Færsluflokkur: Mannréttindi
18.12.2015 | 10:11
Meiri pening
Herferð svonefndra hollvina RÚV stendur nú yfir. Hún miðar að því að þyngri byrðar verði lagðar á skattgreiðendur til að óráðssíðan og stjórnleysið geti haldið áfram í óbreyttri mynd á Ríkisútvarpinu.
Í raun snýst barátta þeirra sem telja sig hollvini RÚV um það að ná peningum frá þeim sem hafa engan áhuga á að styðja RÚV. Í stað þess að borga sjálfir eins og raunverulegir hollvinir gera krefjast þeir að aðrir verði með lögum skyldaðir til að borga fyrir þá.
Í gær birtist könnun í Bretlandi þar sem gerð var grein fyrir því að meiri hluti fólks sækir sér fjölmiðlun eftir öðrum leiðum en í gegn um dagblöð og hefðbundið útvarp og sjónvarp. Þeir sem stjórna því í hvað peningar skattgreiðenda fara, ættu að gaumgæfa það að gríðarleg breyting hefur orðið og er að verða á fjölmiðlun og RÚV stendur eftir að mörgu leyti eins og nátttröll, sem hefur ekki tileinkað sér nýungar og hagræðingu á fjölmiðlamarkaði.
Minni og minni huti þjóðarinnar nýtir sér þjónustu RÚV og þess vegna er réttara að gera meiri kröfur til RÚV um hagræðingu og nýungar en að seilast alltaf dýpra og dýpra í vasa skattgreiðenda til að viðhalda náttrölli.
Sé það einlægur vilji þeirra sem telja sig vera hollvini RÚV á grundvelli þess að standa vörð um íslenska menningu og tungu, þá væri eðlilegra að ríkisvaldið styrkti verkefni á því sviði í staðinn fyrir að halda úti rándýrri stofnun sem aðallega miðlar afþreyingarefni.
Nú reynir á hvort fjárveitingarvaldið gætir hagsmuna fólksins í landinu eða heykist enn einu sinni í þeirri varðstöðu og lætur undan fámennum kröfugerðarhópi.
16.12.2015 | 11:11
Heilögu kýrnar
Sú var tíðin að hvorki mátti gagnrýna forseta lýðveldisins eða Hæstarétt. Þessar stofnanir og einstaklingar voru heilagar kýr í íslensku samfélagi. Sem betur fer hefur þetta breyst enda geta hvorki æðstu embættismenn, stofnanir eða einstaklingar sem gefa sig í opinbera umræðu átt þá kröfu að njóta ævarandi friðhelgi.
Björk Guðmundsdóttir söngkona er nú í þeim hópi þar sem áður voru forsetinn og Hæstiréttur. Hún er hin heilaga kú sem ekki má gagnrýna óháð því hvað hún segir eða gerir.
Björk Guðmundsdóttir er góð söngkona og hefur sem slík aukið hróður lands og þjóðar. Góður söngvari er samt ekki hæfari til að fjalla um stjórnmál eða náttúruvernd frekar en hver annar. Lalli stjörnu lögmaður verður ekki þar með sérfræðingur í loftslagsmálum. Mummi múrari sem er listamaður á sínu sviði verður ekki þar með sérfræðingur í heilbrigðismálum. Björk, Lalli og Mummi eru frábær á sínum sviðum en það gerir þau að engu leyti hæfari til að fjalla um almenn þjóðmál frekar en hvern annann meðal Guðmund eða Guðmundu.
Björk Guðmundsdóttir naut þess að fá aðgang að fréttatíma Sky sjónvarspsstöðvarinnar. Þar lét hún óviðurkvæmileg orð falla um helstu ráðamenn þjóðarinnar. Slík framsetning er til þess fallin að gera lítið úr landi og þjóð eins og því miður allt of margir nýttu sér eftir bankahrunið. Það varð þeim ekki til framdráttar en oft til mikils skaða fyrir þjóðina.
Björk Guðmundsdóttir verður að gæta að því að á hana er hlustað vegna þess að hún er listamaður en ekki vegna þekkingar hennar á öðrum sviðum. Á henni hvílir því mikil ábyrgð meiri en á Lalla og Mumma sem njóta ekki alþjóðlegrar viðurkenningar sem listamenn þó þeir séu það á sínu sviði eins og Björk. Þegar Björk fer út fyrir velsæmi eins og hún gerði í þessu tilviki þá er eðlilegt að hún sé gagnrýnd og slík gagnrýni er réttmæt.
Galendahópurinn sem gerir nú hróp að þeim sem beina réttmætri gagnrýni að Björk vegna óviðurkvæmilegra ummæla hennar virðast ekki átta sig á því að með því að hefta tjáningarfrelsið er vegið að einni mikilvægustu stoð lýðræðissamfélagsins.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.12.2015 | 13:19
Miskunsami Samverjinn og Albanskir innflytjendur.
Í sögu Jesús af miskunsama Samverjanum segir frá manni af kynþætti sem Gyðingar fyrirlitu, sem kom einum þeirra til hjálpar, af því að hann var illa haldinn. Samverjinn kom honum í húsaskjól og til aðhlynningar og borgaði allan kostnað við það. Samverjanum datt ekki í hug að bjóða Gyðingnum heim til sín eða búa hjá sér. Miskunsami Samverjinn taldi það hins vegar skyldu sína að hlú svo að sjúkum einstaklingi, að hann gæti náð heilsu og eftir það farið ferða sinna.
Í gær og í dag hefur verið fjallað um mál Albanskra innflytjendafjölskyldna sem hafa engan rétt á að vera í landinu. Sú niðurstaða Útlendingastofnunar að vísa þeim úr landi var lagalega rétt.
Þó að niðurstaða embættismanna sé með þeim hætti, þá er ekki þar með sagt að sérstakar aðstæður afsaki ekki - já og geri það beinlínis sjálfsagt, að ráðherra beiti sér fyrir því að veik börn fái aðhlynningu og læknisaðstoð.
Það er mikilvægt að við breytum eins og miskunsami Samverjinn og hrekjum ekki á vergang sjúkt fólk og örvasa jafnvel þó við bjóðum þeim ekki að vera hjá okkur eftir að því hefur verið hjálpað til sjálfshjálpar.
Því miður brugðust þeir sem halda um hið pólitíska vald, Innanríkisráðherra og flokksmenn hennar í ríkisstjórn í þessu máli.
22.11.2015 | 23:08
ISIS hatar okkur fyrir það sem við erum og allt sem við stöndum fyrir.
Liam Fox fyrrum utanríkisráðherra Breta skrifar grein undir ofangreindu heiti í Daily Telegraph í dag. Þar segir hann:
"Það hræðilega við hryðjuverkin í París í dag er að þau verða sennilega endurtekin. Þau eru hluti af hugsun og hegðun sem skilgreinir Íslamismann. Það að skilja eitrað hugarfar þeirra er mikilvægt ef við ætlum að skilja hvað við stöndum frammi fyrir.
Heilagt stríð Íslamistanna er að hluta til trúarleg nauðhyggja og að hluta til ofbeldisfull andvestræn pólitísk hugmyndafræði. Uppskriftin er sú að setja fram öfgafulla skilgreiningu trúarinnar. Næst er að gera andstæðingana ómennska og muna að óvinurinn er ekki bara þeir sem eru ekki múslimar. Óvinirnir eru líka múslimar sem eru okkur ósammála af því að þeir eru trúvillingar og það þarf að losna við þá. Síðan þarf að muna að þetta er verk Guðs þetta er hans guðlegi vilji að sjá óvini sína drepna. Þið hafið verið kosnir til að vinna þessa vinnu og þið munuð fá ykkar verðlaun. Takið ekki tillit til neinna landamæra og takið ekki mark á neinum alþjóðalögum eða samningum eða hverju sem er. Notið öll meðul til að ná fram takmarki ykkar m.a. að slátra saklausum.
Til að skilja hvernig þetta fólk hugsar þá þurfum við líka að muna að þetta fólk hatar okkur ekki vegna þess hvað við gerum heldur vegna þess hverjir við erum og hvað við stöndum fyrir, sögu okkar og menningu. Þeir munu reyna að skaða okkur þegar þeir geta til að láta reyna á það hvað við erum einbeitt og láta reyna á öryggisráðstafanir til að finna veikleika.
-----------
Það er rétt hjá forsætisráðherranum (David Cameron) að við verðum að ráðast á ÍSIS á mörgum vígstöðvum. Ef við höfum rétt fyrir okkur um þá ógn sem okkur stafar af Íslamistunum þá verðum við að velta hverjum steini í þeirri viðleitni að sigra og eyða þeim.
-----
Það eru erfiðar pólitískar og hernaðarlegar ákvarðanir sem við verðum að taka, en við stuðlum ekki að þjóðaröryggi með því að forðast þær."
Hér talar maður með mikla reynslu í utanríkismálum sem skrifaði fyrir nokkrum árum bókina "Rising Tides" þar sem hann fer yfir helstu vandamálin sem við stöndum frammi fyrir. Seint verður Liam Fox sakaður um að vera öfgafullur hægri maður, rasisti eða andvígur múslimum. Ekki frekar en forseti íslands, sá sem þetta ritar og svo margir fleiri sem hafa hvatt sér hljóðs til að vara við í því merkilega Undralandsþjóðfélagi sem íslenskir fjölmiðlar og stjórnmálamenn eru staddir í.
Það merkilega er að Ólafur Ragnar Grímsson forseti er eini stjórnmálamaðurinn sem er að tala á svipuðum nótum og stjórnmálamenn í Bretlandi, Frakklandi, Danmörku, Belgíu, Noregi og jafnvel Svíþjóð. Það hefði verið gaman hefði innanríkisráðherrann fundið hjá sér hvöt til að mæla örfá orð af skynsemi um þessi mál hvað þá formaður Sjálfstæðisflokksins.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.11.2015 | 19:03
Allahu Akbar
Allahu Akbar er vígorð Íslamistanna sem hatast út í vestræna menningu, kristileg gildi og tjáningarfrelsi. Þetta vígorð hefur sömu skírskotun til alræðishyggjunar og Sieg Heil hafði hjá SS liðum nasistanna.
Fólk á Vesturlöndum sérstaklega stjórnmálamenn og háskólaelítan reyna að gleyma því að það er nákvæmlega sama stjórnlyndis hugmyndafræðin sem er að verki hjá Íslamistunum og var hjá nasistum. Þeir einir hafa rétt fyrir sér og er heimilt að fylgja orðum sínum eftir með því að myrða fólk og fylgja skoðunum sínum gegn mannréttindum eftir með hríðskotarifflum ef orðræða og ógn dugar ekki ein og sér.
Háskólaelítan hefur skilgreint með sérstökum hætti hvað er hatursumræða gegn Múhameðstrú. Þær skilgreiningar gilda ekki um önnur trúarbrögð sérstaklega ekki kristna trú. Þannig má fara háðuglegum orðum um kistna trú og trúarsannfæringu kristins fólks og það er talið eðlilegt og sjálfsagt en séu sambærileg ummæli höfð um Múhameðstrú þá er það hatursumræða.
Stjórnmálafólk Vesturlanda og Bandaríkjanna horfa framhjá því að Múhameðstrú skiptist í trú og pólitík, sem hefur ekki verið aðskilin eins og í kristninni en hjá Íslamistunum er þetta eitt af grundvallaratriðunum eða eins og einn helsti leiðtogi Íslamistanna í Evrópu segir: Trúin á að vera algjör, allsherjar og verður að ná til allra þátta samfélagsins og stofnana þess. Hún verður að ná inn í skólana, laganna og stjórnunar ríkisins." Íslamisminn er þannig pólitísk samtök, sem reyna að komast undan stjórnmálalegri gagnrýni á forsendum "hatursumræðu"
Þeir sem vilja láta sem mest undan Íslamistunum gera þeim múslimum verst til sem eru veraldarhyggjufólk og vill iðka trú sína án þess að blanda pólitík inn í trúna. Þeir gera það líka að verkum að Íslamistunum vex ásmegin á kostnað þeirra hófsömu. Við getum ekki gert venjulegum múslimum á Vesturlöndum nokkuð verra en að gefa eftir fyrir Íslamistunum og forðast að taka á þeim málefnalega.
Það er kominn tími til að fólk vakni og átti sig á því að þeir sem vilja taka á Íslamistunum eru ekki óvnir Múhameðstrúar alla vega ekki sá sem þetta skrifar. Við erum andstæðingar alræðisríkinu sem Íslamistar boða og ég tel það hættulegustu hugmyndarfæðina sem hefur náð fótfestu í Evrópu frá stríðslokum. Nái hún auknum styrk þá þýðir það endalok mannréttinda eins og við þekkjum þau og afkomendur okkar munu ekki fá tækifæri til að búa við það frelsi og öryggi sem við höfum hingað til getað búið við.
Það má engan tíma missa. Ísland verður að vakna og takast á við þá böðulshönd, sem lyfti síðast vopni sínu í París. Þá baráttu verður að heyja bæði hugmyndafræðilega gegn heildarhyggju Íslamismans og einnig með baráttu á öllum sviðum til að uppræta hið illa.
4.11.2015 | 09:22
Fólk í búrum.
Borgarastyrjöldin í Sýrlandi, sem er stærsti manngerði harmleikurinn í dag var hönnuð og studd af Erdogan Tyrkjasoldáni, Furstunum í Katar, Kóngum og prinsum í Saudi Arabíu og Obama Bandaríkjaforseta og taglhnýtingum hans. Hundruð þúsunda hafa fallið, margar milljónir eru á flótta og ofstækissamtökum eins og ISIS vex fiskur um hrygg.
Þó vitað sé að Katar, Saudi Arabar og Tyrkjasoldán hafi í leynum stutt við eða látið afskiptalausan uppgang ISIS þá hafa Bandaríkjamenn sagst styðja hinn "góða" frjálsa Sýrlenska her og hent milljörðum dollara af stuðningi og vopnum til þessara meintu góðu. Mest af því hefur lent í höndum ISIS. Tyrkir, Sádar og fleiri hafa hjálpað tugum þúsunda erlendra vígamanna til að ganga til liðs við ISIS og önnur samtök uppreisnarmanna í Sýrlandi. Er einhver að tala um að setja viðskiptabann á þessi ríki sem styðja hryðjuverkamennina? Nei ekki þá Katarar eru friðhelgir þó þeir séu öflugusta stuðningsþjóð hryðjuverkasamtaka og geta fjárfest í Volkswagen og enskum stórverslunum eins og ekkert sé.
Nú hamast vestrænir fjölmiðlar við að segja frá því að loftárásir Rússa beinist helst að þessum meinta "góða" frjálsa sýrlenska her, en það er lítið sagt frá því hvað þeir soldátar eru að gera til að verðskulda þetta sæmdarheiti Obama og vestrænna fjölmiðla.
Í frétt í breska stórblaðinu Daily Telegraph í dag segir frá því að sodátar Obama og félaga noti fanga sem manngerða vörn (human shields) Fangarnir, sem eru aðallega borgarar af trúflokki Alawita eru settir í búr og hafðir þar sem hinir góðu frjálsu telja að búast megi við sókn sýrlenska hersins og bandamanna þeirra. Búrin eru flutt á milli svæða í Damascus sem uppreisnarmenn ráða. Talið er að þarna séu yfir hundrað búr þar sem sjö einstaklingar eru að jafnaði innilokaðir.
Hefði ekki komið til virkur stuðningur Obama stjórnarinnar í Bandaríkjunum þá væri ekki neitt borgarastríð í Sýrlandi. Þá væri ekki óviðráðanlegt flóttamannavandamál í Evrópu. Hefðu fjölmiðlarnir gegnt hlutverki sínu og sagt raunsannar fréttir af átökunum í Sýrlandi þá hefðu Obama, Erdogan,Katar og Sádar ekki komist upp með endalausan stuðning við hryðjuverkasamtök.
Það er mál að linni og fjölmiðlar fari aftur að vinna sitt verk og ríkisstjórnir Vesturlanda bregðist við og útrými hryðjuverkaliðinu.
24.9.2015 | 08:05
Mannúð og umburðarlyndi
Í hirðisbréfi biskupsins yfir Íslandi var hvatt til, að sem flestir úr hópi þeirra ólöglegu innflytjenda og flóttafólks sem streymir inn í Evrópu fái ævivist hér á landi. Páfinn í Róm hafði áður sent út samskonar hirðisbréf.
Evrópa er umfram önnur svæði á þessari jörð griðarstaður fyrir fólk á flótta vegna mannúðar og umburðarlyndis gagnvart mismunandi fólki og skoðunum. Mannúð og umburðarlyndi Evrópubúa er grunduð á hugmyndafræði kristinnar trúar. Þegar þessi hugmyndafræði mannúðar var þróuð af kristnum þjóðum voru þær tilbúnar til að verja sig og lífsskoðanir sínar. Þess vegna voru færðar fórnir þar sem milljónir týndu lífi í átökum við myrk ölf nasisma og kommúnisma.
Kristnar þjóðir Evrópu byggja enn á hugmyndafræði kristninnar. En þeir sem hirðisbréfin senda hirða ekki um að gæta hagsmuna trúarsystkina okkar og láta grimmdarverk villimanna bitna á þeim, án þess að rísa upp í sjálfsagðri vandlætingu með kröfu um að trúarsystkinum okkar sé veitt vernd hvort heldur það er í Sýrlandi, Írak eða annarsstaðar. Engin hópur trúaðra verður fyrir eins miklum ofsóknum og kristið fólk.
Í sumar var skipi með flóttamönnum bjargað á Miðjarðarhafi. Í ljós kom að kristna fólkið sem var um borð hafði verið drepið og kastað útbyrðis. Þrátt fyrir það tók hin umburðarlynda Evrópa á móti morðingjunum og veitti þeim griðland.
Í dag sækja hundruð þúsunda ólöglegra innflytjenda og tuga þúsunda flóttamanna til Þýskalands í kjölfar ruglanda Angelu Merkel. Af þeim eru um 40% Kosovo Albanar og önnur 40% Afganar. Flóttafólk frá Sýrlandi er í algjörum minnihluta. Í flóttamannabúðunum aðhyllist mikill meiri hluti þá trú sem heiminum og heimsfriðnum stendur í dag mest ógn af. Salafistar, öfgahópur þeirra trúarbragða sækir skipulega inn í búðirnar til að fá nýja liðsmenn.
Í nafni umburðarlyndis og mannúðar hefur hin kristna Evrópa hafnað því að það megi gera upp á milli fólks. Það má ekki veita kristnu fólki og Yasidum, sem eru í mestri hættu forgang.
Nýverið barst frétt þess efnis að árás var gerð á flóttahjón í flóttamannabúðum í Þýskalandi vegna þess að konan bar krossmark en hjörðin sem var í búðunum hafði ekkert umburðalyndi gagnvart því.
Hirðisbréf kirkju "leiðtoganna" nær ekki til og tekur ekki til eða setur fram tilmæli um að kristið fólk standi vörð um kristin gildi og hagsmuni kristins fólks og vísi burt fólki sem berst gegn grunngildum mannúðar og umburðarlyndis. Þessir kirkju"leiðtogar" fljóta því með ssama hætti sofandi að feigðarósi og íbúar Miklagarðs þegar Múslimaherirnir sóttu að borginni, sem lögðust á bæn í stað þess að verjast þó næg væru efni til þess.
23.9.2015 | 10:48
Afmæli ógnarstjórnar
Ár er liðið frá því að ISIS samtökin hertóku stóra hluta Íraks og Sýrlands. Á þessu ári hafa samtökin framið ótölulegan fjölda hryðjuverka. Þau hafa drepið karlmenn og drengi í fjölmörfum þorpum og hneppt konur og stúlkubörn í þrældóm. Sérstaklega á þetta við um kristið fólk og Yasída. Kristin kirkja hefur að mestu látið þetta fram hjá sér fara og látið sem ekkert sé.
Stjórnmálamenn á Vesturlöndum hafa fordæmt ógnarstjórnina og Bandaríkjamenn og nokkur önnur ríki hafa verið með málamyndahernað á hendur þessum hryðjuverkasamtökum án þess að það hafi skipt nokkru máli. Í aðdraganda herhlaups Bandaríkjanna inn í Írak sýndu sjónvarpsstöðvar dag eftir dag lof- og flugskeytaárásir Bandaríkjanna, þar sem nákvæmnin var dásömuð. Ekkert slíkt sést í dag. Af hverju? Af því að þetta er ekkert sem máli skiptir.
Upplýst er að fyrir nokkrum árum bauðst Valdimir Pútín Rússlandsforseti til að leggja grunn að friðsamlegri lausn í Sýrlandi, en Frakkar, Bretar og Bandaríkjamenn höfnuðu því. Þau vildu ekki styggja vini sína Saudi Araba, Katar og Tyrklandi sem bjuggu þessa borgarastyrjöld til og hafa fjármagnað hana. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi er því fyrst og fremst á ábyrgð þeirra ríkja og rétt að þau takist á við afleiðingarnar en dumpi þeim ekki á aðra.
Í tilefni ársafmælis þess að ÍSIS komst á landakortið segir frá því í breska stórblaðinu Daily Telegraph í dag, að liðsmenn hins svonefnda frjálsa sýrlenska hers, sem Bandaríkjamenn hafa þjálfað og stutt seldu vopn sín og tæki til hryðjuverkasamtakanna Jabat Al Nusra og gengu síðan sumir til liðs við þá.
Þegar horft er yfir svið blóðugra átaka í Mið-Austurlöndum undanfarin ár, þá getur maður tæpast varist þeirri hugsun að Bandaríkin og Bretland séu handbendi Saudi Araba og Katar og þau ríki hafi selt alla skynsemi í utanríkismálum og virðingu fyrir mannréttindum í höndum afturhaldskarlanna sem stjórna þessum ríkjum.
Í tilefni af því var vel við hæfi að Sameinuðu þjóðirnar með tilstyrk Banaríkjanna og Breta gerðu Saudi Arabískan prins að yfirmanni í Mannréttindastofnun Sameinuðu Þjóðanna. En e.t.v. má minna á að óvíða eru mannréttindi svívirt meira en í Saudi Arabíu.
Það er ekki von að vel takist til þegar forusturíki Vesturlanda eru svona gjörsamlega viti firrt og hafa enga hugmyndafræðilega staðfestu.
16.9.2015 | 12:52
Gyðingahatur?
Vinstri meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur hefur samþykkt að sniðganga vörur framleiddar í Ísrael svo lengi sem "hernám" Ísraelsmanna á landssvæði Palestínu varir". Miðað við orðalag samþykktarinnar þá er sá skýringarkostur tækur að vinstri menn við stjórn Reykjavíkurborgar vilji ekki hafa viðskiptaleg samskipti við Ísrael fyrr en landamærin frá 1967 hafa orðið til að nýju. Öllum er ljóst að þau landamæri verða aldrei virk aftur þannig að samþykktin tekur þá til viðskiptabanns á Ísrael um aldur og ævi miðað við orðalag tillögunnar.
Annar skýringarkostur á tillögu vinstri meiri hlutans í Reykjavík er þó e.t.v. nærtækari, þar sem þeir tala um hernám Ísraels á Palestínu.
Hvað er Palestína? Paelestína eða Filistaland, er allt það landssvæði sem núverandi Ísrelsríki tekur yfir og gott betur. Ber þá að skilja það svo að vinstri meiri hluti borgarstjórnar Reykjavikur hafi þá stefnu að Ísraelsríki hverfi af landakortinu og Gyðingar verði flæmdir burtu af því svæði sem nú heitir Ísrael. Miðað við orðalag tillögunar þá er nærtækast að skilja samþykkt meirihluta borgarstjórnar með þeim hætti.
Vera kann að meiri hluti borgarstjórnar Reykjavíkur hafi ekki ætlað sér að samþykkja rasíska tillögu sem felur í sér megnt Gyðingahatur. Ég ætla þeim sem skipa meirihlutann það ekki, en orð geta verið dýr og samþykktin felur einmitt það sem að ofan greinir í sér.
Þó mörgum finnist framferði Ísraelsmanna ámælisvert t.d. varðandi Gasasvæðið, landnemabyggir, aðskilnaðarmúrin, hernám Vesturbakkans og ekki skuli hafa verið samið um sjálfstætt ríki Palestínumanna sem ég styð eindregið, þá er ekki hægt að horfa á Ísrael og Gyðinga með annarri mælistiku en aðrar þjóðir. Hvað t.d. með Katar og Saudi-Arabíu sem styðja hryðjuverkasamtök og eiga stóran hluta af stórverslunum Lundúnaborgar og ýmislegt fleira. Hvað með Kína eru þeir betri gagnvart Tíbet?
Vonandi hefur meiri hlutinn samþykkt þessa vitlausu tillögu í athugunarleysi, en þá má fella hana úr gildi á næsta borgarstjórnarfundi. Verði það ekki gert þá er ekki hægt að líta á það með öðrum hætti en þeim að vinstri meiri hlutinn í Reykjavík sé á móti sjálfstæðri tilvist Ísraelsríkis og hafi sérstaka andúð á Gyðingum. Þess vegna er óskandi að einhverjir í þessum meiri hluta sjái að sér og afturkalli þessa vitleysu.
13.9.2015 | 13:36
Þeir þvælast bara fyrir
Elín Hirst alþingismaður kvartar sárlega á fésbókarsíðu sinni yfir því að Ólafur Ragnar Grímsson og Davíð Oddsson sem og aðrir sem hún nefnir fyrrverandi stjórnmálamenn skuli tjá sig um mál og hafa skoðun. Af ummælum Elínar þingmanns virðist helst mega ráða að þeir sem komnir nokkuð yfir sextugt eigi þegar að fara í úreldingu og svipta beri þá tjáningarfrelsinu af því að svoleiðis fólk þvælist bara fyrir, þar sem það skilji hvort eð er ekki þjóðfélag dagsins í dag.
Athyglisvert var að sjá þegar farið var yfir störf þingmanna á síðasta þingi að Elín Hirst tjáði sig nánast aldrei. Hafði ekkert til mála að leggja. Ekki var það vegna þess að gamlir og úreltir stjórnmálamenn sem skilja ekki sinn vitjunartíma og átta sig ekki á nútíma stjórnmálum væru að taka tímann frá henni eða beittu ofurþunga sínum rasssíðir í pontu Alþingis. Eitthvað annað var þess í vegi að þingmaðurinn sá aldrei ástæðu til að taka til máls á þeim vettvangi eða tjá skoðanir sínar.
Ef til vill var þingmaðurinn ekki í réttum gallabuxum sem hæfðu tjáningu á hinu háa Alþingi.
En hvenær varð það stefna Sjálfstæðisflokksins að vera á móti tjáningarfrelsi allra borgara og miða við að það væri bara fyrir suma útvalda og hvenær hafnaði flokkurinn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 231
- Sl. sólarhring: 259
- Sl. viku: 3333
- Frá upphafi: 2516078
Annað
- Innlit í dag: 216
- Innlit sl. viku: 3060
- Gestir í dag: 211
- IP-tölur í dag: 209
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson