Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
5.11.2018 | 08:50
Eru það ekki efnahagsmálin sem skipta mestu?
Bandaríkjamenn ganga til kosninga á morgun. Undanfarið höfum við fengið fréttir af því í ríkisfjölmiðlinum, að forseti Bandaríkjanna sé svo óvinsæll, að ætla megi að flokkur hans muni bíða afhroð í kosningunum og tapa meirihluta sínum í fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings.
Hvað svo sem líður vinsældum eða óvinsældum Donald Trump, þá getur hann státað af hlutum, sem flestir stjórnmálamenn í heiminum mundu fegnir gefa mikið fyrir að geta.
Efnahagslífið í Bandaríkjunum er í blóma. Skattalækkanirnar sem Trump stóð fyrir virðast hafa skilað sér. Atvinnuleysi er minna en nokkru sinni fyrr síðustu 50 árin. Það hefur dregið úr fátækt. Laun hækka hraðar en þau hafa gert síðasta áratuginn. Þessi atriði skipta miklu máli sbr. vígorð Bill Clinton á sínum tíma "It´s the economy" sem skiptir öllu máli.
Skoðanakannanir sýna að meirihluti kjósenda þakkar Trump hversu vel gengur í efnahagslífinu, en spurning er hvort það skilar sér í kosningunum.
Þegar svona vel gengur í efnahagslífinu þá eru samt önnur mál til umræðu í kosningabaráttunni. Engin forseti Bandaríkjanna fyrr eða síðar hefur orðið fyrir jafn óvæginni gagnrýni og Donald Trump. Þá hafa pólitískar nornaveiðar verið í gangi gegn honum frá því áður en hann tók við embætti og sérstakur rannsóknardómari hefur verið settur honum til höfuðs. Allt það fár hefur engu skilað nema útgjöldum fyrir skattgreiðendur.
Eftir aðför Demókrata að Kavanaugh Hæstréttardómara var greinilegt að kjósendum líkaði það ekki og fannst allt of langt gengið. Skoðanakannanir sýndu það ótvírætt. Nú er hins vegar spurning hvort Trump geldur fyrir nokkra sturlaða menn sem hafa framið hryðjuverk í Bandaríkjunum eða reynt það síðustu vikur. Demókratar hafa verið ósparir á að kenna Trump um, þó þessi mál séu honum jafn óviðkomandi og hryðjuverkin í Columbine voru þáverandi Bandaríkjaforseta.
Miðað við forspá og fréttaflutning Ríkisútvarpsins, þá ættu Repúblikanar að bíða afhroð sem aldrei fyrr í kosningunum á morgun þrátt fyrir frábæran árangur í efnahagsmálum. Fróðlegt verður að fylgjast með þegar talið verður upp úr alvöru kjökössum í Bandaríkjunum.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.10.2018 | 21:42
Tillögur hinnar "róttæku" verkalýðshreyfingar ganga ekki nógu langt
Sú var tíðin að Sjálfstæðisflokkurinn barðist hart gegn auknum ríkisútgjöldum og aukinni skattheimtu. Eftir að ríkisbáknið hefur þanist út m.a. vegna aðhaldsleysis Sjálfstæðisflokksins og þáttöku í velferðaryfirboðum hinna flokkanna, er skattheimtan á launafólk í landinu orðin óbærileg.
Sú var líka tíðin að verkalýðshreyfingin þrýsti á um félagsmálapakka og aðrar aðgerðir sem miðuðu að því að stækka ríkisbáknið og mæltu samhliða með aukinn skattheimtu því eitt leiddi af öðru. Nú krefst það sem er kallað hin "róttæka" verkalýðshreyfing að skattleysismörk verði hækkuð í rúmar 400 þúsundir, semsagt veruleg skattalækkun á launafólk í landinu.
Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra finnur þessum hugmyndum verkalýðshreyfingarinnar allt til foráttu en setur ekki fram neinar hugmyndir um skattkerfisbreytingar eða sparnað.
Ef eitthvað er þá ganga hugmyndir "róttæku" verkalýðsforustunar varðandi skattleysismörk ekki nógu og langt. Það á ekki að skattleggja tekjur undir 500 þúsund krónum. Er ekki kominn tími til að gefa launþegum sem enn nenna og geta unnið tækifæri til að njóta atvinnutekna sinna í ríkara mæli?
Væru skattleysismörk hækkuð í 500 þúsund krónur þá þyrfti ekki að eyða tímanum í að tala um frítekjumark ákveðinna hópa. Draga mundi úr svartri atvinnustarfsemi og aukinn hvati væri til þess hjá ýmsum að auka tekjur sínar, sem mundi leiða til aukinnar einkaneyslu en hluti þess mundi síðan renna í ríkissjóð í formi óbeinna skatta. Tekjuskerðing ríkisins yrði því mun minni en möppudýrin í fjármálaráðuneytinu segja fjármálaráðerra að raunin verði.
Allt er þetta spurning um pólitískan vilja og grundvallarstefnu í pólitík. Vilji stjórnmálamenn draga úr bákninu þá er það hægur vandi þar sem að á það hefur verið hlaðið alla þessa öld og auðvelt að skera verulega niður. Bara bruðlið og óráðssían kostar laun þúsunda láglaunafólks.
Burt með báknið og burt með ofurskattana. Með því bætum við lífskjör í landinu og gerum ungu fólki auðveldara að hasla sér völl í þjóðfélaginu verða eignafólk.
En því miður virðast þeir sem helst ættu að mæla fyrir sparnaði og ráðdeild í ríkisbúskapnum vilja einhenda sér í aukna samneyslu og gæluverkefni í stórum stíl á kostnað skattgreiðenda og eru því orðnir hluti af því sósíalska kerfi ánauðar og ofurskattheimtu sem dregur mátt úr þjóðinni.
Við það er ekki hægt að una.
18.10.2018 | 13:04
Sendum utanríkisráðherra til Moskvu í kjölfar Matteo Salvini.
Íbúar og stjórnendur fyrirtækja víða á landsbyggðinni gera sér grein fyrir að refsiaðgerðir íslenskra stjórnvalda gegn Rússum kosta magar milljarða á ári. Ítrekað hefur verið farið fram á það að stjórnvöld hætti að troða illaskir við Rússa enda eigum við þeim ekki annað en allt gott upp að inna.
Fleiri þjóðir en við finna fyrir því að Evrópusambandið skuli halda fast við refsiaðgerðir gegn Rússum. Í gær hótaði Ítalía að beita neitunarvaldi gegn því að refsiaðgerðunum yrði haldið áfram.
Matteo Salvini innanríkisráðherra Ítalíu sagði í Moskvu í gær að refsiaðgerðirnar væru efnahagslegt, þjóðfélagslegt og menningarlegt brjálæði og gjörsamlega fráleitt og hefði kostað Ítali billjónir Evra. Salvini sagði auk þess, að hann treysti því að þeir væru nógu gáfaðir í Brussel til að skilja að þeir væru komnir of langt og snúa yrði til baka til góðra samskipta milli Ítalíu, Evrópusambandsins og Rússlands.
Vel má vera að Salvini hafi rétt fyrir sér að þeir séu nógu gáfaðir í Brussel til að átta sig á villu síns vegar varðandi refsiaðgerðir gegn Rússum þó draga megi það í efa. Hitta er annað mál, að það væri sterkur leikur hjá ríkisstjórninni að senda nú utanríkisráðherra til Moskvu til að gefa svipaða yfirlýsingu og Salvini og tilkynna afdráttarlaust, að íslendingar drægju sig einhliða út úr öllum refsiaðgerðum gegn Rússum.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.6.2018 | 10:25
Utanríkisstefnan er andstæð hagsmunum þjóðarinnar
Sama dag og Erdogan einræðisherra sölsaði undir sig nánast allt vald í kosningum, sem Efnahags- og framfarastofnun Evrópu gagnrýnir harkalega, undirritaði utanríkisráðherra sérstakan fríverslunarsamning við Tyrki þar sem mælt er með aukinni samvinnu og vináttu þjóðanna.
Erdogan hefur fangelsað tugi þúsunda blaða og fréttamanna og gert út af við tjáningarfrelsið og prentfrelsið í landinu sem og rekið meir en hundrað þúsund opinbera starfsmenn. Þá hefur sölsað undir Tyrki stórt landsvæðí í Sýrlandi og ætlar sér að innlima það.
Þetta þvælist ekkert fyrir íslensku ríkisstjórninni, þrátt fyrir að mannréttindabrotin séu þau verstu í Evrópu og þeir víli ekki fyrir sér að fara með ófriði á hendur nágrannaríki og sölsa undir sig stór landssvæði.
Á sama tíma bannar þessi sama íslenska ríkisstjórn, forseta lýðveldisins að sinna þeirri sjálfsögðu skyldu sinni að sitja í heiðursstúku þegar íslenska landsliðið í knattspyrnu keppir í fyrsta skipti á heimsmeistaramóti í knattspyrnu og veita strákunum okkar stuðning.
Það var ömurlegt að horfa á þau Katrínu Jakobsdóttur og Guðna Th. Jóhannesson eins og tvo niðursetninga á Hrafnseyri við Arnarfjörð, norpandi fyrir framan sjónvarpsskjá við að horfa á landsleikinn við Argentínu. Þetta þurfti Guðni Th. að þola allt vegna þeirrar fáránlegu utanríkisstefnu Íslands að troða illsakir við Rússa að fyrirskipun Evrópusambandsins.
Þessi utanríkisstefna sem felur í sér viðskiptastríð við Rússa veldur íslensku þjóðinni milljarðatjóni árlega og miklu tekjutapi bænda og sjómanna. Afsökunin er að Rússar virði ekki mannréttindi og hafi innlimað Krímskagann skv. vilja mikils meirihluta íbúa þar. Á sama tíma semur þessi sama ríkisstjórn við Tyrki sem virða engin mannréttindi og hafa innlimað landssvæði í Sýrlandi í blóðugri styrjöld gegn íbúunum.
Hagsmunir okkar af viðskiptum við Tyrki eru nánast engir, en miklir við Rússa. Hvaða glóruleysi er þá þessi utanríkisstefna.
Í hvers þágu starfar utanríkisþjónustan? Fyrir íslendinga eða fer hún eftir dyntum Angelu Merkel og Evrópusambandsins.
28.4.2018 | 22:48
Afbókanir, Sterk króna og svört atvinnustarfsemi
Í fréttum í kvöld var sagt að mikið væri um afbókanir erlendra ferðamanna. Framkvæmdastjóri bændaferða sem rætt var við, var ekki í vanda með að finna blórabögglana sem væru þessu valdandi. Að hans mati þá eru vandamálin tvö:
Sterk króna og svört atvinnustarfsemi.
Hér á landi þurfa menn almennt ekki að rökstyðja sitt mál og fréttamenn spyrja sjaldnast áleitinna spurninga.
Eðlileg spurning til framkvæmdastjórans hefði t.d. verið. Með hvaða hætti getur svört atvinnustarfsemi orsakað það að ferðamenn afbóki sig. Það er ekkert orsakasamhengi þar á milli. Svört atvinnustarfsemi hefur ekkert með afbókanir að gera.
Þegar krónan styrkist þá verða aðföng keypt erlendis frá ódýrari. Sterk króna ætti því að gera aðilum í ferðaþjónustu kleift að selja þjónustuna ódýrari. Sterka krónan er notuð sem til að afsaka það gegndarlausa okur, sem er í landinu. Okur sem stafar að hluta til vegna þess, að stjórnvöld hér hafa aldrei talið sig eiga skyldum að gegna við neytendur þessa lands. Þess vegna komast seljendur upp með hluti sem þeir gera ekki í nágrannalöndum okkar.
Öllum sem hafa fylgst með hefur verið ljóst að okrið í ferðaþjónustunni hefur verið gegndarlaust. "Ódýr" bændagisting kostar iðulega meira en 5 stjörnu hótel í erlendum stórborgum. Matur á veitingahúsum er svo dýr, að ferðamenn flykkjast í lágvöruverslanir til að kaupa sér vistir. Bílaleigubílar og hvað sem er kostar margfalt meira en í okkar heimshluta. Þetta veldur íslenskum stjórnmálamönnum ekki andvökum. Þeirra helsta áhyggjuefni hefur fram að þessu verið með hvaða hætti hægt er að skattleggja ferðamenn enn meir en þegar er gert.
Ferðaþjónustan er gríðarlega mikilvægur atvinnuvegur. Við vorum í fyrra mesta ferðamannaland í Evrópu hlutfallslega miðað við fólksfjölda. Viðfangsefni þeirra sem stýra málum innan ferðaþjónustunna sem og stjórnvalda ætti að felast í, að stuðla að því að þjónusta hér verði seld ferðamönnum sem og íslenskum borgurum á samkeppnishæfu verði.
Það mun valda þjóðhagslegri kreppu ef ferðamönnum fækkar verulega. Stundum betra að græða minna í einu en meira til lengri tíma litið og okra ekki á fólki eins og engin sé morgundagurinn.
Afbókanir erlendra ferðamanna er okri seljenda að kenna ekki krónunni eða svartri atvinnustarfsemi.
Vinur minn sem fer víða sagði mér um daginn, þá nýkominn frá Bandaríkjunum, að öðruvísi en áður var, þá vissu allir eitthvað um Ísland og það væri áhugavert land, en það væri hins vegar hræðilega dýrt. Af hveru vita Bandaríkjamenn það. Vegna þess að landar þeirra sem hafa sótt Ísland heim hafa þá sögu að segja. Líka frá þeim tímum þegar krónan var mun veikari.
Hvað var þá að?
11.4.2018 | 15:49
Teboð hjá Trump
Í gær var Emírinn og einræðisherra ríkisins Qatar. Emir Sheikh Tamim bin Hamad Al-Thani í teboði í Hvíta húsinu í Washington DC í boði Donald Trump. Trump sagði að emírinn væri sérstakur vinur sinn. Á sama tíma hótaði hann Rússum og Sýrlendingum öllu illu vegna meintrar eiturefnaárásar og hryðjuverkastarfsemi.
Nú vil svo til, að ríki sem eiga landamæri að Qatar, Saudi Arabí og Sameinuðu Arabísku furstadæmin hafa auk, Yemen og Egyptalands sett Qatar í bann fyrir að styðja við bakið á hryðjuverkahópum bæði fjárhagslega og með því að selja þeim vopn og vistir. Það aftrar ekki Donald Trump að tengjast honum vináttuböndum.
Ítrekað hefur komið í ljós, að Qatar hefur stutt við hryðjuverkahópa bæði fárhagslega og með því að selja þeim og/eða leyfa vopnum og vistum að komast til þeirra. Hryðjuverkahópar, sem eru sérstaklega nefndir í því sambandi eru Hamas, Isis og Jabhat Al Nusra.
Þrátt fyrir þetta býður Trump emírnum frá Qatar í te og lofar hann fyrir baráttu gegn hryðjuverkum og kallar hann sérstakan vin sinn. Skyldi hann ekki vita um stuðning Qatar við hryðjuverkastarfsemi?
Vandamál Donald Trump er að hann hefur enga hugmyndafræðilega kjölfestu eða sýn á nauðsynlegar breytingar á bandarískri utanríkisstefnu. Þess vegna tollir starfsfólk illa hjá honum vegna þess að það veit ekki hvað snýr upp og hvað snýr niður frá degi til dags.
Bandaríkjaforsetar skila ekki góðu verki nema hafa úrvalsstarfslið. Það hefur Donald Trump ekki. Það er engin von til þess að stjórnmálamaður sem hefur það eitt til málanna að leggja að tísta af og til um stjórnmálin geti komið miklu vitrænu til leiðar.
Ég batt vonir við, að með komu Donald Trump þá væri hægt að koma utanríkisstefnu Bandaríkjanna úr þeirri klemmu sem hún hefur verið í alla þessa öld. En Trump er á fleygiferð í að gera hlutina verri og er þá langt til jafnað.
Forsenda þess, að Bandaríkin verði "great again" er að þau virkji dugnað og áræði fólksins í landinu til framfara en séu ekki með hundruðir þúsunda ríkisstarfsmanna á launum við að herja í löndum sem þeim koma ekkert við án takmarks eða tilgangs.
8.3.2018 | 14:13
Trump, Obama og skoðanakannanir
Vinsældir Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa þokast upp á við í síðustu skoðanakönnunum, en engin fjölmiðill hér á landi sér ástæðu til að birta þær niðurstöður.
Í Daily Telegraph þ.4 mars s.l. var sagt frá því að Trump væri vinsælli en Barack Obama forveri hans var á sama tíma í forsetatíð sinni. Þá eru mun fleiri Bandaríkjamenn sem telja landið vera á réttri leið en þeir sem töldu svo vera í forsetatíð Obama. Samt sem áður telja færri landið vera á réttri leið en þeir sem styðja Trump. Ekkert af þessu er að sjálfsögðu fréttnæmt hér á landi.
Blaðið telur að eitt af því sem geri kjósendur ánægðari með Trump en áður séu breytingar á skattalögum og fólkið sjái,að það hafi meira á milli handanna. Skattalækkanir Trump lækka nefnilega líka skatta vinnandi fólks, þó okkur hafi stöðugt verið færðar þær fréttir að þær væru eingöngu fyrir þá ofurríku og stórfyrirtæki.
Því miður virðist Donald Trump ekki hafa hugmyndafræðilega kjölfestu eins og raunar er reyndin með 57 þingmenn af 63 á Alþingi í dag. Það gerir að verkum að hann er lítt útreiknanlegur og hætta getur verið á að hann eigi erfitt með að átta sig á leiðum og markmiðum.
Vegna þess að Donald Trump skortir hugmyndafræðilega sýn á gildi frjáls markaðshagkerfis, hefur honum dottið í hug að setja verndartolla á innflutt stál og álúmínum.
Þeir sem halda að verndartollar séu lausn á vanda Bandaríkjanna (og þess vegna Íslands) munu fá að finna fyrir afleiðingum slíkrar verndarstefnu þar sem vöruverð hækkar og iðulega lækka gæði í leiðinni. Nái þessi stefna Trump fram að ganga. munu Bandaríkjamenn fá dýra kennslu í grunnatriðum varðandi höft, samkeppnishömlur og væntanlega komast að því sama og gerðist fyrir tæpum 80 árum að frjáls viðskipti eru hagfelld fyrir neytendur en haftastefna og ofurtollar óhagfelld.
Vinsældir Trump jukust vegna þess að fólk sá að það hefur það betra vegna aðgerða hans. Þær vinsældir geta auðveldlega þurrkast út þegar fólk finnur fyrir afleiðinum verndartollana sem munu hækka vöruverð verulega m.a. verð á einni brýnustu neysluvöru Bandaríkjamanna bifreiðum.
7.3.2018 | 08:13
Elítan er fylgislaus
Stórsigur Sólveigar Önnu Jónsdóttur í Eflingu er með athyglisverðustu fréttum síðustu daga. Sólveig Anna sem er uppreisnarmaður gegn elítunni í verkalýððshreyfingunni fékk yfir 80% greiddra atkvæða og rúm 2000 atkvæði, en elítunni með allt sitt hafurtask fékka aðeins 500 atkvæði.
Innan við 16% félagsmanna í Eflingu greiddu atkvæði. Fráfarandi stjórn og trúnaðarráð fékk því aðeins stuðning 3% þeirra sem voru á kjörskrá. Sú niðurstaða segir sína sögu um það hvað verkalýðsforustan er sambandslaus við félaga sína.
Ef til vill segir þetta líka þá sögu að helstu baráttumál verkalýðshreyfingarinnar með Gylfa Arnbjörnsson formann ASÍ í fylkingarbrjósti, á ekki stuðning í hreyfingunni sjálfri. Gylfi er eindreginn stuðningsmaður verðtryggingar og forgangs lífeyrissjóða umfram hagsmuni launafólks í landinu. Kjör Sólveigar Önnu nú og Ragnars Ingólfssonar í VR er eftir því sem best verður séð, uppreisn gegn þessari stefnu Gylfa, sem Efling hefur fylgt algjörlega og möglunarlaust.
Ef til vill er nú lag að þau Sólveig Anna, Ragnar Ingólfsson og Aðalsteinn Baldursson undir forustu hins einarða Vilhjálms Birgissonar verkalýðsleiðtoga á Akranesi nái fram verulegum áherslubreytingum í verkalýðsbaráttunni gegn verðtryggingu, lífeyrisfurstum og ofursköttum á atvinnutekjur, til hagsbóta fyrir vinnandi fólk á Íslandi.
Raunverulegar kjarabætur felast í afnámi verðtryggingar og lækkun tekjuskatta. En gamaldags barátta um krónur og aura eru líklegar til að valda verðbólgu og gengisfellingu öllum til ills nema fjármagnseigendum og verðtryggingarfurstum.
Hins vegar verður verkalýðshreyfingin að gera þá ófrávíkjanlegu kröfu að launakjör hinnar nýju stéttar kjararáðsarðræningjanna (hin íslenska Nomen klatura) verði færð niður til samræmis við önnur launakjör í landinu. Allt annað er óásættanlegt. Samspilltu stjórnmálaflokkarnir ætla sér ekkert að gera í því máli. Þessvegna reynir á hina nýju forustu í verkalýðshreyfingunni að gæta raunverulegra hagsmuna almenns lauanfólks og berjast gegn ofurlaunastefnu ríkisins til hagsbóta fyrir stjórnmálafólk og æðsta embættisfólk.
Farsæl barátta verkalýðshreyfingarinnar er þjóðarhagur.
9.1.2018 | 21:40
Er ekki ísinn farinn af Norðurpólnum?
Æðsti prestur trúarbragðanna um hnattrænna hlýnun af mannavöldum Al Gore, spáði því fyrir 9 árum að Norðurpóllinn yrði íslaus fyrir 2018. Annar háttsettur prestur í reglunni Karl Bretaprins sagði að allt yrði komið til fjandans um mitt ár 2017 og samkvæmt spádómi NASA átti Manhattan að vera sokkinn í sæ fyrir nokkrum árum.
Þó árið 2018 sé komið þá haggast ísinn á Norðurpólnum ekki. Sjávarborð hefur ekki hækkað og Manhattan er enn vettvangur iðandi mannlífs. Hlegið er að ruglinu í Karli Bretaprins.
Ekkert af því sem spáð hefur verið um þróun hnattrænnar hlýnunar af mannavöldum hefur reynst rétt.
Samt sem áður heldur stjórnmála- og vísindaelíltan fast í, að nauðsynlegt sé að setja hindranir í veg framleiðslufyrirtækja, og leggja skatta á einstaklinga til að fórna á altari heimstrúarbragða pólitísku veðurfræðinnar
Íslenska ríkisstjórnin lætur sitt ekki eftir liggja og þeir sem þurfa að setja bensín á bíla sína ættu að minnast þess þegar þeir greiða reikninginn að hluti hans er Katrínarskattur vegna ofangreindra trúarbragða
Þrátt fyrir að Kanada og Norður hluti Bandaríkjanna sé í dag gaddfreðinn. Meiri snjór sé nú í svissnesku og ítölsku Ölpunum en mörg undanfarin ár. Það hefur jafnvel snjóað á Sahara eyðimörkinni. Þvert á það sem Al Gore spáði um íslausan Norðurpól þá snjóar á Sahara. Þessar staðreyndir skipta talsmenn trúarbragðanna engu máli. Þeir hafa tekið trúna og margir þeirra græða á því, en við hin þurfum að borga hærri skatta og hærra vöruverð fyrir þetta rugl.
Hvernig stendur á því að þegar það liggur nú ljóst fyrir að yfirborð sjávar hefur ekkert hækkað á þessari öld. Hitastig hefur ekki breyst svo neinu nemi frá aldamótum og engin eylönd hafa farið í kaf eins og líka var spáð, að samt skuli helvítisspámenn hrikalegra hamfara vegna hlýnunar halda sem fastast við falsspár sínar - og fólk trúa þeim?
Gæti það verið vegna þess að vísindaelítan sækir gríðarlega styrki til að rannsaka hnattræna hlýnun, en þeir vísindamenn sem andæfa og segja þetta vera rugl fá ekki neitt.
Getur það verið vegna þess að hnattræna hlýnunin er orðin big business fyrir fyrirtæki m.a. með verslun á kvótum fram og til baka.
Getur það verið vegna þess að ýmsar þjóðir eins og t.d. Kína og Indland vilji ná forskoti á Vesturlönd, en að því stefnir Parísarsamkomulagði sem Trump réttilega hafnaði.
Getur það verið vegna þess að hávær grátkór eyríkja í Kyrrahafi og ríkja í Afríku og Asíu vilja fá allar trilljónirnar sem kveðið var á um í Parísarsamkomulaginu að Evrópa og Norður Ameríka skyldi greiða þeim. Eitthvað er það.
Getur það verið vegna þess að í meir en 20 ár hefur æska Vesturlanda þurft að sæta markvissri innrætingu í skólum og fjölmiðlum um þessa nýju Grýlu, sem er þó enn hrikalegri en sú sem sögð er búa í Esjunni. Á öllum öldum býr fólk sér til nýja tegund af draugasögum.
Með hverju ári koma fleiri göt á klæði hlýnunarspámannanna og á endanum mun barnið segja að þeir séu ekki í fötum - hvað skyldi þurfa að líða mörg ár þangað til og hvað skyldi ríkisstjórnin þá vera búin að ræna skattborgarana mörgum milljörðum.
6.1.2018 | 13:40
Óður til verðbólgunnar
Fyrir tilstilli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hefur kolefnagjald verið hækkað. Neytendur þurfa því að borga hærra verð fyrir bensínlítrann.
Þessar auknu álögur á neytendur færir fjármagnseigendum um 600 milljónir vegna hækkunar verðtryggðra lána. Skattahækkunin er því tvöfalt högg á neytendur. Í fyrsta lagi hækkar bensín og í öðru lagi húsnæðislán.
Af þessum aukna gróða fjármagnseigenda 600 milljónir tekur ríkið 120 milljónir til sín í fjármagnstekjuskatt. Þokkaleg búbót það fyrir ríki og fjármagnseigendur.
Með þessu er líka hlaðið í veðbólgubálköstin sem mun loga betur á þessu ári en síðustu ár vegna skatta- og eyðslustefnu ríkisstjórnarinnar.
Við afgreiðslu eyðslufjárlaganna vildi stjórnarandstaðan hækka útgjöld og álögur en þá meir. Hugtök eins og ráðdeild og sparnaður eiga ekki við í stjórnmálaheiminum og virðing fyrir skattgreiðendum og neytendum er takmörkuð eða engin.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 160
- Sl. sólarhring: 172
- Sl. viku: 4268
- Frá upphafi: 2604042
Annað
- Innlit í dag: 145
- Innlit sl. viku: 3992
- Gestir í dag: 137
- IP-tölur í dag: 134
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Arnar Freyr Reynisson
-
Ívar Pálsson
-
Guðmundur Karl Snæbjörnsson