Færsluflokkur: Löggæsla
8.9.2021 | 10:11
Sem betur fer er til fólk sem þorir.
Sem betur fer eigum við einstaklinga, sem kikna ekki í hnjáliðunum og þora að vera málsvarar sannleikans og skynseminnar þegar allt of margir kikna í hnjáliðunum og láta berast með ímynduðum meginstraumi til að samsama sig því sem þeir telja til vinsælda fallið.
Hrósið í dag eiga þau Guðmundur Oddson fyrrum skólastjóri og bæjarfulltrúi í Kópavogi og Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður, sem leyfa sér og þora að vera málsvarar sannleikans og skynseminnar í umfjöllun um meinta ofbeldis- og nauðgunarmenningu knattspyrnumanna. Því miður báru forsætisráðherra, menntamálaráðherra, dómsmálaráðherra sem og því miður forseti lýðveldisins ekki gæfu til að vera málsvarar sannleikans og réttarríkisins í þessu máli heldur kiknuðu og létu berast með ofurstraumi rangra staðhæfinga og ofbeldis.
Hefði þá mátt vísa til þess fornkveðna. "Heggur sá er hlífa skyldi."
Guðmundi Oddssyni er ofboðið og í grein sinni í mbl. í dag spyr hann m.a."Erum við virkilega komin á sama stað og Talíbanarnir? Hann vísar þar til siðapostula Öfga og Stígamóta, sem nú tröllríða samfélagsmiðlum og hverju það varði komist þeir upp með það að halda áfram að fordæma allt og alla."
Í frábærum leiðara í Fréttablaðinu í dag segir Kolbrún m.a.
"Í miklum dómadagshávaða þar sem alls kyns fullyrðingum og ásökunum hefur verið kastað fram reynist mörgum erfitt að halda haus. Það á við um stjórn KSÍ sem þoldi ekki álagið og sagði af sér á einu bretti. Stjórnin hefði sýnt meiri manndóm með því að standa í lappirnar fremur en lúffa fyrir múgæsingi.
Allt þetta mál er dæmi um það þegar farið er algjörlega offari. Fullyrðingum og ásökunum er kastað fram og þar sem margir fara á taugum er málið ekki rannsakað ofan í kjölinn. Yfirvegun og skynsemi fýkur út í veður og vind.
Það er ekki nema von að mörgum ofbjóði þótt fáir þori að opinbera það af ótta við fordæmingu."
Hér er ekki farið fram af neinu offorsi heldur það sagt sem ætti að liggja í augum uppi. Þessvegna er svo dapurlegt að dómsmálaráðherra skuli ekki hafa strax tekið upp þykkjuna fyrir réttarríkið og eðlilega réttarvernd einstaklinga, en reyna þess í stað að samsama sig með múgæsingunni og öfgunum. Forsætisráðherra og menntamálaráðherra gengu þó enn lengra svo ekki sé talað um forseta lýðveldisins.
Það hefði einhverntímann þótt saga til næsta bæjar, að tveir eðalkratar, en ég leyfi mér að kenna þau Guðmund og Kolbrúnu við þann ágæta merka fyrrum stjórnmálaflokk, þora að bera sannleikanum vitni og rísa gegn pópúlísku ofbeldi, þegar helstu ráðherrar þjóðarinnar og forseti lýðveldisins telja sér hentast að samsama sig með talíbanismanum í aðsókninni að íslenskum knattspyrnumönnum.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2021 | 11:03
Leiki grunur á
Í sóttvarnarlögum er það meginatriðið að til þess að einstaklingur þurfi að sæta einhverju inngripi eða frelsisskerðingu af hálfu samfélagsins m.a. sóttkví að þá þurfi að minnsta kosti að leika grunur á að viðkomandi sé haldinn smitsjúkdómi t.d. Kóvíd, sem geti ógnað lýðheilsu í landinu.
Nú framvísar ferðamaður á landamærunum neikvæðu PCR Kóvíd prófi sem tekið er skv. skilmálum sóttvarnarlæknis. Getur þá leikið grunur á því að hann sé haldinn smitsjúkdómnum? Á hverju ætti sá grunur að byggjast?
Sóttvarnaryfirvöld hafa gengið allt of langt og beitt heimildum laga og reglugerða ansi frjálslega svo ekki sé meira sagt og mál að linni miðað við að farið sé að þeim grundvallarreglum í frjálsu samfélagi, að stjórnvaldsaðgerðum sé ekki beitt nema þörfin sé brýn og ótvíræð og ótvíræðar lagaheimildir séu fyrir hendi.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.8.2021 | 12:45
Lokun landamæra
Covid geisar nú sem aldrei fyrr í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Vegna hnattrænnar legu sinnar töldu stjórnmálamenn og sóttvarnarlæknar í þeim löndum, að með því að skella öllu í lás og takmarka öll samskipti við önnur lönd mundi þeim takast að komast hjá Kórónuveirufaraldrinum. Að sjálfsögðu tókst það ekki.
Fyrir rúmum áratug árið 2009 kom ný veira H1N1 svokölluð svínaflensa fram í Mexícó og það tók hana bara klukkustundir og daga að dreifast til allra meginlanda heimsins. Þá eins og nú reyndu yfirvöld að koma í veg fyrir að veiran bærist inn í lönd þeirra og freistuðu að beita allskyns lokunum, en þær komu fyrir lítið. Birtar voru hryllingsfréttir um gríðarlegan fjölda dauðsfalla vegna þessa nýja flensuafbrigðis.
Ég var staddur erlendis þegar fréttir bárust um þetta hræðilega flensuafbrigði. Fréttastofur létu að því liggja að flugferðir milli landa mundu stöðvast innan skamms sem og viðskipti. En til þess kom aldrei sem betur fer og sennilega muna fáir það fár, sem varð á fyrstu dögum þessa meinta ógnarlega vágests. Á þeim tíma sem betur fer tóku hvorki fréttamiðlar né sóttvarnaryfirvöld yfir og tókst ekki að hræða fólk frá því að lifa eðlilegu lífi. Hræðilega svínaflensan geisaði og leið hjá og fáir minnast hennar nú rúmum áratug síðar.
Af fenginni reynslu ættum við að geta gert okkur grein fyrir að það þýðir ekki að reyna að loka landamærum til að koma í veg fyrir að veirusmit berist. Delta afbrigðið dreifðist t.d. með ógnarhraða um allan heim á stuttum tíma. Þá liggur það fyrir að ástandið er síst verra nú í þeim löndum sem eru galopin eins og t.d. Svíþjóð og Spánn en í þeim löndum, sem beita hvað mestum lokunum á ferðafólk.
Af hverju tökum við ekki mið af þessu og tökum upp sömu reglur.
Fyrr frekar en síðar verður að koma á aðlilegu lífi í landinu sem og á landamærunum. Vandamál Íslands eru ekki bara vondum útlendingum eða smituðum að kenna.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2021 | 09:25
Sigurvegararnir
Þann 17 júní 2020 fyrir 14 mánuðum var slegið upp veislu á Bessastöðum og forseti lýðveldisins hengdi æðsta heiðursmerki Íslands, fálkaorðuna í barm landlæknis, sóttvarnarlæknis og Víðis yfirlögregluþjóns fyrir að hafa unnið sigur á hinni illvígu Kóvíd veiru.
Í kvæði Steins Steinars um Jón Kristófer Sigurðsson kadet í Hjálpræðishernum segir m.a.
"En syndin er lævís og lipur og lætur ei standa á sér".
Eins var farið með veiruna og syndina. Veiran reyndist lævís og lipur og aftur kom hún á fullri ferð tveim mánuðum eftir sigurhátíðina á Bessastöðum og hefur hrjáð landann síðan.
Einn sigurvegaranna sóttvarnarlæknir hefur skilað minnisblöðum til ráðherra og ríkisstjórnar, þegar honum hefur þótt mikið liggja við og ætíð hefur verið við brugðist og farið að minnisatriðum hans í öllum atriðum sem máli skipta.
Í vor og sumar hófst nýtt áhlaup, bólusetningar, gegn veirunni og sigurstefið sungið dag hvern í Laugardalshöllinni og klappað fyrir veirutríóinu. Lúðraþeytarar þeyttu horn sín og skemmtikraftar létu til sín taka í hinni nýju sigurhátíð, þar sem engu skyldi eirt í baráttunni við hina lævísu veiru og allir bólusettir með illu eða góðu og veirunni útrýmt í eitt skipti fyrir öll.
Enn á ný reyndist veiran samt lævísari og liprari og sat um mannanna heilsu og bar þann sigur af hólmi að smit fór í hæstu hæðir þó að fáir veikist og að enn á ný er hafinn hræðsluáróður m.a. af valinkunnu sæmdarfólki eins og Helgu Völu Helgadóttur alþingismanni, lögfræðingi, sérfræðingi í veirufræðum en þó aðallega sérfræðingi í að fiska í gruggugu vatni.
Helga Vala Helgadóttir, lýsir því fjálglega í þætti á Hringbraut hversu lævís og lipurt nýja afbrigði veirunnar sé og helst var á henni að skilja, að einn heilbrigðisstarfsmaður þyrfti að sitja við rúmstokk smitaðs einstaklings nótt sem nýtan dag vegna ofskynjana sem fylgdi sýkingu af þessu afbrigði veirunnar. Raunar koma þessar staðhæfingar Helgu nokkuð flatt upp á þá sem hafa afskipti af þeim sem nú eru Kóvíd smitaðir. En sérfræðingi í sjónhverfingum verður allt að vopni.
Fáum kom á óvart að Helga Vala Helgadóttir vildi reyna að slá sig til pólitísks riddara á fölskum forsendum og freista þess að koma höggi á ríkisstjórnina. Afstaða og framganga ýmissa annarra kom meira á óvart.
14 mánuðum eftir að forseti lýðveldisins lýsti yfir sigri í baráttunni við veiruna rétt eins Bush jr. forðum í Írak, með orðunum "Mission accomplised" þótti forseta lýðveldisins við hæfi að afloknum ríkisráðsfundi, að snupra ríkisstjórnina eins og þar fari óþekkir krakkar fyrir að fylgja ekki ráðum sigurvegaranna orðum prýddu. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin verði um margt annað sökuð með réttu en einmitt það. Á sama tíma bregður krossriddarinn Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sér í hlutverk eins og talsmaður stjórnmálaflokks með gildishlaðinn pólitískan málflutning.
Það er hægt að fyrirgefa Helgu Völu margt vegna þess að takmarkaðar kröfur eru til hennar gerðar um rökfastan málflutning raunar því miður eins og fjölmarga aðra alþingismenn.
Ýmsir aðrir eiga meira undir og á þá við hið latneska máltæki.
Nomina sunt odiosa.
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.7.2021 | 10:03
Fyrsta og annars flokks borgarar.
Franska byltingin 1789 markaði tímamót.Þá varð til stjórnarskrá sem lögfesti jafnstöðu allra franskra borgara. Nú hefur franska þingið ákveðið að breyta því, að gera mun á þeim sem eru Kóvíd bólusettir og þeim, sem eru það ekki.
Heilbrigðistarfsfólk er með lögunum skyldað til að láta bólusetja sig. Þá verða til heilsupassar. Án þeirra má fólk ekki ferðast með flugvélum, járnbrautalestum, borða á veitingastöðum eða koma á ýmis söfn eða aðra opinbera staði.
Angela Merkel Þýskalandskanslari boðar takmarkanir á frelsi þeirra sem eru ekki bólusettir. Í Bretlandi er talað um að setja reglur um skyldubólusetningu skólafólks.
Dómstólar eiga eftir að fjalla um það hvort að þessi mismunun borgaranna samræmist grundvallarlög samfélagsins.
Ekkert Kóvíd bóluefni veitir örugga vörn gegn smiti. Ekkert veitir örugga vörn gegn því að bólusett fólk smiti ekki aðra. Bólusetningin tryggir ekki að bólusettir veikist ekki.
Bóluefnin á markaðnum eru ekki merkilegri en það, að framleiðendurnir ábyrgjast hvorki að ekki fylgi alvarlegar aukaverkanir né að þau hafi einhverja virkni sem skiptir máli. Við þessar aðstæður þegar fyrir liggur nú þegar að ýmsar alvarlegar aukaverkanir tengjast bóluefnunum, er það með miklum ólíkindum og sýnir hve heillum horfnir pólitískir forustumenn í Evrópu eru, að þeir skuli láta sér detta í hug að skipta borgurunum í tvo hópa bólusettum og óbólusettum og svipta óbólusetta frelsi sínu á ýmsum sviðum.
Kóvíd faraldurinn hefur sýnt fram á, hvílík áhrif ofurþungi samræmds stöðugs hræðsluáróðurs hefur á fólk. Nú á að nýta þá hræðslu til að knýja alla til að láta bólusetja sig að viðlagðri ábyrgð að lögum og skerðingu lýðréttinda.
Frakkar sem ríða á vaðið með skerðingu borgaralegra réttinda þeirra sem ekki láta bólusetja sig gerir það undir sama vígorði og Frakkar beita í hernaði áður en hundruðum þúsunda ungs fólks er fórnað á vígvellinum.
Nú er sú eina von eftir, að dómstólar Evrópu standi sig og dæmi alla þá löggjöf ólöglega sem tekur af borgaraleg réttindi þeirra sem ekki láta bólusetja sig.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.6.2021 | 15:53
Hann var Íslendingur
Fyrir nokkrum árum tóku fréttamiðlar upp þann ósið, að greina ekki frá því hvaðan glæpamenn kæmu eða segja á þeim nauðsynleg deili. Sagt var að það væri óþarfi og aðalatriðið væri að bregðast við afbrotinu, en þjóðerni viðkomandi skipti engu máli. Þessar röksemdir eru afsökun á því, að gera ekki grein fyrir hlutum eins og þeir eru. Stjórnvöld og fréttaelítan vilja leyna ákveðnum staðreyndum fyrir fólkinu í landinu.
Í gær var sagt frá hnífaárás, þar sem fórnarlambið lá þungt haldið á sjúkrahúsi. Gerð var kyrfilega grein fyrir því í fréttum, að sá sem ódæðið framdi væri Íslendingur.
Vonandi veit þetta á breytingu hjá fréttaelítunni, að í framtíðinni verði gerð grein fyrir þjóðerni brotamanns og jafnvel frekari deili. Allt eru það nauðsynlegar upplýsingar sem eiga erindi við almenning í lýðræðisríki.
Eða verður það þannig, að einungis verði sagt frá því þegar Íslendingur brýtur af sér og við getum þá gengið út frá því, að þegar ekki er gerð grein fyrir þjóðerni brotamanns, að þá sé ekki um Íslending að ræða?
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.6.2021 | 11:48
Aftur til fortíðar
Í júní 1974 var ég í Berlín ásamt vini mínum Haraldi Blöndal heitnum. Við ákváðum að fara austur fyrir þáverandi Berlínarmúr, til Austur Berlínar.
Þegar við komum á brautarstöðina austan múrsins tóku við passaskoðanir og skimanir.
Eftir þrjár atrennur skoðana að okkur félögum komumst við í gegn og inn í Austur Berlín.
Í gær kom ég til landsins frá útlöndum og þar biðu jafnmargar skoðanir og skimanir og í Austur Berlín forðum.
Svona er þegar stjórnvöld telja einstaklinga fyrirfram hættulega, jafnvel þó þeir hafi vottorð upp á hið gagnstæða.
Annað sem mér fannst annkannanlegt. Enginn af þeim sem ég þurfti að eiga samskipti við í þessum þrem móttökustöðum Cóvíd óttans talaði íslensku. Hvað varð að þjóðernislegum metnaði þessar þjóðar varðandi íslenska tungu. Hvers eiga Íslendingar að gjalda að geta ekki talað eigið tungumál í eigin landi þegar þeir meira að segja ræða við fulltrúa innlends allmannavalds.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2021 | 08:44
Hatursorðræðan og glæpasamtökin
Fyrir nokkru var forgangsraðað með þeim hætti í lögreglunni, að stofnuð var sérstök deild til að fylgjast með hatursorðræðu. Þeir glæpir hafa aldrei verið fyrirferðamiklir í íslensku samfélagi eða skaðað fólk verulega eða valdið því fjörtjóni.
Á sama tíma er ljóst, að að það eru önnur mál, sem skipta meira máli fyrir heill og öryggi borgaranna.
Þá er einnig ljóst, að lögreglan er of fáliðuð og hefur orðið hlutfallslega fáliðaðri á undanförnum árum, þrátt fyrir að verkefnin hafi vaxið með auknum íbúafjölda og gríðarlegri fjölgun ferðamanna. Dómsmálaráðherra hefur ekki gætt þess, að gera tillögur um og sjá svo til, að lögreglan sé svo búinn hvað varðar mannskap, tæki og aðbúnað að hún geti sinnt brýnustu verkefnum sínum.
Það segir e.t.v. sína sögu, að á sama tíma og lögreglumenn eru uppteknir viða að skoða meinta hatursorðræðu á samfélagsmiðlum, þá skuli ná rótfestu í landinu 15 erlend glæpagengi, eftir því sem yfirmenn í lögreglunni greina frá. Þau víla ekki fyrir sér að fremja alvarlega glæpi, sem varða líf og heilsu borgaranna.
Það er óneitanlega ámælisvert,að dómsmálaráðherra skuli ekki hafa gert neitt í þessu máli og forgangsraðað fyrir öryggi borgaranna en ekki gæluverkefni.
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
29.4.2021 | 08:59
Vald án ábyrgðar
Á sama tíma og forráðamenn ýmissa ríkisstofnana krefjast þess a fá aukin völd í samskiptum sínum við borgarana, er þess krafist, að þeir skuli vera ábyrgðarlausir í stöfum sínum.
Seðlabankastjóri og Gylfi Magnússon fyrrum ráðherra og formaður bankaráðs Seðlabankans telja, að þrátt fyrir að starfsmenn Seðlabankans brjóti lög í störfum sínum og níðist á borgurunum, þá skuli þeir samt vera ábyrgðarlausir.
Hvað þýðir það?
Það þýðir að þeir sem verða fyrir óréttmætum afskiptum starfsfólks hins opinbera skuli liggja óbættir hjá garði og bera harm sinn í hljóði því að réttur þeirra var tekinn út fyrir sviga af því að hinum opinbera valdsmanni sé allt heimilt í samskiptum sínum við einstaklinginn jafnvel að gera gróf mistök og jafnvel fara gegn viðkomandi sökum óvildar í hans garð.
Það er með miklum ólíkindum að endurómur hugmyndafræði einvaldskonunga átjándu aldar skuli settur fram með þeim hætti sem nú er gert af stjórnendum Seðlabanka Íslands. Mér er nær að halda að Seðlabankastjóri,sem er gjörhugull maður hafi ekki hugsað þessa hugsun til enda.
Hvar er þá vernd laganna fyrir einstaklinginn, sem má þola aðför og jafnvel ofsóknir af hálfu valdsherranna? Samkvæmt hugmyndafræði valdsherranna í Seðlabankanum skal almenningur bera harm sinn í hjóði og láta svipuhögg valdsins yfir sig ganga.
Þá er spurningin gildir eitthvað annað fyrir starfsfólk Seðlabankans en aðra opinbera valdsmenn eins og t.d. saksóknara, lögeglu og ráðherra. Já og hvað með starfsfólk heilbrigðiskerfisins með sömu rökum má halda því fram, að þessir aðilar allir eigi aldrei að bera neina ábyrgð á mistökum sínum eða jafnvel aðför að rétti borgaranna.
Fyrir nokkrum árum fór gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands offari í aðför að einstaklingum og fyrirtækjum. Í einu tilviki voru fimm einstaklingar, sem ráku fyrirtæki erlendis sviptir lífsviðurværi sínu, æru og möguleikum til tekjuöflunar. Það var vegna þess m.a. að forstöðumaður gjaleyriseftirlits Seðlabankans gerði meiri háttar mistök og sakfelldi viðkomandi einstaklinga fyrirfram vegna brots á lögum, sem voru ekki til. Þessir einstaklingar, sem þannig voru sóttir til saka og sviptir aflahæfi sínu og æru um margra ára skeið voru á endanum sýknaðir og þeim dæmdar óverulegar bætur vegna þessara gríðarlegu og óafsakanlegu mistaka starfsfólks gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands.
Hvað varð svo um valdsmanninn í Seðlabankanum, sem var vegna vanhæfni og vankunnáttu valdur að því að fjöldi fólks missti fótanna í lífinu? Seðlabankastjórinn fyrrverandi sá til þess að viðkomandi væri komið fyrir í merkri stofnun erlendis og leyst út með 30 miljón króna gjöf frá bankanum.
Það er með ólíkindum að þeim miðaldakenningum skuli í dag, haldið á lofti af málsmetandi mönnum og einum æðsta embættismanni þjóðarinnar, að hið opinbera vald skuli hafa heimild til að fara fram gegn fólki og fyrirtækjum að vild, án þess nokkru sinni að bera ábyrgð á gjörðum sínum.
Jafnvel þó að valdsmennirnir í Seðlabankanum telji nú vera lag að opinbera myrka miðaldahyggju óskeikulleika hins opinbera valds og nauðsyn þess að einstaklingar í þjónustu hins opinbera valds beri aldrei ábyrgð á gjörðum sínum, þá er það ekki svo í lýðfrjálsu ríki og má aldrei verða.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.4.2021 | 14:42
Veslings litli einmanna dómarinn
Sá dómari héraðsdóms, sem úrskurðaði í samræmi við stjórnarskrá fyrir nokkru, að reglugerð um sóttkvíarhús stæðist ekki lög gerði ekki annað af sér, en að gæta að starfsskyldum sínum og dæma eftir lögunum. Þeir lögmenn sem ráku málið fyrir aðila, sem höfðu verið frelsissviptir ranglega sem og lögmenn sóttvarnarlæknis gerðu eki annað af sér en að gegna starfsskyldum sínum og reka málin skv. bestu þekkingu.
Það er því dapurlegt að heyra brigslyrði af vörum landsstjórans Kára Stefánssonar um veslings litla einmana dómarann þegar verið er að fjalla um slæm hópsmit sem komið er upp og ekki sér fyrir nú hvernig reiðir af. Þau hópsmit hafa ekkert með úrskurð héraðsdóms að gera. Þau eru til komin vegna aðila sem kom til landsins áður en reglugerðin tók gildi. Forsætisráðherra staðfestir þetta sbr. meðfylgjandi frétt. Sama hefur sóttvarnarlæknir gert. Svo notuð séu brigslyrði í umræðunni þá liggur fyrir að hvorki einmanna dómaranum né hinum ofurgráðugu lögmönnum verður um kennt.
Það er alltaf mikilvægt að gæta að orsökum og afleiðngu sem og því sem mestu máli skiptir í vitrænni umræðu viti borins fólks að átta sig á orsakasamhengi hlutanna.
Mál varðandi fullnægjandi varnir á landamærunum hefur ekkert með úrskurð vesalings einmanna dómarans að gera. Málið snýst um það, að heilbrigðisráðherra gætti ekki að því að setja lögmætar reglur. Sökin liggur alfarið hjá henni. Vilji einhver vera með köpuryrði í garð einhvers, þá væri réttast að beina þeim að þeim aðila sem ábyrgðina ber, en ekki þeim sem eru að framfylgja lögum í landinu.
Ef tryggja á góðar varnir á landamærunum þá dugar ekki að glæpamannavæða alla sem hingað koma heldur beita viðurlögum sem koma í veg fyrir að fólk þori að brjóta sóttkví. Það er aðalatriðið og þar skortir á, að stjórnvöld hafi gætt skyldu sinnar.
Svo geta strandkapteinar eins og formaður Samfylkingarinnar eins og aðrir ofurpópúlistar á Alþingi reynt að fiska í gruggugu vatni, en það leysir ekki neinn vanda.
![]() |
Frumvarp sem skyldar fólk í sóttvarnahús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.4.): 272
- Sl. sólarhring: 418
- Sl. viku: 2521
- Frá upphafi: 2510772
Annað
- Innlit í dag: 250
- Innlit sl. viku: 2327
- Gestir í dag: 240
- IP-tölur í dag: 232
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson