki nautinu) þ.e. guðirnir mega en ekki alþýðan. Einn þessara guða í yfirfærðri merkinu í þessu þjóðfélagi sem er heimilt að dæma aðra, en er undanþegin allri skoðun og gagnrýni vegna eigin breytni er Sigríður Benediktsdóttir, sem nýtti sér með ólögmætum hætti að hagnast á grundvelli sérreglna Seðlabankans sem henni var óheimilt að nýta sér.
Já og enginn segir neitt af því að forréttindaaðallinn er ekki dæmdur eftir sömu reglum og múgamenn.
Sigríður Benediktsdóttir, sem hefur verið óvægin í dómum sínum yfir öðrum verður þó að sætta sig við að það sem segir í 7.kap. Mattheusarguðspjalls 1-2 vers hvenær svo sem það verður:
"Dæmið ekki svo þér verðið ekki dæmdir. Því að með þeim dómi sem þér dæmið, munuð þér dæmdir og með þeim mæli sem þér mælið mun yður mælt verða.
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.7.2019 | 10:32
Hvað segja femínistar nú?
Bresk kona á Kýpur sem sakaði hóp ungra manna frá Ísrael um að hafa hópnauðgað sér hefur nú snúist í höndum hennar. Hún hefur verið handtekin og sökuð um falskar ákærur. Hvað segja femínistar nú. Setja þeir enn fram þá afdráttarlausu kröfu að alltaf skuli taka mark á ákæru meints fórnarlambs í kynferðisbrotamálum?
![]() |
Lögsækja konu sem sakaði 12 menn um nauðgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.8.): 228
- Sl. sólarhring: 963
- Sl. viku: 3717
- Frá upphafi: 2578339
Annað
- Innlit í dag: 219
- Innlit sl. viku: 3451
- Gestir í dag: 217
- IP-tölur í dag: 215
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Arnar Freyr Reynisson
-
Ívar Pálsson
-
Guðmundur Karl Snæbjörnsson