Færsluflokkur: Fjölmiðlar
15.7.2019 | 08:42
Falsfréttir. Ekki fréttir og hálfsagðar fréttir
Fáir fréttamiðlar eru eins natnir við að tína allt til, sem getur orðið Donald Trump Bandaríkjaforseta til ófrægjingar og fréttastofa RÚV. Donald hefur verið fastur liður í nánast öllum fréttatímum stofnunarinnar síðustu 3 árin.
Fréttastofa RÚV hefur sagt ítarlegar fréttir af ummælum sendiherra Breta í Washington um að Trump væri óhæfur og hann hefði sagt upp samningi við Íran til að ná sér niðri á Obama. Auk þess hafa sérstakir fréttaskýringaþættir verið um málið.
Samt er bara hálf sagan sögð. Fréttin er því í besta falli hálfsannleikur og gefur ekki fullnægjandi yfirlit um það sem um ræðir.
Þess er t.d. ekki getið að það var kosningaloforð Trump að segja upp samningnum við Íran. Þá er ekki sagt frá því, að umræddur fyrrum sendiherra Breta var eindregið á móti því að samningnum við Írani yrði sagt upp. Sendiherrann gekkst fyrir fundum auk annarra aðgerða til að reyna að koma í veg fyrir að Trump segði samningnum upp. Vissulega atriði sem skiptir máli þegar fjallað er um málið. Fréttastofu RÚV sást yfir þessar staðreyndir bæði í fréttum og fréttaskýringum, sem og afstöðu sendiherrans í Brexit málum, sem skipta máli þar sem Donald hefur blandað sér heldur betur í þau mál.
Hvað veldur því að ekki er getið um jafn mikilvæg atriði í fréttunum? Í besta falli er það vegna þess að fréttamennirnir sem vinna fréttina eru ekki starfi sínu vaxnir og kynna sér ekki staðreyndir. Hinsvegar getur komið til að viðkomandi fréttamenn þegi vísvitandi um staðreyndir. En þá eru þeir í pólitík en ekki í fréttamennsku.
Uppljóstranir um skrif sendiherrans eru fyrst og fremst fréttnæm fyrir þá sök, að þær sýna hve langt opinber starfsmaður er tilbúinn að ganga þegar hann er í pólitískri andstöðu við viðkomandi þjóðhöfðingja.
30.5.2019 | 10:48
Orð skipta máli
Ritstjóri enska öfgavinstri dagblaðsins "The Guardian" sendi tilmæli til blaðamanna sinna um orðanotkun í blaðinu þegar talað er um svonefnda hnattræna hlýnun af mannavöldum.
Nú ber að segja "climate emergency crisis í stað climate change og fish population í stað fish stocks og loks þeir sem hafna hamfaravísindum heimsendaspámanna vegna meintrar hnattrænnar hlýnunar skulu í blaðinu nefndir héðan í frá, climate science deniers í stað climate denier.
Allt er þetta gert til að skerpa á áróðrinum fyrir aukinni skattheimtu megna meintrar loftslagsvár og þá er mikilvægt að nota ný og harmrænni orð en áður hafa verið notuð.
Þessi lúmski áróður er af sama meiði og baráttan fyrir fjöldainnflutningi fólks á fölskum forsendum. Þar hafa Sameinuðu þjóðirnar gengið á undan við að rugla umræðuna með því að breyta stöðugt um orð og/eða skilgreininar á orðum. Í því sambandi má benda á að ólöglegur innflytjandi varð að hælisleitanda og þegar almenningur hafði áttað sig á hversu vitlaus sú skilgreining var þá var enn breytt og nú heita þeir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Litla Ísland fylgir þessu í einu og öllu og hefur nýverið undirritað sáttmála Sameinuðu þjóðanna í Marokkó þar sem þessi ruglaða hugtaka og orðaanotkun er grunnstefið.
Kjósendum var ekki gefinn nokkur kostur á að ræða þau mál vegna þess að stjórnmálaelítan sem nú stjórnar telur greinilega að fólki komi þetta ekki við stjórnmál séu bara fyrir stjórnmálaelítuna nema við kosningar þegar hundruðum milljóna er eytt af starfandi flokkum á ríkisstyrk til að reyna að fylka kjósendum enn einu sinni á sama básinn.
Í umræðunni um fóstureyðingar er fóstureyðing ekki lengur til heldur þungunarrof.
Þannig heldur pólitískir réttmálsfræðingar áfram að reyna að rugla fólk og setja jákvæð orð þar sem það á við eins og t.d. varðandi fóstureyðingu og neikvæð orð þegar þess er þörf eins og um þann sem afneitar loftslagsvísindum skv. nýyrðaskránni.
Pólitíska nýmálið var eitt af því sem að höfundur bókarinnar 1984 benti á sem eitt tæki alræðisstjórnarinnar til að láta fólk sætta sig við hlutina og rugla það í ríminu. Pólitíska elítan hefur greinilega náð að tileinka sér það þó ekki sé til taks annað alræði en lélegir fjölmiðlar sem tala jafnan í takt við stjórnmálaelítuna, en hafa gleymt sjálfstæðu rannsóknarhlutverki sínu.
29.5.2019 | 11:30
Blekkingar forseta Alþingis og málfþófið.
Steingrímur J. Sigússon forseti Alþingis hefur setið lengst allra núverandi þingmanna á Alþingi. Hann þekkir því vel til þeirra bragða sem hægt er að grípa til vilji alþingismenn tefja framgang mála. Sjálfur hefur hann oftar tekið þátt í málþófi á Alþingi en nokkur annar sitjandi þingmaður.
Umræðan um 3.orkupakkann hefur staðið um nokkurt skeið. Forseti hagar dagskrá þingsins þannig að áfram skuli endalaust haldið að ræða 3.orkupakkann. Síðan ítrekar hann daglega að orðræður þingmanna Miðflokksins setji önnur störf þingsins og framgang mála í uppnám, en þetta er rangt og það veit forseti fullvel.
Fulltrúi Steingríms þingfréttaritari Ríkissjónvarpsins hefur þetta daglega orðrétt eftir honum, en varast að greina frá efnisatriðum eða öðru sem varðar umræðuna.
Steigrímur J lætur eins og hann sé ósjálfbjarga í gíslingu þingmanna Miðflokksins og öðrum málum verði ekki fram komið vegna málþófsins. Honum er þó að sjálfsögðu ljóst að þetta er rangt. Forseti Alþingis hefur öll ráð varðandi dagskrá og skipulag þingstarfa
Í 1.mgr. 77.gr.laga nr. 55/1991 um þingsköp Alþingis segir: "Forseti boðar þingfundi og ákveður dagskrá hvers fundar."
Í 2.mgr. 77.gr. laganna segir: "Forseti getur breytt röðinni á þeim málum sem eru á dagskrá og einnig tekið mál út af dagskrá."
Forseti hefur því skv. þingskaparlögum allt vald varðandi dagskrá þingsins. Þess vegna getur hann tekið önnur mál á dagskrá og látið afgreiða þau. Ástríða þingmanna Miðflokksins til að ræða þriðja orkupakkanum skiptir því engu máli í því sambandi.
Af þessu leiðir að það sem haft er eftir Steingrími J. í síbylju á fréttamiðlum er rangt. En með því er fyrst og fremst verið að vega að þingmönnum Miðflokksins og þessi framkoma forseta Alþingis gagnvart þingflokki er vægast sagt óviðeigandi og í versta falli hreinar rangfærslur í þeirra garð.
Fallast má á að málþóf er hvimleitt, en er hins vegar löglegt úrræði þeirra sem eru á móti málum. Forseti Alþingis og alþingismenn, ættu því að hlutast til um, að tekin verði upp ákvæði í þingskaparlög og stjórnarskrá þess efnis, að 20% þingmanna geti vísað ákveðnum málum til þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu og breyta síðan þingskaparlögum með þeim hætti, að útilokað verði að hafa frammi endalaust málþóf.
En meðan lögin eru með þeim hætti sem þau eru nú þá geta þingmenn að sjálfsögðu nýtt sér lögbundinn rétt sinn til umræðu um mál til lengri eða skemmri tíma. Það er síðan kjósend að meta hvort þeim þykir rétt hafa verið að málum staðið eða ekki.
27.5.2019 | 09:57
Pólitísk sérhyggja ber fagleg vinnubrögð ofurliði
Úrslit í kosningum til þings Evrópusambandsins voru kynnt í gærkvöldi og nótt. Skv. fréttum RÚV var það merkilegasta við þær kosningar að Brexit flokkur Nigel Farage skyldi vinna stórsigur, Græningjar skyldu bæta við sig fylgi og Flokkur Le Pen skyldi bæta við sig fylgi, en mest var gert úr því að Þjóðarflokkurinn í Danmörku skyldi tapa fylgi. Í sjálfu sér er þetta allt rétt, en mikið vantar á að gefin sé fullnægjandi mynd af kosningaúrslitunum og því markverðasta við úrslitin.
Þegar kosningaúrslitin í Evrópusambandslöndunum eru skoðuð, þá gefa fréttir RÚV takmarkaða mynd. Í fyrsta lagi, unnu þeir flokkar, sem RÚV kallar hægri sinnaða pópúlistaflokka stórsigur að Þjóðarflokknum í Danmörku undanskildum.(fyrirvari: hef ekki kannað niðurstöður í Finnlandi)
Brexit flokkurinn, sem jaðrar við að falla í flokk hægri pópúlista m.v.mælikvarða RÚV vann stórsigur. Flokkur Le Pen vann stórsigur í Frakklandi, Flokkur Salvini á Ítalíu vann stórsigur og Alternative für Deutschland bætti við sig fylgi. Svíþjóðardemókratar bættu við sig fylgi og fengu 3 menn kjörna í stað tveggja áður, en að sjálfsögðu var ekki sagt frá því.
Heildarniðurstaðan er því sú, að flokkar sem eru til hægri og á móti fjöldainnflutningi á fólki og RÚV kallar pópúlistaflokka unnu stórsigur.
Græningjar unnu góðan sigur sumsstaðar, en þeir eru tiltölulega litlir í samanburði við sigurvegara kosninganna þ.e. hægri flokka, sem eru á móti fjöldainnflutningi fólks.
RÚV sagði ekki frá því að helstu skýringarnar á tapi danska Þjóðarflokksins eru þær, að í fyrsta lagi þá hafa þeir náð fram helstu stefnumálum sínum, þannig að Vinstri flokkurinn, Íhaldsflokkurinn og Sósíaldemókrataflokkurinn í Danmörku hafa allir tekið upp að mestu leyti innflytjendastefnu Þjóðarflokksins. Í öðru lagi,þá unnu flokkar til hægri við Þjóðarflokkinn og þá væntanlega enn meiri pópúlistaflokkar að mati RÚV umtalsvert á í kosningunum og fengu um 12.6% atkvæða. Stuðningur við þau viðhorf sem að danski þjóðarflokkurinn berst fyrir eru því ekki á undanhaldi heldur vex þeim skoðunum fylgi.
Að sjálfsögðu var ekki sagt frá því í fréttum RÚV að sænskir Sósíaldemókratar halda áfram að tapa fylgi og það sama á við um flokk Angelu Merkel, en þessir tveir flokkar og flokksleiðtogar hafa leitt baráttuna fyrir þeirri innflytjendastefnu, sem veldur sífellt meiri erfiðleikum í Evrópu.
26.5.2019 | 10:54
En rótarslitinn visnar vísir
Á 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins,eftir að hafa lesið Morgunblaðið og Fréttablaðið í gær komu mér þessi vísuorð eftir Grím Thomsen í hug:
En rótarslitinn visnar vísir
Þó vökvist hlýrri morgundögg.
21.5.2019 | 12:07
Ég má ekki þú.
Fyrirbrigði það í fjölmiðlaheiminum, sem kallar sig Stundina birtir í gær grein eftir ritstjórann þar sem amast er við tjáningarfrelsi Douglas Murray ritstjóra "The Spectator" og þeirra sem standa að því að hann tali á fundi í Kaldalóns sal Hörpu kl. 20 á fimmtudagskvöldið. En miða á viðburðinn má kaupa í gegn um tix miðasölukerfið undir aðrir atburðir.
Blaðið fer rangt með það hverjir standa fyrir fundinumþ Það rétta er, að það það er félagið Tjáningarfrelsið, sem stendur líka að útgáfu bókar Douglas Murray í íslenskri þýðingu og fundurinn er til að kynna bókina og gefa fólki tækifæri til að spyrja höfundinn til að eðlileg skoðanaskipti geti átt sér stað.
Douglas Murray er af Stundinni kallaður ný-íhaldsmaður eins og það sé skammaryrði, en hann er félagi í Íhaldsflokknum í Bretlandi. Þeir sem sagðir eru standa fyrir fundinum eru kallaðir þjóðernissinnar. Var ekki alveg eins hægt að segja föðurlandsvinir? Þeir sem eru félagar í tjáningarfrelsinu hafa mismunandi skoðanir til margra hluta og félagar tilheyra a.m.k.5 mismunandi stjórnmálaflokkum í landinu.
Hvað sem þessu líður og rangfærslum Stundarinnar, þá er eitt athyglisvert. Þetta blað hefur staðið í málaferlum í meir en ár til að fá að birta illa fengin gögn frá Glitni og farið mikinn í fordæmingu á þeim sem vildu að mati blaðsins hefta tjáningarfrelsi þess. Nú bregður svo við, þegar um er að ræða skoðanir sem eru blaðinu ekki þóknanlegar, þá heimtar ritstjóri blaðsins að þær skoðanir fái ekki að heyrast.
Til upplýsingar fyrir aðstandendur Stundarinnar þá er lýðræðið fyrir alla og tjáningarfrelsið líka? Þannig lítur það greinilega ekki út frá sjónarhóli Stundarinnar en skv. þeim fjóshaug er tjáningarfrelsið bara fyrir Stundina og þá sem hafa svipaðar eða sömu skoðanir.
11.4.2019 | 10:04
Fréttin bakvið fréttina
Undanfarna daga hafa fjölmiðlar greint frá því að hersveitir "stríðsherrans" Khalifa Haftar hershöfðingja sæki að Trípolí höfuðborg Líbýu og berðjist gegn löglegri ríkisstjórn landsins. Þessi frétt er eins röng og misvísandi og mest má vera.
Ríkisstjórninni í Trípolí var komið á fót fyrir 3 árum með aðstoð Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Hún hefur ekkert lýðræðislegt umboð. Henni var ætlað að koma á friði og lýðræði. Það hefur henni gjörsamlega mistekist. Íslamskir öfga- og glæpahópar, sem fá m.a. tekjur af því að selja Afríkubúum (svonefndum flóttamönnum) far til Evrópu, hafa hreiðrað um sig í Trípolí. Stjórnun fjármála og viðskipta er í ólestri. Kílómetra langar biðraðir við banka og víðar bera því glöggt vitni.
Íslamískar vígasveitir ráða því hvaða upplýsingar erlent fjölmiðlafólk fær og þær stjórna mikilvægum ráðuneytum ríkisstjórnarinnar m.a. leyniþjónustu og öryggismálum. Kílómetra löngu biðraðirnar eru því aldrei sýndar á fréttamiðlum.
Dæmi um völd og áhrif Íslamistanna á ríkisstjórnina er m.a. að bresk yfirvöld hafa ekki fengið framselda aðila sem tengjast hryðjuverkinu sem unnið var í Manchester þar sem mikill fjöldi fólks lét lífið, án þess þó að forsetafrú Íslands sæi ástæðu til að ganga um höfuðkirkjur Manchesterborgar berfætt með höfuðklút í samúðarskyni við fórnarlömbin.
Haftar hershöfðingi er höfuðandstæðingur Íslamskra öfga- og vígasveita í landinu og ástæða sóknar hans gegn Trípolí kemur til fyrst og fremst vegna þess að svokölluð ríkisstjórn landsins í vörslu vinstri sósíalistans Antonio Guterres framkvæmdastjóra SÞ hefur hvorki getu né vilja til að stemma stigu við þessum glæpahópum Íslamista.
Haftar hershöfðingi hefur upprætt hópa Íslamista í suðurhluta Líbýu og telur nauðsyn bera til að ljúka nú þegar upplausnarástandi í landinu. Sú er ástæða sóknar hans gegn duglausri spilltri ríkisstjórn í Trípolí, sem stjórnar þó ekki einu sinni höfuðborginni nema að hluta.
Lýðræðisríki vesturlanda ættu að styðja baráttu Haftar hershöfðingja og vinna í samráði við hann að því að öryggi, festu og lýðræðisþróun verði komið á.
Af þessu tilefni sagði dáðlaus framkvæmdastjóri NATO,sósíalistinn Jens Stoltenberg "ég hef miklar áhyggjur" vegna ofbeldisins og hvatti alla hlutaðeigandi til að hætta bardögum. Mikill stuðningur það eða skilningur á vandanum.
Sama segir vinstri sósíalistinn Antonio Guterres framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sem ber hvað mesta ábyrgð á innflytjendavandamálum Evrópu í seinni tíð.
Fjölmörg Arabaríki sem þekkja til óstjórnar og hryðjuverka Íslamista, skynja ástandið betur en sósalistarnir Guterres og Stoltenberg og styðja Haftar og hvetja hann til að ljúka því verki sem hann er byrjaður á.
Er ekki rétt að gefa sósíalistunum Stoltenberg og Guterres frí í bili og leyfa fólkinu í þessum heimshluta að koma á eðlilegri stjórnun og hrekja burt Íslamistana?
Fréttin bakvið fréttina er sú, að Haftar hershöfðingi sækir að höfuðborginni Trípolí til þess að koma dáðlausri spilltri ríkisstjórn og herflokkum Íslamista frá völdum til þess að koma á eðlilegu ástandi í Líbýu og þróun í átt til lýðræðis.
Hvað gengur Stoltenberg og Guterres til að vinna gegn því? Hvað gerist ef þeim tekst það?
11.3.2019 | 09:41
Er Sómalía öruggari en London?
Frá því er skýrt í stórblaðinu New York Times í dag að Banadríkjamenn haldi uppi stórfelldum loftárásum á liðsmenn al-Shabaab, sem tengdir eru Al Kaída, sem eru taldir hafa um 7 þúsund vígamenn. Í landinu hefur geisað borgarastyrjöld og vígahópar fara dráps- og ránshendi um landið.
Á sama tíma er frétt í stórblaðinu Daily Telegraph í Englandi, sem segir frá því að foreldrar af sómölskum uppruna, sem flúðu átök í Sómalíu í lok síðustu aldar sendi börn sín, sem eru fædd í Bretlandi til Sómalíu. Hnífaárásir og eiturlyfjagengi er það sem foreldrarnir óttast. Vitnað er í blaðið the Observer sem segir að hundruð barna sem búa í London hafi verið flogið til Sómalíu, Sómalílands og Kenýa.
Athyglisvert að þrátt fyrir slæmt ástand í Sómalíu skuli foreldrar í London telja öruggara að senda börnin sín þangað, en að hafa þau hjá sér í London.
Minni kynslóð var kennt að London væri ein öruggasta stórborg í heimi. Síðan hafa orðið gríðarlegar lýðfræðilegar breytingar í borginni. Innfæddir Bretar eru þar í minnihluta. Hnífaárásir og morð eru daglegt brauð, en ekki má segja frá því hverjir standa fyrir þessum glæpum vegna pólitísks rétttrúnaðar.
Enska lögreglan sem allir litu upp til í mínu ungdæmi hefur ítrekað sýnt að hún er vanmáttug og setur kíkinn fyrir blinda augað ef hún telur hættu á því að hún verði sökuð um rasisma ef hún tekur á ákveðnum tegundum glæpa. Það virðist heldur betur vera að skila sér í þessari fyrrum frjálslyndu, öruggu og áður helstu höfuðborg heimsins.
Rithöfundurinn og þáttastjórnandinn Mark Steyn sagði einu sinni að það yrði að segja við innflytjendur, sem hingað kæmu, að þeir skyldu varast að reyna að koma á því ástandi í löndunum okkar, sem þeir flýði frá. Í London virðist það samt vera að gerast. Þegar foreldrar telja öruggara fyrir börn sín að alast upp í stríðshrjáðum upprunalöndum sínum þá ættu allir að sjá við erum ekki að gera rétta hluti.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.11.2018 | 06:13
Hinn nýi Guð
Fylgjendur hefðbundinna trúarbragða nálgast guðdóm sinn af virðingu, auðmýkt og undirgefni. Þó þau séu ekki bænheyrð þá fordæma þau ekki Guð sinn heldur leita að því, hvort þeir hafi ekki rækt skyldur sínar sem trúað fólk og ábyrgir einstaklingar og leitast síðan við að gera betur. Því fer fjarri að þau leiti til fjölmiðla til að fordæma Guð sinn fyrir að verða ekki við öllum óskum þeirra.
Hin nýi siður, sem hefur heltekið velferðarríki Vesturlanda í kjölfar sítrylltari neysluhyggju og ábyrgðarleysis einstaklinga er guðdómurinn sem á að sjá um hvern einstakling frá vöggu til grafar og tryggja velferð hans án þess að það skipti máli með hvaða hætti einstaklingurinn hegðar sér. Þessi Guðdómur er Ríkið. Sinn nýja Guð nálgast trúaðir með hroka, yfirlæti og fordæmingu hlutist hann ekki til um að verða við öllum óskum þeirra.
Kvöld eftir kvöld er okkur fluttar fréttir í sjónvarpsstöðvunum af fólki sem ekki hefur fengið allar óskir sínar uppfylltar í viðskiptum sínum við hinn nýja Guð. Sögurnar eru ávallt einhliða og fulltrúar hins nýja Guðs geta ekki borið af sér sakir vegna trúnaðar. Þessar fréttir eiga það sammerkt að almennt eiga þær ekkert erindi við almenning í landinu.
Fyrir nokkrum dögum var sagt frá því að stúlka á unglingsaldri í geðrofi eftir fíkniefnaneyslu hefði verið vistuð í fangageymslu lögreglu. Fordæming móðurinnar var alger og fulltrúi almannavaldsins, umboðsmaður barna tók undir það og fordæmdi að því er virðist lögregluna fyrir að setja stúlkuna í fangaklefa.
En hvað átti að gera? Á umboðsmanni barna mátti skilja að það væri eitthvað annað þó umboðsmaðurinn hefði sjálf engin úrræði.
Fyrir það fyrsta er það skylda foreldra að gæta barna sinna. Geti þau það ekki þá er næst að leita til heilbrigðisstofnana. Í þessu tilviki vildi heilbrigðisstofnun ekki taka við stúlkunni. Þess er ekki getið í fréttinni af hverju það var, þó leiða megi getum að því. Þá var ein stofnun hins nýja Guðs eftir lögreglan. Lögreglan hefur það úrræði að setja fólk sem er til vandræða eða er ógn við eigin öryggi í fangaklefa. Það hefur lengi verið ljóst.
Lögreglan er fyrst og fremst til að gæta öryggis borgaranna og almannafriðar. Hún hefur ekki sérstakar skyldur gagnvart fíkniefnaneytendum í geðrofi frekar en börnum sem eru sturluð vegna ofneyslu áfengis. En vandamálin lenda oft á hennar borði.
Iðulega hafa drukknir sturlaðir unglingar verið vistaðir í fangageymslum án þess að umboðsmaður barna hafi stokkið upp á nef sér eða fréttastofur sjónvarps hafi fundið sérstaka hvöt hjá sér til að fordæma slíkt athæfi. Gegnir öðru máli um unglinga sem eru sturlaðir vegna neyslu ólöglegra fíkniefna?
Ef til vill er til of mikils mælst að fréttafók setji hlutina í eðlilegt samhengi og gæti þess að flytja ekki einhliða fréttir, sem oftar en ekki eru - fréttir sem eiga ekkert erindi við almenning í landinu, en virðast frekar vera hluti helgihalds hinna nýju trúarbragða sem byggir á skyldu Ríkisins til að sjá fyrir öllum þörfum fólks frá vöggu til grafar.
5.11.2018 | 08:50
Eru það ekki efnahagsmálin sem skipta mestu?
Bandaríkjamenn ganga til kosninga á morgun. Undanfarið höfum við fengið fréttir af því í ríkisfjölmiðlinum, að forseti Bandaríkjanna sé svo óvinsæll, að ætla megi að flokkur hans muni bíða afhroð í kosningunum og tapa meirihluta sínum í fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings.
Hvað svo sem líður vinsældum eða óvinsældum Donald Trump, þá getur hann státað af hlutum, sem flestir stjórnmálamenn í heiminum mundu fegnir gefa mikið fyrir að geta.
Efnahagslífið í Bandaríkjunum er í blóma. Skattalækkanirnar sem Trump stóð fyrir virðast hafa skilað sér. Atvinnuleysi er minna en nokkru sinni fyrr síðustu 50 árin. Það hefur dregið úr fátækt. Laun hækka hraðar en þau hafa gert síðasta áratuginn. Þessi atriði skipta miklu máli sbr. vígorð Bill Clinton á sínum tíma "It´s the economy" sem skiptir öllu máli.
Skoðanakannanir sýna að meirihluti kjósenda þakkar Trump hversu vel gengur í efnahagslífinu, en spurning er hvort það skilar sér í kosningunum.
Þegar svona vel gengur í efnahagslífinu þá eru samt önnur mál til umræðu í kosningabaráttunni. Engin forseti Bandaríkjanna fyrr eða síðar hefur orðið fyrir jafn óvæginni gagnrýni og Donald Trump. Þá hafa pólitískar nornaveiðar verið í gangi gegn honum frá því áður en hann tók við embætti og sérstakur rannsóknardómari hefur verið settur honum til höfuðs. Allt það fár hefur engu skilað nema útgjöldum fyrir skattgreiðendur.
Eftir aðför Demókrata að Kavanaugh Hæstréttardómara var greinilegt að kjósendum líkaði það ekki og fannst allt of langt gengið. Skoðanakannanir sýndu það ótvírætt. Nú er hins vegar spurning hvort Trump geldur fyrir nokkra sturlaða menn sem hafa framið hryðjuverk í Bandaríkjunum eða reynt það síðustu vikur. Demókratar hafa verið ósparir á að kenna Trump um, þó þessi mál séu honum jafn óviðkomandi og hryðjuverkin í Columbine voru þáverandi Bandaríkjaforseta.
Miðað við forspá og fréttaflutning Ríkisútvarpsins, þá ættu Repúblikanar að bíða afhroð sem aldrei fyrr í kosningunum á morgun þrátt fyrir frábæran árangur í efnahagsmálum. Fróðlegt verður að fylgjast með þegar talið verður upp úr alvöru kjökössum í Bandaríkjunum.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.4.): 148
- Sl. sólarhring: 306
- Sl. viku: 2964
- Frá upphafi: 2507098
Annað
- Innlit í dag: 140
- Innlit sl. viku: 2780
- Gestir í dag: 134
- IP-tölur í dag: 132
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson