Færsluflokkur: Umhverfismál
16.9.2019 | 08:03
Það er ljótt að hræða börn
Þrátt fyrir að sú staðreynd ætti að vera alkunnug, að það er ljótt að hræða börn, þá hefur það viðgengist um aldir. Grýla átti að borða óþekk börn og víða um heim voru börn hrædd með forynjum og jafnvel refsimætti almættisins ef vikið væri af vegi dyggðanna.
Nú hefur tekið við ný tegund af hræðsluáróðri gagnvart börnum, en þeim er talin trú um að heimurinn sé að farast vegna þess, að hlýnun jarðar sé slík að það muni enda með helvítislogum á jörðu innan fárra ára ef þau og aðrir tileinki sér ekki vegi dyggðarinnar og jafnvel þó það verði gert, þá sé spurning hvort jörðinni verði bjargað.
Í umfjöllun blaðsins Daily Telegraph í dag er sagt frá því að vaxandi fjöldi barna og unglinga eigi við mikla vanlíðan að stríða og þurfi að fá hjálp, sálfræðinga og geðlækna vegna ótta við hamfarir og/eða heimsenda vegna hamfarahlýnunar.
Í greininni segir að það sem valdi helst vanlíðan unga fólksins sé áróður samtaka eins og Extincition Rebellion, skógarelda í Amason, en síðast en ekki síst heimsendaspá unglingsins Gretu Thunberg, sem segir í boðskap sínum við unga fólkið "Við munum öll deyja" vegna loftslagshlýnunar af mannavöldum.
Þá spáði ríkisarfinn Karl Bretaprins fyrir um endalok jarðar fyrir mögrum árum. Skv. spá hans þá áttu endalokin að verða fyrir rúmu einu og hálfu ári. Nú hefur hann birt nýja spá, þar sem hann framlengir tímann fram að heimsenda um 3 ár frá miðju árinu 2019.
Harry sonur hans lætur sitt ekki eftir liggja á sama tíma og hann flýgur með einkaþotum nokkrum sinnum í mánuði, segir hann börnum á Bretlandi, að við séum eins og froskar í sjóðandi vatni og það verði bara verra.
Í grein DT er sérstaklega vikið að því að foreldrar verði að segja börnum sínum hvað séu staðreyndir og hvað sé áróður. Þannig verði þeir að gera börnum sínum grein fyrir því að það sé algjör óvissa um hugsanlegar afleiðingar meintrar loftslagshlýnunar.
Hér á landi hafa unglingar verið hvattir til að skrópa í skólanum og mótmæla hamfarahlýnun og það með velvilja og jafnvel hvatningu kennara. Fjöldi skólamanna hefur tekið þá afstöðu að það sé í lagi að skrópa í skólanum í þágu baráttu fyrir að þeirra mati góðu málefni. Sem nú er komið í þann farveg vegna heimsendaspánna að börn og unglingar eru algjörlega ráðvillt vegna öfgaáróðursins og þurfa að leita sér lækninganna vegna lygaáróðursins sem að þeim er ítrekað haldið af leikbrúðum eins og Gretu Thunberg, forréttindaaðlinum eins og þeim Karli og Harry, óábyrgjum stjórnmálamönnum og fréttaelítunni. Þar fer fréttastofa RÚV framarlega í flokki.
Staðreyndin er sú, að jafnvel þó að fallist yrði algjörlega á sjónarmið hlýnunarsinna um að hiti geti aukist á jörðinni með óbreyttum lífsháttum mannsins um 2-4 gráður á næstu hundrað árum, þá er engin vá fyrir dyrum. Líf og starf yrði með svipuðum hætti og verið hefur, en fólki hér á landi mundi sennilega líða betur og njóta sambærilegra hlýinda og landnámsmennirnir gerðu.
14.9.2019 | 09:39
Pólitískt einelti RÚV gagnvart Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni
Áhugi fréttstofu Ríkisútvarpsins og þess vegna krakkafrétta á því að koma ákveðnum áróðursboðskap á framfæri verður stöðugt meira áberandi. En það er ekki bara áróður á hugmyndafræðilegum grundvelli sem heltekur þess fréttaveitu. Fréttastofan mismunar fólki eftir skoðunum og leggur einstaka einstaklinga í einelti. Um þessar mundir og síðustu misseri hefur krossferð RÚV gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrrum forsætisráðherra verið áberandi.
Sá sem þetta ritar er ekki stuðningsmaður Sigmundar Davíðs og hefur aldrei verið en það breytir því ekki að málefnalega hefur Sigmundur Davíð oft borið af í pólitískri umræðu og verið óhræddur við að taka fyrir málefni sem eru andstæð hugmyndum samræmdra skoðana meginstefnu stjórnmálamanna og fjölmiðla. Þessvegna telur fréttastofa RÚV sér skylt að leggja þennan stjórnmálamann í pólitískt einelti. Svona skoðanir eru skaðlegar, þegar kemur að þeim pólitísku trúarbrögðum, sem einkennir um margt fréttaveituna sbr. t.d. málefni ólöglegra innflytjenda og meinta hamfarahlýnun.
Í gær setti þessi fréttastofa nýtt met í furðulegheitum og tilraunum til að koma höggi á stjórnmálamann:
Fyrir nokkrum dögum varaði Petteri Taalas yfirmaður alþjóða veðurfræðistofnunanarinnar (WMO)við öfgafólki í umræðunni um loftslagsmál. Hann nefndi sem dæmi sænska unglinginn Gretu Thunberg, Al Gore o.fl. sem segja að hamfarahlýnun sé í gangi. Hann hefði eins getað nefn Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands. Það skiptir RÚV engu máli. RÚV fannst engin ástæða til að minnast á, að Katrín Jakobsdóttir er í þeim hópi, sem Taalas skilgreinir í umfjöllun sinni sem öfgafólk í loftlagsmálum. Af einhverjum ástæðum fór það alveg framhjá fréttaveitunni.
Eftir að sótt hafði verið að Taalas þá birti hann viðbótaryfirlýsingu þar sem segir að hann styðji loftslagsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og hann telji að hluti af hlýnun undanfarinna ára sé af mannavöldum. Þessi yfirlýsing varð tilefni til þess, að RÚV birti frétt, þar sem vísað var til þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefði í raun farið með fleipur eitt þegar hann í þingræðu vísaði til ummæla Taalas.
Fréttastofan gekk svo langt að spyrja Taalas beint að því hvort að þessi málflutningur Sigmundar væri ekki algjör afbökun á því sem hann hefði sagt. Taalas gerði sér greinilega grein fyrir því hverskonar viðundur í líki fréttafólks það voru sem spurðu með þessum hætti og svaraði af hógværð, að hann fylgdist ekki náið með umræðum á Alþingi.
Í frétt RÚV er samt sem áður látið að því liggja að Sigmundur Davíð hafi snúið út úr orðum Taalas og farið með fleipur í eldhúsdagsræðu sinni á Alþingi.
Skoðum það nánar:
Taalas sagði m.a.að veðurfræðingar væru alvöru vísindamenn og væru orðnir þreyttir á dómsdagsspámönnum í loftslagsmálum eins og Gretu Thunberg og Al Gore og hann nefndi fleiri til. Ef svo hefði viljað til að hann hefði fylgst með umræðum á Alþingi þá hefði hann vafalaut bætt Katrínu Jakobsdóttur við. Þessu til viðbótar sagði hann að spár væru túlkaðar til að þjóna þeiri bókstafstrú sem öfgafólkið aðhylltist og spár og útreikningar varðandi loftslagshlýnun væru ekki nógu nákvæmar.
Allt það sem Taalas sagði hefði því átt að vera efni í frétt hlutlægrar fréttastofu um það, að umræðan um loftslagsmál væri orðin öfgakennd og röng og gera grein fyrir því hvers vegna þessi vísindamaður lýsir því yfir. Jafnvel að fá Katrínu Jakobsdóttur í viðtal vegna ummæla Taalas. En nei það passaði ekki inn í pólitíska öfgatrú forsvarsmanna fréttastofunnar. Þess í stað var reynt að koma höggi á pólitískan andstæðing fréttastofunnar, Sigmund Davíð Gunnlaugsson fyrir það eitt að greina frá ummælum Taalas.
Þessi vinnubrögð eru vægast sagt ógeðfelld í lýðræðisríki, þar sem þessi fréttaveita er kostuð af skattfé landsmanna og ber skv. lögum að gæta hlutlægrar framsetningar á fréttum.
Hvað mundi fólk segja ef lögreglan mundi haga sér með svipuðum hætti gagnvart borgurum þessa lands, að leggja suma stjórnmálamenn í einelti eins og fréttastofa RÚV gerir?
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.9.2019 | 09:41
En samt er neyðarástand- eða hvað?
Trausti Jónsson veðurfræðingur upplýsir á bloggi sínu í gær, að nýliðinn ágústmánuður hafi verið sá kaldasti á landinu frá árinu 1993. Þá segir hann að sumarið í sumar sé að meðaltali 0.1 gráðu fyrir neðan meðalhita síðustu 10 ára.
Nú er það svo að íbúar Suðvesturlands telja sumarið í sumar væntanlega besta sumar sem þeir hafa upplifað. En misskipt hefur verið veðurfarsins gæðum. Kuldanepja víða á norðvestan og norðanverðu landinu í sumar leiðir til þess að meðalhitinn á landinu er lægri en undanfarin 26 ár.
Í lok síðasta árs komu mælingar opinberra aðila, sem sýndu að jöklar landsins höfðu stækkað.
Þessar staðreyndir ríma illa við fullyrðingar um hamfarahlýnun og neyðarástand vegna þess.
Fréttastofur hamast við að færa okkur fréttir af meintri hamfarahlýnun í Evrópu þegar ný hitamet eru sett og greina frá hvílíkt ógnarmagn af Grænlandsjökli sé að bráðna. Hefðbundnir stjórnmálamenn krefjast aðgerða í formi aukinna ríkisafskipta, hækkaðs vöruverðs og skattlagningar á alþýðu manna.
Fréttastofur greina hinsvegar ekki frá því að álíka ógnarmagn af ís bætist við Grænlandsjökul ár hvert og sumarið í heild í Evrópu er ekkert óvenjulega hlýtt miðað við mælingar utan stórborga þar sem mælingar eðli máls samkvæmt verða ónákvæmar og misvísandi.
Þrátt fyrir þetta skal áfram haldið í að skattpína landslýð og selja aflátsbréf kolefnajöfnunar vegna meintrar hamfarahlýnunar og neyðarástands sem er meiri í orði en á borði og halda því að börnum að jörðin sé að farast og grípa verði ekki gripið til ofsafenginna aðgerða og verulegrar lífskjaraskerðingar þegar í stað.
27.8.2019 | 08:57
Nútíma draugasögur fyrir börn
Sinfóníutónleikar fyrir börn og unglinga, sem útvarpsstöðin BBC gekkst fyrir í Royal Albert Hall í London um daginn var lýst sem einstakri fjölskylduskemmtun. Boðskapurinn var, að jörðin væri að farast vegna hnattrænnar hlýnunar.
Tónleikarnir byrjuðu með boðskap unglingsins Gretu Thunberg, sem áróðursmeistarar hamfarahlýnunar nota í áróðursskyni. Greta sagði, að nú væri komið að sjöttu fjölda útrýmingu fólks vegna hnattrænnar hlýnunar. Lagavalið á tónleikunum var ætlað til að leggja áherslu á hve staðan væri alvarleg og víða sáust tár á hvarmi, en engin gleði á þessari "frábæru" fjölskylduskemmtun.
Gagnrýnandi stórblaðsins Daily Telegraph sagði að tónleikarnir hafi verið yfirlýsing um væntanlegar ofsafengnar náttúruhamfarir og hefðu átt að hræða ungt fólk, sem hefði ekki þroska til að takast á við svona boðskap.
Fólk sem telur sig þurfa að koma svona hamfaraboðskap á framfæri hvar sem er við hvern sem er, hvenær sem er, er ekki að gera neitt annað en að reyna að sefja fólk með áróðri. Svona framferði á meira skilt við öfgatrúarbragðahópa, en þá sem vilja bera sannleikanum vitni.
Breska þingið samþykkti án mótatkvæða í vor að það væri hamfarahlýnun og neyðarástand. Ýmsir hópar hér á landi hafa hvatt til þess, að íslenskir stjórnmálamenn geri það sama. Samt sem áður er ekkert neyðarástand og það er engin hamfarahlýnun. Þær staðreyndir æpa á þá sem hafa augu og eyru opin. Ef Alþingi Íslands lýsir einhverju slíku yfir þá æpir slík yfirlýsing á allt hugsandi og sjáandi fólk, sem yfirgengilegur loddaraleikur.
Sem betur fer varð fjölmiðlastuntið sem Andri Snær Magnason gekkst fyrir við Ok um daginn, sem var fyrst og fremst ætlað til nota í áróðri erlendis, til þess að augu margra opnuðust fyrir því hvað áróður hamfarahlýnunarsinna er óheiðarlegur. En áróðursbragðið heppnaðist vel annarsstaðar en á Íslandi. Hér veit fólk betur og halarófan sem sniglaðist upp og niður Ok í norðannepjunni var aumkunarverð, þar sem fólk stóð með sultardropana lekandi úr nefinu og hrollkalt við að boða hamfarahlýnun.
Sú mynd opnaði augu margra fyrir því að það er engin hamfarahlýnun og það er ekkert neyðarástand.
19.8.2019 | 07:50
Heimsendir er í nánd
Í samfélagi trúaðra skiptir boðunin og trúfestin oft meira máli en staðreyndir. Í gær sýndu fjölmiðlar myndir af halarófu sanntrúaðra á leiðinni upp á Ok. Fólki var kalt í norðannepjunni. Samt hélt það staðfastlega við boðun sína um hamfarahlýnun vegna loftslagsbreytinga af völdum mannsins.
Með tilkomumikilli athöfn messuðu prestar og auglýsingamenn hins nýja átrúnaðar, sem boðar að heimsendir sé í nánd ef fólk víkur ekki frá villu síns vegar, raunar eins og mörg önnur trúarbrögð fyrri alda.
Jökullinn Ok var lýstur dauður og grafinn í fyrsta sinn vegna hamfarahlýnunarinnar og þeir sem messuðu þ.á.m. forsætisráðherra sagði að þarna væri augljóst dæmi þess hve illa væri komið fyrir jörðinni vegna hamfarahlýnunarinnar. Umhverfisráðherra og meintur vísindamaður lögðu sitt til málanna í fjölmiðlaumræðunni og öll var sú boðun á sama veg.
Á leiðinni niður fjallið Ok sagðist fréttamaður RÚV verða að hraða sér niður vegna kuldans þarna í hamfarahlýnuninni.
Á samfélagsmiðlum komu þó strax efasemdaraddir. Ljósmynd úr Morgunblaðinu frá 1960 áður en hlýnun jarðar vegna aðgerða mannsins varð, sýndi að jökullinn Ok var þá jafndáinn og mátti eins grafa á því herrans ári og árið 2019 eða fyrir tæpum 60 árum. Í heimi sanntrúaðra skiptir það ekki máli. Það hefði bara eyðilagt þau hnattrænu skilaboð sem verið var að leggja inn í þann sjóð, að hér væri eitthvað mikið og merkilegt að gerast. Eitthvað sem ekki hefði gerst fyrr. Hér væri dæmi um réttmæti heimsendatrúarbragða hamfarahlýnunar af mannavöldum.
Sé það svo, að grípa þurfi til aðgerða eins og þeirra sem varpað var til heimsbyggðarinnar í gær til að sannfæra trúaða um réttmæti kenninganna, þá er spurning hvað er mikið af sambærilegum fréttum trúarhópsins jafnvitlausar og þær sem sendar vour út í gær um dánardægur jökulsins á fjallinu Ok.
En e.t.v. sannast hér það sem frægur maður sagði forðum;
Sannleikurinn er ekki kominn í skóna þegar lygin hefur farið sjö sinnum í kringum jörðina."
2.5.2019 | 08:23
Þetta skiptir engu máli.
Í gær samþykkti breska þingið án atkvæðagreiðslu að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum án þess að það sé nokkurt neyðarástand enda var látið í veðri vaka, að þessi samþykkt skipti engu máli.
Í október s.l. skrifaði fulltrúi Íslands f.h. íslensku ríkisstjórnarinnar upp á yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna í málum flóttamanna, þrátt fyrir að engar lýðræðislegar umræður færu fram um málið á Alþingi eða í stjórnsýslustofnunum. Gagnrýni við þessa málsmeðferð var svarað með þeim hætti að þessi undirskrift fyrir Íslands hönd skipti engu máli. Samt töldu á annan tug þjóðlanda m.a. Bandaríkin og mörg Evrópusambandsríki þetta skipta því máli, að þau gætu ekki samþykkt yfirlýsinguna.
Nú er okkur sagt, að samþykkt Orkupakka 3 skipti engu máli.
Athygli vekur að þjóðþing og ríkisstjórnir skuli ítrekað gangast fyrir samþykktum, sem skipta engu máli að þeirra sögn.
En skuldbindur samt þá sem samþykkja.
Ef til vill má í besta falli, kalla málatilbúnað af þessu tagi ærslafullan gleðileik ábyrgðarlausra stjórnmálamanna.
22.9.2018 | 12:14
Huglæg þráhyggja og forræðishyggja
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur verið haldinn þeirri huglægu þráhyggju, að Borgarlínan svokallaða mun leysa allan vanda í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Nú hefur Dagur eignast samherja í þessari þráhyggju, en það er Helga Vala Helgadóttir alþingiskona.
Í grein sem Helga Vala skrifar í Morgunblaðið þ.21.september s.l. fjallar hún um stórátak ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og segir að stinga megi "þessu stórátaki í loftslagsmálum strax ofan í skúffu og stimplað, falleg orð á blaði, en lítið í verki" Ég vona að hún hafi rétt fyrri sér.
Ástæða þess að Helga Vala kemst að þessari niðurstöðu varðandi stórátakið í loftslagsmálunum er sú, að ríkisstjórnin hugsar ekki um það mikilvæga skref að fækka einkabílum á götum borgarinnar. Eins og Dagur hefur hamast við að reyna að gera með litlum árangri.
Þau Dagur og Helga Vala eiga það sameiginlegt að vilja hafa vit fyrir fólki og segja því hvernig það á að hegða sér og ganga iðulega langt í forræðishyggjunni. Að þeirra mati er vont að fólk skuli aka um á einkabílum.
Nú er það svo að furðufyrirbrigði ríkisstjórnarinnar um stórátak í loftslagsmálum tekur forræðishyggju Helgu Völu og Dags fram að nokkru leyti. Skv. áætluninni á að banna fólki að kaupa og nota bíla sem brenna jarðefnaeldsneyti. En það er ekki nóg að mati Helgu Völu enn frekari tálmanir skulu lagðir í götu einkabílsins og þá er það Borgarlínan sem leysir allan vanda.
Í bið eftir Borgarlínunni mega síðan íbúar höfuðborgarsvæðisins norpa í kulda og norðangarra af því að það er gott að ferðast með þessum nýmóðins strætó og þetta forræðishyggjufólk nú í öllum flokkum telur að Borgararnir séu þess ekki umkomnir að velja sjálfir með hvaða hætti þeir telja hentugast að komast milli staða.
En jafnvel þetta er ekki nóg fyrir Helgu Völu lengra skal haldið. Spurningin er hvort hún skrifar næst pistil um að allir skuli neyddir til að borða skv. matseðli frá Lýðheilsustöð ríkisins.
9.1.2018 | 21:40
Er ekki ísinn farinn af Norðurpólnum?
Æðsti prestur trúarbragðanna um hnattrænna hlýnun af mannavöldum Al Gore, spáði því fyrir 9 árum að Norðurpóllinn yrði íslaus fyrir 2018. Annar háttsettur prestur í reglunni Karl Bretaprins sagði að allt yrði komið til fjandans um mitt ár 2017 og samkvæmt spádómi NASA átti Manhattan að vera sokkinn í sæ fyrir nokkrum árum.
Þó árið 2018 sé komið þá haggast ísinn á Norðurpólnum ekki. Sjávarborð hefur ekki hækkað og Manhattan er enn vettvangur iðandi mannlífs. Hlegið er að ruglinu í Karli Bretaprins.
Ekkert af því sem spáð hefur verið um þróun hnattrænnar hlýnunar af mannavöldum hefur reynst rétt.
Samt sem áður heldur stjórnmála- og vísindaelíltan fast í, að nauðsynlegt sé að setja hindranir í veg framleiðslufyrirtækja, og leggja skatta á einstaklinga til að fórna á altari heimstrúarbragða pólitísku veðurfræðinnar
Íslenska ríkisstjórnin lætur sitt ekki eftir liggja og þeir sem þurfa að setja bensín á bíla sína ættu að minnast þess þegar þeir greiða reikninginn að hluti hans er Katrínarskattur vegna ofangreindra trúarbragða
Þrátt fyrir að Kanada og Norður hluti Bandaríkjanna sé í dag gaddfreðinn. Meiri snjór sé nú í svissnesku og ítölsku Ölpunum en mörg undanfarin ár. Það hefur jafnvel snjóað á Sahara eyðimörkinni. Þvert á það sem Al Gore spáði um íslausan Norðurpól þá snjóar á Sahara. Þessar staðreyndir skipta talsmenn trúarbragðanna engu máli. Þeir hafa tekið trúna og margir þeirra græða á því, en við hin þurfum að borga hærri skatta og hærra vöruverð fyrir þetta rugl.
Hvernig stendur á því að þegar það liggur nú ljóst fyrir að yfirborð sjávar hefur ekkert hækkað á þessari öld. Hitastig hefur ekki breyst svo neinu nemi frá aldamótum og engin eylönd hafa farið í kaf eins og líka var spáð, að samt skuli helvítisspámenn hrikalegra hamfara vegna hlýnunar halda sem fastast við falsspár sínar - og fólk trúa þeim?
Gæti það verið vegna þess að vísindaelítan sækir gríðarlega styrki til að rannsaka hnattræna hlýnun, en þeir vísindamenn sem andæfa og segja þetta vera rugl fá ekki neitt.
Getur það verið vegna þess að hnattræna hlýnunin er orðin big business fyrir fyrirtæki m.a. með verslun á kvótum fram og til baka.
Getur það verið vegna þess að ýmsar þjóðir eins og t.d. Kína og Indland vilji ná forskoti á Vesturlönd, en að því stefnir Parísarsamkomulagði sem Trump réttilega hafnaði.
Getur það verið vegna þess að hávær grátkór eyríkja í Kyrrahafi og ríkja í Afríku og Asíu vilja fá allar trilljónirnar sem kveðið var á um í Parísarsamkomulaginu að Evrópa og Norður Ameríka skyldi greiða þeim. Eitthvað er það.
Getur það verið vegna þess að í meir en 20 ár hefur æska Vesturlanda þurft að sæta markvissri innrætingu í skólum og fjölmiðlum um þessa nýju Grýlu, sem er þó enn hrikalegri en sú sem sögð er búa í Esjunni. Á öllum öldum býr fólk sér til nýja tegund af draugasögum.
Með hverju ári koma fleiri göt á klæði hlýnunarspámannanna og á endanum mun barnið segja að þeir séu ekki í fötum - hvað skyldi þurfa að líða mörg ár þangað til og hvað skyldi ríkisstjórnin þá vera búin að ræna skattborgarana mörgum milljörðum.
6.1.2018 | 13:40
Óður til verðbólgunnar
Fyrir tilstilli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hefur kolefnagjald verið hækkað. Neytendur þurfa því að borga hærra verð fyrir bensínlítrann.
Þessar auknu álögur á neytendur færir fjármagnseigendum um 600 milljónir vegna hækkunar verðtryggðra lána. Skattahækkunin er því tvöfalt högg á neytendur. Í fyrsta lagi hækkar bensín og í öðru lagi húsnæðislán.
Af þessum aukna gróða fjármagnseigenda 600 milljónir tekur ríkið 120 milljónir til sín í fjármagnstekjuskatt. Þokkaleg búbót það fyrir ríki og fjármagnseigendur.
Með þessu er líka hlaðið í veðbólgubálköstin sem mun loga betur á þessu ári en síðustu ár vegna skatta- og eyðslustefnu ríkisstjórnarinnar.
Við afgreiðslu eyðslufjárlaganna vildi stjórnarandstaðan hækka útgjöld og álögur en þá meir. Hugtök eins og ráðdeild og sparnaður eiga ekki við í stjórnmálaheiminum og virðing fyrir skattgreiðendum og neytendum er takmörkuð eða engin.
31.7.2017 | 10:15
Virðing Alþingis. Virðing þjóðar.
Umhverfisráðherra Björt Ólafsdóttir sættir sig ekki við ráðherralaunin og hefur því hafið fyrirsætustörf fyrir tískuvörumerkið Galvan í London. Ráðherranum finnst það sæma sitja fyrir og auglýsa vörurnar með upptökum úr þingsal Alþingis lýðveldisins Íslands.
Skrifstofustjóri Alþingis segir, að þetta komi sér mjög á óvart, en strangt til tekið sé þetta ekki brot á reglum skv. því sem haft er eftir honum í Fréttablaðinu í dag. Reglurnar segir skrifstofustjórinn samt vera þær að myndatökur í einkaþágu séu óheimilar í þingsal. Erfitt er að átta sig á því fyrst myndatökur í einkaþágu séu óheimilar í þingsal, að það sé ekki brot, að Björt Ólafsdóttir láti taka af sér auglýsingamyndir í þingsal.
Nú er spurning hvort aðrir ráðherrar fara að dæmi Bjartar og drýgi ráðherralaunin með sama hætti. Þá gæti Bjarni Benediktsson auglýst Armani föt og Benedikt Jóhannesson Rolex úr. Já og Þorgerður Katrín Channel ilmvötn og samgönguráðherra Toyota. Já og allt með upptökum úr þingsal Alþingis, þar sem strangt til tekið er það ekki brot á reglum þó myndatökur í þingsal í einkaþágu séu óheimilar.
Var einhver að tala um virðingu Alþingis og virðingu þjóðar þegar ráðherra og/eða ráðherrar landsins misnota stöðu sína með þeim hætti sem Björt Ólafsdóttir gerir í tekjuöflun sinni fyrir erlent "gróðafyrirtæki" eins og hún og flokksmenn hennar hafa iðulega talað um með mikilli fyrirlitningu.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 6
- Sl. sólarhring: 438
- Sl. viku: 3843
- Frá upphafi: 2428064
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 3554
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson