Færsluflokkur: Kjaramál
9.3.2019 | 11:26
Hverjir standa undir verðmætasköpun í þjóðfélaginu?
Mér skilst að um helmingur vinnandi fólks séu opinberir starfsmenn. Ansi hátt og raunar allt of hátt hlutfall. Nánast allir sem vinna hjá hinu opinbera eru af íslensku bergi brotnir.
Þá er spurningin hvað stór hluti þeirra sem vinna á almenna vinnumarkaðnum þ.e. annarsstaðar en hjá hinu opinbera eru af íslensku bergi brotnir og hvað margir af erlendu. Þetta hefur fyrst og fremst þýðingu til að gera sér grein fyrir því hvernig íslenskt þjóðfélag er að þróast.
Sé það rétt að um eða yfir helmingur vinnuaflsins vinni beint hjá hinu opinbera þá er það alvarleg þróun, sem getur ekki leitt til annars en kjararýrnunar í framtíðinni. Verðmætasköpunin fer ekki fram hjá ríki og bæ, en þrátt fyrir það stendur ríkisstjórnin fyrir aukningu útgjalda um rúma 100 milljarða á tveimur árum.
Þá er líka í framhaldi af því spurning hvort þannig sé fyrir okkur komið að vegna stöðugrar útþennslu ríkisbáknsins, þá þurfum við að flytja inn starfsfólk til að sinna arðbærum störfum því annars ætti verðmætasköpunin sér ekki stað í sama mæli. Já og minni hluti starfsfólks á almennum vinnumarkaði standi í raun undir verðmætasköpun í þjóðfélaginu.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.3.2019 | 18:24
Er íslenska ekki okkar mál?
Skv. myndum af kröfugerðargöngu verkfallkvenna þá hafa þær uppi mótmælaspjöld og vígorð, öll á ensku en ekkert á íslensku. Ef til vill er það vegna þess, að langstærsti hópur þeirra lægst launuðu eru útlendingar sem hafa komið hingað til að sækja betri kjör en þeim bjóðast í sínu heimalandi. Sé það raunin þá er óneitanlega dálítið nöturlegt, að sum vígorðin á kröfuspjöldunum vísa til þess hvað okkar þjóðfélag sé slæmt. Sé það raunin af hverju fer þá ekki erlent verkafólk eitthvað annað þar sem þjóðfélagið er betra og af hverju kom það í fyrsta lagi.
Að sjálfsögðu á allt fólk á vinnumarkaði rétt á lögmætum launagreiðslum og kjörum sem og að halda úti kjarabaráttu. En væri ekki eðlilegt að það væri gert á íslenskum forsendum á íslensku án fordæmingar þeirra útlendinga sem hingað koma, til að sækja betri kjör en það fær annarstaðar, á þjóðfélagi okkar.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.12.2018 | 19:57
Þjóðarsjóður
Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann lýsir svonefndum þjóðarsjóði sem meiningin er að setja á laggirnar með framlögum frá skattgreiðendum með millilendingu í ríkissjóði. Svo virðist sem þessi þjóðarsjóður eigi að vera eins konar vogunarsjóður til að takmarka áhættu Íslands komi til óvæntra náttúruhamfara eða einhvers sem jafna má til slíks.
Fjármálaráðherra lýsir því að fjármunir þjóðarsjóðsins verði ávaxtaðir erlendis. Röksemdirnar fyrir því eru vægast sagt veikar og í andstöðu við þá hugmyndafræði sem t.d. Eyjólfur Konráð Jónsson fyrrum þingmaður flokksins og ritstjóri Morgunblaðsins boðaði á sínum tíma.
Ekki verður séð að þessi vogunarsjóður ríkisins bæti miklu við varðandi hagsmuni almennings í landinu.
Það er hins vegar til sjóður sem gerir það og það er sjóður íbúa Alaska sem heitir "The Permanent Fund" sá sjóður nýtur ávaxta náttúruauðlinda Alaska aðallega olíunnar og eftir að fjármunir hafa verið teknir frá til rekstrar og nátturlegs viðhalds þá er því sem eftir er dreift til íbúa Alaska. Ekki skiptir þar máli hvor þú ert 90 ára eða eins árs.
Árið 2015 voru greiddar USD 2.072 til hvers íbúa Alaska úr sjóðnum eða kr. 257.000 á hvern íbúa. Hver fjögurra manna fjölskylda fær þannig rúma milljón skattfrjálst. Væri ekki meira vit í að stofna slíkan sjóð og deila út arði af þjóðarauðlindunum eins og t.d. fiskimiðunum o.fl. til fólksins í landinu. Það væri búbót fyrir vísitölufjölskylduna að fá um milljón úr þjóðarsjóðnum og það mundi leiða til mun meira öryggis en að stofna vogunarsjóð til að leika sér með peninga almennings í landinu vegna þess að ef til vill gæti eitthvað vont gerst einhvern tímann.
Má minna á að lífeyrissjóðirnir töpuðu rúmlega 500 milljörðum árið 2008 að hluta til vegna fjárfestinga sem vogunarsjóðir.
Sjálfstæðisflokkurinn hafði einu sinni þá skoðun að almenningur gæti betur ávaxtað sitt pund sjálfur. Væri ekki ráð að hverfa til þeirrar stefnu aftur.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.12.2018 | 12:08
Mótmæli Guljakkana í Frakklandi. Eiga þau erndi við okkur?
Skoðanakannanir sýna að mótmæli þeirra sem kallaðir er gulu jakkarnir í Frakklandi vegna klæðaburðar þeirra í mótmælunum njóta stuðnings um 77% þjóðarinnar. Á sama tíma mælist stuðningur við Macron Frakklandsforseta 24%.
Mótmæli Gulu jakkanna eru gegn háu vöruverði og háskattastefnu ríkisins. Fólkið vill ekki borga endalaust fyrir ríkisstjórn,sem virðist ekki hafa hæfi til að takmarka ríkisútgjöldin ekki frekar en sú íslenska.
Það sem hleypti mótmælunum af stað var m.a. hækkun á bensínverði í því skyni að vinna gegn meintri hlýnun andrúmsloftsins. Frökkum er greinilega nóg boðið, en svar Macron er að búa til sérstakt loftslagsráð.
Mótmælin hafa breiðst út til annarra landa og það sem er merkilegt við þau er að þau virðast sjálfsprottinn og engin stjórnmálasamtök standa á bak við þau svo vitað sé. Ef til vill sýnir það hversu fjarlæg stjórnmálaelítan og fjölmiðlaelítan er orðin almenningi.
Hér hafa verið lagðir á himinháir skattar vegna trúarbragða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og félaga á hnattræna hlýnun af mannavöldum, en almenningur lætur það yfir sig ganga
Svo virðist líka sem að íslensk þjóð ætli líka að láta það yfir sig ganga að ríkisstjórnin skrifi þegjandi og hljóðalaust undir samning Sameinuðu þjóðanna um afsal fullveldis varðandi innflytjendamál. Það mun leiða til enn meiri skattheimtu vegna fjölgunar velferðar innflytjenda.
Þá hefur almenningur í þessu landi sýnt ótrúlegt afskiptaleysi af því með hvaða hætti okrið í þjóðfélaginu er látið afskiptalaust.
Við búum við hæstu vexti og verstu lánakjör í okkar heimshluta.
Við búum við verðtryggingu af neytendalánum.
Við búum við hæsta vöruverð í okkar heimshluta og sennilega í veröldinni.
Við búum við kerfi þar sem ungt fólk fær ekki úthlutað lóðum á Stór Reykjavíkursvæðinu til að geta komið sér þaki yfir höfuðið. en stjórnmálaeltían virðist sammála um að við lóðaúthlutun skuli byggingarfélög og leigufélög hafa forgang.
Er ekki kominn tími til þess að við sláumst í hóp með Gulu jökkunum í Frakklandi og mótmælum öll gjörspilltu ríkiskerfi þar sem stjórnmálaelítan gerir ekkert til að draga úr skattpíningu á borgarana og telur að sér komi ekki við að okursamfélagið gagnvart neytendum fái að dafna og þroskast óáreitt af stjórnvöldum.
Ef til vill raska stjórnvöld við sér þegar síðasti ferðamaðurinn þakkar fyrir sig. En er ekki ástæða til að fólkið í landinu láti í sér heyra fyrr og hafni því að lífskjör á Íslandi fari versnandi vegna skattaokurs, lánaokurs og okurs á vörum og þjónustu?
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.11.2018 | 18:19
Forsætisráðherra boðar lakari lífskjör
Á fundi VG og verkalýðshreyfingarinnar í dag var athyglisvert að heyra, að forsætisráðherra segir að hagvaxtarstefnan sé að líða undir lok og horfa þyrfti til jafnvægis umhverfisþátta, efnahagsþátta og félagslegra þátta. Þá sagði forsætisráðherra að við gerð kjarasamninga þyrfti að hafa í huga hvernig ætti að takast á við loftslagsbreytingar.
Boðskapur forsætisráðherra er athyglisverður. Boðuð eru versnandi lífskjör og efnahagskerfinu sem hefur bætt lífskjörin hvar sem er í heiminum er hafnað. Hugmyndafræði frjálsrar samkeppni og hagvaxtar er úrelt að mati forsætisráðherra. Nú skal takast á við loftslagsbreytingar og launþegar verða að axla ábyrgð á því og þola versnandi lífskjör þar sem að hagvaxtarstefnan hefur runnið sitt skeið á enda.
Í fréttum af fundinum kemur ekki fram hvernig verkalýðsleiðtogarnir tóku þessum heimspekilegu vangaveltum forsætisráðherra, en miðað við það sem sagt er af ræðu formanns Eflingar þá rímar hún ekki við stöðnunarhjal forsætisráðherra. Sólveig sagði að samið yrðu um krónur og aura og af sjálfu leiðir að fleiri krónur og aurar koma ekki í launaumslag launþega nema fylgt sé stefnu hagvaxtar. Svo einfalt er það.
Vinstri Græn þurfa að útfæra þá stefnu sem er að taka við af hagvaxtarstefnunni að mati formanns þeirra. Einkum verður fróðlegt að fá að vita með hvaða hætti VG sér að hægt sé að bæta stöðu fólksins í landinu með stefnu stöðunar, minnkandi framleiðslu, auknum sköttum og ríkisstyrktu grænu hagkerfi.
Fróðlegt væri einnig að fá að vita hvort verkalýðsleiðtogunum, sem hlustuðu á þennan boðskap forsætisráðherra hafi fundið einhvern samhljóm með skoðunum hennar og séu tilbúnir til að sætta sig við að félagsmenn þeirra þurfi að búa sig undir versnandi lífskjör í framtíðinni.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.10.2018 | 08:33
Kynbundinn launamunur?
Ekki er ágreiningur um það að kynbundinn launamunur er fyrir hendi í þjóðfélaginu. Ágreiningur er um hvað hann er mikill. Það er heldur ekki ágreiningur um að eyða þurfi kynbundnum launamun og greiða skuli sömu laun fyrir sömu vinnu óháð kynferði.
Öllum ætti að vera ljóst, að vinni Sigríður helmingi lengri vinnutíma en Sigurður og fái helmingi meira kaup, þá er ekki um kynbundinn launamun að ræða heldur fá þau sömu laun fyrir sömu vinnu.
Á þessa staðreynd benti Sigríður Andersen dómsmálaráðherra og þess vegna væru tölur um kynbundin launamun, sem unnið væri út frá m.a. af talskonum gegn launamisrétti, rangar. Þetta leiddi til þess, að Sigríður fékk á sig fordæmingu úr ýmsum áttum. En engin gagnrýnandanna talaði um nauðsyn þess að fá betri tölfræðileg gögn til að vinna út frá til að umræðan væri byggð á þeim raunveruleika sem um er að ræða, en ekki tilbúningi á grundvelli fórnarlambavæðingar.
Frá því var skýrt í Bretlandi á föstudaginn var að skv. tölfræðilegum upplýsingum frá ONS (breska hagstofan) væri engin kynbundinn launamunur hjá fólki undir 40 ára aldri (launamunurinn sem var mældur var undir 2% sem er innan skekkjumarka)Kynbundin launamunur starfsfólks í fullu starfi mældist þó 8.6% í Bretlandi og það er að sjálfsögðu talið óviðunandi, þó verulega hafi þokast í rétta átt.
Engin ágreiningur er um það að útrýma beri kynbundnum launamun og það er ekki sérstakt baráttumál kvenna heldur baráttumál allra sem vilja jafnstöðu borgaranna í þjóðfélaginu. Engin pólitískur ágreiningur er um þessa stefnu og þessvegna er það aumkunarvert þegar einstakir stjórnmálamenn reyna að slá sig pólitískt til riddara réttlætisins með orðhengilshætti í málum eins og þessum.
Nauðsynlegt er að Hagstofan mæli kynbundin launamun í mismunandi aldurshópum og hjá fólki sem vinnur fullan starfsdag til að fá betri tölfræðileg gögn og tala um vandann út frá raunverulegum staðreyndum en ekki tilbúnum.
Forsenda þess að ná árangri í þessum efnum eins og mörgum öðrum, er að vinna út frá réttum forsendum eins og Sigríður Andersen bendir réttilega á.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2018 | 21:42
Tillögur hinnar "róttæku" verkalýðshreyfingar ganga ekki nógu langt
Sú var tíðin að Sjálfstæðisflokkurinn barðist hart gegn auknum ríkisútgjöldum og aukinni skattheimtu. Eftir að ríkisbáknið hefur þanist út m.a. vegna aðhaldsleysis Sjálfstæðisflokksins og þáttöku í velferðaryfirboðum hinna flokkanna, er skattheimtan á launafólk í landinu orðin óbærileg.
Sú var líka tíðin að verkalýðshreyfingin þrýsti á um félagsmálapakka og aðrar aðgerðir sem miðuðu að því að stækka ríkisbáknið og mæltu samhliða með aukinn skattheimtu því eitt leiddi af öðru. Nú krefst það sem er kallað hin "róttæka" verkalýðshreyfing að skattleysismörk verði hækkuð í rúmar 400 þúsundir, semsagt veruleg skattalækkun á launafólk í landinu.
Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra finnur þessum hugmyndum verkalýðshreyfingarinnar allt til foráttu en setur ekki fram neinar hugmyndir um skattkerfisbreytingar eða sparnað.
Ef eitthvað er þá ganga hugmyndir "róttæku" verkalýðsforustunar varðandi skattleysismörk ekki nógu og langt. Það á ekki að skattleggja tekjur undir 500 þúsund krónum. Er ekki kominn tími til að gefa launþegum sem enn nenna og geta unnið tækifæri til að njóta atvinnutekna sinna í ríkara mæli?
Væru skattleysismörk hækkuð í 500 þúsund krónur þá þyrfti ekki að eyða tímanum í að tala um frítekjumark ákveðinna hópa. Draga mundi úr svartri atvinnustarfsemi og aukinn hvati væri til þess hjá ýmsum að auka tekjur sínar, sem mundi leiða til aukinnar einkaneyslu en hluti þess mundi síðan renna í ríkissjóð í formi óbeinna skatta. Tekjuskerðing ríkisins yrði því mun minni en möppudýrin í fjármálaráðuneytinu segja fjármálaráðerra að raunin verði.
Allt er þetta spurning um pólitískan vilja og grundvallarstefnu í pólitík. Vilji stjórnmálamenn draga úr bákninu þá er það hægur vandi þar sem að á það hefur verið hlaðið alla þessa öld og auðvelt að skera verulega niður. Bara bruðlið og óráðssían kostar laun þúsunda láglaunafólks.
Burt með báknið og burt með ofurskattana. Með því bætum við lífskjör í landinu og gerum ungu fólki auðveldara að hasla sér völl í þjóðfélaginu verða eignafólk.
En því miður virðast þeir sem helst ættu að mæla fyrir sparnaði og ráðdeild í ríkisbúskapnum vilja einhenda sér í aukna samneyslu og gæluverkefni í stórum stíl á kostnað skattgreiðenda og eru því orðnir hluti af því sósíalska kerfi ánauðar og ofurskattheimtu sem dregur mátt úr þjóðinni.
Við það er ekki hægt að una.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.9.2018 | 15:32
Eru bara sumir verðugir launa sinna?
Gjörskyggnir Íslendingar gerðu sér grein fyrir því, að kæmi til þess, að alþingisfólk tæki sér 44% launahækkun skv. niðurstöðu Kjararáðs um launakjör alþingisfólks og háembættismanna, þá mundi það leiða til ófarnaðar í þjóðfélaginu.
Sumir urðu til að vara við þ.á.m.Styrmir Gunnarsson fyrrum ritstjóri, sá sem þetta ritar og margir fleiri. En stjórnmálastéttin lét sér þau varnaðarorð í léttu rúmi liggja. Pólitísk samstaða myndaðist um það á Alþingi að þingmenn tækju sér 44% launahækkun.
Í frétt í Fréttablaðinu í dag segir fyrrum fjármálastjóri Alþingis Karl M. Kristjánsson frá því þegar hann var kosinn í sveitarstjórn í litlu hreppsfélagi við höfuðborgina, þá hafi hann séð, að þar höfðu sveitartjórnarmenn hækkað greiðslur til sín og nefndarlaun um það sama og alþingisfólk skammtaði sér.
Karl bendir á, að á sama tíma hafi laun fólksins sem vinnur fyrir sveitarstjórnirnar ekki fengið neina launahækkun. Sama gildir raunar um ríkisstarfsfólk. Þrátt fyrir að þingfólk hafi hækkað laun sín um 44% þá datt því ekki í hug, að skrifstofulýðurinn hjá ríkinu eða aðrir launaþrælar þar á bæ ættu rétt á nokkurri launahækkun í líkingu við fína fólkið á Alþingi eða í sveitarstjórnum.
Þá hefur komið í ljós að bæjar- og sveitarstjórar höfðu tekið sér gríðarlegar launahækkanir víða jafnvel umfram það sem Kjararáð skenkti alþingisfólki svo rausnarlega.
Finnst stjórnmálastéttinni virkilega skrýtið að almennt launafólk telji sig eiga rétt til kjarabóta til jafns við það fólk, sem að hluta til mundi ekki einu sinni fá vinnu væri það á hinum almenna vinnumarkaði og engin nein ofurlaun?
Hætt er við að stjórnmálafólk sem þannig hagar sér þrjóti örendið fyrr fremur en síðar. Alla vega ættu kjósendur að hlutast til um það.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2018 | 11:20
Öreigar allra landa sameinist - hvað?
Vígorð kommúnista "Öreigar allra landa sameinist". Í síðustu málsgrein kommúnistaávarps Karls Marx og Friedrich Engels á undan vígorðinu segir: "Kommúnistar álíta sér ekki sæmandi að leyna skoðunum sínum og áformum. Þeir lýsa því opinberlega yfir að tilgangi þeirra verði aðeins náð í alsherjarbyltingu. Látum ríkjandi stéttir skjálfa af ótta við kommúnistabyltinguna. Öreigarnir hafa þar engu að tapa öðru en hlekkjunum. En þeir hafa heilan heim að vinna".
Þeir verkalýsðleiðtogar og aðrir sem taka sér þetta vígorð "Öreigar allra landa sameinist" í munn, verða að átta sig á að þetta er vígorð og herhvöt um kommúníska allsherjarbyltingu. Þeir sem eiga ekki samleið með slíkri hugmyndafræði ættu því að sleppa þessu vígorði.
Á þeim 170 árum sem liðin eru frá því að Kommúnistaávarpið kom út hafa ýmis tilbrigði kommúnískra byltinga og stjórnarhátta verið prófuð í fjölda landa. Niðurstaðan er alls staðar sú sama. Harðstjórn, fjöldamorð, aukin fátækt og eymd, öreigum fjölgar.
Fólk ætti ekki að gleyma morðum Stalíns á tugum milljóna eða stóra stökks Mao framávið sem kostaði tugi milljóna lífið auk menningarbyltingarinnar þar sem fjöldaaftökur voru algengar. Ógnarstjórnin í Kambódíu undir stjórn Rauðu Khmerana ætti líka að vera víti til varnaðar þar sem stór hluti landsmanna dó eða var drepinn vegna stjórnarhátta kommúnistanna.
Kommúnistastjórnir hafa aldrei gefið öreigum betra líf heldur fjölgað þeim þar sem þeir hafa komist til valda. Engin hugmyndafræði hefur kostað fleiri mannslíf en kommúnisminn.
Sovétríkin dóu vegna þess að þau gátu á endanum ekki brauðfætt sig. Hungursneyð var víðtæk í ýmsum hérðum Kína allt til þess að kommúnistastjórnin þar fór að heimila markaðshagkerfinu að vinna í landinu. Síðan þá hafa milljónir öreiga orðið eignafólk.
Gjaldþrot kommúnismans blasir allsstaðar við,þar sem hann hefur verið reyndur. Samt telja ýmsir sæmandi að taka helsta vígorð herhvöt kommúnistabyltingarinnar sér í munn.
Í dag er annar hópur þjóðfélagsins sem þarf að sameinast og rísa upp en það eru skattgreiðendur, sem eru þrautpíndasti hópur samfélagsins, sem þarf að greiða um helming launatekna sinna í einu eða öðru formi til hins opinbera. Skattpíningin veldur því,að stórir hópar eiga þess ekki kost að spara til eignauppbyggingar. Ríkiskerfið og bákn sveitarfélaganna stækkar og stækkar ár frá ári og hindrar borgarana í að spara og skapa sér bætt lífskjör.
Besta kjarabót launþega er sú að persónuafsláttur verði hækkaður verulega og hlutfall skatta af lágum og meðaltekjum lækkaður verulega. Allir mundu hafa hag af því að umgjörðin um vinnu einstaklinga og smáfyrirtækja í atvinnurekstri yrðu einfölduð og gjöld lækkuð. Með því móti væri hægt að lyfta fleirum og fleirum frá fátækt til bjargálna og koma fleirum og fleirum úr stétt öreiga í stétt eignafólks.
Með því að virkja dugnað, áræði, útsjónasemi og sparnað fólks og gefa hinum vinnandi einstaklingi kost á því að spara til eignauppbyggingar í stað þess að hirða allt af honum í skatta, umfram brýnustu lífsnauðsynjar, vinnum við best gegn fátækt, örbirgð og því að öreigar verði í landinu.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.3.2018 | 08:13
Elítan er fylgislaus
Stórsigur Sólveigar Önnu Jónsdóttur í Eflingu er með athyglisverðustu fréttum síðustu daga. Sólveig Anna sem er uppreisnarmaður gegn elítunni í verkalýððshreyfingunni fékk yfir 80% greiddra atkvæða og rúm 2000 atkvæði, en elítunni með allt sitt hafurtask fékka aðeins 500 atkvæði.
Innan við 16% félagsmanna í Eflingu greiddu atkvæði. Fráfarandi stjórn og trúnaðarráð fékk því aðeins stuðning 3% þeirra sem voru á kjörskrá. Sú niðurstaða segir sína sögu um það hvað verkalýðsforustan er sambandslaus við félaga sína.
Ef til vill segir þetta líka þá sögu að helstu baráttumál verkalýðshreyfingarinnar með Gylfa Arnbjörnsson formann ASÍ í fylkingarbrjósti, á ekki stuðning í hreyfingunni sjálfri. Gylfi er eindreginn stuðningsmaður verðtryggingar og forgangs lífeyrissjóða umfram hagsmuni launafólks í landinu. Kjör Sólveigar Önnu nú og Ragnars Ingólfssonar í VR er eftir því sem best verður séð, uppreisn gegn þessari stefnu Gylfa, sem Efling hefur fylgt algjörlega og möglunarlaust.
Ef til vill er nú lag að þau Sólveig Anna, Ragnar Ingólfsson og Aðalsteinn Baldursson undir forustu hins einarða Vilhjálms Birgissonar verkalýðsleiðtoga á Akranesi nái fram verulegum áherslubreytingum í verkalýðsbaráttunni gegn verðtryggingu, lífeyrisfurstum og ofursköttum á atvinnutekjur, til hagsbóta fyrir vinnandi fólk á Íslandi.
Raunverulegar kjarabætur felast í afnámi verðtryggingar og lækkun tekjuskatta. En gamaldags barátta um krónur og aura eru líklegar til að valda verðbólgu og gengisfellingu öllum til ills nema fjármagnseigendum og verðtryggingarfurstum.
Hins vegar verður verkalýðshreyfingin að gera þá ófrávíkjanlegu kröfu að launakjör hinnar nýju stéttar kjararáðsarðræningjanna (hin íslenska Nomen klatura) verði færð niður til samræmis við önnur launakjör í landinu. Allt annað er óásættanlegt. Samspilltu stjórnmálaflokkarnir ætla sér ekkert að gera í því máli. Þessvegna reynir á hina nýju forustu í verkalýðshreyfingunni að gæta raunverulegra hagsmuna almenns lauanfólks og berjast gegn ofurlaunastefnu ríkisins til hagsbóta fyrir stjórnmálafólk og æðsta embættisfólk.
Farsæl barátta verkalýðshreyfingarinnar er þjóðarhagur.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 30
- Sl. sólarhring: 257
- Sl. viku: 3531
- Frá upphafi: 2513335
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 3307
- Gestir í dag: 30
- IP-tölur í dag: 30
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson