Færsluflokkur: Mannréttindi
8.10.2019 | 08:58
Svik á svik ofan í meira en 100 ár.
Í lok fyrri heimstyrjaldar árið 1918 lagði þáverandi Bandaríkjaforseti Woodrow Wilson fram nokkur grundvallaratriði, sem hann talaði um að væru ófrávíkjanleg varðandi friðarsamninga. Meðal þeirra var að tryggja þjóðum og þjóðarbrotum landa sem Bandamenn höfðu tekið sjálfstæði og þjóðernisleg viðurkenning.
Heimsveldi Ottómana riðaði til falls. Bandamenn náðu yfirráðum á öllu landi frá Súesskurði til landamæra núverandi Tyrklands. Stærsta þjóðin á þessu svæði fyrir utan Araba voru Kúrdar. Miðað við tillögur Wilson áttu Kúrdar að fá yfirráð yfir eigin landi og sjálfstæði í nýju landi Kúrdistan.
Samt fór svo að gömlu heimsveldin Frakkland og Bretland náðu sínu fram og ákváðu að skipta á milli sín því landi sem tekið var frá gamla Ottómanveldinu. Þeir teiknuðu upp landamæri að eigin geðþótta og komu til valda stríðsherrum, sem voru þeim þóknanlegir. Kúrdar voru sviknir af Vesturlöndum og þeir dreifðust á milli Íran, Írak,Sýrland og Tyrklands í kjölfar friðarsamninganna.
Þetta voru fyrstu svik Vesturlanda við Kúrda. Þessi stolta þjóð þurfti enn einu sinni að sætta sig við að þeir áttu enga vini nema fjöllin, þar sem þeir gátu leynst fyrir vígasveitum óvinveittra stjórnvalda.
Enn sviku Vesturlöndin Kúrda ítrekað og þau svik urðu síðan öllum augljós fyrir og í kjölfar Flóastríðsins sem háð var til að koma aftur til valda gjörspilltri furstafjölskyldu í Kúvæt. Saddam Hussein hefndi sín þá sem fyrr á Kúrdum vegna stuðnings þeirra við Vesturlönd og beitti hernum af öllu afli gegn þeim m.a. með ítrekuðum eiturvopnaárásum. Vesturlönd gerðu ekkert fyrr en að lokum að þeir bönnuðu flug herflugvéla Saddams Hussein yfir landsvæði Kúrda. Þá höfðu mörg þúsund þeirra fallið í valinn.
Nú hafa Kúrdar um nokkurra ára skeið barist hetjulegri baráttu gegn vígaveitum ISIS. Nú síðast við hlið Bandaríkjamanna, þar sem Kúrdar hafa beitt mannafla, en Bandaríkjamenn lagt til nokkurn hóp hermanna og nýjustu og bestu vopnin sem völ hefur verið á. Kúrdar eru taldir hafa misst um ellefuþúsund hermenn og herkonur í þessum átökum á meðan mannfall annarra hefur verið mjög takmarkað.
Á sama tíma sat Erdogan Tyrkjasoldán beggja megin borðsins í samskiptum við ÍSIS og vígamenn á leið til þeirra áttu greiða leið í gegnum Tyrkland og olíuviðskipti við ISIS liða voru arðvænleg fyrir Tyrki á sínum tíma.
Ef til vill muna einhverjir enn eftir Kúrdíska þorpinu Kobane, sem sveitir ÍSIS sátu um mánuðum saman, en þorpið er við landamæri Tyrklands. Tyrkir komu í veg fyrir að nokkur aðstoð bærist lengi vel og tálmuðu för herfólks Kúrda til að gæta þess að fólkið þeirra í Kobane yrði ekki drepið eða selt í þrældóm þessvegna kynlífsánauð.
Nú þegar fullnaðarsigur Kúrda með aðstoð Bandaríkjanna er í augsýn lætur Trump Bandaríkjaforseti undan kröfu Erdógans Tyrkjasoldáns um að hann megi ráðast á þessa bandamenn Bandaríkjanna þannig að enn á ný mundu Bandaríkjamenn og Vesturlönd svíkja þjóð, sem á rétt til sjálfstæðis, fullveldis.
Erdógan fer ekki leynt með það að hann ætli að ráðast á vopnabræður Bandaríkjanna í stríðinu við ÍSIS og Trump ákvað í gær að auðvelda honum leikinn með því að draga hersveitir sínar frá líklegum átakasvæðum. Hann hefur að vísu dregið nokkuð í land núna eftir hatrammar árásir m.a. eigin flokksmanna á þessar fólskulegu aðgerðir hans. Þessi afstaða Trump er ömurleg og eitthvað annað en búast hefði mátt við eftir réttmæta gagnrýni hans á forvera sinn Barrack Obama vegna aulagangs hans í baráttunni við ISIS.
Fullnaðarsigur á ÍSIS er ekki í höfn og Bandaríkjamenn og Kúrdar eiga enn verk fyrir höndum. Þar til viðbótar eru á annan tug þúsunda vígamanna ÍSIS í haldi Kúrda, hvað verður um þá þegar Kúrdar eiga hendur sínar að verja fyrir Tyrkjum.
Hvað gera svo hin aumu Evrópulönd í málinu. Koma þau Kúrudum til hjálpar í orði eða verki? Nei heldur betur ekki. Þau halda áfram aðildarviðræðum við Tyrki um aðild þeirra að Evrópusambandinu. Þeir borga þeim milljarða á milljarða Evrur ofan til að hann passi upp á það sem Evrópubúar eiga sjálfir að passa upp á, að svonefndir flóttamenn flæði ekki yfir landamæri Tyrklands inn í Evrópu.
Evrópa gerði ekkert meðan vígamenn landa þeirra flyktust til liðs við ÍSIS og ríkisstjórnir í Evrópu horfðu upp á hvernig mannréttindi voru fótum troðin. Kirkjur voru brenndar og kristnum söfnuðum var eitt og ráðist var á Yasida og Kúrda. Fjöldamorð voru framin og konur seldar í kynlífsánauð þar sem almennir uppboðsmarkaðir á konum sem kynlífsþrælum voru haldnir á svæðum ÍSIS. Kristnir söfnuðir þjóðkirkna Vesturlanda höfðu enga döngun í sér til að krefjast verndar fyrir trúbræður sína hvað þá að sína þeim einhvern samhug. Þeim kom það ekki við vegna þess að kristnir söfnuðir Vesturlanda voru uppteknir við vinstri sinnaða félagslega boðun og höfðu hvorki tíma til að sinna heimatrúboði né til að gæta hagsmuna kristins fólks í heiminum.
Nú standa þessir aumu leiðtogar Vesturveldanna frammi fyrir því að horfa upp á árás bandamanns síns Tyrkja á fólk sem á að hafa fengið frelsi og sjálfstæði fyrir löngu. Evrópuráðið mun halda áfram aðildarviðræðum við Tyrki og halda áfram að fylla í ríkiskassann til að halda þeim góðum af því að ráðamenn í vesturhluta Evrópu eru rofnir úr öllum tengslum við menningarlega og siðfræðilega hvað þá kristna arfleifð álfunnar.
Trump veldur stuðningsmönnum sínum sem og mörgum öðrum algjörum vonbrigðum og sýnir með þeirri gjörð að svíkja bandamenn sína Kúrda, að honum er ekki treystandi. Kúrdarnir sem fögnuðu kjöri Trump eftir ömurlega stjórn Obama klóra sér nú í höfðinu og velta fyrir sér hvort Trump sé sama pissudúkkan og leiðtogar Vestur-Evrópu sem og Obama áður.
Er virkilega ekkert eftir af siðrænni og kristilegri réttlætiskennd hjá þjóðum Evrópu og Bandaríkjanna og baráttuanda fyrir réttlæti, svo þær í eitt skipti fyrir öll klári það verk sem átti að klárast með friðarsamningunum fyrir einni öld. Þannig að Kúrdíska þjóðin fái sjálfstæði í eigin fullvalda ríki og tryggingu fyrir því að ríki þeirra muni njóta verndar gagnvart árásargjörnum nágrönnum.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.9.2019 | 08:35
Skálkurinn heiðraður
Kommúnistinn Angela Davis fékk við sig drottningarviðtal í Morgunblaðinu um síðustu helgi. Segja má að þá hafi skálkurinn verið heiðraður. Varast var að segja sögu þessa róttæka kommúnista, sem studdi Sovétríkin alla tíð og hélt tryggð við hugmyndina um alræði öreiganna undir stjórn Sovétríkjanna fram yfir það að dagar þeirra voru taldir 1989. Angela Davis sagði sig ekki frá þessari hugmyndafræði fyrr en 1991.
Angela Davis vakti fyrst heimsathygli vegna réttarhalda yfir henni vegna þess að einn af svonefndum Soledad bræðrum vel vopnum búinn hertók réttarsal í Marin County í Kaliforníu 1970 afhenti hinum ákærða vopn og tók dómarann og saksóknarann í gíslingu og flúði. Angela Davis keypti vopnin sem notuð voru. Þess vegna var hún ákærð fyrir hlutdeild í þessu afbroti og sat í gæsluvarðhaldi. Kommúnistar og nytsamir sakleysingjar um allan heim hófu mikla baráttu fyrir því að hún yrði leyst úr fangelsi og eftir eina dýrustu vörn þess tíma, þar sem ráðnir voru færustu sálfræðingar til að finna út úr því við réttarhöldin hverjir úr kviðdómnum væru hugsanlega hliðhollir málstað Davis var hún sýknuð af hlutdeild í þessum glæp.
Davis var tíður gestur í kommúnistaríkjum Austur Evrópu og Sovétríkjunum og fékk margar heiðursviðurkenningar að launum. Sovétríkin studdu pólitíska baráttu hennar bæði með áróðri og fjárframlögum. Árið 1972 hélt hún ræðu í Austur Berlín eftir að hafa skoðað ófrelsismúrinn, sem kom í veg fyrir að fólk í Austur-Þýskalandi hefði ferðafrelsi. Þar fordæmdi hún Bandaríkin og samkeppnisþjóðfélagið en lofaði í hástert kommúnistastjórnina í Austur Þýskalandi og Sovétríkjunum og hagkerfi skömmtunarinnar.
Af því að hún var í hávegum höfð af skoðanasystkinum sínum í Sovétríkjunum og víðar í Austur Evrópu snéru ýmsir pólitískir samviskufangar í þem löndum sér til hennar og báðu hana um aðstoð við að þeir fengju notið mannréttinda og tjáningafrelsis m.a. Jiri Pelican í Tékkóslóvakíu og Alexander Solzennitsyn í Rússlandi. Angela Davis sem gefur sig út fyrir að vera talsmaður mannréttinda, varð ekki við þessari bón þeirra og studdi aldrei samviskufanga í Kommúnistaríkjum eða fordæmdi fangabúðir þar. Gagnrýni hennar beindist bara að Bandríkjunum og öðrum ríkjum hins frjálsa heims á þeim tíma.Hennar eina föðurland á þessum tíma var í raun Sovétríkin og fylgiríki þeirra og þeirra málstað tók hún alltaf meira segja eftir að frjálslynd öfl höfðu ráðið niðurlögum kommúnistana í Sovétríkjunum.
Þessi prófessor í kvennafræðum gerði sig seka um algert dómgreindarleysi í mannréttinda- og réttindamálum með auðmjúkum og einlægum stuðningi við einræðis- og ógnarstjórnir kommúnista. Samt sem áður þrátt fyrir þetta dómgreindaleysi þá þykir hún eiga eitthvað erindi við fólk í nútímanum. Þrátt fyrir að hafa stutt mannréttindaskerðingar, pólitískar fangelsanir og hermdarverk áratugum saman og verið einlægur aðdáandi Sovét-Kommúnismans fram yfir andlát hans þá þykir Morgunblaðinu sem gefur sig út fyrir að vera frjálslynt borgaralega sinnað blað, eðlilegt að birta við hana athugasemdalaust drottningarviðtal
Skipuleggjendum Me-Too ráðstefnunar í Reykjavík sýna sama dómgreindarleysið og telja þessa konu sem hefur komist næst heimsmeti í dómgreindarleysi hvað mannréttindi varðar, hæfa og gjaldgenga sem fyrirlesara á þessum tyllifundi.
13.9.2019 | 10:03
Evrópskur lífsstíll hvað er það?
Ursula von der Leyen tekur við forsetaembætti Evrópusambandsins í lok október n.k. Hún hefur þegar hafið undirbúning og m.a. skipað Margaritis Schinas til að gæta að því að vernda evrópskan lífstíl. Evrópskur lífsstíll hefur leitt til mestu framfara,frelsis,mannréttinda sem í heiminum og bestu lífskjara.
Skoðað í þessu ljósi er fátt eðlilegra en að gæta og vernda þann lífsstíl og hugmyndafræði, sem skóp þessi bestu lífskjör á jörðinni. En svo er ekki. Jean Claude Juncker sem fljótlega lætur af embætti forseta Evrópusambandsins, gagnrýnir eftirmann sinn heiftarlega fyrir að vilja með þessu segja að innflytjendur séu ógn við evrópskan lífsstíl og fer eins nálægt því að kalla Ursulu fasista án þess að gera það. En það eru aðrir í hans hópi sem gera það og leggja hart að henni að breyta stöðuheiti viðkomandi embættismanns. Evrópskur lífsstíll er eitur í beinum þess fólks.
Þegar stöðuheiti "til verndar evrópskum lífsstíl" er talið mjög móðgandi og vísi til andtöðu við innflytjendur og sé í raun kynþáttahyggja og fasismi þá er heldur betur um að ræða sérkennilega hluti. Af hverju má ekki vernda evrópskan lífsstíl. Er arabískur lífsstíll kynþáttahyggja og fasismi eða kínverskur, indverskur eða japanskur. Sennilega mundi engum í Kína, Japan,Indlandi eða Arabíu halda því fram. En Evrópa er greinilega annað mál.
Af hverju má ekki vernda það frjálslyndi og víðsýni sem hefur gert Evrópu að fremstu álfu veraldar. Hvernig í ósköpum getur það verið fasismi eða anstaða við innflytjendur þegar t.d. það er skoðað að það er engin álfa í heiminum sem tekur við eins mörgum innflytjendum og sem fólk sækist eins mikið að komast til.
Eigum við ekki að vaðveita það sem best er í heiminum?
26.8.2019 | 09:26
Mannréttindi eða hatursorðræða
Á sama tíma og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu getur ekki sinnt kærum almennra borgara á afbrotum gegn þeim, er sérstök áhersla lögð á að rannsaka og ákæra vegna meintrar hatursorðræðu og er það nánast einskorðað við að fólk tali gegn Múhameðstrú.
Grundvallarregla í lýðræðislegu samfélagi er að fólk hafi fullt tjáningarfrelsi, en sé ábyrgt orða sinna.
Dómstólar hafa í auknum mæli takmarkað æruvernd einstaklinga en aukið æruvernd samtaka og hugmynda. Vægast sagt sérkennileg þróun. Hvaða ástæða er til að auka æruvernd hugmynda sem njóta stuðnings hundruða milljóna eða milljarða manna? Alla vega gildir það þó ekki um kristna trú eða þá sem játa hana. Kristinni trú má hallmæla og það má gera grín að henni algjörlega refsilaust, en annað gildir um Múhameðstrú. Það má t.d. ekki segja opinberlega sannleikann um Múhameð spámann.
Emanuel Macron vill gera það refsivert að tala gegn meintri hnattrænni hlýnun af mannavöldum og telur það hatursorðræðu. Sú hugmynd hans ætti að leiða til þess að samtök andfasista héldu aðalfund í París til að mótmæla auknum fasískum tilhneigingum forseta Frakklands, en það gera þau ekki af því að slík samtök eru í raun ekki andfasísk.
Í lýðræðisríki á fólk að hafa þau mannréttindi að geta sagt opinberlega að því líki ekki við eða sé á móti tilteknum stjórnmálamönnum, hugmyndum, hugmyndafræði og trúarbrögðum t.d. Donald Trump, nasisma eða Múhameðstrú. Það er ekki hatur heldur liður í eðlilegri lýðræðislegri umræðu. Borgarar lýðræðisríkja eiga að njóta þeirra mannréttinda að mega tala gegn hvaða hugmyndafræði eða trúarbrögðum sem er og gera grína að þeim líka.
Handhafar réttrúnaðar hatursorðræðu hugmyndafræðinnar hafa ekki áttað sig á því að það að vera á móti hugmyndum og hugmyndafræði, stjórnmálamönnum eða trúarbrögðum felur sjaldnast í sér hatur á fólki heldur andstöðu við hugmyndir, sem fólk telur geta valdið skaða eða gert líf þeirra verra. Lýðræðisleg mannréttindi borgaranna ná til þess, annars eru sett þau takmörk á frjálsa umræðu að skrefið til ritskoðunar og afnáms tjáningarfrelsis verður þá minna og minna skref að taka.
13.8.2019 | 08:42
Þingið og fólkið
Í nýrri skoðanakönnun, sem gerð var fyrir stórblaðið "The Daily Telegraph" kemur fram, að 54% kjósenda í Bretlandi styðja áform forsætisráðherra landsins um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu án samnings og leysa þurfi þingið upp til að koma í veg fyrir að þingmenn stoppi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Í þessari sömu skoðanakönnun kom einnig fram, að níu af hverjum 10 aðspurðra töldu að þingið væri ekki í sambandi við almenning í landinu og 89% telja að flestir þingmenn virði ekki óskir kjósenda sinna en fari sínu fram í Brexit málum.
Það er skaðlegt þegar fulltrúalýðræðið er komið á það stig, að meirihluti kjósenda telur að fulltrúar sínir taki ekki lengur tillit til skoðana sinna. Afleiðing þess er sú, að fólkið á ekki annann kost en að velja sér nýja fulltrúa eða flokka, sem það telur líklega til að samsama sig með því.
Fróðlegt væri að fá sambærilega könnun á Íslandi um afstöðu fólks til þingmanna og hvort það telji að þingmenn og/eða stjórnmálaflokkar virði skoðanir kjósenda sinna. Þetta væri einkar fróðleg könnun einmitt nú þegar til stendur að troða Orkupakka 3 upp á þjóðina þvert á vilja stórs hluta kjósenda.
Þingmenn eru ekki bundnir af vilja kjósenda og eiga að fara sínu fram skv. eigin samvisku. En lýðræðið felst ekki bara í kosningum á 4 ára fresti. Lýðræðið felst m.a. í því að tekið sé tillit til vilja fólksins í landinu enda sækja þingmenn vald sitt til þess. þegar á það skortir myndast gjá á milli þings og þjóðar eins og nú í Bretlandi og slíkt er alltaf skaðlegt fyrir lýðræðið.
Til að tryggja virkt lýðræði er m.a. þessvegna mikilvægt að ákveðnar reglur séu til um að ákveðinn minni hluti þjóðþingins og/eða ákveðinn fjöldi kjósenda geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál. Í Sviss þar sem slíkt kerfi hefur verið við lýði í meir en 100 ár,liggur fyrir að þar sem þjóðina og þingið hefur greint á, þá hefur í ljósi sögunnar komið fram að þjóðin hafði undantekningalaust rétt fyrir sér en þingið ekki. Það sama gerðist hér í Icesave málinu.
Má þá ekki ágætu þingmenn sýna lýðræðinu þá virðingu að spyrja kjósendur um það hvort þeir vilji samþykkja Orkupakka 3 eða ekki í stað þess að troða því ofan í kjósendur hvað svo sem þeir vilja?
30.7.2019 | 10:32
Hvað segja femínistar nú?
Bresk kona á Kýpur sem sakaði hóp ungra manna frá Ísrael um að hafa hópnauðgað sér hefur nú snúist í höndum hennar. Hún hefur verið handtekin og sökuð um falskar ákærur. Hvað segja femínistar nú. Setja þeir enn fram þá afdráttarlausu kröfu að alltaf skuli taka mark á ákæru meints fórnarlambs í kynferðisbrotamálum?
![]() |
Lögsækja konu sem sakaði 12 menn um nauðgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.7.2019 | 10:00
Ég heiti Múhameð Páll Omar bin Laden og er kona
Þegar Múhameð Páll Omar bin Laden kom til landsins og bað um alþjóðlega vernd neitaði hann að vera skráður karlmaður og sagðist vera kona. Embættismaðurinn sagði. "Þú ert karlmaður skv. skilríkjum auk þess ertu karlmannlegur í útliti og með mikið skegg. Þú ert karl og ég skrái þig þannig." Þá kæri ég þig sagði Múhameð. Gaman væri að sjá það sagði embættismaðurinn.
Seinna um daginn lagði Múhameð fram kæru þar sem brotið hafði verið gegn kynrænu sjálfræði hans og sagði í kærunni að brotið varðaði við 10.gr. laga frá Alþingi þ.18.júní 2019 um kynrænt sjálfræði en þar segir:
"Einstaklingur sem sótt hefur um alþjóðlega vernd hér á landi getur óskað eftir því að í skráningarskírteini sbr. 34.gr.laga um útlendinga nr. 80/2016 verði kyn hans skráð í samræmi við kynvitund hans enda þótt það samræmist ekki skilríkjum hans frá heimaríki."
Einboðið er að Múhameð vinni málið og verði skráð kona þar sem hann segir að kynvitund sín sé sú, að hann sé kona.
Með lagafrumvarpi um kynrænt sjálfræði greiddu 45 þingmenn atkvæði þ.á.m. allir ráðherrar. Enginn greiddi atkvæði á móti.
24.5.2019 | 08:10
Ég ætla að banna þig
Í gær var fjölsóttur, fróðlegur almennur fundur í Hörpu með heimsþekktum fyrirlesara Douglas Murray. Douglas Murray hefur leyft sér að ræða um innflytjendamál og gerir það með rökföstum og öfgalausum hætti. Mál hans og framsetning er byggð á staðreyndum og af þeim staðreyndum dregur hann síðan ályktanir eins og tíðkast í þjóðmálaumræðu.
Douglas Murray er höfundur bókarinnar "Dauði Evrópu" á frummálinu "The strange death of Europe". Bókin hefur verið þýdd á yfir 30 tungumál og hefur víða verið metsölubók m.a. í Bretlandi og er nýkominn í íslenskri þýðingu og komin í bókaverslanir og í tilefni þess var Douglas Murray boðið til að fjalla hér um bókina og þær skoðanir sem hann setur fram í henni.
Fundurinn var öllum opinn og gátu þeir sem eru sammála höfundinum sem og andstæðingar hans komið á fundinn og skipst á skoðunum við höfundinn, þar sem opið var fyrir fyrirspurnir til Murray eftir að hann hafði flutt ræðu sína.
Þess vegna var sérstakt að sjá leiðandi grein í ritinu Grapevine þar sem Douglas Murray var kallaður öfgamaður og þeir sem stóðu að fundinum enþá meiri öfgamenn. Því haldið fram að ákveðinn fullyrðing um samsetningu íbúa í London væri röng og Douglas Murray hefði ekkert fyrir sér. Þetta sýndi að greinarhöfundur vissi ekkert um hvað hann var að tala. Í bókinni kemur nefnilega fram á hverju þessi fullyrðing er byggð þ.e. opinberum gögnum. Greinin í Grapevine var röng og blaðinu til skammar. Greinin var ósæmileg, röng og lygi, til þess gerð að sverta mannorð fyrirlesarans og þeirra sem að fundinum stóðu.
Nokkru áður birtist umfjöllun í Stundinni, þar sem því sama var haldið fram. Þetta blað, sem segist berjast fyrir tjáningarfrelsi og stóð í dómsmáli á þeim grundvelli fyrir nokkru, reynir að koma í veg fyrir tjáningarfrelsi þeirra sem eru á annarri skoðun en þessi skítasnepill. Forsvarsmenn Stundarinnar létu í veðri vaka fyrir síðustu kosningar að þeir hefðu handfylli sína af óhóðri til viðbótar þeim sem þeir höfðu þegar birt um formann Sjálfstæðisflokksins og lögbann, sem lagt var á blaðið væri gert til að koma í veg fyrir að blaðið gæti haldið áfram ófrægjingarherferð gegn honum. Nú þegar nokkuð langur tími er liðinn frá því að öllum hömlum var létt af blaðinu varðandi birtingu þeirra þjófstolnu gagna sem blaðið vísar til, þá hefur ekkert nýtt komið fram. Það bendir til þess að blaðið hafi ekkert meira og hafi farið með fleipur í því skyni einu að reyna að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn í aðdraganda síðustu kosninga.
Þá kom í þennan hóp ritskoðunarfólks maður sem telur sig eiga mikið undir sér vegna stöðu sinnar sem framkvæmdastjóri Eflingar. Enda hafa þau hann og formaðurinn losað sig við nánast alla starfsmenn félagsins til að rýma fyrir skoðanasystkinum sínum. Framkvæmdastjóri Eflingar ritaði bréf í nafni Eflingar eða sjálfs sín, ekki veit ég, þar sem hann krafðist þess að fyrirlestur Douglas Murray yrði bannaður. Vegna hvers? Vegna þess að hann hefði skoðanir, sem honum líkaði ekki.
Grímulausara verður ofbeldið vart gagnvart lýðræðislegri umræðu og tjáningarfrelsinu.
Fámennir hópar öfgafólks geta oft haft mikil áhrif og hrætt fólk frá því að taka þátt í lýðræðislegri umræðu og valdið þeim sem það vilja ýmsum vandræðum. Þeim tókst það í Þýskalandi á fjórða áratug síðustu aldar í líki nasista. Þeim tókst það á Ítalíu á þriðja tug síðustu aldar á Ítalíu í líki fasista og þeim tókst það víða í Evrópu á síðustu öld og jafnvel enn á þessari í líki kommúnista. Allt er þetta hugmyndir heildarhyggjufólks sem viðurkennir ekki einstaklingsfrelsið.
Í stað þess að taka þátt í lýðræðislegri umræðu um málefni innflytjenda og mæta á fundinn þá fór þessi hópur stuðningsmanna óhefts innflutnings á fólki í skotgrafirnar og hafði í hótunum við fyrirlesaranum og þeim sem höfðu leigt fundaraðstöðu. Af hverju var þessum hópi öfgafólks svona mikið í mun að koma í veg fyrir lýðræðislega umræðu? Af hverju mátti fólk ekki fá að hlusta á Murray? Það er vegna þess að liðið sem vill opin landamæri á engin svör og veit að það verður undir í lýðræðislegri umræðu um málið og reynir því að drepa umræðuna. Þetta er fólk sem hugsar með þeim hætti sem skáldið sagði forðum. "My mind is made up. Don´t confuse me with the facts". (Ég hef þegar tekið ákvörðun ekki rugla mig með staðreyndum)
En þannig byggjum við ekki upp góða og gefandi umræðu. Þannig byggjum við upp fasistaríki. En þökk sé stjórn Hörpu fyrir að láta ekki hræða sig og standa með lýðræðinu og tjáningarfrelsinu.
Því miður eru ekki allir sem þora það.
21.5.2019 | 12:07
Ég má ekki þú.
Fyrirbrigði það í fjölmiðlaheiminum, sem kallar sig Stundina birtir í gær grein eftir ritstjórann þar sem amast er við tjáningarfrelsi Douglas Murray ritstjóra "The Spectator" og þeirra sem standa að því að hann tali á fundi í Kaldalóns sal Hörpu kl. 20 á fimmtudagskvöldið. En miða á viðburðinn má kaupa í gegn um tix miðasölukerfið undir aðrir atburðir.
Blaðið fer rangt með það hverjir standa fyrir fundinumþ Það rétta er, að það það er félagið Tjáningarfrelsið, sem stendur líka að útgáfu bókar Douglas Murray í íslenskri þýðingu og fundurinn er til að kynna bókina og gefa fólki tækifæri til að spyrja höfundinn til að eðlileg skoðanaskipti geti átt sér stað.
Douglas Murray er af Stundinni kallaður ný-íhaldsmaður eins og það sé skammaryrði, en hann er félagi í Íhaldsflokknum í Bretlandi. Þeir sem sagðir eru standa fyrir fundinum eru kallaðir þjóðernissinnar. Var ekki alveg eins hægt að segja föðurlandsvinir? Þeir sem eru félagar í tjáningarfrelsinu hafa mismunandi skoðanir til margra hluta og félagar tilheyra a.m.k.5 mismunandi stjórnmálaflokkum í landinu.
Hvað sem þessu líður og rangfærslum Stundarinnar, þá er eitt athyglisvert. Þetta blað hefur staðið í málaferlum í meir en ár til að fá að birta illa fengin gögn frá Glitni og farið mikinn í fordæmingu á þeim sem vildu að mati blaðsins hefta tjáningarfrelsi þess. Nú bregður svo við, þegar um er að ræða skoðanir sem eru blaðinu ekki þóknanlegar, þá heimtar ritstjóri blaðsins að þær skoðanir fái ekki að heyrast.
Til upplýsingar fyrir aðstandendur Stundarinnar þá er lýðræðið fyrir alla og tjáningarfrelsið líka? Þannig lítur það greinilega ekki út frá sjónarhóli Stundarinnar en skv. þeim fjóshaug er tjáningarfrelsið bara fyrir Stundina og þá sem hafa svipaðar eða sömu skoðanir.
5.5.2019 | 11:44
Réttur yfir eigin líkama og fóstureyðing
Afsökun margra þingmanna fyrir að greiða atkvæði með fóstureyðigarfrumvarpinu, sem heimilar fóstureyðingu allt til þess að langt er liðið á meðgöngutíma, var eftirtektarverð. Hver á fætur öðrum komu þingmenn upp í atkvæðaskýringu og klifuðu á því að þeir styddu frumvarpið vegna þess að það væri réttur kvenna að ráða yfir eigin líkama.
Engin dregur réttmæti þess í efa, að konur sem og annað fólk eigi að hafa rétt til að ráða eigin líkama.
Þessi röksemdafærsla hefur hinsvegar ekki réttmæta skírskotun. Fóstureyðingar snúast ekki um sjálfsagðan rétt kvenna yfir eigin líkama heldur rétt þeirra til taka rétt yfir eigin líkama af öðrum einstaklingi.
Spurningin er því hvort að verðandi móðir á að ráða því hvort annar einstaklingur fái að vaxa, dafna og hafa ráð yfir sínum líkama eða hvort taka eigi þann rétt af þeim einstaklingi.
Samþykkt fóstureyðingarfrumvarpsins felur í sér höfnun á rétti ófæddra barna yfir eigin líkama. Sé verið að tala um mannréttindi, þá eru þau tekin af þeim, sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér með samþykkt þessa ólánsfrumvarps.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 538
- Sl. sólarhring: 565
- Sl. viku: 3088
- Frá upphafi: 2514873
Annað
- Innlit í dag: 498
- Innlit sl. viku: 2847
- Gestir í dag: 486
- IP-tölur í dag: 475
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson