Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2019
31.7.2019 | 11:05
Vegin og léttvæg fundin.
Upplýst hefur verið að Sigríður Benediktsdóttir fyrrum framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Íslands nýtti sér fáránlegt hagræði sem Seðlabankinn setti sem heimilaði fólki að selja gjaldeyri á yfirverði. Þeir sem áttu eignir erlendis eða störfuðu þar gátu því hagnast verulega og gerðu það.
Ein af þeim sem nýtti sér þessa leið í hagnaðarskyni var Sigríður Benediktsdóttir fyrrum framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Íslands. Sá böggull fylgdi hinsvegar því skammrifi hvað hana varðar, að þetta gerði hún þvert á reglur Seðlabankans, sem bönnuðu ákveðnum stjórnendum bankans þar á meðal nefndri Sigríður að nýta sér þessa leið til auðsöfnunar.
Þrátt fyrir að Sigríði væri bannað að selja gjaldeyrinn sinn á yfirverði, þá gerði hún það samt og komst upp með það. Þrátt fyrir ótvírætt brot á reglunum, þá gerði enginn athugasemd við þetta ólögmæta framferði Sigríðar. Þannig braut einn af framkvæmdastjórum Seðlabankans, nefnd Sigríðru þær reglur sem Seðlabankinn hafði sjálfur sett og komst upp með það.
Þannig hagnaðist Sigríður með ólögmætum hætti og taldi það eðlilegt á þeirri forsendu að forréttindaaðlinum sé það heimilt sem venjulegu fólki er bannað.
Á árinu 2009 settist nefnd Sigríður í rannsóknarnefnd Alþingis varðandi bankahrunið ein þriggja nefndarmanna. Hún tók þátt í því ásamt meðnefndarmönnum sínum að fella dóma yfir fólki oft illa ígrundaða eða jafnvel ranga eins og Hæstiréttur Íslands hefur ítrekað staðfest. Þannig voru alvarlegir dómar felldir yfir fólki sem hafði ekkert til saka unnið eða minna en Sigríður sjálf gerir sig seka um með ofangreindu atferli.
Svo merkilegt sem það er í þessu þjóðfélagi þá þykir stjórnendaaðli þessarar þjóðar rétt að velja fólk sem álitsgjafa og stjórnunarstarfa úr þröngum hópi einstaklinga. Sigríður er ein þeirra sem náðarsól stjórnendaaðals þjóðarinnar skín hvað skærust á. Þess vegna var hún valin til þess fyrr á þessu ári að dæma um hæfi umsækjenda í starf Seðlabankastjóra þó að hún sæti í bankastjórn stærsta viðskitpabanka þjóðarinnar, sem heyrir undir Seðlabankann. Þetta var þeim mun fráleitara þar sem að með breyttri löggjöf heyrir Fjármálaeftirlitið líka undir Seðlabankann.
Bankaráðsmaðurinn í Landsbankanum hafði því virk afskipti af vali þess aðila sem á að hafa eftirlit með bankanum hennar.
Í gamla Rómaríki var málsháttur sem hljóðaði einhvern veginn þannig "Quod licet Jovi non licet bovi". (það sem leyfist Júpíter leyfist ekki nautinu) þ.e. guðirnir mega en ekki alþýðan. Einn þessara guða í yfirfærðri merkinu í þessu þjóðfélagi sem er heimilt að dæma aðra, en er undanþegin allri skoðun og gagnrýni vegna eigin breytni er Sigríður Benediktsdóttir, sem nýtti sér með ólögmætum hætti að hagnast á grundvelli sérreglna Seðlabankans sem henni var óheimilt að nýta sér.
Já og enginn segir neitt af því að forréttindaaðallinn er ekki dæmdur eftir sömu reglum og múgamenn.
Sigríður Benediktsdóttir, sem hefur verið óvægin í dómum sínum yfir öðrum verður þó að sætta sig við að það sem segir í 7.kap. Mattheusarguðspjalls 1-2 vers hvenær svo sem það verður:
"Dæmið ekki svo þér verðið ekki dæmdir. Því að með þeim dómi sem þér dæmið, munuð þér dæmdir og með þeim mæli sem þér mælið mun yður mælt verða.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.7.2019 | 16:21
Bankar Evrópusambandið upp á hjá Boris.
Í ritstjórnargrein í Daily Telegraph í dag er vísað til ráðlegginga Yanis Varoufakis fyrrv. fjármálaráðherra Grikkja til Breta í upphafi Brexit viðræðnanna. En Varoufakis sagði;
"Ekki semja við Evrópusambandið. Grikkland gerði það vegna fjármálakreppunar 2015 og óskaði þess skömmu síðar að þeir hefðu ekki gert það."
Varoufakis sagði að kæmi til þess að Bretar reyndu að semja við Evrópusambandið mundi Brussel valdið þvinga Breta með frekju með sama hætti og Grikki og það væri betra fyrir Breta að standa frekar upp frá samningaborðinu.
Boris Johnson virðist hafa svipaðar skoðanir og hefur sagt að hann hafi engar fyrirætlanir um að hefja viðræður við Evrópusambandið fyrir 31.október, en þá fer Bretland formlega úr Evrópusambandinu.
Boris er ekki tilbúinn til viðræðna nema það sé vilji til að breyta Brexit samningnum verulega. Dominic Raab utanríkisráðherra hefur tekið undir þessi sjónarmið og segist ekki vera á neinum hlaupum til að heimsækja kollega sína.
Fram að þessu hafa ráðamenn í Evrópusambandinu keppst við að segja að það þýði ekkert fyrir Breta að ímynda sér að þeir fái marktækar breytingar á samningnum. Breska þingið hefur ítrekað hafnað þeim samningi. Það er því ekki um neitt að semja. Brussel á því eins og Bretar þann valkost að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án samnings. Komi til þess að þeir vilji bjóða Bretum upp á breytingar þá má banka upp á hjá Boris.
Versti óvinur Boris og bresku þjóðarinnar er þó ekki Brussel valdið heldur fimmta herdeild Viðreisnarliða á Breska þinginu, sem telur Evrópusambandið mkilvægara öllu öðru og er tilbúið til að fara gegn eigin ríkisstjórn til að koma í veg fyrir að Bretar nái fullveldi sínu frá Evrópusambandinu. Fróðlegt verður að sjá hvað þessir Quislingar eru reiðubúnir til að ganga langt gegn hagsmunum eigin þjóðar.
30.7.2019 | 10:32
Hvað segja femínistar nú?
Bresk kona á Kýpur sem sakaði hóp ungra manna frá Ísrael um að hafa hópnauðgað sér hefur nú snúist í höndum hennar. Hún hefur verið handtekin og sökuð um falskar ákærur. Hvað segja femínistar nú. Setja þeir enn fram þá afdráttarlausu kröfu að alltaf skuli taka mark á ákæru meints fórnarlambs í kynferðisbrotamálum?
Lögsækja konu sem sakaði 12 menn um nauðgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.7.2019 | 09:21
Óbilgjarn, tækifærissinnaður hentistefnumaður og pópúlisti.
Venjan er sú þegar nýr leiðtogi er kosinn í pólitík að hann er boðinn velkominn til starfa. Boris Johnson nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins var kjörinn nýr formaður flokksins með nokkrum yfirburðum. Afstaða hans til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hefur legið fyrir og hann var einn helsti leiðtogi þeirra sem borðust fyrir útgöngu Breta í þjóðaratkvæðagreiðslunni um málið.
Theresa May fráfarandi formaður og forsætisráðherra gat ekki klárað Brexit m.a. vegna undirróðursstarfsem Evrópusinna í eigin þingflokki,óbilgjarnrar afstöðu leiðtoga Evrópusambandsins og þess að hún var ekki tilbúin til að taka Bretland út úr Evrópusambandinu án samnings.
Nýr leiðtogi hefur skýra stefnu í þessum málum. Hann gerir Brexit að forgangsmáli og hefur marglýst því yfir að Bretlandi fari úr Evrópusambandinu á tilsettum tíma með eða án samnings.
Þess er ekki að vænta að leiðtogar Evrópusambandsins muni vera með miklar tilslakanir ef þá nokkrar gagnvart Bretum og það reyni þá á að Boris Johnson taki Breta úr Evrópusambandinu án samnings. Verði ekki þingmeirihluti fyrir því á hann ekki annarra kosta völ en efna til þingkosninga þar sem hart yrði deilt um þetta mál.
Boris Johnson hefur verið samkvæmur sjálfum sér í baráttunni gegn veru Bretlands í Evrópusambandinu. Hann er ekki nýgræðingur í breskum stjórnmálum og hefur hingað til fengið þann dóm að vera einarður og rökfastur og öfgalaus stjórnmálamaður.
Miðað við sögu Boris Johnson í pólitík þá er það með nokkrum eindæmum, að leiðarahöfundur Fréttablaðsins skuli finna honum allt til foráttu og gefa honum þá samandregnu einkun að hann sé óbilgjarn tækifærissinnaður hentistefnumaður og pópúlisti. Leiðarahöfundur sýnir það enn einu sinni að hún telur alla sem henni eru ósammála í afstöðunni til Evrópusambandsins vera þeirrar gerðar sem hún lýsir Boris Johnson. Málefnaleg afstaða er það ekki, en sýnir því miður það ofstæki sem sumir Evrópusinnar eru haldnir þegar kemur að umræðum um kosti og ókosti Evrópusambandsins.
19.7.2019 | 11:24
WOW og lánastarfsemi Isavia. Hver vissi hvað?
Fyrir nokkru flaug vélin, sem Isavia ohf hafði tekið sem tryggingu fyrir skuldum WOW af landi brott. Isavia hefur því enga tryggingu lengur fyrir milljarða óheimilum lánveitingum.
Af þessu tilefni vakna nokkrar spurningar.
Í fyrsta lagi hver tók ákvörðun um stórfelldar óheimilar lánveitingar Isavia til WOW air?
Í öðru lagi vissu ráðherrar fjármála og samgöngumála af þessum óheimilu lánveitingum og voru þeir með í ráðum varðandi málið?
Í þriðja lagi, hver tók ákvörðun um þann fáránleika sem tryggingartaka í flugvél þriðja aðila ALC fyrir skuldum WOW var?
Vert er að benda á að hlutverk Isavia er ekki lánastarfsemi og þessvegna er brýnt að fá allar upplýsingar um það hverjir komu að þessu máli og hvort ráðherrar í ríkisstjórninni voru hafðir með í ráðum um þetta löglausa atferli stjórnenda Isavia?
Iðulega hefur verið minna tilefni til að Umboðsmaður Alþingis hæfi frumkvæðisrannsókn. Hvað gerir hann nú?
17.7.2019 | 09:11
Sínum augum lítur hver á höfuðklútinn
Ahmet Necdet Sezer, sem var forseti Tyrklands árið 2003 þegar Erdogan varð forsætisráðherra bauð aldrei konu Erdogan í athafnir og boð í forsetahöllinni, vegna þess að hún var með höfuðklút. Ahmet leit á það sem óviðurkvæmilegt trúartákn, sem táknaði andstöðu við veraldlegar umbætur og hugsunarhátt. Erdogan hefur haldið því fram að þetta væri spurning um að vera tyrkneskur í stað þess að vera með veraldlegan vestrænan hugsunarhátt. Höfuðklúturinn er þannig yfirlýsing um andstöðu við vestræn gildi.
Fimmtán árum síðar árið 2018 breytti fulltrúadeild Bandaríkjanna 181 ára gömlum reglum um bann við að þingmenn bæru höfuðföt af einhverju tagi, til að nýkjörin þingmaður frá Minnesota, þingkonan músliminn Ihan Omar, mætti bera höfuðklút. Bandaríkjaþing sýndi ekki eins mikla staðfestu og forseti Tyrklands 15 árum áður.
Undanlátssemi, aumingjaskapur og vanþekking Vesturlanda varðandi einmenninguna og öfgarnar, sem tröllríða múslímska heiminum í dag er ógnvænleg.
15.7.2019 | 08:42
Falsfréttir. Ekki fréttir og hálfsagðar fréttir
Fáir fréttamiðlar eru eins natnir við að tína allt til, sem getur orðið Donald Trump Bandaríkjaforseta til ófrægjingar og fréttastofa RÚV. Donald hefur verið fastur liður í nánast öllum fréttatímum stofnunarinnar síðustu 3 árin.
Fréttastofa RÚV hefur sagt ítarlegar fréttir af ummælum sendiherra Breta í Washington um að Trump væri óhæfur og hann hefði sagt upp samningi við Íran til að ná sér niðri á Obama. Auk þess hafa sérstakir fréttaskýringaþættir verið um málið.
Samt er bara hálf sagan sögð. Fréttin er því í besta falli hálfsannleikur og gefur ekki fullnægjandi yfirlit um það sem um ræðir.
Þess er t.d. ekki getið að það var kosningaloforð Trump að segja upp samningnum við Íran. Þá er ekki sagt frá því, að umræddur fyrrum sendiherra Breta var eindregið á móti því að samningnum við Írani yrði sagt upp. Sendiherrann gekkst fyrir fundum auk annarra aðgerða til að reyna að koma í veg fyrir að Trump segði samningnum upp. Vissulega atriði sem skiptir máli þegar fjallað er um málið. Fréttastofu RÚV sást yfir þessar staðreyndir bæði í fréttum og fréttaskýringum, sem og afstöðu sendiherrans í Brexit málum, sem skipta máli þar sem Donald hefur blandað sér heldur betur í þau mál.
Hvað veldur því að ekki er getið um jafn mikilvæg atriði í fréttunum? Í besta falli er það vegna þess að fréttamennirnir sem vinna fréttina eru ekki starfi sínu vaxnir og kynna sér ekki staðreyndir. Hinsvegar getur komið til að viðkomandi fréttamenn þegi vísvitandi um staðreyndir. En þá eru þeir í pólitík en ekki í fréttamennsku.
Uppljóstranir um skrif sendiherrans eru fyrst og fremst fréttnæm fyrir þá sök, að þær sýna hve langt opinber starfsmaður er tilbúinn að ganga þegar hann er í pólitískri andstöðu við viðkomandi þjóðhöfðingja.
8.7.2019 | 10:00
Ég heiti Múhameð Páll Omar bin Laden og er kona
Þegar Múhameð Páll Omar bin Laden kom til landsins og bað um alþjóðlega vernd neitaði hann að vera skráður karlmaður og sagðist vera kona. Embættismaðurinn sagði. "Þú ert karlmaður skv. skilríkjum auk þess ertu karlmannlegur í útliti og með mikið skegg. Þú ert karl og ég skrái þig þannig." Þá kæri ég þig sagði Múhameð. Gaman væri að sjá það sagði embættismaðurinn.
Seinna um daginn lagði Múhameð fram kæru þar sem brotið hafði verið gegn kynrænu sjálfræði hans og sagði í kærunni að brotið varðaði við 10.gr. laga frá Alþingi þ.18.júní 2019 um kynrænt sjálfræði en þar segir:
"Einstaklingur sem sótt hefur um alþjóðlega vernd hér á landi getur óskað eftir því að í skráningarskírteini sbr. 34.gr.laga um útlendinga nr. 80/2016 verði kyn hans skráð í samræmi við kynvitund hans enda þótt það samræmist ekki skilríkjum hans frá heimaríki."
Einboðið er að Múhameð vinni málið og verði skráð kona þar sem hann segir að kynvitund sín sé sú, að hann sé kona.
Með lagafrumvarpi um kynrænt sjálfræði greiddu 45 þingmenn atkvæði þ.á.m. allir ráðherrar. Enginn greiddi atkvæði á móti.
7.7.2019 | 11:35
Af hverju þarf að ausa meira fé dómsmálaráðherra?
Útlendingamálaráðherra hafði á orði þegar hún hvikaði í málum hælisleitenda í kjölfar kröfugöngu, að Útlendingastofnun þyrfti meira fé til að afgreiða mál hraðar. Það er rangt.
Útlendingastofnun þarf ekki meira fé. Það þarf að breyta útlendingalögunum m.a. auka málahraða og stytta fresti.
Mesta meinsemdin í útlendingamálunum eru ráðherrar útlendingamála, sem taka hvað eftir annað fram fyrir hendurnar á starfsfólki útlendingastofnunar þegar þeir fara að lögum. Þeir hagræða reglum að geðþótta fyrir þá sem fara á mestu höfrungahlaupi allra hælisleitenda fram hjá lögum og reglum.
Afstaða íslenskra yfirvalda nú mun leiða til nýrrar holskeflu hælisumsókna. Til hamingju með það Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir það mun sennilega ekki kosta skattgreiðendur minna fé en asnaspark Unnar Brá á sínum tíma.
En ákjósanlegt fyrir þá sem vilja gera Ísland að heimili alls heimsins.
4.7.2019 | 20:54
Við erum svo rík.
Ein röksemd þeirra sem tala fyrir því að Íslendingar taki óábyrga afstöðu í málefnum hælisleitenda er sú, að við séum svo rík. Önnur röksemd er sú að við eigum að hafa sérreglur fyrir börn í útlendingalögunum.
Við vorum ofboðslega rík fram eftir ári 2008. Þá fór fína fólkið með Þorbjörgu Katrínu Gunnarsdóttir ,sirkusstjóra dansins í kringum gullkálfinn, í skrúðgöngu til að fagna handboltalandsliði eftir að Þorgerður hafði flogið tvisvar til Peking í Kína með eiginmanni sínum millistjórnanda í Kaupþingi á kostnað skattgreiðenda til að horfa á tvo handboltaleiki. Það skipti ekki máli að hennar mati af því að við vorum svo rík.
Tveimur mánuðum síðar var skollin á bankakreppa og íslenska þjóðin fékk andlegt áfall þegar í ljós kom að við vorum ekkert rík og Þorgerður Katrín hrökklaðist frá.
Margir segja ekki skipta máli þó ólöglegum hælisleitendum sé hleypt inn í landið af því að við séum svo rík. Við erum samt ekki svo rík að við getum lækkað skatta, annast aldraða sómasamleg eða gætt hagsmuna eldri borgara eða raunverulegra öryrkja með eðlilegum hætti. En það skiptir ekki máli að mati þeirra sem vilja taka endalaust við ólöglegum hælisleitendum á þeirri forsendu að við séum samt svo ofboðslega rík.
Búið er til vígorð um að hrekja ekki börn í burtu og pópúlistinn og siðfræðingurinn Salvör Norðdal var fljót að hoppa á þann vagn. Vissulega áhrifaríkt í áróðrinum, en þeir sem þannig tala þekkja ekki útlendingalögin og vita því ekki að þar er sérstaklega tekið á málum sem varða börn.
Þá er aldrei vikið að því að í lögunum og víðar eru heimildir til að sameina fjölskyldur. Þannig að eitt barn inn, getur þýtt að stórfjölskylda upp á 10 manns eða fleiri fylgir á eftir.
Hundrað kvótaflóttamenn eru ekki hundrað nema fyrstu misserin. Síðan koma pabbi og mamma og afi og amma o.s.frv. Nú þegar er kostnaður vegna hælisleitenda umtalsverður og verður óviðráðanlegur fyrir þessa fámennu þjóð ef svo heldur fram sem horfir.
Þjóð sem telur sig svo ríka að hún getu hent peningum, en hefur samt ekki efni á að lækka skatta. Aðstoða ungt fólk til að koma sér þaki yfir höfuðið. Hefur heldur ekki efni á að sinna hagsmunum aldraðra með viðunandi hætti. Sem hefur ekki efni á að byggja upp hættulítið vegakerfi. Hvað þá heldur að hafa efni á því að manna lögregluna með viðunandi hætti og kaupa fullnægjandi búnað fyrir hana.
Sú þjóð sem telur sig samt svo ríka að hún geti gert hvað sem er, mun vakna upp einn góðan eða vondan veðurdag við þann veruleika að vera stödd á sama stað ef ekki verri og í októberbyrjun 2008 -
en þá getum við ekki nýtt okkur neyðarlög eða peninga annarra til að fleyta okkur yfir vandamálin.
Hvorki einstaklingar né þjóðir hafa nokkurn tímann ráð á því að haga sér óskynsamlega það kemur fólki alltaf í koll.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 22
- Sl. sólarhring: 817
- Sl. viku: 5758
- Frá upphafi: 2472428
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 5249
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson