Færsluflokkur: Mannréttindi
23.12.2016 | 11:09
Besta ríkisstjórnin
Hlutir virðast ganga betur á Alþingi en mörg undanfarin ár.
Afleiðingarnar eru ekki allar góðar sbr. afgreiðsla þensluhvetjandi fjárlaga þar sem fjármunum er ausið út á lokametrunum án þess að fullnægjandi greining liggi fyrir um raunþörf. Afgreiðslan er í takt við velferðarkerfið; "þeir sem þurfa fá ekki nóg en margir sem síður þurfa fá meira en nóg".
Eftir að hafa lesið Kristilega kommúnistaávarp Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests, sem hann úðaði yfir sóknarbörn sín við messu, þá finnst mér ástæða til að minna á, að ríkið á ekki neitt. Ríkið getur ekki borgað neitt til neins nema taka það frá öðrum. Eitthvað sem kommúnistum sést jafnan yfir. Frá lokum fyrri heimstyrjaldar fyrir um öld síðan hefur millistétt allra landa borið hita og þunga af sjálftöku ríkisins úr vasa skattgreiðenda.
Einn mikilvægasti réttur borgaranna er hvergi til stjórnarskrárvarinn, svo ég þekki til. Það er ákvæðið sem takmarkar möguleika ríkisins til að taka tekjur og eignir fólks til að fara með að geðþótta.
Afleiðingar af samþykkt þensluhvetjandi fjárlaga er aukin verðbólga. Verðbólgan er versti óvinur þess unga fólks sem vill spjara sig á eigin vegum og hefur neyðst til að taka verðtryggð lán. Hún er líka óvinur launafólks sem horfir á minnkandi kaupmátt vegna hækkandi vöruverðs. Þannig getur góðmennska stjórnmálamanna á annarra kostnað iðulega hitt þá illa fyrir sem síst skyldi.
Thomas Jefferson Bandaríkjaforseti sagði að besta ríkisstjórnin væri sú ríkisstjórn sem stjórnaði sem minnstu. En það dugar illa ef þeir sem hafa fjárveitingavaldið, Alþingi, bregðast þeirri skyldu sinni að gæta aðhalds og sparnaðar í ríkisrekstri og takmarka skattheimtu. Slíka ríkisstjórn þurfum við að fá, en vandséð miðað við afgreiðslu fjárlaga að venjulegt fólk sem vill spjara sig á eigin forsendum muni eiga farsæla daga hverjir svo sem sitja í næstu ríkisstjórn.
Ef til vill er það rétt hjá Henry David Thoreau í riti sínu um almenna óhlýðni: "Besta ríkisstjórnin er sú sem stjórnar engu."
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2016 | 09:51
Jólasveinninn rekinn
Maður að nafni Peter Mück hefur verið jólasveinninn í bænum Mühldorf í Bayern í Þýskalandi síðustu 30 ár og gefið börnunum nammi á árlegum jólamarkaði í borginni. Nú er því lokið. Pétur jólasveinn var rekinn af borgarstjóranum í Mühldorf.
Borgarstjórinn í borginni segir að Pétur jólasveinn hafi verið rekinn vegna þess að hann hafi sett ummæli á fésbókarsíðu samtaka sem berjast á móti opnum landamærum og Íslam og það gangi ekki að maður sem tjái sig þar sé jólasveinn.
Jólasveinninn Pétur er að vonum vonsvikinn með brottreksturinn og segist eingöngu hafa lýst yfir stuðningi við baráttu gegn barnagiftingum undir vígorðinu "Barnagiftingar=barnaníð, en barnagiftingar meðal margra ólöglegra innflytjenda og hælisleitenda í Þýskalandi hafa leitt til hatrammra pólitískra umræðna í Þýskalandi.
Pétur jólasveinn segist ekkert hafa vitað um þau samtök sem stóðu fyrir þessari baráttu gegn barnagiftingum, en það dugar ekki til. Jólasveinn má hann ekki vera fyrst hann lýsti yfir andstöðu við barnagiftingar. Þegar talað er um barnagiftingar þá þýðir það að litlar stúlkur eru gefnar í hjónabönd með fullorðnum og þess vegna gömlum körlum.
Jólasveinninn má eðlilega ekki hafa skoðun á því.
18.11.2016 | 10:26
Sigraði hatrið?
Það er stundum grátbroslegt að lesa umfjöllun fréttaelítunnar. Á forsíðu "Fréttatímans" var yfirskrift fréttar "Hatrið sigraði" Ritstjóri blaðsins kemst þar að þeirri niðurstöðu, að sigur Donald Trump hafi verið sigur "kvenhaturs og rasisma" og í kjölfar ósigurs Hillary Clinton, hafi vaknað umræður um stöðu kvenfrelsis á Vesturlöndum.
Allt er þetta með nokkuð sérkennilegum blæ þegar staðreyndir eru skoðaðar. Hvergi hef ég rekið mig á kvenhatur eða rasisma í ummælum Donald Trump og einhvern veginn fór það nú svo að meiri hluti hvítra kvenna kaus Trump en ekki kynsystur sína Hillary. Segir það einhverja sögu um kvenfrelsið og sýnir það fram á sigur kvenhaturs?
Þá liggur einnig fyrir að Trump fékk meira fylgi spænskumælandi fólks en Mitt Romney sem var forsetaframbjóðandi Repúblíkana í síðustu forsetakosningum. Þá fékk Hillary mun lakari stuðning fólks af afrískum ættum en frambjóðandi Demókrataflokksins í síðustu forsetakosningum. Bendir það til að almennt hafi fólk þar vestra litið á Trump sem fulltrúa rasisma?
Virðingaleysi margs fréttafólks fyrir staðreyndum og samhengi hlutanna er með ólíkindum. En sjálfsagt sjá vinstri sinnaðar femínístafraukur drauga í öllum áttum þegar Trump er nefndur enda reyndi Hillary að ófrægja hann vegna dónalegra karlrembuumæla sem hann lét falla fyrir meir en áratug og hefur sjálfur beðið afsökunar á og konan hans sagt að væru óviðunandi og varaforsetinn fordæmt. Getur ritstjórinn e.t.v. séð þar rætur þess að kvenhatur hafi sigrað eða nauðsyn sé á víðtækum umræðum vegna úrslita forsetakosninga í USA um stöðu kvenna á Íslandi eða USA.
Þessi litla frétt á forsíðu Fréttatímans sem ég hef hér vakið athygli á er í öllum aðalatriðum röng og tilhæfulaus. Skyldi ritstjórinn sjá ástæðu til að leiðrétta hana. Ég tel upp á að svo verði ekki enda er tilgangur svona framsetningar að byggja upp neikvæða mynd af Donald Trump og Bandaríkjunum sem vinstri sinnaðir fjölmiðlar um allan heim hamast nú við að gera.
Það sem femínistar ættu að einbeita sér að er hin stórkostlega kvenfyrirlitning og kvennakúgun sem á sér stað í Íslamska heiminum sem og grómtekinn rasismi sem boðaður er blygðunarlaust vítt og breytt í moskum vítt og breytt um heiminn m.a. í Evrópu. Það er sú staða kvenfrelsis eða frekar kvenófrelsis á Vesturlöndum sem við öll sem berjumst fyrir jafnstöðu og jafnrétti kynjana ættum að einbeita okkur að.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
26.10.2016 | 14:49
Ríkisstyrktir stjórnmálaflokkar.
Ákvörðun og samstaða stjórnmálaflokkana um að stela milljörðum á hverju ári frá skattgreiðendum til að fjármagna starfsemi sína er siðlaus. Auk þess er fráleitt að flokksbrot geti gert út á ríkisstyrki og lifi til þess eins að vera framboðsflokkar út á ríkisstyrki.
Ég hef ávallt talað gegn ríkisstyrkjum til stjórnmálaflokka sem og borgar-, bæjar- og sveitartjórnarstyrkjum til stjórnmálaflokka. Stykur til stjórnmálaflokks og fjármögnun á að vera ákvörðunaratriði hvers einstaklings og það er ekkert annað en siðlaus þjófnaður frá fólkinu að skylda það til að leggja fé til stjórnmálaflokka sem það er gjörsamlega á móti, en þannig er það í dag.
Af gefnu tilefni vegna þess að ruglaðasta Útvarpsstöð landsins, Útvarp Saga hefur haldið því fram að ég blandist inn í eða hafi eitthvað með hugmyndir sr. Halldórs Gunnarssonar um sameiningu smáframboða að gera þá er allt sem þar er sagt alrangt. Framboð sem njóta mikils fylgis eða lítils eiga að koma fram á grundvelli hugsjóna og baráttu fyrir ákveðnum málefnum. Telji einhver að sameining framboða á þeim grundvelli að fáir vilji kjósa þau séu forsenda sameiningar þá er þar illa tjaldað til einnar nætur og á pólitísk fölskum forsendum.
Meginatriðið er samt sem áður það að sá þjófnaður sem stjórnmálaflokkarnir eru sammála um að stela peningum frá fólkinu í landinu til að fjármagna starfsemi sína er siðlaus og á að afnema.
12.10.2016 | 10:44
Dularklæði
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir frambjóðandi, hefur ítrekað þá skoðun,að banna eigi konum að klæðist búrkum á almannafæri og telur það andstætt hugmyndum um kvenfrelsi og jafnstöðu kynjanna
Vissulega er það rétt að reglur karlaveldisins í Arabíu sem heltekið hefur hinn Íslamska heim fyrirskipar ákveðinn klæðaburð kvenna, sem sýnir í öllum tilvikum veikari stöðu kvenna en karla, en íslamski heimurinn er ekki með sambærilegt "dess code" eða einkennisbúning fyrir karla.
Frjálslynt fólk vill að ríkið hafi sem minnst afskipti af borgurunum og við Þorgerður Katrín eigum það sameiginlegt að deila þeirri skoðun. Það þarf því mikið til að koma til að réttlæta afskipti opinberra aðila af klæðaburði einstaklinga. Slík réttlæting kemur m.a. til á grundvelli öryggissjónarmiða.
Á grundvelli öryggissjónarmiða á því að banna að fólk gangi um á almannafæri í dularklæðum. Þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða búrkur, blæjur eða grímur. Það er öryggisatriði í nútíma samfélagi að fólk gangi ekki um í dularklæðum.
Þorgerður Katrín og aðrir sem kunna að verða kosnir þingmenn í lok þessa mánaðar ættu því að bera fram frumvarp til laga um að bannað væri að klæðast dularklæðum á almannafæri með undantekningum eins og t.d. þegar um grímuball eða þess háttar atburði er að ræða. Banninu væri þá ekki beint að neinum sérstökum hópi heldur næði til allra þjóðfélagsborgara jafnt og hinn oft á tíðum furðulegi Mannréttindadómstóll Evrópu gæti þá ekki sett út á slíka lagasetningu.
8.9.2016 | 08:23
Fréttablaðið, Geert Wilders og ISIS
Stundum er athyglisvert að sjá mismunandi tök fréttamiðla á sömu frétt. Í gær sagði Fréttablaðið frá ummælum Jórdanska prinsins Zeid Ra,ad al-Hussein formanns Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann líkti baráttuaðferðum stjórnmálafólksins Geert Wilders, Donald Trump, Marine Le Pen, Nigel Farage og Viktor Orban við aðferðir ógnarsamtakana ISIS. Samlíkin ein hefði átt að kveikja allar aðvörunarbjöllur hjá fréttamiðlinum, en þess í stað þá sagði Fréttablaðið frá ummælum þessa Jórdanska prins nánast eins og þar hefði almættið einu sinni enn höndlað stóra sannleikann og greinin var að öðru leyti samfelld árás á hollenska stjórnmálamanninn Geert Wilders.
Stórblaðið Daily Telegraph fjallar um þessi sömu ummæli Jórdanska prinsins með öðrum hætti en Fréttablaðið.
Daily Telegraph gagnrýnir prinsinn fyrir að segja að frjálst markaðshagkerfi sé ógn við heiminn. Blaðið segir að Hussein prins sé heiftarlega gagnrýndur fyrir þessi ummæli sín og ummæli um Geert Wilders og aðra hægri sinnaða stjórnmálamenn. Telegraph segir að Hillel Neuer yfirmaður UN Watch tali um þetta sem "loony tweed" á sama tíma og þjóðarmorð milljóna fólks eigi sér stað, sem og þrælahald og hungur.
Það er athyglisvert að skoða þessi ummæli jórdanska prinsins ekki síst vegna þess að allar tilraunir til að stjórna á grundvelli annars en frjáls markaðshagkerfis hafa brugðist. Augljósasta dæmið í dag er Venesúela þar sem milljónir búa í dag við hungur í þessu áður auðuga landi og frjálst markaðshagkerfi hefur komið hundruðum milljóna Kínverja frá fátækt til velmegunar.
Það athyglisverðasta er samt að skoða mismunandi umfjöllun breska stórblaðsins og Fréttablaðsins. Fréttablaðið er andaktugt yfir ummælum Jórdanans og tekur því eins og Guð hafi sagt það og bergmálar skoðanir hans, en Daily Telgraph vekur athygli á hversu arfa vitlaus þessi ummæli prinsins eru.
Umfjöllun Fréttablaðsins eru í samræmi við þá glórulausu pólitísku innrætingu sem þessi fjölmiðill stundar, en sjaldan hafa þeir verið teknir eins illilega í bólinu og nú.
Meðal annarra orða. Hvernig stendur á því að Jórdanskur prins er formaður Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Í Jórdaníu njóta konur ekki sömu réttinda og karlar, mál- funda- og tjáningarfrelsi er skert. Stöðugar árásir eru á samkynhneigða og erlent verkafólk. Trúfrelsi er skert og hluti íbúanna er svipt borgaralegum réttindum af því að þeir eiga uppruna sinn í gömlu svonefndur Palestínu. Ekkert af þessu vekur athygli Fréttablaðsins, sem skrifar á stundum eins og því sé stjórnað af fréttamiðlum frá Katar eða Saudi Arabíu.
7.7.2016 | 10:20
500 þúsund deyja árlega úr malaríu og ábyrgð umhverfisverndarsinna.
Í frétt Daily Telegraph 2. júní kom fram að árlega deyja 500.000 einstaklingar vegna malaríu. Á tveggja mínútna fresti deyr barn úr malaríu. Hér er á ferðinni mannlegur harmleikur vegna áhrifa öfga umhverfisverndarsinna.
Verulegur árangur hafði náðist í baráttunni gegn malaríu fram á áttunda áratug síðustu aldar. Þá var eiturefnið DDT bannað vegna áróðurs og áhrifa öfga umhverfisverndarsinna.
DDT bjargaði uppskeru, skógum,nytjadýrum og fólki. Árið 1970 taldi stofnunin: U.S National Academy of Science:, að DDT hefði bjargað meir en 500 milljón mannslífum. Ýmsir þar á meðal vísindamenn halda því fram að DDT sé ekki skaðlegt fyrir umhverfið og ætti ekki að banna.
Á Sri Lanka voru árið 1948 voru tæplega 3 milljónir sem smituðumst af malaríu og um 8 þúsund dauðsföll á ári. Með notkun DDT þá náðist sá árangur árið 1963 að aðeins 17 voru smitaðir af malaríu og ekkert dauðsfall. Eftir að DDT var bannað fjölgaði malaríusmitum á Sri Lanka í 2.5 milljónir nokkrum árum síðar.
Hundruðir þúsunda dóu í Afríku eftir að DDT var bannað. Í Suður Ameríku gekk vel að ráða við malaríu þar sem DDT var notað.
Kostnaðurinn við að úða hús með DDT kostar um 300 krónur á ári. Önnur efni kosta margfalt meira og eru ekki eins áhrifarík.
Rík lönd sem eiga ekki við ógn malaríunar að glíma hóta fátækum löndum refsiaðgerðum ef þau nota DDT.
Þjóðkirkjan, aðrar kirkjudeildir og annað velmeinandi fólk, sem er annt um fátækt fólk, ætti að taka höndum saman um að vinna bug á malaríunni og nota áhrifaríkusta efnið sem við eigum kost á til að koma í veg fyrir að hundruðir þúsunda deyi árlega.
Væri það ekki verðugt og í raun skylduverkefni?
6.7.2016 | 22:39
Stríðsglæpamenn
Skýrsla opinberu bresku rannsóknarnefndarinnar um innrásina í Írak árið 2003 staðfestir það sem öllum átti að vera ljóst. Í fyrsta lagi voru brotin alþjóðalög. Í annan stað voru röksemdir fyrir nauðsyn innrásar rangar. Í þriðja lagi var beitt fölsunum og blekkingum, af æðstu yfirmönnum Breta og Bandaríkjanna. Í fjórða lagi þá var Saddam Hussein tilbúinn til samninga. Í fimmta lagi þá gættu hvorki Bandaríkjamenn né Bretar að öryggi hinnar hernumdu þjóðar í Írak svo sem þeim bar skylda til.
Innrásin í Írak 2003 á fölskum forsendum með lygum, í trássi við alþjóðalög ætti að duga til að draga þá sem stóðu að innrásinni fyrir alþjóðlegan stríðsglæpadómstól. Af hverju gerðu Bretar og Bandaríkjamenn þessa glórulausu vitleysu. Það er erfitt að finna svar við því. Blair og Bush var það alltaf ljóst að þeir voru að ljúga þjóðir sínar í stríð. Þáverandi utanríkisráðherra Breta sagði af sér og flutti eina af bestu ræðum sem haldnar hafa verið í breska þinginu við það tækifæri.
Ég gagnrýndi þessa innrás strax og íslensk stjórnvöld fyrir að setja okkur í hóp viljugra ríkja. Það var brot á utanríkisstefnu Íslands. Því miður fylgdum við þessari ólöglegu innrás þó það væri bara í orði.
Verða einhverjir í Bretlandi og Bandaríkjunum látnir sæta ábyrgð fyrir að hafa átt þátt í morðum og dauða tuga þúsunda einstaklinga. Það væri e.t.v. ekki úr vegi að miða þá við sömu sönnunarreglur og ábyrgðarkröfur eins og fyrrum hermenn nasista hafa þurft að sæta vegna ábyrgðar á Gyðingamorðum.
Vesturlönd geta ekki sótt einræðisherra í Afríku eina til saka og þáttakendur í upplausnarstríði Júgóslavíu, en sleppt sínum eigin mönnum sem bera ábyrgð á dauða mun fleiri.
Um aldir var um það deilt í kristna heiminum, hvort "Guðs lög" þ.e. klerkaræði eða almenn lög leikra manna skyldu vera æðri. Frægasta dæmið í Íslandssögunni um þetta, eru orð Jóns Loftssonar, Oddaverja sem mestur var höfðingi á landi hér í sinni tíð þegar hann sagði þegar biskup krafðist ættaróðals hans á grundvelli kirkjulaga:
"Heyra má ég erkibiskups boðsskap, en ráðinn er ég í að halda hann að engu og eigi hygg ég, að hann vilji betur eða viti, en mínir foreldrar Sæmundur hinn fróði og synir hans." Biskup hótaði þá að bannfæra Jón, en hann lét sig ekki og biskup þurfti frá að hverfa og var það hin mesta sneypuför.
Í kjölfar umbrota á síðmiðöldum og í kjölfar sigurs heimspeki upplýsingaaldarinnar, var oki kirkju og klerkadóms létt af þjóðum kristna heimsins. Í kjölfarið varð sú þróun,að Evrópa varð forustuálfa um tjáningafrelsi,lýðréttindi, almenn mannréttindi og lýðræði. Af því leiddu framfarir í verklagi og skipulagi sem gerði Evrópu ekki bara að forustuálfu hvað varðar réttindi einstaklingsins heldur einnig á öllum sviðum verklags og viðskipta.
Því miður hefur Íslamski heimurinn ekki gengið í gegn um sama þróunarferli og því hamlar stirnað klerkaræði framþróun í þeim löndum sem klerkaræðið ríkir og á mikið undir sér.
Svo merkilega brá við þ.29.júní s.l., að biskupinn yfir Íslandi lýsti því yfir ásamt nokkrum prelátum sínum, að kirkjulög væru eftir allt saman æðri lögum leikra manna settra á Alþingi. Biskupinn og prelátarnir sögðu að hvað svo sem menn hefðu af sér brotið þá skyldu þeir eiga kirkjugrið án þess að útfæra það frekar. Helst var að skilja að kæmist afbrotamaður í kirkju þá gætu lögleg lýðræðislega kjörin stjórnvöld ekki komið fram lögum. Þessi skoðun biskups er afturhvarf til viðhorfa sem voru við lýði í kirkjurétti fyrir um 800 árum, en eru fyrir löngu aflögð, sem betur fer, lýðræði og borgaralegum réttindum til heilla.
Það er ekkert í íslenskum lögum, sem veitir sökuðum mönnum eða afbrotafólki vernd í kristnum kirkjum. Það væri ósvinna hin mesta að ætla að færa það í lög nú eða af kirkjunni að ætla að taka sér það vald. Þá yrði farið á svig við grunnréttinn um jafnrétti borgaranna hvað þá trúfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Þeir sem ekki kæmust í kirkju yrðu dæmdir og tuktaðir en þeir sem í kirkjuna kæmust fengju að sinna störfum kórdrengja allt undir náð biskupsins og preláta hennar. Hætt er þó við að þeir yrðu seint hvítskúraðir kórdrengir.
Í Laugarneskirkju var fyrir mannsöfnuður nokkur þ.29 júní og vildi varna því að lögreglan gæti framfylgt lögum. Allt var undirbúið og leikritið æft. Myndavélum var komið fyrir í áróðursskyni fyrir aðstandendur "opinna landamæra" og gott fólk sem vill ekkert illt sjá eða heyra. Prelátarnir og aðrir sem að þessu stóðu og rugluðu um kirkjugrið í fyrirfram tilbúnu leikverki sínu, voru í raun að gerast brotlegir við 106.gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og eftir atvikum einnig 107.gr.sömu laga.
Viðbrögðin létu ekki á sér standa öfgatrúleysingjafélagið Vantrú lýsti yfir stuðningi við þetta framferði Biskupsins yfir Íslandi og preláta hennar í Laugarneskirkju og stór hópur fólks sem þekkt hefur verið fyrir þjónkun við ákveðin kristnifjandsamlega isma máttu vart vatni halda af gleði yfir þessari lagalegu sjálftöku prelátanna í Laugarneskirkju. Fréttastofa RÚV sýndi áróðursmyndbandið svikalaust og Fréttablaðið sagði að fólk væri almennt slegið óhug yfir aðgerðum lögreglunnar. Sá óhugur virðist þó mjög staðbundinn við andstæðinga kirkju og kristni, biskupinn og legáta hennar.
Innanríkisráðherrann hafði það eitt að segja um málið að lögreglan væri sífellt að skoða verkferla sína. Það er heldur betur munur fyrir lögreglu og Útlendingastofnun að hafa yfirmann eins og Innanríkisráðherra sem stendur aldrei með sínu fólki og lögunum í landinu heldur sýnir í besta falli hlutleysi eða gengur þá í lið með upplausnaröflunum.
Nú hlítur það að vera verkefni ríkissaksóknara að kalla eftir rannsókn á málinu með tilliti til þess hvort prelátarnir og eftir atvikum biskupinn hafi brotið gegn 106.gr. sbr. 107.gr. almennra hegningarlaga. Ríkissaksóknara er þó nokkur vorkunn að ætla að framfylgja lögum í landinu og lögboðnum starfsskyldum sínum að þessu leyti þar sem að hennar æðsti yfirmaður mundi þá e.t.v. gera kröfu um endurskoðun á öllum verkferlum og fordæma það að saksóknari hagaði störfum sínum með þeim hætti að allir væru jafnir fyrir lögunum.
Vitið þér enn eða hvað?
13.6.2016 | 20:59
Einu sinni enn
Enn eitt hryðjuverk Íslamista var framið í Orlando í Banaríkjunum í gær. Hryðjuverkamaðurinn réðist þar að hinsegin fólki vegna þess að hann telur að það sé brotlegt við lög Allah og hafi hvorki mannréttindi né tilverurétt. Þessi morð á samkynhneigðum eru ekkert einsdæmi. Vítt og breitt um hinn Íslamska heim hafa verið framin hryðjuverk og fjöldamorð á hinsegin fólki.
Þegar Obama segir það nú einu sinni enn að þetta hryðjuverk hafi ekkert með Íslam að gera þá hljómar hann eins og maðurinn sem endurtekur stöðugt sömu mistökin og heldur að niðurstaðan breytist. Þetta hefur allt með Íslam að gera þó að því miður séu til örlitlir vanmáttugir öfgahópar annarra trúarbragða sem eru haldnir sömu fordómunum. Munurinn er sá að þeir eru fordæmdir af nánast öllum trúbræðrum sínum. Íslamistarnir sem ráðast gegn hommum og lesbíum er hins vegar hampað sem hetjum víða í hinum Íslamska heimi og jafnvel í einstaka moskum Evrópu.
Fyrir nokkru var greint frá því að Hjörtur Magni Fríkirkjuprestur hefði tekið þá geðþóttaákvörðun að bjóða safnaðarheimili Fríkirkjunnar, kristins safnaðar, til afnota fyrir öfgafyllsta trúarhóp Íslamista á Íslandi "Menningarsetur múslima" Salman Tamimi sem ekki kallar nú allt ömmu sína í boðun Múhameðstrúar hefur lýst áhyggjum vegna þessa safnaðar og segir hann fjármagnaðan frá Saudi Arabíu, þar sem kirkjur eru bannaðar og fólk jafnvel fangelsað fyrir að vera með jólatré.
Imamin eða trúarleiðtogi gistivina Hjartar Magna er Ahmad Seddeq, sem vakti athygli á því fljótlega eftir að hann hóf hina trúarlegu boðun hér á landi að "samkynhneigð stuðlaði að barnsránum og að þau börn væru síðan seld á mörkuðum". Gæti þetta verið fordómar gagnvart samkynhneigðum Hjörtur Magni. Það hefur e.t.v. farið framhjá þér.
Imamin Seddeq hefur einnig lýst nauðsynlegu að konur séu með hulið hárið utandyra til að koma í veg fyrir framhjáhald. Orsakasamhengið liggur að vísu ekki í augum uppi nema menn trúi þeim kennisetningum í öfga Íslam sem stuðlar að kvennakúgun.
Hjörtur Magni virðist ekki átta sig á að það fer fram barátta milli hins kristna menningar- og trúarbragðaheims og hins Íslamska. Hann virðist ekki átta sig á að þeir sem hann hefur boðið velkomna í safnaðarheimili Fríkirkjusafnaðar eru andstæðingar kristi og kirkju, en ekki nóg með það þeir eru á móti þeim sjónarmiðum Upplýsingastefnunnar sem mótaði Evrópska menningu, lýðræði, mannréttindi og hófsamleg kristin gildi.
Hjörtur Magni hagar sér með sama hætti og hefði Rauðhetta boðið Úlfinum að dvelja hjá henni og ömmu sinni.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 20
- Sl. sólarhring: 739
- Sl. viku: 3122
- Frá upphafi: 2515867
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 2863
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson